Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 41

Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 41 ------------------------V Þú varst líka vön að bjarga þér og það þótti mér gaman að upplifa. Þú varst greinilega sjómannskona og hafðir þurft að redda þér í gegn um tíðina. Þú kallaðir ekki til iðnaðar- menn í smáverk eins og að mála glugga að innan sem utan þó á þriðju hæð byggir. Þú tókst þér líka pensil í hönd og málaðir allt sem málningai' þurfti við, t.d. baðkarið. Þú keyptir þér ekki dýrar bókastoð- ‘jm ir þegar bókahillurnar voru orðnar það troðfullar að þurfti að raða bók- ] um upp á þær heldur tókstu þér hamar og nagla í hönd og rakst tvo stærðar drjóla niður í bókahilluna og þá var málið leyst. Þetta lýsir kannski bókakostinum þínum og ykkar afa. Hann var engu líkur, eins og besta bókasafn. í námi mínu, bæði í Verzlunarskóla íslands og Háskóla íslands gat ég sótt heimild- arritin í bókaskápinn þinn. IÞú áttir þó einu verki ólokið þeg- ar þú kvaddir því þú ætlaðir einn góðan veðurdag að sprengja Morg- unblaðshöllina í loft upp. Það var ekki vegna þess hversu vinstrisinn- uð þú varst heldur vegna þess að höllin byrgði þér sýn. Þú hafðir haft þetta frábæra útsýni niður í Banka- stræti úr risíbúðinni þinni að Báru- götu 5 þar til Morgunblaðshöllin var byggð. Þú hafðir að vísu þessi síð- ustu ár annað útsýni. Þú varst flutt | á Grund og byggingin hefur eflaust w verið hætt að angra þig. P Elsku amma mín, ég vona að þér líði vel í þinni hinstu hvflu. Með kærri kveðju, Soffía Gísladóttir. u ■! ■ -L '! Mikið er erfitt að skrifa fallega um þá sem manni þykir sannarlega vænt um. Orðin verða svo yfirborðs- kennd og almenn; þau hafa of víða merkmgu og ná ekki yfir það ein- staka. Samt er það engin þversögn þegar ég beiti þessum sömu orðum í minningu um ömmu mína. Amma Þóra var aldrei yfirborðskennd. Hún var alltaf einstök. Orðin sem áður voru innantóm öðlast nefnilega merkingu fyrir mér í ömmu Þóru. Líf mitt öðlast einnig merkingu í henni. í fortíðinni eru ljúfai' minn- ingar bundnar við hana. í framtíð- inni eru ævi hennar, þrek og lífs- gleði hornsteinninn í þeirri vörðu sem ég mun miða vegferð mína við. Ókunnugum kann að finnast það kyndugt. Það kann að hljóma eins og ein af mörgum ótrúlegum full- yrðingum úr munni séra Arna Þór- arinssonar. En það er heldur ekki þversögn að halda því fram að amma Þóra hafi lifað í 96 ár en aldrei orðið gömul. Ég veit þetta með vissu. Þetta er einn af fáum lærdómum sem ég hef dregið af þessu lífi. Ég var nefnilega svo lán- samui' að alast upp við kjólfaldinn hennar ömmu minnar. Ég man vel hvað gustaði af henni meðan hún var í fullu fjöri, hvemig hún lét sig ekki muna um að reiða fram heilu jólaboðin á níræðisaldri og gaf sér þó alltaf tíma til að huga að barna- bömum sínum og lesa fyrir þau, spila við þau, fara með heilræðavís- ur, gefa þeim að borða eða létta af þeim öllu heimsins oki með hlýju faðmlagi. Amma Þóra varð aldrei gömul. Yfir öllu í fasi hennar var heiðríkja æskunnar. Þá er ég ekki aðeins að tala um brosið og hlátur- inn eða kerskin og hnyttin tilsvör. Ég er líka að tala um væntumþykj- una, manngæskuna, andagiftina, frásagnargleðina og einlægnina sem voru ásamt kímninni hennar höfuð- kostir. „Ég hefði ekki trúað því að ég yrði svona gömul, hvað þá heldur að ég sé orðin það,“ sagði hún þegar hún varð 93 ára. Ég trúði því ekki heldur. Því trúði enginn. Hún var nefnilega svo ung hún amma mín. Og hún var líka falleg. Síðasta stundin sem við áttum saman mun aldrei líða mér úr minni. Það var svo mikill friður yfir henni þar sem hún lá dúðuð í hvítt rekkjulín og hélt annaðhvort í höndina á mér eða faðmaði mig að sér. Við vorum bæði jafnmiklar kelirófur þegar við hitt- umst. Hún var nánast laus við hrukkur og hörundið var mjúkt eins og á barni. Það var eins og það ætti að fara að skíra. „Er ég orðin svona gömul?“ sagði þetta reifabarn við mig með undrunarsvip þegar það frétti um aldur sinn en var fljótt að átta sig eins og alltaf og bætti við: „Þá verður þú að bera virðingu fyrir mér.“ Þannig var það að jafnvel eft- ir að áragaldur færðist yfir ömmu mína og gerði minnið gloppótt, það sem ekki var bundið í stuðla og höf- uðstafi, náði ellin aldrei til barns- legrar gleðinnar sem hún varðveitti íhjarta sínu og var henni eðlislæg. Ég sagði stundum til að lýsa líðan hennar eftir að hún var farin að gleyma að hún væri alltaf glöð án þess að hafa hugmynd um af hverju. Það hefur haft djúpstæð áhrif á mig að fylgjast með henni og víst er að fordæmi hennar verður mér hvatn- ing til að standa vörð um bamið í sjálfum mér. „Ég varð snemma barn og þess vegna varð ég það lengur," sagði amma einu sinni við mig og þetta verða vonandi mín ein- kunnarorð líka. „Þú ert svo myndar- legur að ef ég væri enn ung væri ég bálskotin í þér,“ sagði hún líka þeg- ar dóttursonur hennar kom í heim- sókn. Þannig hélt þessi einstaka kona andans vori og ríkidæmi og sparaði aldrei kímni né varð fátæk af gullhömrum. Ég get ekki látið hjá líða að nefna heimilið á Bárugötu. Ég man svo vel eftir veggmyndinni með skiýtnu körlunum í eldhúsinu sem ég lifði mig inn í sem drengur, Imbu að spila á píanóið í innri stof- unni, tilsvörunum hennar Onnu, neftóbakinu hans Munda, hversu gott það var að fá að sofa á dýnunni við hliðina á ömmu og hlýða á hana lesa úr ævintýrum H.C. Andersen, veislunum í rifsberjarunnunum, jólakökunum og bílskúrnum háa sem Eymundur bróðir hljóp fram af. Miðpunkturinn í öllum þessum minningum er amma Þóra. Alltaf hafði hún vakandi auga með fjöl- skyldunni og fylgdist með að allt færi vel fi'am. Þegar ég var í Öldu- götuskóla tók hún á móti mér há- deginu, eldaði ofan í mig og þreytt- ist aldrei á að spila við litla dóttur- son sinn ólsen ólsen, þjóf eða Rússa. Grjónagrauturinn og pönnukökum- ar vora í óskaplegu uppáhaldi og hefur sú ástríða fylgt mér allt til dagsins í dag. Ég gerði allt til að tala ömmu mína inn á að baka pönnukökur. Ég reyndi jafnvel að höfða til keppnisandans með því að segja henni að Margrét amma hefði bakað handa mér tuttugu pönnu- kökur. Þá hló amma Þóra ofsalega að litla mathákinum sem hún hafði annars alltaf áhyggjur af að fengi ekki nógu mikið að borða. Þegar ég hugsa til móðurfjölskyldu minnar finnst mér eins og ég sé trúaður. Það er í henni sem annars innantóm orð verða þrungin merkingu. Þar eru menn óhræddir við kraftaverk og paradís er til. Og það er einmitt í henni paradís sem ég hef mælt mér mót við ömmu mína þótt hún vonaði að ég veiktist ekki strax. Þar ætlum við að spila ólsen ólsen og hún ætlar að kenna mér lomber. „Við megum ekki gleyma pönnukökunum," bætir hún við og hlær. „Það var svo gam- an að sjá þig að ég held ég gleymi því aldrei," segir hún svo í kveðju- skyni þegar ég faðma hana að mér í síðasta sinn hérna megin gullna hliðsins. Víst er að það er hún sem gleymist aldrei. Pétur Blöndal. • Flciri minningargreinar um Þóru Árnadóttur bíða hirtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARS'l OFA OSWALDS simi551 3485 ÞjÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALS I IU rf -tB • 101 IíEYKJÁVÍK LfKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ARNASONAR SVANHVIT SVALA KRISTBJÖRNSDÓTTIR + Svanhvít Svala Kristbj ör nsdótt- ir fæddist 3. janúar 1918. Hún lést á heimili sínu í Reylqavík 24. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristbjörn Ein- arsson, stýrimaður og gas 1 agn i ngam að- ur, f. 19. nóvember 1881, d. 19. júní 1948, og Guðrún Jónsdóttir hús- freyja, f. 1889, d. 1918. Systkini Svölu eru: Guðrún Sigurborg hús- freyja, f. 25. maí 1910, Iátin, Jón Karel verkamaður, f. 19. desem- ber 1911, d. 1933 (af slysförum í knattspyrnuleik), Karítas Ósk húsfreyja, f. 1. mars 1911, d. 15. október 1998, Anna Magnea, f. 1914, d. 1919, og Egill Ág^íst fulltrúi, f. 24. ágúst 1916. Nokk- urra mánaða gömul var Svala tekin í fóstur til Guðrúnar Sig- urðardóttur, f. 18. desember 1875, d. 1949, og ólst upp ásamt fósturbróður sínum, Sigurði Ólafssyni skrifstofumanni, f. 7. desember 1916. Svala iærði ung saumaskap og stundaði hann áram saman. Hinn 15. október 1938 giftist Svala Bjarna Sigurðssyni skip- stjóra, f. 27. júlí 1911, d. 12. jan- Þegar hátíð ljóss og friðar var um það bil að ganga í garð á aðfangadegi jóla, lést í Reykjavík Svala Krist- björasdóttir, lengst af til heimilis á Hverfisgötu 85 í Reykjavík. Hún fékk friðsælt andlát á heimili sínu í Furgugerði 1 og hafði um nokkurt skeið vitað að hverju stefndi. Hún átti þá hinstu ósk að fá að kveðja þennan heim á heimili sínu, ósk sem fúslega var orðið við af umhyggju- sömu hjúkrunarfólki í Furugerði og börnum hennar þremur sem hér- lendis búa. Síðustu vikumar voru þau óvenju mikið hjá móður sinni og síðustu sólarhringana öllum stund- um uns yfir lauk. Svala kvaddi þennan heim umvafin þehri sömu ást og hlýju sem segja má að einkenni móðurástina og í traustum faðmi fjölskyldunnar. Hún var ein af þessum þöglu hetjum sem gekk í gegnum lífsins þrautir og tók þvi sem að höndum bar, jafnt í gleði sem sorg. Hún eignaðist sjö böm með manni sínum Bjarna Sigurðssyni skipstjóra. Svala og Bjarni bjuggu alla sína tíð í Reykjavík og lengst af á Hverfisgötu 85 sem fyrr segir. Þrjú bai-na þeirra; Skúli, Guðlaugur og Kai-ólína era búsett hér á landi, en í Bandaríkjunum búa dæturaar; Guð- björg, Guðrán og Sigrán ásamt fjöl- skyldum sínum. Sigurður sonur þeiira lést ungur maður af slysförum. Eiginlega má segja að allt hennar líf hafi gengið út á fjölþætt hlutverk eiginkonunnar og móður og löngum stóð hún vaktina ein, enda Bjarni mikið fjarverandi á sjó framan af. - . 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. úar 1995. Börn þeirra era: Guð- björg Bjarnadóttir Burgess húsmóðir, búsett í Bandaríkj- unum, f. 24. septem- ber 1938, maki: Cl- arence Burgess lest- arstjóri, f. 11. des- ember 1936, d. 17. nóvember 1995, Sig- urður Runólfur Bjarnason, f. 19. febrúar 1941, d. 22. september 1959, Sigurjón Skúli Bjarnason verka- maður, f. 9. nóvember 1943, maki: Hugrún Ólafsdóttir starfs- stúlka, f. 5. janúar 1948, Guðrún Brynhildur Bjarnadóttir Hall skrifstofusljóri, f. 5. ágúst 1945, búsett í Bandaríkjunum, maki: Jim Hall bifreiðastjóri, f. 4. maí 1939, Guðlaugur Bjarnason vél- stjóri, f. 5. september 1949, maki: Guðlaug Harðardóttir húsmóðir, f. 14. janúar 1951, Karólína Guðmunda Bjarnadótt- ir verkstjóri, f. 3. aprfl 1956, Sig- rán Bjamadóttir, f. 14. október 1960, búsett í Bandaríkjunum, maki: Dennis Medley trésmiður, f. 14. október 1961. títför Svölu fer fram frá Foss- vogskapellu á morgun, mánu- daginn 4. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 15. Hún leit á böm sín og afkomendur sem sinn mesta fjársjóð og hafði ástæðu til þess að horfa stolt yfir stækkandi hópinn, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, og gerði sér far um að fylgjast vel með öllum. Hún hafði oftast ráð undir'rifi hverju, hafði skoðanir á öllu og hafði oft ým- islegt mjög ákveðið fram að færa og oft var rætt saman á ansi hreint ákveðnum nótum, þó leiðir hafi ávallt skilið í mestu vinsemd. Fór undirrit- aður ekki vai’hluta af þess konar samskiptum, enda víst best fyrir menn að taka til greina vel meintar athugasemdir frá henni sem ýmis- legt vissi um lífsins ólgusjó - og hafði siglt hann í öllum veðram um ára- tuga skeið. Öll okkar samskipti voru með miklum ágætum og kannski er einna helst hægt að lýsa öllum henn- ar samskiptum við annað fólk með því að tala um gagnkvæma virðingu, heiðarleik og trúmennsku. Þegar ég kynntist þeim Svölu og Bjai'na var hann að mestu rámliggj- andi eftir veikindi og var svo til dán- ardægurs, mörgum ái-um síðar. Mik- ið reyndi á Svölu sem tók ekki annaöK í mál en að annast Bjama sjálf á heimilinu og gekk það eftir nánast allt þar til hann lést. Svala var afar starfsöm og var alltaf að og ekki er ofsögum sagt að oftai' en ekki þegar litið var inn til þeirra stóð húsfreyjan við pottana. Það lýsir Svölu vel sem þrátt fyrir ýmis veikindi lagði afar hart að sér til að geta verið sem lengst á Hverfisgötunni, í húsinu sem geymdi flestar hennar minning- ar, um langt og farsælt ævistarf hinnar sívinnandi húsmóður. Svala bjó yfir mikilli frásagnar- gleði og ég minnist þess að oft vai'í setið yfir afar skemmtilegum minn- ingarbrotum, einkum frá liðinni tíð; sögum af sjónum, frá siglingum með fisk til útlanda, ógnarástandi stríðs- áranna - biðin milli vonar og ótta eft- ir, uppbygging höfuðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Svala var afar næm á umhverfi sitt og atburðir frásagn- anna stóðu oftast ljóslifandi fyrfr hugskotssjónum hverju sinni. Ekki get ég sleppt því að minnast á tvo dóttursyni Svölu og Bjarna, þá Brynjar Smára, son minn og frænda hans Magnús Magnússon, sem í nokkur ár áttu heimili sitt ásamt mæðrum sínum í vinalega húsinu við Hverfisgötuna. Þeir drengir voru sannkallaðir sólargeislar ömmu sinn*. ar og afa sem stjönuðu við þá og um- vöfðu ást og hlýju. Mér fannst þeir drengir eiginlega hafa yngt þau gömlu upp enda varla annað hægt þegar tveir ærslabelgir þeytast um húsið og næsta nágrenni í ævintýra- leit frá morgni til kvölds. Þessu nána samneyti við afa og ömmu munu þeir drengir seint gleyma og minnast nú ömmu sinnar með þakklæti og virð- ingu. Fjölskylda Svölu hefur beðið mig um að koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks Furagerðis í'," svo og til hjúkrunarfólks heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins og Heilsugæslu Fossvogs sem af sér- staki'i alúð önnuðust móður þeirra í veikindum hennar. Margs er að minnast, en nú er komið að kveðjustund. Svölu kveð ég með hlýhug og virðingu um leið og ég þakki fyrir ánægjulegar samveru- stundir og eftirminnilegar. Ég sendi börnum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Rúnar Sig. Birgisson. MartfrHi® iO#feramafci fenaitdte ær a® AásSawstemstaf teiöfl® lOeáfarsföte (sifeMdte er aðstotífemötofw fi Hmig@ «t dáwuSstell ttsær aGt fræiitó! csg pætsöiroite®* þjjSmjgóu. livenaer sóiarhitlngs. seiw innaw hwiratr miw ailöi þá þwrtöi m mte u íöianate tsato yflk Útf3tt'w$2af& tefíds séf um: itlfe itiítn® tiáám íí ktsto ðgs ef íStfgsftifisfai. söwgftójsi®. eihsfcn^msi. étntekaiai ö® áósfeóar *ai á sátewtm. lUkfcrennsiubölmlldi. BMWsr eí ilkfcnawsifr & ssr sta® - ááiifl^nrðrtligtiSkkik. fflMtiiw# á kisftii iíf á itaw efc® etem sf ihn'dii- kibtwin'g * kiráá- tii lánwsihs og frá ifrusmw ájíemn'ðlfeðrri. ÖtfarúTSföfa ístórids - SriétfrWÍÁ 3S - 105 Héykjavfk. Símí 6S1 3300-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.