Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 28
28 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
GÓÐIR íslendingar.
Nýársbirtan hefur nú nokkra
stund baðað land okkar litbrigðum
ljóss og skugga. Hugurinn nemur
fyrirheit um gleði og góðar stundir
en samt vitum við öll að sorg og
þrautir kunna að knýja dyra þegar
minnst varir.
í andakt jólanna eru minningar
um látinn ástvin eða ættingja þeir
hljómar sem lengst óma í sálum
okkar, blandnir þakklæti fyrir
stundirnar sem gæfan gaf og tóm-
leika vegna áranna sem um alla
framtíð verða vígð söknuði og trega.
Við í fjölskyldunni hér á Bessa-
stöðum deilum nú slíkri reynslu með
ykkur sem um hátíðir og áramót
hafið leitað huggunar í eintali sálar
eða samræðum við vini og ættingja
um þá tíð þegar gleðin ríkti og sól
skein í heiði á samverustundum.
I veikindum Guðrúnar Katrínar
veittu bænir ykkar, kveðjur og ám-
aðaróskir henni og okkur öllum mik-
inn stjrk. Sú samkennd og samlíðan
gáfu henni þrek til að glíma við
hverja nýja þraut. Þakklæti til ykkar
vai- heitt í hennar huga og einlæg sú
ósk að ég færði ykkur það nú. Við
andlát Guðrúnar Katrínar og útför
fundum við í fjölskyldunni samhug
og hlýju sem löngum hafa á erfíðum
stundum veitt íslendingum eina sál,
einn vilja. Fögur orð í bréfum og
skeytum, teikningar frá börnum og
bekkjardeildum, kveðjur frá íslend-
ingum hvaðanæva úr veröldinni - allt
þetta og ótal margt annað varð til að
veita okkur styrk í glímunni við sorg
okkar og söknuð. Virðingin sem fólst
í því þegar þúsundir komuð hingað
til Bessastaða til að skrá nöfn sín í
minningarbók Guðrúnar Katrínar
mun ylja hjörtum okkar alla ævi.
Eg færi ykkur einlægar þakkir
fjölskyldunnar og óskir um að hið
nýja ár verði ykkur til
gæfu og gleði, að sem
flestir dagar verði fagn-
aðarefni og framfaratíð,
bæði í lífi hvers og eins
og byggðum landsins
alls.
Sá reynslutími sem
örlögin færðu okkur í
fang var áminning um
hve skjótt öll viðmið og
ætlan geta breyst. A
einni stundu hafði ævin
umsnúist og dómur fall-
ið á þann veg að líf og
hugur verða aldrei söm.
Slík augnablik sýna í
sjónhending að sérhvert
stundarglas mun um
síðir tæmast og dýrmætt er að nýta
vel það æviskeið sem hverju okkar er
ætlað.
Kannski erum við flest svo bundin
af önn dagsins, atburðum og verk-
efnum líðandi stundar, að við gleym-
um að rækta þann garð sem felst í
ást og vináttu, traustum tengslum
við börn okkar og fjölskyldur, sam-
veru sem alfarið er helguð þeim sem
okkur þykir vænt um. Tíminn er í
senn gleðigjafí og harður húsbóndi.
Arin þjóta hjá hvert af öðru og fyrr
en varir bíða verkalokin handan við
hornið. Ekkert skeið ævinnar verð-
ur afturkallað og mikilvægt er að
geta horft til baka sátt við hverja
stund.
I dýrkun samtímans á fjármunum
og frama, í umróti auglýsinga og
áreitis sem metur flest á mæli-
kvarða auðs og eigna, kann okkur að
gleymast að verðmætin sem á ör-
Iagastundu reynast okkur kærust
eru ekki þau sem mölur og ryð fá
grandað heldur böndin sem tengjast
ástvinum okkar og fjölskyldu, lífí
þeirra og heilsu. Slitni þau verður
allt hitt harla lítils
virði.
Því er mikilvægt við
upphaf nýs árs, já,
reyndar við birtu sér-
hvers dags, að veita
sjálfum sér það fyrir-
heit að leggja alúð við
vináttu og fjölskyldu-
bönd, gefa börnum
okkar, ættingjum og
félögum þær stundir
sem við getum, en glata
ekki stórum hluta æv-
innar í kapphlaup um
hið hverfula.
Við eigum ekki að
þurfa að missa heilsuna
eða sjá ástvini þjást til
að haga lífi okkar og daglegum hátt-
um í samræmi við þennan sannleika.
Vissulega eru veikindi áminning um
þau verðmæti sem okkur eru kær-
ust en þau eru líka tími aðdáunar og
þakklætis í garð lækna og hjúkrun-
arfólks sem með hæfni sinni og fórn-
íysi koma til bjargar, veita heil-
brigði á ný eða lina þjáningar á sam-
verustundum.
Það vakti stolt okkar Guðrúnar
Katrínar að heyra lækna hennar í
Seattle fara lofsorðum um kunnáttu,
dómgreind og vísindalega þekkingu
íslenskra lækna og hjúkrunarfólks.
Aðdáun hinna bandarísku sérfræð-
inga á heilbrigðiskerfi og lækna-
þjónustu fámennrar eyþjóðar var
ósvikin og ríkuleg. Þeir töldu mikla
gæfu fyrir Islendinga að hafa þróað
sjúkrahús og heilsugæslu sem jafn-
ist á við hið besta með öðrum þjóð-
um en veitir jafnframt hverjum og
einum hjálp og hjúkrun án tillits til
efnahags, stéttar eða ættartengsla.
I glímunni hörðu sem staðið hefur
í hartnær áratug um fjárhagsvanda
heilbrigðisstofnana og umfang ríkis-
útgjalda hefur ef til vill verið van-
rækt að spyi-ja um tilgang og mark-
mið, um kjarna þessa alls: að þjón-
usta fólk í vanda. Ekkert er okkur
eins fjarri þegar veikindi knýja dyra
í fjölskyldu eða vinahópi en að ræða
um skattstiga og ríkisrekstur. Sam-
kenndin um velferð hvers og eins er
þrátt fyrir allt svo samgróin ís-
lenskri þjóðarsál að við viljum
standa vörð um þá skipan sem veitir
öllum rétt til lækninga, hjúkrunar,
umönnunar, menntunar og þroska. I
aðdraganda nýrrar aldar þegar rætt
verður um ætlunarverk og lífssýn
einstaklinga og þjóða, þá er eðlilegt
að við spyrjum um framtíð þeirrar
samfélagslegu arfleifðar sem dug-
miklar kynslóðir færðu okkur að
gjöf, um framtíð þess samfélags sem
sett hefur heilbrigði og menntun
allra í öndvegi.
Viljum við varðveita getu þjóðar-
innar til að veita landsmönnum
læknisþjónustu og hjúkrun sem að
gæðum er sambærileg því besta sem
aðrir njóta? Hverjar eru og verða
kröfur okkar, væntingar og vonir
þegar ástvinir og ættingjar þurfa á
aðgerð eða hjúkrun að halda, eða
þegar við sjálf, einkum þau okkar
sem nú eru ung eða á besta aldri, er-
um komin á efri ár og glötum heilsu?
Hver er hinn samfélagslegi vilji til
að við Islendingar höldum þeim
gæðum sem felast í störfum lækna
og hjúkrunarfólks, heilbrigðiskerfis-
ins alls? Er ekki eðlilegt og í anda
lýðræðisins að stofnanir lýðveldisins
tryggi síðan að sá raunverulegi vilji
ráði framtíðarfor?
Viljum við, sem flest hlutum
gæðamenntun íyrr á öldinni án sér-
staks endurgjalds, að börn okkar og
afkomendur þeirra, nýjar kynslóðir
Islendinga, geti á nýrri öld öðlast
bestu menntun sem völ er á? Hvern-
ig ætlum við að tryggja að íslend-
ingar verði áfram í fremstu röð að
kunnáttu og hæfni?
Atvinnulíf framtíðarinnar verður í
æ ríkara mæli byggt á greinum þar
sem þekking, rannsóknir, vísindi og
tækni ráða úrslitum um lífskjör, um
arðsemi og árangur á markaðstorgi
viðskiptanna.
Við höfum á undanfórnum misser-
um fengið margvíslegar viðvaranir
um að þegar spurt er um gæði og
umfang menntunar séu Islendingar
neðar í stigatöflu alþjóðlegs saman-
burðar en flestir höfðu vænst. Aðrir
eru óðum að fara fram úr okkur og
þar með tapast vígstaða sem nauð-
synleg er til að geta áfram notið
þeirrar hagsældar sem best þekkist.
Á hinn bóginn höfum við einnig séð
fjölmörg dæmi um það hvernig
menntun, þekking og vísindi ráða nú
á Islandi úrslitum um vöxt nýrra at-
vinnugreina, auðga mannlíf, list-
sköpun og menningu ásamt því að
efla orðstír okkar Islendinga á svið-
um sem æ meir móta álit þjóða og
áhrif. Tölvubúnaður og tækni sldla
vaxandi tekjum í þjóðarbú og erlend
stórfyrirtæki leita nú samvinnu við
ungt íslenskt hugvitsfólk. Rann-
sóknir lækna og sérfræðinga í erfða-
vísindum og líftækni hafa lagt
grundvöll að nýrri atvinnugrein sem
orðið getur einstaklega arðbær í
hagkerfi nýrrar aldar.
Ung sveit stjórnenda tekur nú í
vaxandi mæli forystu í íslenskum
fyrirtækjum og fjármálastofnunum
og beitir með árangri fræðilegum
aðferðum og faglegri þjálfun sem
hún hefur hlotið í fremstu háskólum
Vesturlanda.
Sá grunnur sem lagður var með
nýskipan tónlistarmenntunar íyrir
fáeinum áratugum hefur nú umbylt
svo listalífi landsins að nánast í
hverri viku sjáum við þess glæsileg
merki að íslensk tónlist er orðin öfl-
ug útflutningsgrein.
Hliðstæð þróun hefur orðið í leik-
húslífi og myndlist og ung kynslóð
rithöfunda og skálda gefur þjóðinni
á hverri aðventu sögur og ljóð sem
sanna að frumkraftur íslenskra bók-
mennta er jafn ferskur við upphaf
nýs árþúsunds og hann var á ár-
dagstímum Islandsbyggðar.
Við lok aldar sem fært hefur
mannkyni meiri tæknilegar framfar-
ir en allar hinar fyrri til samans er
það ótvíræð niðurstaða að manns-
hugurinn er mesta orkuverið sem
völ er á, að virkjun hans er hald-
besta ávísunin á hagsæld og velferð,
að menntun og þjálfun eru ekki síðri
kraftur en sá sein felst í fallvötnum
og iðrum jarðar. I samkeppni þjóð-
anna á heimstorgi viðskiptanna
munu þær ná mestum árangri sem
best rækta gáfur og sköpunarmátt
nýrra kynslóða.
Því er brýnt að samstaða skapist
ARAMOT
/ /
Nýársávarp forseta Islands, herra Olafs Ragnars Grímssonar
Mannshugurinn er
mesta orkuverið
Herra Ólafur
Ragnar Grímsson
Áramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
Okkur vegnar best
þegar samstaðan er mest
GÓÐIR íslendingar,
Um miðjan desember ár hvert
tökum við að huga að jólahaldi og
áramótum. Þá sendum við gjaman
vinum og kunningjum lítið kort með
jólakveðjum og frómum óskum um
að nýja árið megi verða þeim far-
sælt, gott og gleðilegt. Þessum ósk-
um er stefnt gegn óvissunni, hinu
ófyrirsjáanlega, sem á einu andar-
taki getur öllum okkar áætlunum
breytt, bæði til góðs og ills. Þótt við
fáum ekld öllu ráðið, og stundum
harla litlu, erum við ekki einungis
óvirk peð á taflborði örlaganom-
anna. Þau augnablik koma og þau
ekki fá, þegar við ráðum sjálf úrslit-
um um, hvort eitthvað tekst vel eða
gengur miður. Þetta á við okkur
hvert og eitt, og okkur sameiginlega
sem þjóð. Um þetta em til ótal
dæmi. Björgunarsveitir, læknalið,
löggæslumenn og branaverðir hafa
iðulega með snarræði og fómíysi
komið í veg fyrir slys og heimt fólk
úr bráðum háska. Foreldri, sem býr
bamið sitt endurskinsmerkjum og
leggur því lífsreglurnar um leiðir í
skólann í skammdeginu, gerir í
raun hið sama. Verkið í því tilfelli
sýnist kannski lítið, en voðinn, sem
verið er að forða, því stærri. Við
getum með öðram orðum stuðlað
sjálf að því með margvíslegum
hætti að nýja árið verði okkur far-
sælt og gleðilegt. Vitrastu forystu-
menn okkar hafa þóst hafa fyrir því
margfalda reynslu, að þá vegni okk-
ur best, þegar samstaðan er mest
og sundrungaröflum og sundur-
lyndisfjanda er markaður bás við
hæfi. „Litla þjóð, sem átt í vök að
verjast, vertu ei við sjálfa þig að
berjast,“ sagði skáldið og verður
þessi hugsun ekki betur felld í orð.
Við tökum heilshugar undir þessi
sjónarmið, en eram ekki þar með að
amast við rökræðum, átökum og
deilum á líðandi stund. Slík um-
ræða, þótt hörð sé, er ekki aðeins
þolanleg og gagnleg, heldur oftar en
ekki bráðnauðsynleg, svo tryggt sé
að mál fái rækilega skoðun, og of
einsleit sjónarmið ráði ekki fór.
Jafnvel má halda því fram, að harð-
snúnar deilur geti beinlínis verið
hollar þjóðfélaginu, herði það og
stæli og geri ríkari kröfur til þess
að vel sé að málum staðið. Og hver
segir, að menn sem standa fast á
sínum málstað í stórhríðum líðandi
stundar, þurfi að vera andstæðingar
að öðra leyti?
Stundum er jafnvel:
„Ágreiningurinn
meiri en svo
að hann skipti okkur
neinu máli“
svo gripið sé til orða skáldsins. En
hverri glímu þarf þó að ljúka og við
höfum ekki fundið aðra skárri leið til
að leiða þjóðmálaglímuna til lykta
en þá, sem kennd er við lýðræðið, og
er hún þó sjálfsagt ekki
gallalaus.
Það ber stundum við
að starfsmenn hags-
munasamtaka veitist af
nokkra yfirlæti að
þjóðþinginu og saki
það um að vera að
bjástra við lagasetn-
ingu án þess að tala
fyrst við sig. Slíkur
reigingur skiptir svo
sem engu en minnir á
orð fyrrum forseta
Bandan'kjanna sem
taldi fyrir áratugum
síðan, að það skaðaði
mjög löggjafarstarf-
semina þar í landi, hve
henni væri oft stýrt með þrýstingi
frá kröfugerðarkórum og geðs-
hræringaröflum, eins og hann
nefndi það, í stað þess að ráðast að
mestu af samvisku og dómgreind
hinna kjörnu fulltrúa. Þannig er fátt
nýtt undir sólinni.
Alþingi hefur á þessu ári sam-
þykkt lög sem töluverður styrr hef-
ur staðið um. Má í því sambandi
nefna svonefndan gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Það mál var afar
snúið, enda fullkomin nýlunda hér á
landi og reyndar víðar, og var því
ekki að undra að umræður yrðu
drjúgar og stundum hitnaði veru-
lega í kolum. Hætt er við að vera-
legur hluti þess málskrafs alls hafi
farið fyrir ofan garð og
neðan hjá mörgum,
vegna eðlis viðfangs-
efnisins og eins vegna
hins, að hugtök þau,
sem mest bar á, vora
flestum mönnum ný og
framandi. Lokapunkt-
inn aftan við slíkar deil-
ur getur enginn annar
sett en meirihluti Al-
þingis að lokinni vand-
legri athugun þess á
málefninu. Nú þegar
þessi þáttur er að baki,
er þýðingarmikið að
góðir menn og víðsýnir
taki saman höndum til
að tryggja að þau tæki-
færi, sem þarna kunna að opnast,
megi nýtast sem flestum, jafnt Is-
lendingum, sem umheiminum. Er
mikið í húfi að vel til takist.
Gagnagrannsmálið er aðeins eitt
af mörgum nýlegum dæmum um að
hugumstórum frumkvöðlum takist
að opna nýjar leiðir í þessu landi,
sem munu gera það enn lífvænlegra
en ella. Þannig var útflutningur á
hugbúnaði nánast enginn á árinu
1991, en skilar nú sjö árum síðar
6.000 milljónum króna í þjóðarbúið.
Til mín komu á dögunum tveir
framsæknir vísindamenn á þessu
sviði. Þeir vildu kynna nýja hug-
mynd sína. Hún var sú að gera Is-
land að útflutningsvöra, eins og þeir
Davíð
Oddson
orðuðu það. Ég verð að kannast við,
að í fyrstu skyldi ég hvorki upp né
niður í því, hvað þeir væru að fara.
En þeir skýrðu hugmynd sína með
eftirfarandi hætti. Við höfum borið
íslenskt stjómarfar saman við það
sem annars staðar gerist og það fer
ekki á milli mála, að íslandi þykir
betur stjórnað og af meiri hag-
kvæmni og skilvirkni en annars
staðar þekkist. Þeir flýttu sér að
bæta því við, að þetta hefði ekkert
með núverandi stjórnmálamenn
landsins að gera. ísland, sem lítið
land, hefði hreinlega neyðst til þess
að hafa skilvirkara og þar með
ódýrara stýrikerfi á sínum málum
en rfkari og fjölmennari þjóðir.
Væri raunar sama hvar niður væri
borið í stjórnsýslunni, og nefndu
vísindamennirnir til sögunnar
dóms- og lögreglukerfi, utanríkis-
þjónustu, félags- og heilbrigðismál,
verklegar framkvæmdir, aðgang
borgaranna að stjómkerfinu og
málshraða á öllum sviðum. Þetta
vildu þeir kortleggja og hafa upp á
að bjóða, nú þegar mörg ríki væru,
að ryðja sér braut í hinni hörðu al-
þjóðlegu samkeppni, en byggju við
bágan efnahag.
Hugmyndir þessa snjöllu vísinda-
manna minntu á allt aðra sögu. Hún
var sú, að margur erlendur forystu-
maður hafði miklar efasemdir um
það á sínum tíma, að 130 þúsund
manna hópur eða svo hér norður
frá, gæti staðið undir þeim kröfum,
sem þjóðríki gerir til svo margra
þátta, eigi það að teljast marktækt í
samfélagi þjóðanna. Það var
kannski skortur á raunsæi sem réði
því að íslendingar hikuðu ekki þeg-
ar mest á reið. Hafi sú verið raunin
er rétt að þakka guði fyrir að á
réttu augnabliki hafi þjóðin búið við
heilbrigðan skort á raunsæi. Við er-
um rúmlega tvöfalt fleiri nú en við
lýðveldisstofnun og samkvæmt áliti
hinna Sameinuðu þjóða í hópi þeirra