Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 29
um að efla og styrkja menntun í
landinu svo að krafturinn sem býr í
ungu fólki nái að njóta sín til hlítar,
svo að sérhver kynslóð fái sjálf að
nýta kosti þess að vera í senn góðir
Islendingar og sannir heimsborgar-
ar. Aðeins á þann hátt getum við
tryggt stöðu íslands á nýi-ri öld.
Forystumönnum sjálfstæðisbar-
áttunnar var vissulega ljóst að
menntun og menning voru forsend-
ur fullveldisins. Þess vegna var kraf-
an um íslenskan háskóla meginþráð-
ur í málflutningi þeirra. Við minnt-
umst þess fyrir mánuði að 80 ár
voru liðin frá því að ísland varð
frjálst og fullvalda ríki og hinn nýi
fáni þjóðarinnar varð tákn frelsis
hennar um heim allan.
Arið 1918 var vissulega þrautaár;
hörmungar, armæða og örvænting
voru á stundum það eina sem hug-
ann greip. Kannski hefur sú um-
gjörð atburðanna orðið til að draga
úr þeim fagnaðarsessi sem 1. des-
ember ber í sjálfstæðisvitund og
sögu þjóðarinnar. Hann er þó sann-
kallaður sigurdagur sem færði ís-
lendingum í senn algildan þjóðarrétt
og með sambandslögum tækifæri til
lýðveldisstofnunar að aldarfjórðungi
liðnum. Slíkan dag ber okkur að
varðveita. Það væri missir að týna
honum í önn hversdagsins og glata
þannig sterkum streng í sjálfstæðis-
vitund Islendinga. Margar aðrar
þjóðir mundu fagna því að eiga slíka
stund vígða fullveldi og þjóðfána.
Við þurfum í sameiningu að finna
leiðir sem færa þjóðinni 1. desember
á ný, gera daginn að virðingardegi
Islendinga og uppsprettu sífellt
nýrrar túlkunar á hlutverki okkar
og stöðu.
Þótt skólahald yrði í heiðri haft
mætti helga daginn umræðum og
umfjöllun á þeim vettvangi með
framlagi nemenda og heimsóknum
listafólks, vísindamanna og forystu-
sveitar úr landsmálum og atvinnulífí.
I fjöimiðlum yrði tilefni til umræðna
um þróun fullveldis á umbrotatímum
og þau verðmæti sem skapa sérstöðu
Islendinga í síbreytilegum heimi, um
það hvemig umskapa ber fullveldið í
anda hverrar tíðar.
Við lok þessarar aldar og upphaf
nýrrar er einmitt tækifæri til að
þjóðin líti í eigin barm og leiti svara
við spurningum um vegferð og ætl-
fimm þjóða sem við mesta velmeg-
un búa og ekki er hægt að benda á
neina þjóð aðra sem dreifir ávinn-
ingi sínum út með sanngjarnari
hætti en hér er gert. Landar okkar
sýndu í fullveldisbaráttunni óbilandi
trú á getu þjóðarinnar og gæðum
landsins. Það væri vanvirða við það
fólk, ef við nú, meira en tvöfalt fleiri
og margfalt ríkari, þættumst ekki
geta gengið hnarreist og með blakt-
andi fánum til móts við nýja öld. Við
höfum náð umtalsverðum árangri
síðustu árin og getum glaðst yfir
honum. En mestu skiptir, að á þess-
um árangri getum við byggt enn
betra framhald.
Auðvitað verðum við að halda
gætilega á. Við höfum allt of oft
kastað frá okkur efnahagslegum
ávinningi, með því að ætla okkur of
mikið of fljótt. Margir höfðu spáð
því að alþingismenn þjóðarinnar
myndu falla í þá freistni á kosninga-
ári að auka útgjöld ríkisins miklu
meira en hollt væri. Þingheimur féll
ekki á því prófi og er mér nær að
halda að hann komi frá því með
góða einkunn. Ríkissjóður verður
rekinn með góðum afgangi á nýja
árinu og ríkisskuldir munu lækka
um 30.000 milljónir króna á þessu
ári og því næsta. Viðskiptahallinn er
vissulega mjög mikill um þessar
mundir og ég mundi ekki dirfast að
sýna sömu léttúð gagnvart honum
og Ronald Reagan gagnvart sama
vandamáli í sinni tíð. Hann var
spurður hvort hann hefði ekki
áhyggjur af ört vaxandi viðskipta-
halla og svaraði að bragði: „Nei, ég
hef engar áhyggjur af viðskiptahall-
anum, hann er orðinn svo stór að
hann getur séð um sig sjálfur." Það
er hins vegar okkur til uppörvunar
að hagspekingar spá því að veru-
lega dragi úr viðskiptahalla á næsta
ári. Ég held reyndar að okkur al-
þingismönnum sé hollast í aðdrag-
anda þeirra kosninga, sem í hönd
unarverk. Mörg okkar vinna heit um
áramót - það fer vel á því að þjóðir
geri slíkt hið sama við aldamót.
Spurningar um tilvist þjóða og
stöðu verða æ brýnni þegar hraði
umbyltinganna er slíkur að enginn
getur numið þær eða skilið til hlítar,
þegar nýjar kynslóðir þurfa að til-
einka sér hugtök fullveldis og sjálf-
stæðis í samræmi við eigin vilja og
reynslu og sagan ein dugir ekki
lengur til réttlætingar.
Við upphaf aldar vakna á ný þær
spurningar sem Sigurður Nordal
setti fram í öndvegisriti, spurningar
um vanda þess og vegsemd að vera
Islendingur.
Hver erum við? Hvert ætlum við?
Hver eru þau verðmæti og gildi sem
gera okkur að þjóð og hverju viljum
við fórna til að varðveita þau og
styrkja?
Hvað verður um íslenska menn-
ingu, vísindi og listir á nýrri öld?
Hvernig tryggjum við að sköpunar-
kraftur þjóðarinnar endurnýi í sí-
fellu arfleifð okkar og framlag til
heimsbyggðar?
Hvernig varðveitum við náttúru
landsins, tign óbyggðanna, fegurð
fjarða og dala og færum þeim íslend-
ingum sem hér munu búa um aldir
framtíðar þá ást til ættjarðarinnar
sem hefur blásið okkur bjartsýni í
brjóst? Sú spuming verður æ áleitn-
ari þegar unga fólkið sækir rætur
sínar og sjálfstæðisvitund í hughrif
frá fjallasölum og fossagljúfrum og
telur verðmæti þess að vera íslend-
ingur felast í tengslum við hið
óspillta sköpunarverk náttúrunnar -
sköpunarverk sem enn á ný hefúr
sýnt Islendingum og umheimi öllum
tign sína og kraft.
I námunda við skil alda og árþús-
unda er við hæfi að við Islendingar
leitum aðferða til að eiga samræður
hvert við annað og þjóðin við sjálfa
sig um vanda þess og vegsemd að
vera íslendingur á nýrri öld, um það
hvað sæmir best orðspori og áliti ís-
lands í samfélagi heimsins. Það
koma á stundum þeir tímar að ekki
verður umflúið að taka afstöðu til
þess hvaða verðmæti skapa sjálf-
stæði þjóðar þótt sú glíma kunni að
reynast torsótt og erfið í upphafi. Nú
er slík stund. Ég bið íslandi blessun-
ar um ókomna tíð og óska ykkur öll-
um gæfu og farsældar á nýju ári.
fara, að lofa fáu en efna jafnvel
meira en lofað verður, ef færi gef-
ast. Það gæti verið göð tilbreyting
fyrir kjósendur.
Sennilegt er að menntun og vís-
indi og endurskipulagning enn öfl-
ugri heilbrigðisþjónustu, verði fyr-
irferðarmikil á næstu árum. Góður
undirbúningur hefur þegar átt sér
stað á þessum sviðum. Aukin sam-
keppni og valddreifing hafa þannig
gefið hugmyndaríkum skólamönn-
um ný tækifæri, metnaður hefur
aukist í skólastarfinu og árangur er
sá mælikvarði sem einn er gildur.
Aldrei í sögunni hefur meira fé
gengið til heilbrigðismála en á fjár-
lögum ársins 1999 og er þess að
vænta að nýtt fjárhagslegt svigrúm
og aukin ábyrgð stjómenda í heil-
brigðisþjónustu muni koma okkur
út úr því óefni sem langvarandi
skuldahalar hafa skapað. Umræðan
um þann vanda hefur iðulega
skyggt á það góða starf, sem unnið
er á þessum vettvangi og jafna má
við það besta sem þekkist.
A fyrsta ríkisstjómarfundi á nýja
árinu verður gengið frá reglum um
sérstakt samstarfsráð forystumanna
samtaka aldraðra um land allt og
ríkisvaldsins. Vona ég að það ráðslag
allt muni leiða til þess, að um þann
málaflokk muni ríkja betri skilning-
ur og markvisst samstarf verði farið
að skila verulegum árangri áður en
næsta ár, sem sérstaklega er kennt
við aldraða, verður úti.
Góðir Islendingar,
Verkefnin íramundan era næg og
ríkur vilji og metnaðiu- með þjóðinni
til að fást við þau. I fyiTamálið tökum
við undir með skáldinu og segjum:
„og nú á þennan nýjársdag
nýtt byrjar lffið ferðalag."
Ég óska ykkur öllum, löndum mín-
um nær og fjær, góðs gengis á því
ferðalagi. Megum við öll vel una okk-
ar hag um ferðalokin. Gleðilegt ár.
ARAMOT
Nýárspredikun herra Karls Sigurbjörnssonar biskups
Hömlum gegn
græðgi og eigingirni
GUÐSPJALL: Matt.
5.5-13.
Biðjum saman og segj-
um öll einum huga og
rómi: Vertu, Guð faðir,
faðir minn, í frelsarans
Jesú nafni. Hönd þín
leiði mig út og inn, svo
allri synd ég hafni.
Amen
Guð gefi oss öllum
gleðilegt ár í Jesú
nafni.
Kunnugleg
orð og kær
Textar þessa nýjárs-
dags era okkur öllum
vel kunnir. Orðin sem
Drottinn gaf þeim Móse og Aron til
að leggja blessun yfir lýðinn, orð
sem flest börn í kristninni hafa lært
í tvö þúsund ár, og þar áður í ísrael.
Orð Hebreabréfsins: „Jesús Kristur
er í gær og í dag hinn sami og um
aldir“ þekkjum við líka. í þeirri
vissu komum við saman hér og horf-
um fram til ársins nýja. Og svo guð-
spjallið sem við heyrðum frá altar-
inu, það er úr fjallræðunni. Þar
kennir Jesús okkur að biðja, leið-
beinir okkur um atferli bænar og
leggur okkur orð á varir og á hjarta.
Með þá bæn fáum við að ganga til
móts við árið nýja. Guði sé lof fyrir
það veganesti. Þú lærðir þessa bæn
eflaust við móðurkné á ævimorgni.
Hún er svo einfold og látlaus að
hvert barn getur lært, en um leið
svo há og djúp að hin æðsta speki
mannsandans nær seint að kafa
djúp hennar. Þessa bæn gefur frels-
arinn Jesús í nesti til að nærast af
dag eftir dag árið um kring, mæta
með hverjum nýjum degi, hverri
nóttu, tjá með mestu gleði og dýpstu
sorg. Taktu líka eftir því sem Jesús
segir um þann Guð sem bæninni er
beint til: „Faðir yðar veit hvers þér
þurfið áður en þér biðjið hann.“
Þrátt fyrir það þurfum við að orða
okkar þörf og þrá andspænis honum
í bæn, áhyggjur allar og kvíða, gleði
og vonir.
Bæn samstöðunnar
Einnig skulum við muna að bænin
sem Jesús kennir er í fleirtölu, faðir
vor, það er allra manna, allra jarðar-
barna. Bæn í Jesú nafni er að taka
sér stöðu með öllum þeim. Ekki
bara bæn um einhver gæði fyrir
mig, brauð handa mér, fyrirgefning,
frelsun frá illu fyrir mig. Nei, við
beram með okkur í bæninni öll Guðs
böm á okkar víðu jörð, og orðum
þörf þeirra, von og þrá. Samfélag,
samstaða, samhugur, það er ein-
kenni þeirrar trúar sem Kristur gef-
ur. Af því að hann kennir að Guð er
kærleikur, og kærleikur er aldrei
einsemd, sjálfhverf nautn, heldur
alltaf samfélag. Bænarefnin sem
Jesús gefur okkur að orða, þau
spanna hið hæsta og helgasta jafnt
sem hið lægsta og hversdagslegasta.
En er þegar allt kemur til alls bæn
um að fá að hvíla í þeim örmum sem
bera og halda, að vera umvafin
þeirri náð sem engum bregst, þeirri
hjálp sem aldrei þrýtur.
Ef börnin læra ekki að biðja er úti
um kristni í þessu landi! Sem betur
fer er það nú svo að flest börn á ís-
landi læra að biðja. Guði sé lof fyrir
það og alla þá foreldra, mæður og
feður, já og afa og ömmur, sem gæta
þess að kenna börnum sínum bænir
og vers. Þó era ýmis teikn á lofti
sem benda til þess að þeim fari
fækkandi. Sumir vilja halda þvi
fram að einungis fáir lifi eiginlegu
bænalífí. En það er erfitt að dæma
um það, vegna þess að trú og bæn er
feimnismál sem fólk fjölyrðir ekki
um. I trúarlífskönnun sem gerð var
hér á landi fyrir áratug, segjist þt-
iðjungur landsmanna biðja faðir vor
daglega eða því sem næst. Sú hlut-
fallstala hækkar með aldri. Við verð-
um að halda vöku okk-
ar. Ef bömin læra ekki
að biðja, þá er úti um
kristni í þessu landi.
Hvernig lærir maður
að biðja? Jú, með því að
biðja, með því að fara
með bænir og vers. Al-
veg eins og við læram
að hjóla með því að
hjóla. Við læram að
synda með því að
synda. Bæn lærum við
aðeins með því að biðja.
Öðravísi eklri.
Ég vil hvetja sóknir
og söfnuði landsins til
að kalla heimili, skóla
og uppeldisstofnanir til
samstarfs um að kenna börnum
bænir og sálma. Stef úr Biblíunni,
Sálmabókinni, Passíusálmum hafa
verið veganesti okkar þjóðar um
aldir. Hvers vegna að halda í það?
Vegna þess að þegar við læram að
lesa þá byrjum við á því að stafa.
Bænaversins era eiginlega það að
kveða að: A - F - I . Þannig stafar
barnið, hver stafur er heimur út af
fyrir sig og óravegur á milli, þar til
að samhengið lýkst upp, allt smellur
saman: Afi. Orð er komið á tungu og
allur sá heimur, þau víðerni þekk:
ingar og reynslu sem með fylgir. í
bænaversunum eram við að kveða
að til að samhengið ljúkist upp,
Guðs ríki, Guðs vilji, vegurinn til
lífsins.
„Best er að hafa góða samvisku,
næst best er góður lögfræðingur.“
Þegar tuttugasta öldin líður að lok-
um þá verður umræðan æ meir
áberandi um siðfræði og siðgildi.
Hún var ofarlega á baugi í íslensku
samfélagi á síðastliðnu ári, þegar
hin hrausta, nýja veröld hátækninn-
ar knúði fast dyra, hinn alþjóðlegi
fjármagnsmarkaður sækir á og við
finnum okkur sífellt ráðvilltari um
eftir hvaða viðmiðunum við getum
fótað okkur á þeim tæpastíg sem
liggur milli þess hvað er mögulegt
og gróðavænlegt, og hvað siðferði-
lega réttlætanlegt. Hvaða mæli-
kvarða á að leggja tO grandvallar?
Hvað mótar fyrst og fremst siðgæð-
ið? Hefurðu gert þér grein fyrir því
að sjö ára barn í Vestur Evrópu hef-
ur horft að meðaltali á 20.000 sjón-
varpsauglýsingar sem gefa ein og
aðeins ein skilaboð, sem sé: Þú ert
neytandi. Lausnin á öllum vanda er
fólgin í því sem hægt er að kaupa
sér. Hvað megnar að hamla gegn því
gífurlega afli sem leitast við að móta
líf okkar og gera að sálarvana neyt-
endum og hugsunarlausum áhorf-
endum á markaðstorgi lífsins þar
sem græðgin ein ræður fór? Þar
sem allt er metið til markaðsverðs
og út frá fjárhagslegum forsendum,
þar lýtur hið veika og vanmegna og
ungviðið í lægra haldi. Afleiðingarn-
ar láta ekki á sér standa, skelfílegar
fyrir umhverfíð og náttúruna, mepn-
ingu og félagslega velferð. Ótal
dæmi staðfesta það.
Hvert sækir fólk sér grundvallar-
vitund um rétt og rangt, gott og illt?
Hvar mótast samviskan? Danski
háðfuglinn Storm P. sagði forðum:
„Best er að hafa góða samvisku,
næst best er góður lögfræðingur."
Nú finnst mörgum lögfræðingurinn
nægja, samviska er yfirleitt ekki
hátt skrifuð. Það er dagljóst að ekki
er nóg að vitahvað telst gott og illt.
Það skiptir meginmáli að laðast að
og elska hið góða. Siðgæði verður
ekki lært af bókum einum, ekki einu
sinni góðum jóla-bókum. Það þarf
að koma til iðkun sem sækir sér
næringu í sögur, minningar og hefð-
ir sem tengja mann við samhengi
kynslóðanna, vekja samhug með
öðra fólki og virðing fyrir æðri
veruleika. Það hefur verið hlutverk
trúarinnar frá örófi alda að miðla
því með með bæn, bæninni í Jesú
nafni.
Orð sem vaka í djúpum vitundar
Oft hefur maður orðið vitni að því
að gamalmenni, sem komið er út úr
heiminum, eins og sagt er, fer með
bænir og vers sem það hefur lært
sem barn. Orð sem fylgdu sálinni
inn í svefninn í bernsku, vaka nú ein
í vitundinni, heiðrík, heilnæm, góð.
Og ég hef hugsað, hvað með börnin
sem nú vaxa úr grasi án þess að
læra að biðja, þau börn sem sofna út
frá sjónvarps síbyljunni? Hvað mun
vaka í vitund þeirra þegar aldur og
ellin þunga hefur lokað dyram um-
heimsins, verða það kók og seríos og
dömubindaauglýsingar sjónvarps-
ins? Guð minn góður!
Spurningarnar um siðfræði og
siðgæði era oftar en ekki ræddar út
frá pólitískum forsendum, þörfum
atvinnulífsins eða þá sem spuming
um smekk, listrænt gildi, td. Samt
er það ekki út frá þeim forsendum
sem fólk tekur sínar mikilvægustu
ákvarðanir heldur út frá þeim gild-
um sem eiga sér bólfestu í innsta
granni sálarinnar. Svo virðist sem
nútíminn varpi fyrir róða ýmsum
lífsgildum sem fyrri kynslóðir töldu
mestu varða. Nægjusemi þar á með-
al. En jafnframt reka æ fleiri sig á
þá gömlu staðreynd að eignir og
auðævi er engin greið leið til gæf-
unnar heldur láta oft eftir tómleika
og eymd. Enn er það nú svo að ham-
ingjan býr í hjarta manns og nóg á
sá sér nægja lætur. En ef það er
aldrei orðað og rætt eða því vitni
borið, þá týnist það.
Að hamla gegn græðginni
I sveitinni forðum var sögð saga
af bónda nokkram sem kom á næsta
bæ og hafði aldeilis fréttir að færa.
Daginn áður hafði kona hans verið
að fara með mjólkina á brúsapallinn,
og hún rann til á hálku og datt og
fékk brúsann yfir sig: „Og það var
þvílík Guðs mildi,“ sagði kallinn, „að
ekki fór dropi af mjólkinni niður!“
Hitt fylgdi ekki sögunni að konan
slasaðist og var flutt á spítala!
Við getum hlegið að karlgarmin-
um. Þó er svo ótal margt í sögu og
samtíð okkar sem ber að sama
branni. Það virðist svo oft að tækin
hafi forgang, framleiðslan, og kerfið,
þarfir stofnananna, tækjanna og
tölvunnar, fjármagnsins, en ekki
fólksins. Iðulega lýtur hinn minni
máttar í lægra haldi og er sífellt
þokað neðar á forgangslistanum.
Fátæktin vex og aukinn fjöldi fólks
lendir í öngstræti örbirgðarinnar,
jafnvel hér. A 3. þúsund einstakling-
ar þurftu að þiggja aðstoð Hjálpar-
starfs kirkjunnar fyrir nýliðin jól, og
það í mesta góðæri íslandssögunn-
ar. Þetta fólk er flest öryrkjar sem
ættu samkvæmt viðurkenndum
grandvallarsiðgildum okkar þjóðar
að njóta velferðar og stuðnings sam-
félagsins. Eitthvað er nú að.
Það er eitt allra mikilvægasta
verkefni kirkju og uppeldisstofnana
að hamla gegn eigingirninni og
græðginni. Með uppeldi, fordæmi,
samtali sem heldur á lofti siðgæði og
ábyrgð, lyftir fram í dagsljósið hvað
það er sem skiptir mestu í lífinu,
með bæn sem nærir kærleika, sam-
hug og þakklæti.
Við höfum numið staðar í helgi-
dóminum á morgni ársins nýja, ársins
1999 frá fæðingu frelsarans, Krists.
Kristur gefur okkur veganesti til
óþekktrar framtíðar, orð á hjarta og á
tungu, Guð að föður og forunaut til
samfylgdar. Biðjum að vilji hans
verði, ríki hans komi, að brauðið hans
seðji og næri. Felum hið liðna fyrir-
gefningu hans og hið ókomna fóðurn-
um himneska sem veit og skilui- og
þekkir allt. Því að hans er ríkið, mátt-
urinn og dýrðin að eilífu. Amen.
Guð vonarinnar fylli oss öllum
fógnuði og friði í trúnni, svo að vér
séum auðug að voninni í krafti
heilags anda. Amen
Herra Kar
Sigurbjörnsson