Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Uppreisnarmenn í Sierra Leone bjóða skilyrt vopnahlé
Segjast hafa náð
Freetown á sitt vald
Abidjan, Freetown. Reuters.
UPPREISNARMENN í Afríku-
ríkinu Sierra Leone, sem í gær-
morgun gerðu atlögu að höfuð-
borginni Freetown, buðust til að
lýsa yfir vopnahléi ef Foday San-
koh, einum helsta leiðtoga upp-
reisnarmannanna, yrði sleppt úr
haldi. Sagði Sam Bockarie, liðsfor-
ingi í her uppreisnarmanna, að
þeim hefði tekist að ná mestum
hluta Freetown á sitt vald og að
Ahmad Tejan Kabbah, forseti
landsins, hefði sennilega flúið
borgina. Allir starfsmenn Samein-
uðu þjóðanna í Freetown voru
fluttir þaðan í gær vegna átak-
anna.
Haft var eftir í íbúum í borginni
að kveikt hefði verið í lögreglustöð
borgarinnar, auk sendiráðs Níger-
íu og öngþveiti virtist ríkja í borg-
inni. Staðfestu fulltrúar hjálpar-
stofnana í landinu í gær að upp-
reisnarmenn hefðu náð forsetahöll-
inni á sitt vald en þó var nokkuð
óljóst hvort þeir hefðu tryggt sér
yfirráð í borginni að fullu. Fyrr um
daginn höfðu talsmenn ECOMOG-
friðarsveitanna, en liðsmenn þeirra
koma flestir frá Nígeríu, sagst hafa
hrandið atlögu uppreisnarmanna,
sem hófst í fyrrinótt. Hvöttu þeir
íbúa borgarinnar að halda sig inni
við og hafa sig hæga á meðan bar-
dagar geisuðu.
Herforingjastjóm sú sem velti
Kabbah úr sessi í maí 1997 naut
stuðnings Sankohs og uppreisnar-
manna hans en í febrúar 1998
hrifsuðu ECOMOG-friðarsveitirn-
ar völdin úr greipum herforingja-
stjómarinnar og skipuðu Kabbah
forseta á nýjan leik. Var Sankoh
síðan dæmdur til dauða iyrir land-
ráð i réttarhöldum sem lauk í októ-
ber á liðnu ári.
„Ef Sankoh er sleppt úr haldi og
leyft að snúa aftur til manna sinna
þá eram við reiðubúnir til að lýsa
yfir vopnahléi,“ sagði Bockarie í
gær. Þegar Sankoh er orðinn frjáls
maður, sagði Bockarie, „mun leið-
toginn segja þjóðinni hvað ber
næst til bragðs að taka.“
Vísindamenn upp-
götva innbyggða
vekjaraklukku
London. Reuters.
VÍSINDAMENN við háskólann í
Liibeck í Þýskalandi sögðust í
gær hafa uppgötvað hvað veldur
því að sumt fólk virðist hafa inn-
byggða vekjaraklukku, sem gerir
því kleift að vakna af sjálfsdáðum
nálægt fyrirfram ákveðnum tíma.
Vísindamennirnir segja að þeg-
ar fólk búist við að vakna á
ákveðnum tíma verði skömmu áð-
ur aukning á magni hormónsins
adrenókortikótrópins í blóðinu,
sem líkaminn er vanur að losa til
að bregðast við streitu. Leiða
þeir getum að því að losun horm-
ónsins skömmu fyrir lok svefns
endurspegli ómeðvituð viðbrögð
líkamans við áiaginu sem felst í
því að vakna.
I rannsókninni voru fimmtán
ungir og hraustir sjálfboðaliðar
sendir í háttinn á miðnætti. Eitt
kvöld var fólkinu sagt að það yrði
vakið klukkan sex að morgni. Hin
kvöldin tvö var þátttakendum
sagt að þeir fengju að sofa til
klukkan níu, en annan þeirra
morgna var svindlað á þeim, og
þeir vaktir þremur klukkustund-
um fyrr, eða klukkan sex. í ljós
kom að magn hormónsins byijaði
að aukast mun fyrr þegar fólkið
bjóst við að vakna klukkan sex en
þegar það hélt sig geta sofið til
níu.
Greint er frá niðurstöðum
rannsóknarinnar í breska vís-
indatímaritinu Nature.
Fjöldamorð í lýðveldinu Kongó
Skæruliðar
segja bardaga
hafa átt sér stað
Goma. Reuters.
SKÆRULIÐAR í lýðveldinu
Kongó, sem berjast gegn stjórn
Laurents Kabilas í lýðveldinu
Kongó, neituðu í gær fregnum
þess efnis að þeir hefðu myrt um
500 óbreytta borgara um áramót-
in. Þeir sögðust hins vegar hafa
drepið hundrað Hútúmanna í
hörðum bardaga sem háður hefði
verið þar sem meint fjöldamorð
áttu að hafa átt sér stað.
Fyrr um daginn höfðu leiðtogar
skæraliðanna íyrh-skipað rann-
sókn á fullyrðingum þess efnis að
Franskur
lögmaður
kærir
Castro
París. Reuters.
FRANSKUR lögmaður lagði í
gær fram kæru á hendur Fidel
Castro, forseta Kúbu, fyrir
glæpi gegn mannkyninu, pynt-
ingar, ólöglegar handtökur og
eiturlyfjasmygl.
Lögmaðurinn, Serge Lew-
isch, vill draga Castro fyrir
rétt vegna aftöku herforingj-
ans Antonios de la Guardia,
sem var sakaður um aðild að
eiturlyfjahneyksh er skók
kommúnistastjórnina á Kúbu
árið 1989, og leggur hann
kærana fram í umboði ekkju
hans, Ileönu. Lewisch fer
einnig með mál Frakkans Pi-
erres Golendorfs og Kúbu-
mannsins Lazaros Jordanas,
sem sátu í fangelsi í fjögur ár á
8. og 9. áratugnum fyrir að
gagnrýna stjómvöld á Kúbu.
Lewisch fetar í fótspor
spænska rannsóknardómarans
Baltazars Garzóns, sem krafð-
ist framsals Augustos Pin-
ochets, fyrrverandi einræðis-
herra í Chile. Kæran gegn Ca-
stro var lögð fram við embætti
æðsta rannsóknardómara
Parísar, sem þarf að taka af-
stöðu til hennar áður en unnt
er að hefja rannsókn málsins.
fjöldamorð á borguram hefði verið
framið. Sagði Wamba di Wamba,
foringi skæraliðanna, við frétta-
menn að ef fréttimar væra sannar
þá yrði hinum seku refsað.
Hafði fréttastofa á vegum kaþ-
ólskra trúboða í Kongó, MISNA,
skýrt frá því á þriðjudag að
skæraliðar af ættbálki tútsa hefðu
ráðist á íbúa þorpsins Makabola í
Kivu-héraði með sveðjum og byss-
um, og myrt að minnsta kosti 500
óbreytta borgara, þar á meðal
konur, böm og gamalmenni.
Morðin hefðu verið framin dagana
30. desember til 1. janúar, í hefnd-
arskyni vegna árásar manna af
Mai Mai-ættbálknum á tútsa
skömmu áður.
I yfirlýsingu frá samtökum
skæraliða (RCD) í gær var því
hins vegar haldið fram að 400
Hútúmenn frá Búrúndí hefðu farið
inn í austurhluta Kongó á gamlárs-
dag og að skollið hefði á mikill bar-
dagi þar sem skæraliðar RCD
felldu meirihluta Hútúmannanna.
Reuters
Á ferð til fljótsins helga
INDVERSKI hindúamunkurinn Mahanta Shi-
vagiri ekur hér bifhjóli í Kalkútta. Munkurinn
hefur ekið rúma 2.000 km frá Kanya Kumari,
syðst á Indlandi, og er á leið til Gangasagar, þar
sem Ganges-fljót rennur í Bengalflóa. Munkar og
fleiri hindúar fara þangað á hverju ári til að
baða sig í Ganges, sem er heilagt fljót í augum
hindúa.
Þjóðverjar teknir við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins
Utanríkisráðherra Þýzka-
lands hvetur til umbótaátaks
Segir að Þjóðverjum sé umhug-
að um stækkun ESB til austurs
Bonn. Reuters.
JOSCHKA Fischer, utanríkisráð-
herra Þýzkalands, hvatti á þriðju-
dag leiðtoga Evrópusambandsríkj-
anna til að grípa tækifærið sem
skapazt hefði við hina vel heppn-
uðu stofnun hins sameiginlega
gjaldmiðils til að koma mikilvæg-
um innri endurbótum ESB í höfn í
snatri.
Þjóðverjar tóku við formennsk-
unni í ráðherraráði ESB af Austur-
ríkismönnum um áramótin, og fóru
formennskuskiptin formlega fram í
Vín á mánudag með því að Fischer
„tók við keflinu“ á táknrænan hátt
úr hendi Wolfgangs
Schiissels, utanríkis-
ráðherra Austurríkis.
Sem framvörður
þýzku stjórnarinnar á
meðan á formennsku-
misseri Þýzkalands
stendur sagði Fischer
á blaðamannafundi í
Bonn að glufa hefði
opnazt til að taka hinn
óleysta ágreining um
uppstokkun fjármála
ESB fóstum tökum, en endurskoð
un fjármálanna er ekki sízt nauð
synleg til að samband-
ið verði í stakk búið til
að taka inn ný aðildar-
ríki.
En ef ekki skyldi
takast að ná sam-
komulagi um umbóta-
tillögumar, sem oftast
era nefndar „dagskrá
2000“ (Agenda 2000)
og snúa að uppstokk-
un landbúnaðar- og
byggðasjóðakerfis
ESB, auk fjárlagara-
mma þess fyrir tíma-
bilið 2000-2006, á
Josclika Fischer þýzka formennsku-
misserinu má gera ráð
íyrir að það verði erfiðara - og dýr-
ara - að stækka ESB síðar.
Telur Tyrki eiga kost
á aðild að ESB
Fischer vísaði því á bug að hin
nýja ríkisstjórn jafnaðarmanna og
Græningja væri lítið umhugað um
að nýjum aðildarríkjum verði
hleypt inn í ESB fljótlega. „Hver
er valkosturinn við stækkun til
austurs? Enginn,“ tjáði Fischer
fréttamönnum. Hann tók einnig
fram að Tyi-kland ætti að hans áliti
kost á ESB-aðild í framtíðinni.
Hann ítrekaði ennfremur þá
skoðun þýzkra ráðamanna, að
Efnahags- og myntbandalag ESB
væri ekki markmið í sjálfu sér
heldur væri það „einn áfangi til
viðbótar á leið til pólitísks sam-