Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 48
%8 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Haraldur G. Guðmundsson netagerðarmaður var fæddur á Pat- reksfirði 6. ágúst 1917. Hann lést á Landspítalanum aðfaranótt 3. janú- ar. Foreldrar Har- aldar voru Guðrún Ágústa Jónsdóttir og Guðmundur Er- lendsson. Hann var ' yngstur þriggja bræðra. Bræður hans voru Jón Ingvar, látinn, og Gísli. Hálfsystkini voru, Sigur- björn Árnason, látinn, sam- mæðra og Valdís, samfeðra. Haraldur kvæntist Hallborgu Sigurjónsdóttur saumakonu 25. október 1941. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Hall- dórsdóttir og Sigurjón Símon- arson. Hallborg lést 6. maí 1989. Börn þeirra eru: 1) Sig- urjóna, gift Erni Zebitz. 2) Guðrún Agústa, gift Robert H. Cary. 3) Eiður Hafsteinn, í Vorið kom, og hann afi minn stóð í fjörunni og horfði á sólarupprásina senda alla regnbogans liti út yfir hafíð. Sumarið kom, og þar sem sólin stóð hátt á lofti og baðaði allt í gullnum geislum sínum sigldi hann afí minn út yfir hafíð. Haustið kom, og hann afí minn settist að í landi og horði á úfnar öldumar skoppa um hafíð. Veturinn kom, og þar sem vind- urinn gnauðaði fyrir utan gluggann, Á?í hann afí minn og hugsaði um haf- ið. Já hann afí minn og hafið voru ein órjúfanleg heild. Elsku afí, nú á þessari stundu þegar þú hefur hlotið vist á æðri stað hellast yfir mann fullt af yndis- legum minningarbrotum. Fyrst þegar ég var pínu pons og þú hoss- aðir mér á lærinu á þér. Síðar þegar ég fór í hringferð um landið með ykkur ömmu og Fríðu og kaffikann- an valt um koll í tjaidinu og ég teiknaði mynd af því og sendi mömmu og pabba. Já við hlógum oft að þessari minningu núna síðustu árin. Öll jólin okkar saman, allar stundimar í eldhúsinu hennar jnömmu, þegar þú tókst svo hlýlega 'a móti bömunum mínum og þuldir með þeim „þessi datt í sjóinn“. Hvað mér þótti vænt um að þú komst alltaf í afmæli hjá bömunum mínum. Það var svo gaman að gleðja þig núna um jólin þegar ég, Berglind og Arnar Freyr komum að heimsækja þig á Hrafnistu. Amar Freyr var svo spenntur þegar hann mætti í jólasveinabúningnum sínum og lék Stekkjarstaur og fékk síðan brjóstsykur sem hann vissi að þú áttir alltaf. Bömunum mínum þótti svo gaman að heimsækja langafa á DAS og fá svo að skoða stóra skipið. Elsku afí, nú hefur þú fengið und- ursamlegt útsýni yfir hafíð sem þú elskaðir og dáðir. En það besta er \'ð þú getur notið þessa með henni ömmu minni þar sem þið hafíð nú sameinast á ný. Já þú skilur eftir sambúð með Björk V ermundsdóttur. 4) Ester, gift Sig- geir Ólafssyni. 5) Jón Ingvar, kvænt- ur Sólveigu Jónu Jónsdóttur. 6) Hólmfríður, gift Helga Lárussyni. Fyrir átti Haraldur son, Svanberg, en móðir hans var Júl- íana Jónsdóttir, látin. Svanberg er kvæntur Aðalheiði Sigurðardóttur. Haraldur fór ungur til sjós og starfaði lengst af sem netamaður á tog- urum. Hann hóf störf í landi árið 1970 og vann sem neta- gerðarmaður. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum og var for- maður Nótar, félags netagerð- armanna, um árabil. Hann var heiðursfélagi í Félagi járniðn- aðarmanna. Útför Haraldar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. þig söknuð hér í þessum heimi en minningin um hlýleika þinn mun ávallt varðveitast í hjörtum okkar. Blessuð sé minning þín. Hallborg og fjölskylda. Haraldur Guðmundsson neta- gerðarmaður, fyrrverandi formaður Nótar, sveinafélags netagerðar- manna, lést sunnudaginn 2. janúar. Haraldur var alla starfsævina sjó- maður og netagerðarmaður. Tæp- lega 13 ára var hann kominn á 28 tonna snurvoðarbát sem reri frá Reykjavík. Þá strax kom í ljós dugnaðurinn og krafturinn sem í honum bjó og þegar gert var upp um haustið fór Haraldur með fullan hlut frá borði. Þannig var það í öðr- um verkum sem hann kom að, hvort sem var til lands eða sjós, í hand- verki og félagsstörfunum, alltaf skilaði hann góðu verki. Ég kynntist Haraldi þegar hann var í forystu fyrir Nót, sveinafélag netagerðarmanna, þar sem við sát- um m.a. saman í miðstjóm Málm- og skipasmiðasambands Islands. Haraldur tók við formennsku í Nót 1979 við erfiðar aðstæður og gegndi því forystuhlutverki með miklum sóma til 1988 og var síðan áfram í stjórn félagsins og starfsmaður í hlutastarfi. Hann átti drjúgan þátt í samein- ingu Nótar, sveinafélags netagerð- armanna, og Félags járniðnaðar- manna og hafði þar að leiðarljósi að kjara- og menntunarmálum neta- gerðarmanna væri vel fyrir komið í framtíðinni. Fyrir störf sín að verkalýðsmálum var Haraldur kjör- inn heiðursfélagi í Félagi jámiðnað- armanna og sæmdur gullmerki fé- lagsins. Haraldur var hafsjór af fróðleik um sjómennsku og málefni netagerðarinnar og miðlaði af þeirri þekkingu sinni af hógværð. Hann var athugull og kraftmikill í starfí sínu fyrir verkalýðshreyfinguna, laginn við að koma málum í höfn, en lét ekki fara mikið fyrir sér í fjöl- miðlum. Eftir að hann hætti störfum hélt hann góðu sambandi við félagið. Það var okkur starfsmönnum Fé- lags járniðnaðarmanna ávallt gleði- efni þegar hann gerði stuttan stans á Suðurlandsbrautinni til að taka púlsinn á verkalýðsmálunum og veita okkur um leið innsýn í barátt- una eins og hún var fyrr á áram. Það er mikils virði að hafa kynnst svo góðum dreng. Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku afi okkar, hvern hefði grunað að lífíð myndi skyndilega taka slíkum stakkaskiptum? Nýja árið nýgengið í garð með öllum sín- um fyrirheitum og þú svo sviplega horfínn frá okkur. Að nú aðeins hálfum mánuði eftir að við fórum saman að leiði ömmu, skulum við fylgja þér á sama stað, er nokkuð sem engan hefði órað fyrir. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann þegar við rifjum upp uppvaxtarár okkar í Holtsbúðinni. Hversu gaman það var að skreppa niður til þín og ömmu og heyra allar sögurnar þínar sem fyrir okkur vora hreint ótrúlegar, að heyra þig tala um sjóferðir þínar þar sem að- stæður allar vora hinar frumstæð- ustu, eina ljósið var frá olíulampa og menn böðuðu sig upp úr sjó. Það var óeigingjarnt starf sem þú inntir af hendi og fjarvistir frá fjölskyld- unni oft miklar. Þetta líf var svo fjarri okkur að það var eins og ann- ar heimur. Nú hin seinni ár hefur það oft orðið okkur umtalsefni hversu merkilegu lífi þú hafir lifað og sögumar þínar orðnar okkur dýrmætar heimildir um horfna tíma. Það er sorgleg tilhugsun að eiga ekki eftir að hitta þig á göngu- ferðum þínum um bæinn, og þú sem áttir eftir að heimsækja okkur á nýju heimilin okkar í gamla bænum sem var þér svo kær. Það var hreint ótrúlegt hversu minnugur þú varst á löngu liðin atvik og menn, og kunnir þú ótal sögur af þeim breyt- ingum sem borgin hefur undirgeng- ist á þínu lífsskeiði. Okkur þótti alltaf jafn merkilegt hversu vel þú fylgdist með því sem við vorum að gera og alúðin sem þú sýndir fyrsta barnabarninu í fjölskyldu okkar er okkur ógleymanleg. Elsku afi; Við munum aldrei gleyma styrk þínum og dugnaði, né heldur glaðlyndi þínu og blíðu. Þó að kali heitur hver, hylji dalijökullber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig en við vitum að þú færð öragg- lega bestu hugsanlegu móttökur þegar þú nú loksins hittir ömmu aft- ur. Minning þín mun alltaf lifa með okkur. Björk Eiðsdóttir, Siguijón Eiðsson, Einar Már Eiðsson. HARALDUR G. GUÐMUNDSSON SVEINN HEIÐBERG AÐALS TEINSSON + Sveinn Heiðberg Aðal- steinsson fæddist í Flögu í Hörgárdal 24. október 1933. *. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 14. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 21. desember. Mig langar að minnast vinar míns Sveins Aðalsteinssonar sem Jést 14. desember sl. langt um ald- •ur fram. Við höfðum keyrt saman á Hreyfli um árabil, en kynni okkar hófust fyrst að ráði þegar Hreyfill hóf byggingu á húsnæði því sem bílaþvottaaðstaðan er í, en hún var að mestu byggð af bifreiðastjórum Hreyfils undir minni stjóm. Þá kynntist ég dugnaði og ósérhlífni Svenna. Seinna fór Svenni að vinna hjá mér við smíðar og fór á námssamn- ing sem hann lauk. Þó hann lyki ekki sveinsprófi, veit ég að margir nutu góðs af handlagni hans og hjálpsemi við smíðar. Á þessum áram unnum við mikið tveir saman, og þá voru oft sagðar skemmtilegar veiðisögur og sögur frá æskustöðvunum. Svenni var söngelskur og söng oft við vinnuna, einnig sungum við saman í samkór TR um árabil. Eftir að Svenni fór á Bæjarleiðir hittumst við sjaldnar, en alltaf fann ég vinarhug þegar við hittumst. Og þegar við hittumst síðast nokkrum vikum fyrir andlát hans átti ég ekki von á því að það væri okkar síðasta handtak. Blessuð sé minning góðs drengs. Elsku Fanney, AIli, Smári og Lilja Rós, Guð styrki ykkur og blessi. Guðni J. Ottósson. GUÐNÝ SIGFÚSDÓTTIR + Guðný Sigfús- dóttir fæddist í Skarði, Landsveit, Rangárval lasýslu, 16. janúar 1919. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu aðfaranótt 10. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 18. desem- ber. 3 Enginn ræður sín- um næturstað, ekki einu sinni næsta skrefí, er stundum sagt. Það sannaðist best, er hún Guðný vinkona okkar og stjórnar- kona í kvenfélagi Neskirkju ætlaði að ganga til hvílu sinnar að kvöldi 9. des. Hún komst ekki alla leið, því henni var búin önnur hvíla, sem við öll eram kölluð til, fyrr eða síðar. Svo snöggt og óvænt var klippt á lífsþráðinn. Guðný sem alltaf var svo kát og hress, sagðist ekki kenna sér neins meins. Við sem ætluðum að fara á kaffihús. Ég hafði heimsótt hana stuttu áður, hún spurði mig hvort ég gæti ekki stoppað lengur, en ég varð að hlaupa, því klukkan kallaði, alltaf þessi flýtir. Lofaði henni ég kæmi fljótlega og við færum á kaffihús. Sú ferð verður aldrei farin, en við Guðný hittumst seinna. Hvort þá verður kaffihúsferð skal ég ekki segja. Fundum okkar Guðnýjar bar fyrst saman í kvenfélagi Nes- kírkju, við unnum saman í eldhús- inu og seinna í stjórn félagsins. Ef ég bað Guðnýju um aðstoð í eld- húsinu, sagði hún oftar en einu sinni: „Ég kem, Ella.“ Alltaf var hægt að treysta á meðlæti Guðnýj- ar ef eitthvað stóð til, og terturnar hennar gleymast seint að öðram ólöstuðum. Enda vel tekið til matar síns við kaffiborðið. Það er stutt stórra högga á milli í fjöl- skyldu Guðnýjar. Síðastliðið vor andað- ist móðir hennar há- öldrað. Stuttu seinna eiginmaðurinn Guð- mundur, sem hún bar mikla umhyggju fyrir og hugsaði vel um. Mun það hafa verið mikið áfall. Nokkru seinna andaðist Sigríð- ur Kristinsdóttir, mik- il vinkona hennar, einnig kvenfélags- kona, vora þær mjög samrýndar. Eftir allt þetta bar Guðný sig eins og hetja, en undir niðri hefur ef- laust sársaukinn búið um sig. Guðný var hugguleg kona og alltaf fín. Hún gladdist yfir vel- gengni barna sinna og bamabarna. Nú í haust heimsótti hana sonar- dóttir hennar, Annie, sem er við nám erlendis, með litla dóttur sína og var Guðný afar ánægð með þá heimsókn, sem stóð í nokkra daga. Það verða mikil viðbrigði fyrir barnabörnin að geta ekki gist á Grenimelnum, hjá ömmu Guðnýju. Hennar Guðnýjar verður sárt saknað við fundarborðið okkar, er við komum saman næst. Nú fer hátíð ljóss og friðar í hönd. Ekki verður hún Guðný meðal okkar nema í andanum. Heldur mun hún njóta hátíðar þar sem eilíf birta og fegurð ríkir. Hún hefur sannarlega fengið góða heimkomu. Á kveðjustund er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir góða kynningu. I fjarska finnst mér ég heyra óm af röddinni hennar Guðnýjar, er hún segir: „Já, ég kem Ella.“ Ég sendi öllum ástvinum samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu góðrar konu. Elín S. Kristinsdóttir. SIGURÐUR B. ÓLAFSSON + Sigurður Breið- fjörð Ólafsson fæddist í Fagradal í Dalasýslu 8. mars 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 15. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 22. desember. Ég stóð fram á Vatnsnesklettum um miðnætti eitt sumar- kvöld, himinninn var dökkur og hafið drangalegt, ég horfði á eftir litla horninu hans pabba sem stakkst og skoppaði á haffletinum eins og eldspýtustokk- ur á leiðinni langt út á haf. Ég laut höfði og bað allan himnanna her að fara með honum í þessa ferð. Þessi hálfáttræði maður var ennþá svo ungur í anda og átti svo bágt með að segja skilið við sjóinn og það að- dráttarafl sem hefur togað í hann mestan hluta ævi hans. Við systk- inin eram Guði svo þakklát fyrir að hafa gefið okkur föður sem þennan. Hann var ekkert nema prúð- mennskan, styggðaryrði komu ekki út af hans munni, hann bar virð- ingu fyrir okkur og við báram virð- ingu fyrir honum. Hann hafði svo góða kosti til að bera, ósérhlífni hans var endalaus, hann lagði allt sitt í sölurnar fyrir okkur, og þó fjölskyldan væri stór og margir munnar að fæða þá var þeim ekki gleymt sem minni máttar voru og höfðu lítið. Honum væri ekki réttur gerður ef ekki væri minnst á snilli hans í höndunum, það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt var gert af nákvæmni og smekk. Á seinni áram dund- aði hann við að smíða líkön af árabátum, sem sitja á hillum víða um land. Að endingu kveður ungur dóttur- sonur afa sinn, en hann var honum sem faðir, hann minnist þess hve oft þeir sátu saman og borðuðu fisk og kartöflur, afi smurði brauðið og smjörið var þykkara en sneiðin. Við söknum þessa mikla manns í lífi okkar og það fararnesti sem hann lét okkur eftir mun verða okkur til mikillar blessunar á lífs- leiðinni. Við kveðjum hann í von um end- urfundi í ríki Jesú Krists. _ Bragi, Óli, Jóhanna, Ágústa, Ásta. Mig langar að minnast hans afa míns með nokkrum orðum. Ég bjó hjá afa og ömmu fyrstu mánuði ævi minnar. Hann tók mig upp ef eitthvað amaði að mér. Hann beið alltaf eftir mér í hádeg- inu svo að við gætum snætt saman fisk og kartöflur. Hann tók mig oft í Grófina til þess að gá hvernig fiskaðist eða spjalla við kunningja sína eða að gá hvort Bragi væri kominn í land. Hann var hjá mér í blíðu og stríðu og hann studdi mig alltaf í hverju sem var. En nú er hann farinn frá mér á leið í hina stóru himnahöll. Aron Leifsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.