Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 43 JÓNAS FRÍMANN GUÐMUNDSSON + Jónas Frímann Guðmundsson var fæddur á Rafn- kelsstöðum í Garði 3. apríi 1919. Hann lést í Garðvangi, Garði, 25. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Jóns- son, útgerðarmaður, f. 18.7. 1892, d. 10.4. 1984, og Guðrún Kristbjörg Jónas- dóttir, f. 12.8. 1895, d. 3.5. 1975. Systkini Jónasar voru: Jón Garðar, f. 2.4. 1918, d. 4.1. 1960; Kristján Valgeir, f. 2.4. 1918, d. 26.5. 1963; Jörundur, f. 16.10. 1920, d. 15.10. 1927; Karolína Ásthildur, f. 22.9. 1921, d. 8.5. 1988; Ragnar Þráinn, f. 28.2. 1923; Jörundur, f. 2.10. 1930, d. 19.7. 1931; Gunnar, f. 13.4. 1936. Hinn 16.11. 1940 kvæntist Jónas Björgu Árnadóttur frá Gerðum í Garði, f. 24. október 1916. Foreldrar hemiar voru Árni Árnason, for- maður, f. 18.12. 1875, d. 11.6. 1967, og Guðrún Þórðar- dóttir, f. 6.6. 1887, d. 22.7. 1972. Jónas og Björg eignuðust þijú börn: 1) Jórunn, f. 12.3. 1942, gift Antoni S. Jónssyni, börn þeirra eru Jóna Björg, Guðnín Anna og Bogi Jón, og eitt barnabarn. 2) Árni, f. 9.3. 1947, kvæntur Birnu K. Margeirsdóttur, börn þeirra eru Jónas Frímann, Elenora Katrin, Árni og Björg. Þau eiga þrjú barnabörn. 3) Guðmundur, f. 29.8. 1951, kvæntur ínu Dóru Jónsdóttur, börn þeirra eru Rósa Björg og Margrét Dóróthea. _ Utför Jónasar var gerð frá Útskálakirkju, Garði, laugar- daginn 2. janúar 1999. Elsku langafi minn. Það var svo gott að geta kynnst þér svona vel. Alltaf gat ég komið til þín og langömmu þegar mamma og pabbi voru að vinna. Þegar ég varð aðeins eldri og fór í smáfylu stakk ég bara af til ykkar. Þegar ég var nýkominn inn um dyrnar hringdi mamma vanalega því hún vissi alveg hvert ég fór. Það var alltaf svo rólegt og notalegt hjá ykkur. Við spiluðum oft saman ólsen og auðvitað lærði ég að spila hjá ykkur. Elsku langafi minn! Þakka þér fyrir að hafa alltaf verið góður við mig og það væri nú gott ef allir kynntust því að eiga langafa. Þinn Anton. Elsku afi okkar. Nú er komið að kveðjustund. Þó svo að við vissum að hverju stefndi er þetta alltaf jafn erfitt. Hugurinn reikar og margar góðar minningar skjóta upp kollin- um. En við getum huggað okkur við að nú ert þú kominn á góðan stað og ert laus við þjáningar. Afi okkar var glæsilegur maður og var mikil reisn yfir honum. Aðaláhugamál hans var starfið sem tengdist fiski bæði á sjó og landi. En öðru hvoru gaf hann sér þó tíma til að skreppa Þingvalla- hringinn. Ávallt var hann með hatt- inn á höfðinu, sama hvernig viðraði, og ósjaldan þurfti að hlaupa á eftir hattinum um bryggjumar þegar verið var að athuga með bátana. Á seinni árum þekktum við afa í mílu- fjarlægð þegar hann kom keyrandi á tröllajeppanum sínum með ömmu í framsætinu og hattinn á höfðinu. Hann vildi alltaf fá að vita hvað við væram að gera hverju sinni og hafði gaman af að ræða um lífið og tilver- una. Jóna Björg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér bet- ur þar sem hún var mikið hjá þér og ömmu. Hún var fyrsta bamabamið og var nokkuð eldri en við hin. Alltaf varst þú boðinn og búinn þeg- ar hún kallaði. Hún vildi líka alltaf dröslast með þér hvert sem þú fórst. Guðrún Ánna gleymir aldrei skrifborðinu þínu sem var heilt ævintýri út af fyrir sig. í því voru margar skúffur og skápar. Hún gatt eytt mörgum klukkustundum í að skoða og gramsa. Aldrei sagðir þú orð þótt allt væri á tjá og tundri. Bogi Jón man alltaf eftir ferðinni út í Sandgerði þegar þú leyfðir hon- um að taka með sér villikettling heim. Það urðu ekki allir jafn ánægðir og Bogi enda gekk ekkert að ala kettlinginn upp. Elsku afi, þú munt alltaf lifa í hjarta okkar allra og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir íiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma, megi Guð styrkja þig- Jóna Björg, Guðrún Anna og Bogi Jón. Elsku afi minn. Mig langar að minnast þín með nokkmm orðum. Það sem kemur fyrst upp í huga mér þegar ég hugsa til þín er þegar mig vantaði einu sinni vinnu og mér fannst alveg tilvalið að fá nú vinnu hjá honum afa mínum, en þú áttir þá fiskvinnslu- fyrirtæki í Sandgerði ásamt fjöl- skyldu þinni. Ég var svo ung og vit- laus að halda það að ég myndi hafa það auðvelt að vinna hjá afa mínum, en strax fyrsta daginn sýndir þú mér fram á það að ég yrði að vinna fyrir kaupinu mínu. Ég var fyrst hissa en ég sætti mig strax við það því þú hvattir mig stöðugt áfram og hrósaðir mér þegar vel gekk og ég held elsku afi minn að þú hafir kennt mér rétta lexíu fyrir lífs- brautina og sá tími sem ég vann hjá þér var sá allra skemmtilegasti sem ég man eftir því það var alltaf svo létt og skemmtilegt í kringum þig í vinnunni og þú ljómaðir allur, það var eins og þú vildir hvergi annars staðar vera. Ég man líka eftir því þegar ég átti fyrsta bamið mitt fyrir 6 ámm, þá komst þú aleinn til mín uppá spítala til þess að skoða litla langa- fastrákinn og þú settist niður hjá mér og talaðir lengi við mig. En svo veiktist þú elsku afi minn og áður en varði varstu hættur að þekkja mig. Þú fluttir á Elliheimilið í Grindavík og ég kom alltof sjaldan til þín því mér fannst þú vera svo langt í burtu frá mér. En ég er samt þakklát yfir því að hafa náð þér í góðu ástandi þegar ég kom að sýna þér litlu dóttur mína í fyrra sumar og ég náði að taka mynd af ykkur saman sem ég mun varðveita vel og gefa henni þegar hún verður eldri. Loksins fyrir aðeins tveirn vikum fékkstu flutning á Elliheimilið í Garðinum, þá varstu kominn nánast í næsta hús við mig og ég var svo ánægð að geta nú heimsótt þig nokkmm sinnum í viku í staðinn fyrir nokkrum sinnum á ári. Fyrir jól hugsaði ég mikið til þín því ég komst ekki að heimsækja þig vegna veikinda, en á jóladag ákvað ég að skreppa til þín. Aðeins nokkrum mínútum eftir að ég kyssti þig gleðileg jól, elsku afi, þá kvaddirðu þennan heim. Ég var fyrst reið og sár yfir því að þú skyldir fara frá mér loksins þegar þú varst kominn svona nálægt, en eftir langa um- hugsun sá ég að það var eigingimi í mér, því þér líður örugglega miklu betur núna þar sem þú ert. Ég þakka Guði fyrir að hafa drifið mig af stað að heimsækja þig. Farðu í friði elsku afi minn, ég gleymi þér aldrei. Megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni, elsku amma mín. Þín Hin langa þraut er liðin, nú loksins Maustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt Elenora Katrín. Elsku afi. Nú ertu farinn frá mér, þú náðir ekki að lifa það að sjá litla barnið mitt sem er á leiðinni, en ég veit að þú kemur til með að kíkja á það þegar það kemur og vonandi hjálparðu mér að vaka yfir því. Ég kem alltaf til með að hugsa til þín þegar ég fer út í göngutúr, því þegar ég var í Fjölbrautaskólanum í Keflavík þá kom ég oft til þín og ömmu á milli tíma, þá varstu orðinn veikur en vildir samt vera á ferðinni svo ég fór stundum út að labba með þér og höfðum við bæði gaman af. Elsku afi minn, hvíldu í friði. Góði Guð, gefðu ömmu minni styrk, og okkur öllum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt Þín Björg. Þegar ég vaknaði á jóladags- morgun hugsaði ég með sjálfum mér að loksins væru jólin komin, hátíð ljóss og friðar. Ég var staðráðinn í því að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vina eftir ys og þys desembermánaðar. Þessi jóladagur var bjartur og fagur og lofaði góðu. Ég, foreldrar mínir, systir mín og dóttir hennar ákváðum að heim- sækja afa Jónas út á Garðvang, en þegar við afi kvöddumst með sterku handabandi granaði mig ekki að þetta væri okkar hinsta handaband. Dagurinn varð allt í einu dimmur og kaldur og fyllti huga minn af von- brigðum, eða eigingirni um að vilja hafa hann lengur. Afi var hár og virðulegur maður og hafði átt viðburðaríka ævi en stóð alltaf uppi með reisn þótt á móti blési. Nú þegar hann hefur kvatt þennan heim veit ég að öll veikindi eru að baki og að honum líður vel og vill að við sem eftir stöndum geram það líka. En á stundu sem þessari fer hugur manns á flug og allar góðu stund- imar rifjast upp og fá mann tO að brosa, um leið og tárin renna. Ég man svo margar Krumms- hólaferðirnar í Borgaifjörðinn með afa og ömmu og einu sinni fóram við fjögur af barnabömunum með þeim í eftirminnilega ferð þangað sem seint mun gleymast. Afi hafði mjög gaman af söng og þegar hann hætti að vinna rúmlega sjötugur gekk hann til liðs við kór eldri borgara. Oft þegar ég kom í heimsókn sungum við saman þegar hann var æfa nýtt lag. Við skemmtum okkur vel þvi þetta var sameiginlegt áhugamál okkar beggja. Þegar mamma eignaðist Björg systur var ég sex ára, þá var amma hjá okkur krökk- unum því pabbi var á sjó. Afi kom í heimsókn til okkar, hann bauðst til að keyra mig í skólann þó svo að skólinn væri í næsta húsi bara af því mér fannst svo gaman að komast rúnt með honum í stóra jeppanum. Þegar ég varð eldri fékk ég vinnu hjá afa eins og Jónas og Ella systk- ini mín. Afi gerði miklar kröfur til okkar í vinnunni til þess að það yrði einhvemtímann eitthvað úr okkur og að hann gæti sagt stoltur að þetta væra barnabörnin sín. Afi vann mikið en gaf sér samt tíma í að vinna að félagsmálum. Hann var einn af stofnendum knatt- spymufélagsins Víðis og var fyrsti formaður þess. Hann var fyrsti handboltaþjálfari kvenna í Garðin- um. Hann stundaði hinar ýmsu íþróttagreinar á sínum yngri áram. Éinnig vann hann mikið starf fyrir báðar stúlkurnar hér í Garðinum. Afi starfaði líka um árabil í Rotaryklúbbi Keflavíkur. Afi, nú þegar komið er að erfiðri kveðjustund óska ég þér góðrar ferðar og ég veit að einhvemtí- mann, einhverstaðar aftur hittumst við á ný. Þangað til mun minning þín lýsa upp mínar grýttu brautir framtíðarinnar. Elsku amma, ég votta þér samúð mína, en ég veit að Guð styrkir okkur í sorg okkar. Kveðja. Árni. Já hann afi sofnaði svefninum langa á jóladag sl. Ég gerði mér augljósa grein fyrir að stutt væri í að hann myndi kveðja okkur er ég heimsótti hann, meðan á dvöl minni stóð heima nú fyrr í desember. Hann hafði nýlega verið fluttur úr Víðihlíð yfir á Garðvang. Mér kom í hug að hann hefði farið „heim“ til að deyja. Garður og Sandgerði með bátum, fiski og öOu sem lýtur að útgerð vora hans „ær og kýr“ í áratugi og þrátt fyrir veikindi sín og dvöl á elli- og hjúkranarheimilinu var hann stöðugt að vinna, það var svo mikið að gera í öllu þessu stússi. Hjúkrun- arfólkið talaði hann oft um sem starfsfólkið sitt, sagði það vera ein- staklega duglegt. Já, svona átti afi sér sinn heim mitt í því að geta lítið aðhafst. Mér hefur löngum verið sorg í því að sjá hvernig lífið hans breyttist frá því sem áður var og átti oft ekki auðvelt með að heimsækja hann af þeim sökum. Hjá ömmu og afa á Skólaveginum eins og ég kallaði þau, dvaldi ég mikið sem barn og unglingur. Afi átti til að vera brúnaþungur svo við krakkamir vissum ekki alltaf hvar við höfðum hann. En á minn hátt fann ég hlýjuna í honum og myndaði samband við hann seirw. mér verður ávallt kært. í frystihúsinu á Rafn fékk ég mína fyrstu starfsreynslu sem ég var stolt af. Um leið og ég kveð minn ástkæra afa með þakklæti fyrir samfylgdina sendi ég eftirlifandi ömmu minni mínar innilegustu kærleikskveðjur sem og foreldram mínum, systur og fjölskyldunni aOri. Lát Drottins ljós lýsa skært. Rósa Björg Guðmundsdóttir, Gjavik, Noregi. 'r~ Kæri afi og nafni minn. Mig lang- ar að minnast þín í nokkram línum. Við áttum ófáar samverastundirnar saman. Krummshólaferðirnar sem og önnur ferðalög sem ég fékk að fara með ykkur ömmu era ógleym- anlegar. Frá unga aldrei náðir þú í mig heim til að taka mig með á bryggj- una þegar pabbi var að koma í land, en það hafði mikil áhrif á mig og vakti hjá mér áhuga á sjómennsku. Ég var rétt um 12 - 13 ára þegar þú tókst mig í vinnu, þú lagðir þig fram í að gera þennan unga og óharðnaða ungling að manni. Það var engin miskunn að vera afastrákur þá, en það kenndi mér að það er mikilvægt að standa sig í vinnu. Þegar ég hætti hjá þér og byrjaði að róa með pabba komstu oft á bryggjuna. Fyrstu skiptin sagði sjóveikin til sín og þá hoppaði ég upp í bílinn hjá þér og við branuðum í sjoppu þar sem þú gafst mér að borða, til að ég jafnaði mig. Þú hvattir mig til að halda áfram og þú fylgdist vel með mér, en núna vona ég að þú fylgir mér. Ég þakka þér, afi, samfylgdina og megir þú hvíla í friði. Elsku amma, við sem eftir stönfK - um eigum minningar um góðan mann. Þinn, Jónas Frímann. MARGRÉT SELMA MAGNÚSDÓTTIR + Margrét Selma Magnúsdóttir fæddist í Héraðsdal, Lýtings- staðahreppi, Skagafirði, 13. ágúst 1926. Hún Iést á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 19. desember. Nú hef ég kvatt samferðakonu mína. Hvað höfum við að þakka sem höfum átt þess kost að vera heima- vinnandi húsmæður? Jú, við höfum verið til staðar þegar börnin okkar þurftu á að halda. Við voram vinnandi heima og ef út af brá var hafin leit (hvar var mamma?). Við áttum að vera heima. Við Donna vorum heima meðan börnin uxu úr grasi. Margs er að minnast frá þeim tíma. Samstarf og pössun sitt á hvað milli Hólavegs 15 og 17. Lítill drengur teygði sig í rabarbaralegg, hann var ekki að fá nema í Héraðsdal. Ein perla er stór í minningar- sjóðnum. Að morgni 6. júní 1957 bað ég Donnu að gæta Önnu Kristínar og fór til afa míns sem þá var að kveðja þennan heim. Um hádegi, er ég kom af spítalanum, sátu þær stöllur, Marta og Anna Stína, fyi-ir sunnan húsið á Hólavegi 15 og horfðu til lofts. Ég spurði: „Á hvað eruð þið að horfa?“ Dóttir mín svaraði: „Við ætl- um að sjá þegar englarnir fara með langafa.“ Þær stöllur spurðu um margt og r 3lómabú5in > öarðsKom . v/ T-ossvogsUit'Ujwgafð J SfmÍ! 554 0500 var oft erfitt að svara. Ég veit að Donna reyndi að svara eftir bestu getu og bömin hennar hafa fengið svör við mörgum spumingum. Hún var til staðar að svara þeim og von- andi hafa sem flest börn aðstöðu til að sá svör við spumingum sínum. t- Gott var að eiga spjall við Donnu, bæði á hennar heimili og mínu. Að eiga samferð með góðu fólki er mikil hamingja. Við Donna áttum samleið í starfi fyrir Kvenfélag Sauðárkróks, þar var hún heil í starfi sem annars staðar. Starf hennar þar og í Sam- bandi skagfirskra kvenna var gert af ljúfum og góðum hug sem vonandi hvetur þá til sem eftir koma að standa við sitt. Hún Donna var persóna sem við samferðafólkið tókum tillit til. Hún átti góðan mann sem Svavar er. Hvernig hann annaðist hana í veik- indum hennar er gott að horfa á til fordæmis. Guð blessi Svavar og alla hans^ fjölskyldu. Jófríður Bjömsdóttir (Gógó).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.