Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 46
*£6 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKUR SJÁYARÚTVEGUR OG ESB-AÐILDARSAMNINGUR NORÐMANNA ÓMÖGULEGT er að leggja mat á árangur Norðmanna nema að gera sér grein fyrir því hver raunveruleg markmið þeirra voru. Á fyrsta samningafundi Norðmanna og Evr- ópusambandsins þann 5. apríl árið 1993 lét viðskiptaráðherra Noregs eftirfarandi orð falla: „Við göngum að reglum Evrópusambandsins og óskum eftir að taka þátt í nánari út- færslu þeirra“. Af þessari yfirlýs- ingu verður ekki dregin önnur ályktun en sú að Norðmenn hafi í upphafí aðildarviðræðnanna tekið ákvörðun um að leita ekki eftir var- anlegum undanþágum frá gildandi reglum Evrópusambandsins, hvorki hvað sjávarútveg varðar né annað. Leiða má líkur að því að markmið þeirra hafí verið að fá tímabundnar undanþágur frá gildandi reglum sambandsins og vinna síðan að breytingum á þeim sér í hag eftir inngöngu. í þessu sambandi má minna á að Norðmenn lögðu mikla áherslu á að staða framkvæmda- ^íjóra sjávarútvegsmála Evrópu- sambandsins félli þeim í skaut. Markmið norsku ríkisstjórnar- innar á sviði sjávarútvegs var að tryggja arðvænlega og sjálfbæra þróun á sviði fiskveiða og fiskeldis. Helstu markmið hennar má draga saman í eftirfarandi þætti: Hún vildi tryggja veiðimöguleika Norð- manna til frambúðar. Hún vildi tryggja áframhaldandi ábyrgðarfulla stjórnun á fískveiði- auðlindum innan norskrar lögsögu fig jafnframt tryggja að stjórnun yrði óbreytt norðan 62. breidd- argráðu. Hún vildi tryggja norskan yfír- ráðarétt yfír 12-mílna fískveiðilög- sögunni til frambúðar. Hún vildi ná fullum markaðsað- gangi fyrir físk og fiskafurðir frá fyrsta degi aðildar og viðhalda starfsemi norskra sölusamtaka. Á grundvelli þessara markmiða settu Norðmenn fram kröfur sínar og fylgdu þeim eftir með því að vísa til mikilvægis sjávarútvegs fyrir af- komu byggða við hina löngu strand- lengju sína og fyrir norskan efna- hag í heild sinni. I aðildarviðræðum Norðmanna ■rfð Evrópusambandið vora einkum 'fjögur viðkvæm málefni í sjávarút- vegskafla samningsins sem erfíð- lega gekk að leysa. Verður hér á eftir fjallað um hvert þeirra fyrir sig. Þessi mál voru: Aðgangur fiskiskipa samningsaðila að fískveiðilögsögum hvors annars og veiðiréttindi og aflahlutdeild inn- an þeirra. Framkvæmd fískveiðistjórnunar, t.d. fiskverndarreglur og eftirlit með veiðum. Fjárfestingar í sjávarútvegi - „kvótahopp" Aðgangur að fiskveiðilögsögum Áherslur Norðmanna á þessu sviði voru skýrar. Þeir vildu ekki að aðgangur fískveiðiflota Evrópusam- bandsins að norski'i lögsögu myndi aukast eða að fískiskip Evrópusam- bandsins gætu sótt í vannýttar teg- undir innan norskrar lögsögu. Síð- ast, en ekki síst lögðu þeir áherslu á að fá fullnægjandi tryggingu fyrir því að 12 mílna- reglan myndi ekki falla út eftir árið 2002. Norðmenn töldu sig hafa fengið tryggingu fyrir því að sókn físki- skipa Evrópusambandsins til veiða innan norskrar lögsögu myndi ekki ■*áukast frá því sem var miðað við þá samninga sem þegar voru í gildi. Eina undantekningin frá þessu var að fiskiskip sambandsins áttu að fá greiðari aðgang til veiða innan norskrar lögsögu úr sameiginlegum makrílstofni. I samningnum var ákvæði um að fiskiskip Evrópusam- bandsins mættu hvorki auka sókn í Vannýtta stofna umfram það sem verið hafði fyrir aðild, né auka veiðar á þeim tegundum sem ekki sæta ákvörðun um leyfilegan hámarksafla. Hið sama gilti um rétt norskra skipa á yfir- ráðasvæði Evrópusam- bandsins. Lagagreinar þær sem fjölluðu um aðgang fískiskipa samn- ingsaðila að fiskimiðum hvors annars áttu að gilda þar til nýtt veiði- leyfakerfi yrði tekið upp. Við útfærslu á því yrði byggt á því sóknar- mynstri sem þjóðirnar hefðu fyrir. Samnings- aðilar stóðu að sameig- inlegri yfirlýsingu (Joint Decl- aration) þar sem því er m.a. lýst yfir að við endurskoðun sjávarútvegs- stefnunnar, sem á að vera lokið fyr- ir árið 2002, beri stofnunum sam- bandsins að taka sérstaklega tillit til hagsmuna strandsvæða. I aðild- amðræðunum kom þar að auki fram að Evrópusambandsþjóðirnar deildu sjónarmiðinu um að viðhalda 12-mílna ákvæðinu með Norðmönn- um. Veiðiréttindi og aflahlutdeild Norðmenn deila mörgum nytja- stofnum sínum með Evrópusam- bandinu þar sem fiskveiðilögsögur þeirra liggja saman við Norðursjó, í Skagerrak og Kattegat. Fyi-ir vik- ið þurfa þeir og sambandið að semja árlega um ákvörðun á heild- arafla, skiptingu hans og fyrir- komulag veiða á deilistofnum á þessum svæðum. I tengslum við EES-samninginn árið 1992. Þá var gerður sérstakur fiskveiðisamning- ur milli Noregs og Evrópusam- bandsins sem kvað á um að veiði- heimildir Evrópusambandsins í norskri lögsögu færu úr 2,14% í 2,9%. Bretar fá um 2/3 af þessum veiðiheimildum en afgangurinn skiptist á milli Frakka og Þjóð- verja. Við gildistöku EES-samn- ingsins árið 1993 fóru veiðiheimild- ir Breta úr 4439 þorsksígildistonn- um í 6017 tonn. í fískveiðisamn- ingnum létu Norðmenn auk þess af hendi auknar aflaheimildir norðan 62. breiddargráðu í þorski til handa fátækari ríkjum sambands- ins (Spáni, Portúgal og írlandi). Samkvæmt EES-samningnum var þessi viðbótarkvóti 6000 þúsund tonn árið 1993 og hækkaði árlega þar til hann náði 11 þúsund tonnum árið 1997. Frá og með árinu 1998 er þessi aflahlutdeild Evrópusam- bandsins í þorski ákveðin sem hlut- fall af leyfilegum þorskafla upp á 1,28%. í aðildarsamningnum varð nið- urstaðan sú að Norðmenn gáfu eft- ir viðbótarveiðiheimildir norðan 62. breiddargráðu, nánar tiltekið í Barentshafí, upp á 2500 tonn af þorski árið 1995 og 1250 tonn árið 1996. Frá og með árinu 1998 yrði þorskafli Evrópusambandsins í Barentshafí 1,57% af leyfilegum hámarksafla í stað 1,28% eins og um var samið í tengslum við EES- samningin. Miðað við leyfílegan þorskafla í Barentshafi árið 1994, sem var 700 þúsund tonn, er þarna um að ræða aukningu upp á rúm- lega 2000 tonn eða úr 8960 tonnum miðað við 1;28% í 10990 tonn miðað við 1,57%. I aðildarsamningnum er meginreglan sú að aflahlutdeild Evrópusambandsins innan norskr- ar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiðireynslu. Miðað var við tímabilið 1989 til 1993 fyrir all- ar tegundir nema Barentshafs- þorsk og makríl. Þá er ákvæði þess efnis að aukaafli (þ.e. þær fískteg- undir sem ekki er sérstaklega verið að físka eftir) megi nema 10% af heildarafla. Norðmönnum tókst því að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart Evrópusam- bandinu frá því sem var í fiskveiðisamn- ingnum í tengslum við EES-samkomulagið. Framkvæmd físk- veiðistj órnunar I aðildai’viðræðun- um fóru Norðmenn fram á að núverandi fískveiðistjórnunar- kerfi þeirra norðan 62. breiddargráðu héldist óbreytt. Máli sínu til stuðnings bentu þeir á góðan árangur við fiskveiðistjórnun á svæðinu og mikilvægi þess fyrir strandhéruð Noregs sem byggðu afkomu sína á sjávarútvegi. Niður- staðan varð sú að Norðmönnum var veitt fullt forræði yfir þessu haf- svæði fram til 30. júní árið 1998. Samningsaðilar stóðu að sameigin- Aðildarsamningur ríkis er klárlega ígildi Róm- arsamningsins og verð- ur ekki breytt nema með samþykki þess, segir Úlfar Hauksson í annarri grein sinni. legri yfirlýsingu þar sem því var lýst yfír að svæðið norðan 62. breiddargráðu væri viðkvæmt og því væri nauðsynlegt að viðhalda þar traustri fískveiðistjórnun. Þá var einnig tekið fram í yfirlýsing- unni að við nýtingu fiskistofna á svæðinu eftir 30. júní árið 1998 skyldi byggt á því stjómkerfi sem fyrir væri. Norðmenn túlkuðu þessa yfirlýsingu sem lagalega skuldbind- ingu um að fiskveiðistjómunin á svæðinu yrði óbreytt. Þeir hefðu, vegna reynslu sinnar og góðs ár- angurs, eftir sem áður lagt línumar í því hvernig fiskimiðin yrðu nýtt. I sameiginlegu yfirlýsingunni hafi sérstaða Noregs sem eina strand- ríki Evrópusambandsins á þessu svæði því verið áréttuð. Fjárfestingar í sjávarútvegi - „kvótahopp" I Noregi gilda sérstakar reglur um að einungis norskir ríkisborgar- ar geti átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi. Veiðileyfi eru því í raun gefin út á einstaklinga en ekki út- hlutað beint á skip. I aðildarviðræð- unum fóru Norðmenn fram á að halda þessu fyrirkomulagi eftir inn- göngu í Evrópusambandið. Því var hafnað á þeim forsendu að það stangaðist á við þá grundvallarreglu Evrópusambandsins sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. í samkomulaginu var gert ráð fyrir að Norðmenn fengju þriggja ára að- lögunartíma í þessum efnum. Norð- menn og Evrópusambandið hafa aftur á móti gefið út sameiginlega yfirlýsingu um nauðsyn þess að tryggja hagsmuni þeirra svæða sem háð eru fiskveiðum. Evrópudómstóllinn hefur sömu- leiðis komist að þeirri niðurstöðu að það standist lög Evrópusambands- ins að setja það sem skilyrði fyrir skráningu skips, og þar með úthlut- un veiðiheimilda, að útgerð þess hafi aðalstöðvar í viðkomandi landi og geri þaðan út. Enn fremur er heimilt að setja sem skilyrði að skip hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við heimaland sitt. Til sönnunar á raunverulegum efnahagslegum tengslum má setja reglur sem skylda útgerðir til að landa tiltekn- um lágmarksafla í heimahöfn eða að koma þangað með reglubundu milli- bili. Með sameiginlegu yfirlýsing- unni og áliti Evrópudómstólsins töldu Norðmenn tryggt að þeir gætu komið í veg fyrir „kvótahopp“. Áhrif og afleiðingar samningsins Samningur Norðmanna felur í sér að þeir gangast undir sjávarút- vegsstefnu Evrópusambandsins að loknum aðlögunartíma sem er frá einu og upp í þrjú ár. Að þeim tíma loknum verða þær reglur sem Norðmenn hafa viðhaft við stjórnun veiða (m.a. varðandi eftirlit) og skiptingu kvóta hluti af heildarfisk- veiðistefnu Evrópusambandsins. Stjómun fiskveiða í lögsögu Nor- egs myndi því formlega falla undir stofnanir sambandsins en lúta sömu reglum og til þessa. Með aðild kæmu Norðmenn beint að mótun sjávarútvegsstefnunnar í framtíð- inni. Sem mikil fiskveiðiþjóð með mikla reynslu á sviði sjávarútvegs gætu þeir því haft mikil áhrif á þró- un hennar. Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varð- andi sjávarútvegsmál hafi náð fram að ganga og væru staðfest í aðildar- samningi þeirra. í honum hafi nú- verandi fiskveiðiréttindi Norð- manna verið fest í sessi og áfram- haldandi yfirráð þeirra yfir fiski- miðunum tryggð. Aðildarsamning- ur er ígildi Rómarsamningsins og honum verður ekki breytt nema með samþykki norskra stjórnvalda. Því var talið að sjávarútvegshags- munum Norðmanna innan Evrópu- sambandsins væri borgið til fram- búðar. Það voru hins vegar skiptar skoðanir um hvort ýmis grundvall- aratriði í aðildarsamningi Norð- manna nytu lagalegra trygginga og hefðu þar með sama gildi og ákvæði Rómarsáttmálans. Var m.a. dregin í efa túlkun norskra stjórnvalda á að sameiginlegu yfirlýsingarnar, sem fylgdu aðildarsamningum, væru ígildi lagalegra skuldbindinga af hálfu Evrópusambandsins. Þeir sem héldu þessari skoðun fram bentu á, máli sínu til stuðnings, að það fengist ekki staðist að ef ráð- herraráðið tæki t.d. ákvörðun um að fella ákvæðið um hlutfallslegan stöðugleika úr gildi, og tæki ein- ungis upp sóknarstýringu, þá þyrfti samhljóða samþykki aðildarþjóða. Aukinn meirihluti væri nóg. Þetta ætti einnig við ef breyta ætti afla- hlutdeildinni. Varðandi það hvort hlutfallslegi stöðugleikinn, sem tryggir ríki fasta aflahlutdeild byggða á veiðireynslu, sé þar með talinn er lögfræðilegt deiluefni. Það er hins vegar Ijóst að ef breyta ætti aflahlutdeild ríkis án samþykkis þess, þ.e. með auknum meirihluta í ráðherraráðinu, þarf að koma tillaga þess efnis frá fram- kvæmdastjórninni. Það er hins veg- ar afar ólíklegt að slík tillaga líti dagsins ljós og hana þyrfti að rök- styðja sérstaklega. Slíkt hefur aldrei komið til álita eftir að reglan um hlutfallslegan stöðugleika vai- tekin upp. Ef ráðherraráðið ætlaði sér að breyta aflahlutdeildinni án þess að tillaga þess efnis kæmi frá framkvæmdastjórninni þyifti ein- róma samþykki í ráðherraráðinu. Það eru því nánast engar líkur á því að gengið hefði verið á hlut Norð- manna án þeirra samþykkis. Emma Bonino kom inn á aðildar- samning Norðmanna í framsögu sinni á Sjávarútvegsráðstefnu ESB og Islands sem haldin var á Hótel Sögu þann 27. september árið 1996. Þar sagði hún að við inngöngu í Evrópusambandið verði þjóðir að gangast undir grundvallarreglur þess (acquis communautaire). Norðmenn hafi haft aðrar hug- tílfar Hauksson myndir hvað varðar sjávarútvegs- mál en kveðið er á um í gi’undvall- ariöggjöf sambandsins og ekki vilj- að kasta þeim fyrir róða. I aðildar- viðræðunum hafi verið tekist á um þessi mál og fundin lausn sem báðir aðilar gátu fallist á. Norðmenn fengu ákveðinn aðlögunartíma á svæðinu norðan 62. breiddargi’áðu og að honum loknum „...yrði stjórn- kerfið fellt inn í sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnuna, í samræmi við stjórnunarmarkmið og tillögur sem tilgreindar eru í sameiginlegri yfir- lýsingu." Það er því enginn vafi í huga Bonino um að sameiginlega yfirlýsingin hefði haldið velli. Ann- að atriði sem Bonino gerði að um- talsefni var að Norðmenn þurftu ekki að greiða aðgangseyri að sam- bandinu með því að láta af hendi aflaheimildir. Sú aflareynsla sem fyrir var áður en aðildarviðræður hófust lá til grundvallar þeim hlut- fallslega stöðugleika sem samið var um. Hér var deilt um hve stöðugur hlutfallslegi stöðugleikinn væri. Norðmönnum var mjög í mun að fá staðfestingu á að forsendunum fyr- ir hlutfallslegum stöðugleika yrði aldrei breytt. í máli Bonino kemur fram að sambandinu hafi ekki, af lagalegum ástæðum, verið stætt á að staðfesta slíkt skriflega þar sem sjávarútvegsstefnan sé endurskoð- uð með 10 ára millibili. Reynslu Norðmanna úr aðildar- viðræðunum má draga saman í eft- irfarandi atriði. Sem umsækjendur um aðild fengu Norðmenn; vilyrði um embætti framkvæmda- stjóra sjávarútvegsmála með ábyrgð á sjávarútvegsmálum í framkvæmdastj órninni þátttöku og áhrif í allri vinnu nefnda og vinnuhópa tengda sjáv- arútvegi og skildum málaflokkum aðildarsamning þar sem eitt af meginatriðunum var hlutfallslegur stöðugleiki - þ.e. úthlutun veiði- heimilda var í samræmi við það sem var í gildi fyrir inngöngu Norð- manna yfirlýsingu um að sjónarmið og aðferðafræði Norðmanna varðandi verndun fiskistofna, úthlutun veiði- heimilda og eftirlit með veiðum yrðu að vinnureglu í Evrópusam- bandinu þriggja ára aðlögunartíma við fiskveiðistjórnun norðan 62. breidd- argráðu. Á þeim tíma yrði kerfi Norðmanna komið inn í sjávarút- vegsstefnuna eins og lýst er í sam- eiginlegri yfirlýsingu gert samkomulag um að sókn í vannýtta stofna myndi ekki aukast frá því sem var fyrir aðild staðfestan vilja um að 12-mílna ákvæðinu yrði ekki breytt Norðmenn upplifðu (líkt og Svíar og Finnar) vilja Evrópusambands- ins til að finna klæðskerasaumaða og sveigjanlega aðlögun að sam- bandinu. Með öðrum orðum var hlustað á Norðmenn og þeir höfðu tækifæri til að hafa veruleg áhrif á Evrópusambandið í þeim mála- flokkum þar sem þeir höfðu sér- staka hagsmuni og sérfræðiþekk- ingu. Hvers vegna? Vegna þess að þeir komu með góð rök og gátu sýnt fram á sérstöðu í sjávarútvegi. Þannig virkar Evrópusambandið; stærð og styrkur er ekki það eina sem skiptir máli - það er alltaf vilji til að finna málamiðlanir og það er ekki gengið yfir hagsmuni smærri ríkja. Jafnframt er vilji og hefð fyrir að hafa sérfræðiþekkingu í háveg- um þar sem hlustað er á það ríki sem þekkir best til og á mestra hagsmuna að gæta í ákveðnum málaflokki - enda er Evrópusam- bandið sjálfviljugt samstarf lýðræð- isríkja. Öll rök hníga að því að sjávarút- vegur Islendinga myndi njóta enn frekari skilnings en sjávarútvegur Norðmanna. íslendingar þyrftu að sjálfsögðu að samþykkja grundvall- arreglur Evrópusambandsins en aðildarviðræður Norðmanna og Evrópusambandsins sýna að það er hægt að laga þær að mismunandi aðstæðum. Höfundur er stjórnmálnfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.