Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 38
X38 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Faðir okkar,
ÞORKELL GUÐLAUGUR SIGURÐSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarðsettur frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 4. janúar klukkan 13.30.
Sigurður Þorkelsson,
Karl Þ. Þorkelsson,
Sigurður E. Þorkelsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
PETREA ÓSKARSDÓTTIR,
Hóli,
Sæmundarhlíð,
Skagafirði,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.30.
Jarðsett verður á Reynisstað.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HOLGER PETER CLAUSEN,
Hraunbæ 97,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 5. janúar kl. 13.30.
Guðrún S. Einarsdóttir Clausen
Svanbjörg Clausen, Sverrir Karlsson,
Guðrún Olga Clausen, Guðmundur Benediktsson,
Elin Auður Clausen,
Kristbjörg Clausen, Ragnar Ómarsson,
Einar Clausen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN NORÐDAL ARINBJÖRNSSON,
Blikabraut 6,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju-
daginn 5. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjarta-
vernd.
Oddný Valdimarsdóttir,
Aldís Jónsdóttir, Hafsteinn Ingólfsson,
Ingibjörg Jónsdóttir, Gísli Guðmundsson,
Hafsteinn Jónsson, Ingibjörg Poulsen,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HANNES INGÓLFUR GUÐMUNDSSON,
áður Ránargötu 6, Reykjavík,
til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.30.
Helga Anna Hannesdóttir,
Inga Hanna Hannesdóttir, Ómar Jóhannesson,
Hafdís Hannesdóttir, Jóhann Örn Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir,
JÓHANN GUÐJÓNSSON
frá Stykkishólmi,
sem lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 28. desember, veröur
jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 10.30.
Guðjón Jóhannsson,
Þór Jóhannsson, Erna Arnórsdóttir,
Geir Geirsson, Hugrún Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÓDÍS
BENEDIKTSDÓTTIR
+ Jódís Benedikts-
dóttir fæddist í
Stóraholti í Holts-
hreppi í Skagafirði
26. desember 1911.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Sauðárkróks 22.
desember siðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Her-
dís Bjarnadóttir og
Benedikt Guðmunds-
son kennari, sem
kennd voru við
Syðsta-Mó sem bú-
endur, en Jódís var
elst þriggja dætra
þeirra. Hinar systurnar eru Guð-
ný, f. 11.3. 1913, og Þórunn, f.
23.9. 1915, báðar til heimilis í
Reykjavík. Þær misstu föður sinn
árið 1919, þegar Jódís var átta
ára. Tveim árum síðar giftist
Herdís móðir þeirra Jóni Jósefs-
syni frá Minni-Reykjum í Vestur-
fljótum og áttu þau saman tvær
dætur, Ástu, f. 22.6. 1920, sem
býr á Dalborg á Dalvík, og
Svövu, f. 9.5. 1923, sem búsett er
í Reykjavík.
Hinn 17. desember 1933 giftist
Jódís Guðmundi Einarssyni, ætt-
uðum frá Jaðri í Glerárbyggð á
Akureyri. Vorið
1934 fluttust þau að
Ytra-Krossanesi í
Glæsibæjarhreppi og
ári síðar að Kalsá á
Uxaströnd en voru
þar aðeins í nokkra
mánuði. Þar fæddist
Hermann sonur
þeirra 4. maí 1935, d.
í apríl 1949. Næsta
heimili var Langhús
í Veturfljótum í sam-
býli við móður og
fósturföður Jódísar
og með þeim fluttust
þau ári síðar að
Hraunum í Holtshreppi. Vorið
1937 gerast þau hjón ábúendur á
Lambanes-Reykjum í sömu sveit
til vorsins 1943, en þá kaupa þau
jörðina Veðramót í Gönguskörð-
um og áttu þar heimili síðan. Þar
fæddust tvö yngri börn þeirra:
Einar, f. 7.4. 1945, bóndi á Veðra-
móti, kvæntur Önnu Maríu Haf-
steinsdóttur, og eiga þau þrjú
börn; Ilalla, f. 14.3. 1948, gift
Halldóri Jónssyni, búsett á Steini
á Reykjarströnd, þau eiga fjögur
börn og eitt barnabarn.
Útför Jódísar fór fram frá
Sauðárkrókskirkju 2. janúar.
Það var haustið 1941 sem ég
kynntist þeim mætu hjónum Jódísi
Benediktsdóttur og Guðmundi Ein-
arssyni, sem þá bjuggu á Lam-
banes-Reykjum. Sumarið 1942 vann
ég hjá þeim við heyskap og raunar
næsta sumar líka. Um vorið 1943
fluttu þau að Veðramóti en nytjuðu
túnið á Lambanes-Reykjum og tók
ég þátt í því með öðrum að heyja og
ganga frá því til flutnings. Um
haustið 1945 flutti ég alfarinn til
Reykjavíkur og hóf nám í málaraiðn
en tengslin við fólkið á Veðramóti
rofnuðu ekki. A námstímanum fór
ég oftast í sumarfrí norður í fæðing-
arsveitina og kom þá við til að
spjalla við fólkið á Veðramóti.
Tíminn líður hratt, fyrr en varir
er ég búinn að stofna heimili í
Reykjavík og nú dugði vart sólar-
hringurinn til þess að gera það sem
þurfti til að sjá fyrir heimili og fjöl-
skyldu, sem stækkaði ört auk þess
sem ég hef jafnan verið í félags-
stússi sem tekur tíma. Tengsl við þá
sem fjær standa vilja rofna á köfl-
um. Tímafrekasti þátturinn í þessu
lífsstríði er að byggja hús yfir fjöl-
skylduna og þá er lausnin að koma
krökkunum í sveit á sumrin. Það
urðu fastar ferðir vor og haust að
flytja krakka og konu í og úr sum-
ardvölinni. Þá var freistandi að
leggja lykkju á leið sína þegar kom-
ið var á Sauðárkrók, fara upp að
Veðramóti og tefja fólkið við bú-
störfin til að spjalla um lífið og til-
veruna, fræðast hver um hagi ann-
ars og rifja upp gamlar minningar.
Tíminn reyndist oft stuttur því þau
hjón voru bæði viðræðugóð og um
margt var að tala. Þau hjónin hafa
einnig oftast komið að heimsækja
okkur í þau fáu skipti sem þau hafa
komið til Reykjavíkur.
I apríl 1949 gerðist sá sorglegi
atburður að Hermann, elsti sonur-
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útfór hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
inn, þá 14 ára, lést úr sjúkdómi
sem ekki reyndist hægt að lækna.
Hann var búinn að vera í læknis-
meðferð í Reykjavík án árangurs
en hann lést á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki. Þetta var einkar efni-
legt mannsefni og aðdragandinn að
veikinni stuttur. Þetta var mikið
áfall fyrir foreldrana og þá einkum
vegna þess að ári áður en Her-
mann fæddist misstu þau barn í
fæðingu.
Minningin um Jódísi er í vitund
minni á margan hátt sérstæð. Hóg-
værð og tillitssemi voru henni eðlis-
læg, styggðaryrði eða gagnrýni á
fólk sem hún umgekkst heyrði ég
aldrei af hennar vörum, því síður
blótsyrði. Engu að síður hafði hún
mótaðar skoðanir á mönnum og
málefnum. Þrátt fyrir erfiðar að-
stæður fór hún ung að afla sér
menntunar, meðvituð um að þekk-
ing og reynsla auðveldar fólki að
takast á við lífið. Hún var vel greind
en hlédræg, ekki líkleg til að sækj-
ast eftir mannvirðingum en hún
lagði góðum málefnum lið. Hennar
framlag var ekki minna en þeirra
sem létu mikið að sér kveða á yfir-
borðinu. Jódís bar með sér kvenleg-
an þokka, há vexti, grönn og bein-
vaxin með ljóst, liðað og ræktarlegt
hár sem myndaði hreina umgjörð
um gerðarlegt andlit.
Hún var ekki allra, virtist alvöru-
gefin við fyrstu kynni. Að eðlisfari
var hún hlý og glaðvær, spaugsöm
og glettin þegar við átti, hún hló
dátt og sannfærandi þegar gaman-
mál voru rædd. Sambúð þeirra
hjóna var farsæl og einkenndist af
gagnkvæmu trausti og virðingu,
ekki síður þótt þau hafi á margan
hátt verið ólík að eðlisfari.
Gönguskörðin eru strjálbýl sveit
en landslag stórbrotið og sumarfal-
legt. Bæjarnafnið Veðramót lýsir
staðháttum á táknrænan hátt (allra
veðra von). Hér í fjalladalnum hafa
Jódís og Guðmundur unað hag sín-
um vel, lifað hljóðlátu og hófsömu
lífi fjarri skarkala lífsins. Sólar-
strendur sem margir telja munað
lífsins eru þeim framandi. Á 80 ára
merkisafmæli fyrir nokkrum árum
fóru þau í bændaferð til M-Evrópu í
boði bama sinna. Þau hjónin nutu
þessarar ferðar. Þar opnaðist nýr
ævintýraheimur sem skildi eftir
myndir sem gaman var að rifja upp
með kunningjum þegar heim kom.
Aidur er afstætt hugtak gagnvart
dauðanum, engu að síður er það lög-
mál sem við flest erum meðvituð um
að eftir því sem aldurinn hækkar
getum við vænst þess að síðasta
ferðin sé skammt undan, það er
eðlileg framvinda lífsins. Þegar ást-
vinur deyr fylgir því ætíð söknuður
og tregi þeirra sem næst standa.
Þær tilfinningar eru blendnar, eftir
hugarfari og trúarskoðunum hvers
og eins, hvað við tekur eftir dauð-
ann. Hugur minn fylgir henni Jódísi
yfir landamæri lífsins í veraldlegum
skilningi.
Eg sendi Guðmundi hlýjar sam-
úðarkveðjur og ósk um notalegt
ævikvöld. Kynnin við þessi hjón eru
mér hugstæð, án þeirra hefði vant-
að blað í minningabókina mína. Eg
sendi afkomendum, venslafólki og
öðrum nákomnum innilegar samúð-
arkveðjur.
Hjálmar Jónsson.
Hún Jódís á Veðramóti var eftir-
minnileg kona bæði í fasi og fram-
göngu. Við leiðarlok er þó tvennt
sem einkum stendur upp úr í minn-
ingunni um Jódísi, vaskleikinn og
hógværð. í Jódísi sameinaðist rösk-
leiki til allra verka og jafnvægi hug-
ans. Eg man glöggt hversu hratt
hún Jódís hljóp. Eg peyi í sveit og
hún á miðjum sextugsaldri. Þegar
hlaupa þurfti á eftir skepnum hljóp
Jódís hratt, jafnhratt og við strák-
amir, ef ekki hraðar. Ekki man ég
eftir konu á þessum aldri sem ég
hef séð hlaupa hraðar. Mikið dáðist
ég að Jódísi fyrir þetta og röskleik-
inn við vinnu var í sama anda. Nán-
ast í andstöðu við þetta var svo
þessi rólynda og yfirvegaða kona
sem fór hljóðlega um hús og hýbýli,
talaði lágt og skipti ekki skapi.
Eg kom á Veðramót við Sauðár-
krók sem strákur í sveit á tíunda ári
um miðjan sjöunda áratuginn og
var þar fimm sumur hjá þeim hjón-
um Jódísi og Guðmundi Einarssyni,
sem lifir konu sína. Á Veðramóti
voru þá einnig Einar og Halla, böm
þeirra, og býr Einar þar enn ásamt
fjölskyldu sinni. Halla fluttist á
þessum árum út á Reykjaströnd, og
býr á Steini ásamt Halldóri Jóns-
syni og fjölskyldu sinni. Frá fyrsta
degi var mér tekið af mikilli alúð og
vinsemd og minningin um árin á
Veðramóti verður ávallt skær og
ánægjuleg. Ég á enga leiðinlega
minningu tengda Veðramóti eða því
fólki, sem segir meira en mörg orð.
Jódís var ákveðin kona og skoð-
anaföst þótt hljóðlega færi hún yfir.
Hún flíkaði ekki skoðunum sínum
eða tilfinningum, en hafði þó sitt
fram í því sem hún vildi, hygg ég.
Ég minnist þess ekki að hún hafi
skipað fyrir. I stað fyrirmæla gekk
hún á undan með góðu fordæmi. Ef
raka þurfti mikið og hratt af túninu
rakaði hún mikið og hratt, þannig
að aðrir véku sér ekki undan að
fylgja fordæminu. Á þeim árum sem
ég var á Veðramóti minnist ég þess
ekki að mikið hafi verið talað um
stjórnmál. En ef þau bar á góma þá
var Jódís jafnsjálfstæð í þeim skoð-
unum sem og um annað sem hún
fjallaði.
Jódís Benediktsdóttir var góð
kona og aldrei heyrði ég hana hall-
mæla nokkrum manni. Það hlýtur
að vera mannbætandi að kynnast
svo góðri manneskju sem Jódís var
og ég kveð hana með þakklæti.
Fjölskylda mín flytur öllu fólkinu á
Veðramóti og öðru venslafólki hug-
heilar samúðarkveðjur og þá sér-
staklega Guðmundi eftirlifandi
manni hennar.
Friðrik Friðriksson.
Hún Jódís er farin,
það fylgja henni tár
ffændgarðsogvina.
Þeir minnast og þakka
öll þessi ár,
Tungan er hjjóð
Tindastóll hnípinn og fár.
En þyngst verður einmana
öidruðum maka
um ófama slóð.
Hún laðaði að sér
jafnt ómálga bam
sem ellinnar hag.
Svo háttprúð og hlý
með sinn hetjunnar brag.
Og grannar, sem þekktu
hennar góðvildarhug,
sitja gneypir um jól
þvi að húmblæju dró,
þessi harmanna fregn
fyrir hátíðarsól.
(GBH)