Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 40
-<40 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRA
ÁRNADÓTTIR
+ Þóra Ámadóttir
fæddist á Ytri-
Rauðamel, Eyja-
hreppi, Hnappa-
dalssýslu, 28. febr-
úar 1903. Hún lést á
Ellihcimilinu Grund
21. des. 1998. Þóra
var dóttir hjónanna
Elísabetar Sigurð-
ardóttur og Áma
Þórarinssonar pró-
fasts. Þóra var
fóstmð upp í Haust-
húsum hjá
Kristrúnu Ketils-
dóttur og Jóni
Þórðarsyni bónda þar.
Þóra var fímmta í röð ellefu
systkina. Þau voru: Ingunn, gift
Kristjáni Einarssyni; Þórarinn,
kvæntur Rósu Lámsdóttur;
Kristín, fyrst gift Hjálmari
Waag og eftir dauða hans
Sveini Helgasyni; Anna, gift
Páli Þorbergssyni; Sigurður,
kvæntur Sigrúnu Pétursdóttur;
Magnús, kvæntur Ingibjörgu
Georgsdóttur; Ingibjörg, fyrst
gift Hafliða Gíslasyni, þau
skildu, og síðar Gunnari Guð-
J" mundssyni; Guðmundur, kvænt-
ur Áslaugu Sigurðardóttur;
Einar, kvæntur Vilborgu Sig-
urðardóttur; Gyða, gift Einari
Eyjólfssyni og eftir dauða hans
Birni Fr. Björnssyni. Ingibjörg
og Guðmundur era ein á Iífí
þeirra systkina. Fósturbræður
Þóra í Hausthúsum vora Ketill,
sonur hjónanna þar, Ingólfur
Kristjánsson, kvæntur Hildi
Hinriks, og Gunnar Sigurðsson,
kvæntur Margréti Björnsdótt-
ur. Þeir era nú allir
látnir.
Þóra giftist Ey-
mundi Magnússyni
skipstjóra 20. júlí
1930. Hann var
fæddur á Hafnar-
hólmi í Steingríms-
firði 21. apríl 1893
og lést 13. janúar
1977. Þau eignuðust
fimm böra: Elstur er
Magnús, fæddur 23.
apríl 1932. Með
konu sinni Guðnýju
Valentínusdóttur,
sem nú er látin, átti
hann Þóra Magneu. Áður hafði
hann átt Sonju með Onnu Sig-
urðardóttur og Eddu með Guð-
laugu Áraadóttur. Sambýliskona
hans er Ema Armannsdóttir.
Þórir var fæddur 19. apríl 1934
og dó þriggja mánaða gamall.
Kristrún fæddist 4. janúar 1936.
Synir hennar og Matthíasar
Kjeld era Eymundur og Þórir
Bjarki. Þau skildu. Síðari maður
Kristrúnar er Halldór Blöndal.
Pétur er sonur þeirra. Árni Þór
er fæddur 17. júlí 1938. Emma
er fósturdóttur hans og fyrri
konu hans Guðbjargar Jónsdótt-
ur. Þau skildu. Síðari kona hans
er Elizabeth van Rij. Dóttir
þeirra er Þóra Elizabeth. Katrín
er fædd 23. apríl 1942. Hún er
gift Gísla G. Auðunssyni og eiga
þau þijú böm: Þór, Soffíu og
Guðlaugu. Baraabörnin era 10
og bamabarnabömin 13.
Utför Þóra Árnadóttur verð-
ur gerð frá Dómkirkjunni
mánudaginn 4. janúar kl. 13.30.
Látin er í hárri elli tengdamóðir
mín, Þóra Arnadóttir, sem lengst af
bjó á Bárugötu 5 í Reykjavík.
Þóra var komin hátt á sextugsald-
ur þegar ég kynntist henni. Hún var
því orðin nokkuð við aldur, en samt
sem áður í fullu fjöri og eiginlega í
blóma lífsins, svo mikill var kraftur-
inn í henni þá sem endra nær. Þetta
var sem sagt á stúdentsárum mín-
um og ég fór að gera hosur mínar
grænar fyrir Katrínu (Kötu) jmgri
dóttur Þóru og Eymundar. Kata
hafði einhvem tímann hvíslað því að
mér að móðir hennar væri ekkert
sérlega blíð við „þessa stráka", sem
-ilpuðust til að elta dótturina alla
leið inn á gafl á Bárugötu 5, og
fannst hún vera að búa mig undir
misjafnar móttökur móður sinnar
þegar að því hlaut að koma að við
hittumst. Þetta var náttúrulega í
samræmi við hina stöðluðu ímynd
tengdamóðurinnar og ekki um ann-
að að ræða en bíta á jaxlinn og taka
örlögum sínum. En hafí ég búið mig
undir óblíðar móttökur væntanlegr-
ar tengdamóður þegar fundum okk-
ar bar íyrst saman, þá hef ég örugg-
lega ekki lesið réttu lexíuna fyrir
það próf, því að móttökurnar voru
allt aðrar. Satt að segja fannst mér
Þóra opna hjarta sitt fyrir mér
strax við fyrstu kynni og þannig
■hafa öll okkar samskipti verið síðan.
Þóra reyndist mér einstaklega vel,
og í sannleika sagt var hún ástrík
tengdamóðir, ráðholl, hlý og hjálp-
söm með eindæmum.
Þóra kom úr stórum systkina-
hópi, ein af ellefu. Hún var fímmta í
röðinni og þar sem systkinin höfðu
fæðst með stuttu millibili var Þóru
komið í fóstur um stundarsakir hjá
Jóni og Kristrúnu í Hausthúsum.
Þegar húsakynni rýmkuðust hjá
foreldrum hennar átti að senda
Þóru aftur til þeirra, en þá neitaði
^sú stutta staðfastlega að fara og má
því segja að snemma beygist krók-
urinn til þess sem verða vill, skap-
festan kom strax fram í frum-
bernsku.
Þóra ólst því upp í Hausthúsum,
en ekki í hópi systkina sinna á
Stóra-Hrauni. Mér fannst alltaf ör-
lítið annar blær yfir Þóru en hinum
ssystkinunum og ef til vill var það
vegna uppeldis við aðrar aðstæður.
Þóra fór ekki í langskólanám,
enda voru þær ekki margar stúlk-
urnar á fyrstu áratugum þessarar
aldar, sem það gerðu. Ekki skorti
hana þó greind til þess, en Þóra var
bókelsk, víðlesin og stálminnug.
Sérstakt dálæti hafði hún á kveð-
skap, kunni ótrúlegan fjölda ljóða
utan að. Ég held hún hafi dáð Jónas
Hallgrímsson öðrum meir, að
minnsta kosti rann Gunnarshólmi
upp úr henni eins og Faðirvorið.
Hún var tvö ár í Danmörku á
yngri árum, hafði alltaf mikla ást á
Dönum eftir dvölina þar og talaði
reiprennandi dönsku. Hún átti líka
frændfólk þar og voru þær mæðgur
Magnea Sæmundsson (Guðmunds-
dóttir) og Sæunn Degnbol (Páls-
dóttir) alltaf meðal hennar kærustu
vina.
Það var einmitt á Danmerkurár-
um Þóru, sem hún kynntist verð-
andi eiginmanni sínum, Eymundi
Magnússjmi stýrimanni og síðar
skipstjóra hjá Eimskip. Þóra varð
því sjómannskona, farmannskona.
Hún var því ekki „bara húsmóðir"
eins og sumir kalla það, heldur var
hún bæði húsmóðir og húsbóndi á
sínu heimili, varð að annast uppeldi
barnanna að mestu ein og sjá um
allan daglegan rekstur. Farskipin
voru lengi í fórum á þessum árum,
eiginmaðurinn gjarnan einn mánuð
eða lengur að heiman í senn og við-
dvölin heima síðan ekki nema
nokkrir dagar. Stríðsárin voru sér-
staklega erfiður tími, engar fregnir
bárust af skipunum vikum saman,
og eiginkonumar lifðu stöðugt milli
vonar og ótta. Enda fór Þóra ekki
varhluta af hættum stríðsáranna,
Goðafossinn var skotinn niður, en
Eymundur var 1. stýrimaður á hon-
um. En hann var einmitt einn af fá-
um sem komust af. Það var því sér-
stakur og annar blær yfir heimili
Þóru og Eymundar en flestra ann-
arra, sem markaðist af starfi eigin-
mannsins. Ábjrgð hennar var
þjmgri en annarra eiginkvenna.
Þóra og Eymundur byggðu strax
á fyrstu hjúskaparárum sínum
glæsilegt hús að Bárugötu 5 ásamt
Ingunni systur Þóru og Kristjáni
Einarssjmi eiginmanni hennar.
Bárugata 5 varð síðan starfsvett-
vangur Þóru og sá vettvangur var
hvorki þröngur né smár. Bárugatan
varð fljótlega einskonar umferðar-
miðstöð ættingja og vina, sérstak-
lega vegna staðsetningar og ekki
síður vegna þess andrúms sem Þóra
skóp heimilinu, sem var bæði lifandi
og ögrandi. Á Bárugötunni voru all-
ir aufúsugestir og þar voru öll
heimsins vandamál, stór og smá,
rædd og brotin til mergjar og var
það ekki alltaf hávaðalaust, enda
ekki amast við ólíkum viðhorfum.
Stjórnmál og trúmál höfðu sérstak-
an sess. Þóra var róttæk í stjóm-
málaskoðunum og höll undir spírit-
isma og þar á öndverðum meiði við
flest systkina sinna. Skoðanaskipti
þeirra á milli voru oft lífleg í meira
lagi.
Ég sagði að Þóra hafi verið víðles-
in. Hún fór oftast í eina siglingu á
ári með Ejrnundi og þá var ævin-
lega borinn bókastafli um borð og
tíminn notaður til lestrar. Farið var
bæði austur og vestur um haf og
Þóra varð því víðförul með aldrin-
um. Þau hjón voru listelsk, söfnuðu
málverkum og bókum og með tím-
anum varð heimilið ekki bara um-
ferðarmiðstöð heldur menningar-
miðstöð. Heimili þeirra var líka
mjög fallegt, hafði yfir sér blæ fag-
urkerans, í einu orði sagt menning-
arlegt. Ejrnundur hafði viðað að
mörgum fágætum munum í sigling-
um um lönd og álfur og Þóra var
mikil hannjrrðakona og settu hann-
yrðir hennar mikinn svip á heimilið.
En fleiru var sinnt en fögrum list-
um. Þannig tók Þóra að sér fóstur-
foreldra sína á efri árum og annað-
ist þau á ævikvöldinu. Og síðar, þeg-
ar börnin voru flogin úr hreiðrinu,
tók hún að sér fjölmörg ungmenni
sem sóttu skóla í Reykjavík. Fyrir
nú utan alla aðstoðina sem hún
veitti börnum sínum og barnaböm-
um eftir að þau komu til.
Þóra unni æskustöðvunum á
Snæfellsnesinu. Hugurinn Ijómaði
þegar hún lýsti Löngufjörum og
hversu gaman var að þeysa þar á
góðum gæðingum. Einhverju sinni
barst það í tal að Þóra væri orðin
„húsnæðislaus", hafði ekki pláss í
Fossvogskirkjugarði, þegar kæmi
að vistaskiptum. Hún orðaði það þá,
hvort ekki mætti setja sig niður í
Bæjarey, þar hafi verið kirkjustaður
til forna með grafreit og því vígður
reitur. Kata stakk þá upp á því við
móður sína að við mjmdum setja
kistuna á hestvagn og síðan jrði far-
in þeysireið með hana þvert jrfir
Löngufjörur út í Bæjarey. Þóra sá
þetta fyrir sér í huganum og hló
dátt að.
En nú er Þóra horfin jrfir móð-
una miklu. Síðustu árin dvaldi hún á
Elliheimilinu Grund og var ekki
fyllilega með sjálfri sér, en alltaf kát
og ljúf. Ekki munum við efna til
þeysireiðar um Löngufjörur nú þeg-
ar við kveðjum Þóru, en látum hug-
ann reika þangað þegar við lítum til
baka til hennar ljúfustu stunda.
Ég kveð Þói-u tengdamóður mína
með sérstöku þakklæti fyrir órofa
vináttu og tryggð allt frá fyrstu
kynnum, fyrir allt það sem hún vai-
börnum okkar og bömunum sínum.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á
Grund, sem annaðist hana af nær-
gætni og hlýju síðustu árin.
Guð blessi minningu Þóru Árna-
dóttur.
Gísli G. Auðunsson.
Þessi mynd er greypt í huga
minn: Við Kristrún vorum í heim-
sókn og gamla konan lá í rúmi sínu á
Grund, hafði ekki fótaferð. Ég man
ekki hvers vegna. En hún var glöð
að sjá okkur og ég fór með Heiðló-
arkvæði, af því að Kristrún þurfti að
bregða sér frá:
Snemma lóan litla í
lofti bláu „dirrindí“
undir sólu syngur.
Hún fór með kvæðið með mér,
kunni það reiprennandi og augun
ljómuðu, - samt var hún hálfvegis
utan við þennan heim, að minnsta
kosti hið daglega amstur hans. En
hún var með á nótunum um hvað
sem talað var, á meðan það var tal-
að. Munaði þess vegna ekki um að
skipta yfir í dönsku, þegar Helle
kom í heimsókn frá Kaupmanna-
höfn á dögunum, og lét sér satt að
segja í léttu rúmi liggja, hvort
Magnea gamla, vinur hennar, væri
þessa heims eða annars, enda skipti
það ekki máli úr því sem komið var.
- Og áfram fórum við með Heiðlóar-
kvæði. Brátt fylltust augu hennar af
tárum þótt þau ljómuðu af því að
hún vissi endirinn fyrir. Svo var hún
farin að hágráta eins og öll börn á
íslandi í 150 ár, þegar ég fór með
síðustu línurnar:
... til að annast unga smá.
Alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu.
Jónas Hallgrímsson bregst þeim
ekki, sem lærðu að tala með því að
fara með ljóðin hans.
Það fór ekki hjá því að við Þóra
töluðum um vísur og þjóðlegan fróð-
leið, þegar við hittumst í næði. Okk-
ur Kristrúnu eru heimsóknir hennar
norður á Akureyri sérstaklega
minnisstæðar og dýrmætar út af
þessu, af því að þá höfðum við næð-
ið. Það á kannski ekki við að tala um
ljóðakennderí í minningargrein, en
ef það er heimilt, þá lentum við svo
sannarlega á ljóðakennderíi. Þjóð-
vísan lá henni á tungu, þulurnar og
kvæði góðskáldanna. Ég tók bæk-
umar út úr skápnum og þær lágu
eins og hráviði um stofuna. Hún
sagði frá frænda sínum Jóhanni
Jónssjmi, Tómasi, Þórbergi og Ólafi
Jóhanni. Þá var hún í essinu sínu og
við Kristrún líka.
Þóra og Ej'rnundur vora glæsileg
hjón og sómdu sér vel, þótt aldurs-
munur væri nokkur. Því miður
þekkti ég Eymundi ekki, meðan
hann var í fullu fjöri, en náði þó að
kynnast göfugmenninu, áður en
hann fór að tapa sér. Tengdafaðir
Áma mágs míns, Bram van Rij, hef-
ur sagt konu minni, að það minnis-
leysi sem hijáði Eymund séu algeng
eftirköst hjá þeim, sem voru í eldlín-
unni í síðari heimsstjrrjöldinni. Og
það hafði Eymundur svo sannai’lega
verið, því að hann sigldi öll stríðsár-
in. Þau reyndu á hann og yfirgáfu
hann ekki.
I minningunni stendur Ej'mund-
ur skýr fyrir mér á völlunum austur
á Þingvöllum á þjóðhátíð. Við höfð-
um misst hvor annars í mannþröng-
inni og ég sagði Þóru og Kristrúnu,
sem óðar stukku upp og fóru að
leita hans, en báðu mig að gæta Pét-
urs (líklega af því að þær sáu betur
j'fir hópinn en ég, stríddi ég þeim
eftir á). Mér datt í hug að Eymund-
ur gengi yfir völlinn að hljómsveit-
inni af því að hann var svo mús-
íkalskur og það gerði hann. Tein-
réttur og vörpulegur stóð hann þar
og tók ofan hattinn þegar ég kom:
Eymundur Magnússon, sagði hann.
Hver er maðurinn? - Skemmtileg
endurminning af því að það er reisn
yfir henni eins og hún var sem sér-
stöku atviki í einstöku umhverfi.
Annað var að búa með svo sjúkum
manni og bera ábyrgð á honum frá
degi til dags. En það lagði Þóra á
sig og vildi gera það í rauninni leng-
ur en hún var maður til af því að
Eymundur átti það inni hjá henni og
af því að hún var mikil kona. Og svo
átti hún Lísbet tengdadóttur sína að
og hún er líka mikil kona.
Eymundur er minnisstæður öll-
um þeim, sem honum kynntust,
mikill sjómaður og skipstjóri, bók-
menntamaðui- og heimsmaður.
Þessi mynd hefur smám saman ver-
ið að skýrast í huga mér í spjalli við
þá, sem sigldu með honum eða
þekktu náið. Ég man fjölskyldu-
manninn og kúltúrmanninn. Þessir
gömlu kapteinar voru allir kúltúr-
menn: Bjarni gamli Magnússon,
Halldór í Háteigi og Eymundur.
Þóra var góð húsmóðir, artarleg
og nostursöm við sína. Þess vegna
löðuðust einhleypingarnir að vestan
að henni og áttu sín vísu sæti við
hennar borð, líka á aðfangadag:
Kalli, fósturbróðir hennar, Inga
Jóns. og Lauga P. Það var gott að
kjmnast þessu fólki, sem ekki var
neitt hversdagsfólk, og mér þótti
vænt um það. Sumir myndu kalla
það kynlega kvisti, en það voru þá
a.m.k. kvistir sprottnir upp úr ís-
lenskri mold, vinalegir eins og birk-
ið okkar og brotnuðu ekki í stórviðr-
um.
Einhvern tíma hafði Þóra orð á
því við Kristrúnu að sig langaði til
að geta lesið það sem tengdasjmir
hennar skrifuðu um sig liðna. Ég
veit, að ef ég hefði spurt sum systk-
ina hennar, yrðu þau ekki í vafa um,
að Þóra lægi yfir þessum greinum
núna og skemmti sér vel. Konu
minni fannst á móður sinni að hún
væri ekki jafnviss. Samt var hún
trúuð á sína vísu og efaðist ekki um
líf eftir dauðann og að vakað væri
yfir. Það var styrkur hennar og
gleði.
Öll söknum við Þóru af því að hún
gaf okkur mikið. Það er huggun
okkar, að hún skildi vel við án þess
að þjást. Hún tók þá ákvörðun að
Eymundur skyldi hvíla hjá Þóri sjmi
þeirra þriggja mánaða. Sjálf kaus
hún sér legstað hjá Þóri Bjarka, úr
því að ekki var pláss fyrir þau öll í
Fossvogskirkjugarði. Þannig kvaddi
hún okkur, hin góða húsmóðir, eig-
inkona, móðir og amma. Hún hefur
séð vel fyrir sínum nánustu með Ey-
mundi, þeim sem mest þurftu á
þeim að halda. Og þess vegna verð-
ur letrað gullnu letri í minningu
hennar: Þórir og Þórir Bjarki.
Guð blessi þau öll og vaki yfir
þeim.
Halldór Blöndal.
Elsku amma mín. Nú er komið að
þeirri stundu að ég setjist niður og
minnist þín.
Ég hélt að þú mjmdir lifa jólin og
hátíðirnar og að við sæjumst, e.t.v. í
hinsta sinn þegar ég kæmi til
Reykjavíkur strax eftir áramótin til
að sinna þeim störfum sem frestuð-
ust vegna ófærðar um miðjan des-
ember. Þú ætlaðir þér alltaf að
verða 106 ára gömul. En svona er
það, ég hef kosið að búa fjarri þér,
norður á Húsavík og fara því á mis
við nærveru þína á mikilvægum
stundum og svo var það einmitt nú.
Ég ólst að vísu upp við það að
vera fjarri ykkur afa og þekkja ykk-
ur þar af leiðandi sem ömmu og afa
á Bárugötunni sem ég umgekkst
ekki daglega og þótti það mjög eðli-
legt. En nú þegar ég el sjálf upp
mín eigin böm í návist ömmu sinnar
og afa sé ég hvers ég hef farið á mis
við.
Ég átti síðan seinna meir eftir að
kjósa það að búa hjá þér þegar kom
að því að ég skyldi velja mér leið að
grunnskólanum gengnum. Það hefði
sennilega verið nærtækast að fara í
Menntaskólann á Akureyri þar sem
ég bjó á Húsavík og ætlaði augljós-
lega í langskólanám, en það leist
mér illa á og gat komið með ótelj-
andi rök fyrir því hvers vegna ég
skyldi frekar fara suður og ein af
þeim rökum voru þau að þá gæti ég
búið hjá þér. Ur því varð og ég flutti
inn í hornherbergið þar sem fleiri
námshestar í mínum sporum höfðu
dvalið. Þú tókst vel á móti mér eins
og þér einni var lagið. Þú hafðir út-
búið herbergið í þínum stíl, með
blómum í gluggunum í þínum stfl.
Ég kom með mitt dót í bland við þitt
og úr varð ansi gott herbergi. Að
vísu pirraði eitt blómanna mig
óskaplega og í einni laugardags-
hreingerningunni ákvað ég að láta
það fjúka í ruslatunnuna, án þess að
biðja um lejrfi til þess. Það urðu
okkar fyrstu ósætti. Mér leið þá
ósköp illa og ákvað að fara í „Blóm
og ávexti“ og kaupa handa þér fal-
leg afskorin blóm. Þegar ég kom
heim með blómvöndinn hafði þér
greinilega liðið jafn illa vegna ósætt-
anna og þú hafðir hitað kakó og
bakað pönnukökur. Þessa leið að
sættum notuðum við síðan gjarnan
kæmu upp einhverjar ósættir okkar
í milli.
Amma mín, mér leið vel hjá þér
og þú hugsaðir vel um mig. Ég dafn-
aði vel af öllum brasaða matnum,
kakóinu, kleinunum og pönnukök-
unum. Þetta voru umbrotatímar í
lífi mínu, ég var að breytast úr bami
í ungmenni og þú fylgdir mér eftir
jafnfætis. Þú studdir mig í náminu
og gafst mér færi á að vera ung og
forvitin. En satt að segja kaus ég
helst að eyða flestum stundunum
með þér, heima í hlýjunni, því
hvergi var ég meira einmana en
einmitt í Reykjavík í fjölmenninu og
þá var gott að eiga þig að. Við höfð-
um líka um nóg að skrafa. Þú varst
víðlesin og fróð um menn og málefni
og varst óþreytandi að segja frá.