Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 4gf.
BJORN MAGNUS
ARNÓRSSON
+ Björn Magnús
Arnórsson
fæddist í Reykjavík
16. janúar 1945.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
24. desember og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 5.
janúar.
Kveðja frá Alþýðu-
sambandi Islands
Fyrir hönd Alþýðu-
sambands Islands vil
ég kveðja góðan fé-
laga og samverkamann í starfi ís-
lenskrar verkalýðshreyfíngar.
Björn Arnórsson, hagfræðingur
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, var mörgum félögum okkar
og starfsfólki ASÍ að góðu kunnur
enda lágu leiðir víða saman. Fjöl-
margir úr hreyfingu okkar kynnt-
ust Birni fyrst fyrir alvöru þegar
hann tók þátt í gerð þjóðarsáttar-
samninganna árið 1990. Þau kynni
voru upphaf að farsælu samstarfi
sem einkenndist alla tíð af vináttu
og heilindum. Björn var félagi og
vinur í baráttunni og skiptu þá
skipulagslínur hreyfíngarinnar
engu máli. Björn var einlægur
áhugamaður um að efla samtök
launafólks og treysta með auknu
samstarfi. Öll störf hans báru vott
um þennan áhuga. Við minnumst
samstarfsins við Björn með hlý-
hug og þakklæti. Mannkostir
Björns léttu margt verkið, ekki
síst síkvik kímnigáfa hans og til-
svör. Hann var óhræddur við and-
streymi og skjótur til svara. Það
skarð sem myndast hefur með
fráfalli Björns Arnórssonar er
vandfyllt.
Fjölskyldu Björns, ástvinum og
samstarfsfólki votta ég mína
dýpstu samúð.
Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ.
Við Björn erum búin að vera
samstarfsmenn um langt skeið.
Fljótlega eftir að ég kom að trún-
aðarstörfum fyrir Starfsmannafé-
lag ríkisstofnana og stétt mína
var Björn ráðinn hagfræðingur
hjá SFR. Hann var eldhugi og
mjög góður kennari, en hann
kenndi m.a. á trúnaðarmanna-
námskeiðum hjá SFR. Það hafði
ekki verið kennt mikið um vísitöl-
ur og önnur flókin samningakerfi
í sjúkraliðanáminu, en eitt vissum
við þá eins og nú, að nám okkar
væri vanmetið og meiri laun
þyrftum við að fá fyrir vinnu okk-
ar. Björn kenndi okkur að fleiri
stéttir væru til en við ein og öll
yrðum við að taka tillit hvert til
annars. Hann var einlægur verka-
lýðssinni, vel að sér í sögu verka-
fólks, og vann af heilindum fyrir
hugsjónina um bætt kjör verka-
fólks alla tíð. Okkur greindi
stundum á um leiðir en þó held ég
að við höfum alltaf haft sömu
markmið.
Oft var heitt í kolunum í BSRB-
húsinu, mikið þjarkað og kannski
stór orð látin falla á stundum, en
aldrei lét Björn mig gjalda þess
þó ég hafi á stundum verið full
stóryrt í hita leiksins og oftar en
ekki veit ég að hann tók málstað
minn þegar öðrum þótt nóg um
orð mín. Það var líka oft glatt á
hjalla í BSRB-húsinu og átti
Björn sinn þátt í að skapa það
andrúmsloft. Eins og gefur að
skilja var þar oft spenna þegar
tekist var á um jafn, mikivæg at-
riði og kaup og kjör, sem er mjög
þýðingarmikið fyrir lífsframfæri
fólks, en alltaf gat Björn fundið
flöt á því að slaka á þessari
spennu með glaðlegum orðum sín-
um, ef til vill fundið okkur eitt-
hvað annað til að rífast um, svo
sem hvort Fram væri besta
íþróttafélagið, eða
sagt eitthvað í hálf-
kæringi um jafnan
rétt kvenna og karla,
en með því vissi hann
að hann gat komið á
heitum og líflegum
umræðum.
Björn var afskap-
lega barngóður mað-
ur og hafði mikla þol-
inmæði gagnvart
börnum. Það má
segja að hann hafi
varðveitt barnið í
sjálfum sér. Hann tal-
aði til barna af mikilli
virðingu og dáðist ég oft að því að
þótt hann hafi haft mikið að gera
hafði hann aldrei svo mikið að
gera að hann hefði ekki tíma fyrir
börnin sem komu inn í BSRB-
húsið eins og oft kom fyrir þegar
um slíka félagsmiðstöð er að
ræða. Oft voru börn þeirra sem
voru að vinna við samningagerð
þreytt og pirruð. Ég vil þakka
Birni fyrir mín börn og hlýju hans
í þeirra garð í gegnum tíðina og
jafnframt þakka Birni samfylgd-
ina og sendi konu hans, móður og
börnum og öðrum í fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur.
Sigríður Kristinsdóttir
sjúkraliði.
Góður ferðafélagi er fallinn í
valinn. Björn Arnórsson, hag-
fræðingur Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, lést á að-
fangadag, skömmu eftir að hann
greindist sjúkur af krabbameini.
Björn var snar til verka, ráðagóð-
ur og hugmyndaríkur maður, sem
gott var að leita til. Honum voru
því falin fjölmörg verkefni til úr-
lausnar í þágu opinberra starfs-
manna, gekk hann þeirra erinda
bæði hérlendis sem erlendis, af
mikilli samviskusemi.
Skömmu eftir að Björn kom
heim frá hagfræðinámi í Svíþjóð
1974 hófst samstarf okkar hjá St-
arfsmannafélagi ríkisstofnana.
Reyndist hann góður félagi sem
vann sér traust allra sem kynnt-
ust verkum hans, ljúfu viðmóti og
framúrskarandi greiðvikni. Verk-
efni hans jukust því stöðugt, ekki
aðeins fyrir félagsmenn SFR
heldur og ekki síður fyrir aðra op-
inbera starfsmenn. Þegar svo var
komið réðst Björn til heildarsam-
takanna BSRB, sem var starfs-
vettvangur hans til æviloka.
Ég sakna vinar í stað. Björn
var skemmtilegur, pínulítið kald-
hæðinn sögumaður sem naut þess
að vera til. Alls staðar þar sem
hann var á vettvangi ríkti gleði yf-
ir frásögnum hans og hnyttnum
tilsvörum, sem komu vinnufélög-
um hans oft til að brosa og kæt-
ast. Björn skorti aldrei söguefni
og tók sjálfan sig mátulega alvar-
lega. Þær vora ófáar sögurnar
sem hann skemmti okkur með af
samskiptum sínum við Stínu sína.
Eiginkonuna sem reyndist honum
góður samferðamaður og félagi til
æviloka. Það skorti því ekki um-
ræðuefnið eða viðmælendur þar
sem hann skipaði sér til borðs og
bekkurinn ævinlega þéttsetinn.
Björn var kappsmaður mikill og
gaf sig ógjarnan fyrr en í fulla
hnefana. Hann var eldhugi og tók
óskiptan þátt í stúdentapólitík
,,‘68-kynslóðarinnar“, sem setti
óumdeilanlega mark sitt á sam-
tímann. Hann og Kristín áttu
margar góðar stundir saman sem
spilafélagar, en Björn var góður
og kappsfullur bridgespilari og
tók þátt í fjölmörgum spilakeppn-
um, með góðum árangri. A yngri
árum var Björn þátttakandi í
keppnisíþróttum, þar til námið
kom í veg fyrir framhald þess.
Hann var til æviioka óbilandi
Framari og einn af „Framherj-
um“ þess félags, áhugasömum
hópi manna er styðja í blíðu sem
stríðu við bakið á keppnisliðum
Fram. Hann var lífsnautnamaður,
sem naut þess að vera til og gleðj-
ast á góðri stundu. Þær voru
ósviknar gleðistundirnar á vellin-
um, þegar félaginu hans vegnaði
vel, ekki síst ef höfuðandstæðing-
arnir, Valur eða KR, áttu hlut að
máli.
Börn hans og Kristínar voru
honum mjög hjartfólgin. Þrátt
fyrir að þau Kristín ættu ekkert
barn saman voru börnin sem þau
áttu hvort um sig honum mjög
kær. Það var ósvikin væntum-
þykja og ást sem lýsti sér í hverju
orði og öllum athöfnum Björns, er
hann minntist á afabörnin sín. Oft
urðu þau honum að umræðuefni,
ekki síður en stoltið yfir eigin
börnum og framgangi þeirra.
Ég votta Kristínu, börnum
þeirra, öðrum ættingjum og vin-
um mína innilegustu samúð. Okk-
ur verður það til huggunar að
hafa notið návistar við góðan
dreng, minning hans mun lýsa
okkur veginn um ókomin ár.
Gunnar Gunnarsson.
Er okkur barst sú harmafregn
að Björn Amórsson, vinur okkar
til margra ára, hefði látist á að-
fangadagskvöld helltist yfir okkur
mikill söknuður. Við vissum að
hann hafði verið mjög veikur að
undanförnu en engan bilbug var á
honum að finna og hann var reiðu-
búinn að berjast til þrautar eins
og alltaf. Að vonum hrannast upp
minningar frá mörgum ferðum
okkar saman í Munaðarnes og á
Laugarvatn, að ógleymdri Sví-
þjóðarferðinni, ávallt var Björn
með sinn óbilandi húmor og spila-
gleði og kom ósjaldan öllum í
kringum sig í gott skap. Björn og
kona hans Kristín voru svo
lánsöm að hafa sömu áhugamál,
sem voru golf og brids, en við
þekktum betur hans mikla áhuga
og keppnisskap við bridsborðið,
sem ævinlega fylgdi kímni og
hlýja. Við minnumst hans með
þakklæti fyrir allar samveni-
stundirnar og skondnu athuga-
semdirnar um lífið og tilveruna.
Kristín mín, þú og fjölskyldur
ykkar hafa misst mikið, megi Guð
styrkja ykkur og blessa í framtíð-
inni.
Litli hjónaklúbburinn.
Kveðja frá Landssanibandi
kúabænda
Fljótlega eftir að þjóðarsáttar-
samningarnir voru gerðir hófst
samstarf aðila vinnumarkaðarins
og bændasamtakanna. Af hálfu
BSRB varð Björn Arnórsson
fljótt virkur í þessu starfi, bæði í
stefnumörkunarnefndum og verð-
lagsnefndum. Það liggur í hlutar-
ins eðli að oft var verulegur
ágreiningur innan þessara nefnda
og á stundum hékk samstarfið á
bláþræði. Það var á þessum vett-
vangi sem við kynntumst Birni
Arnórssyni. Hann var fær hag-
fræðingur, sem jöfnum höndum
taldi að landbúnaðurinn hlyti að
lúta sömu grundvallarlögmálum
og annar atvinnurekstur, og var
tilbúinn að viðurkenna þá sér-
stöðu sem eðli atvinnugreinarinn-
ar hlýtur að skapa henni.
Vissulega færðu bændur fórnir
í tengslum við þjóðarsáttina, en
tæpast leikur vafi á að kúabænd-
ur njóta nú þessarar þátttöku.
Hæfileikar Björns Ai’nórssonar
áttu umtalsverðan þátt í að þetta
samstaf hélst og fyrir það eru
honum færðar þakkir. Hann var
traustur maður sem aldrei hvikaði
frá gefnu loforði og ekkcrt var
fjær honum en að leita eftir
stundarvinsældum með því að fela
þann vanda sem við var að glíma
hverju sinni.
Við þökkum Birni Arnórssyni
samfylgdina og vottum fjölskyldu
hans samúð.
Guðmundur Lárusson og
Þórólfur Sveinsson.
GUÐMUNDUR ÍSAR
ÁGÚSTSSON
+ Guðmundur ís-
ar Ágústsson
fæddist í San
Francisco í Kali-
forníu hinn 16.
október 1985. Hann
lést af slysförum á
Snæfellsnesi 27.
desember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunni 4. janúar.
Kveðja
frá Melaskóla
Það var fríður hópur sex ára
barna sem hóf skólagöngu í Mela-
skóla haustið 1991. í þeim hópi var
tápmikill snáði, bjartur yfirlitum og
fríður sýnum. Þetta var Guðmundur
Isar Ágústsson, eða Gúndi eins og
hann var ætíð kallaður.
Guðmundur átti eftir að vera hjá
okkur í sjö vetur, og á þeim tíma
vann hann hug og hjörtu okkar allra
sem kynntust honum. Hann var
vænn drengur, gæddur góðum gáf-
um og naut vinsælda í hópi skólafé-
laga sinna.
Guðmundur hafði ekki síst ágæta
tónlistarhæfileika og naut sín meðal
annars vel þegar þurfti að undirbúa
og æfa skemmtiatriði. Eftinninnan-
leg er ferð sjöundu bekkinga að
Úlfljótsvatni í janúar fyrir tæpu ári.
Þar stóðu Guðmundur og félagar
hans fyrir kvöldvöku sem varð hin
frábærasta á allan hátt. Þá var í síð-
astliðnum aprílmánuði haldin árleg
vorskemmtun fyrir allan skólann og
skemmtu Guðmundur og bekkjarfé-
lagar einnig í það sinn með kvar-
tettsöng. Var gerður sérstaklega
góður rómur að söng þeirra.
I maílok kvöddum við ái’gang
Guðmundar. Börnunum var þökkuð
góð samvinna árin sín í skólanum og
óskað velfamaðar á unglingsárun-
um sem blöstu við rík af íyrirheit-
um.
Stutt er á milli Melaskóla og
Hagaskóla sem nú tók við efnileg-
um nemendahópi. Sáum við Guð-
mund því oft með skólafélögum sín-
um. Hann heilsaði jafnan glaðlega
og var ævinlega bjart yfir honum.
Það er erfiðara en orð fá lýst að
sjá á eftir ungum efnispilti sem átti
framtíðina fyrir sér, en minning
hans lifir í hugum okkar er áttum
því láni að fagna að vera samvistum
við hann.
Fyrir hönd allra í Melaskóla
sendum við ástvinum Guðmundar
ísars innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að styrkja þá í sorg
þeirra.
Helga Þorkelsdóttir, Kristjana
Skúladóttir og Svanlaug
Vilhjálmsdóttir kennarar og
Ragna Ólafsdóttir skólastjóri.
Maður er enn ekki farinn að trúa
því að hann Gúndi sé látinn. En þar
sem maður verður að trúa því telur
maður sér trú um að hlutverki hans
sé ekki lokið heldur sé honum ætlað
eitthvert annað hlutverk sem guð
einn veit hvað er. Hann gaf mikið af
sér og færði manni mikla fyllingu
með návist sinni, eins fann maður
það að honum leið vel hjá mér og
við sóttum hvor í annan.
Við hjónin buðum honum að vera
hjá okkur á hverju sumri á Þórs-
höfn eftir að við fluttum þangað
1994 og var hann alltaf hjá okkur í
mánuð. Ymist með mér í starfi eða
inni í sveit hjá systursyni konunnar
minnar. Hann tók þátt í ungmenna-
félagsstarfinu með umf. Langnes-
inga, en þar var ég yfirleitt að
þjálfa fótbolta og frjálsar á sumrin.
Það var eitt af því skemmtilegasta
hjá honum að keppa með krökkun-
um á Ásbyrgismóti og Króksmóti í
fótbolta. Þetta eru skemmtileg mót
sem taka heila helgi og voru svona
útilegur okkar áhugamál. Eins tók
hann virkan þátt í skátastarfinu hér
á Þórshöfn með skátafélaginu Goð-
um. Þegar við vorum að undirbúa
okkur fyrir mót reynd-
um við að koma því við
að Gúndi gæti verið
með okkur á þeim.
Hann var til dæmis
með okkur Goðum á
skátamótinu í Öxnadal
1995 og Landsmótinu
á Úlfljótsvatni 1996!
Síðastliðið sumar fór-
um við í útilegu út á
Langanes þar sem við
ásamt systursyni kon-
unnar minnar og viríÞ
mínum úr Borgarfirð-
inum fylgdumst með
eggjamönnum við störf
og aðstoðuðum þá við talningu
eggja. Við gerðum tilraun til að
veiða í heiðavötnunum og fylgd-
umst með fálkanum veiða sér til
matar. Gúndi var fljótur að læra
hjá mér skátasöngvana þótt að þeir
væru með fióknum texta sumir. Á
leiðinni norður á Þórshöfn, hvort
sem það var úr Reykjavík sem
hann kom með mér eða þegar ég
sótti hann inn á Akureyri, sungum
við saman þessi lög og í uppáhaldi
var lagið „Bakpokinn" eftir
Ti-yggva Þorsteinsson, svo og lagið
,Afi minn dó úr kvefi í gær“, se»i
var svona ekta „skáta-rugllag“ sem
hann hætti ekki að syngja fyrr en
hann var búinn að ná öllum textan-
um. Gúndi kom alltaf með fiðluna
með sér og hélt stundum tónleika
inni í Hvammi fyrir krakkana þar.
Hann hafði gott tóneyra og var
fljótur að ná lögum á fiðlu eða pí-
anó. Einu sinni kom hann í heim-
sókn til okkar norður um páska því
hann vildi fá að sjá Þórshöfn í vetr-
arbúningi og koma með okkur í
vélsleðaferð. .
Þegar ég starfaði hjá Fjölnii
Grafarvogi sem þjálfari í knatt-
spyrnu sótti hann knattspymuskóla
hjá mér og þannig fylgdi hann mér
oft í starfi. I vetur höfum við skrif-
ast á í gegnum tölvunetið þar sem
hann fékk tölvu svona fyrirfram í
fermingargjöf. Ég fann að Gúnda
leið orðið vel í skólanum og var far-
inn að eignast magrga góða vini
sem hann sagði mér frá.
Litla systir Gúnda sagði mér að
ef hún setti lítið ljós í kistuna hjá
Gúnda þá myndi hann vakna aftur.
Það væri óskandi að það væri satt.
Ég læt því að lokum fylgja skáta-
sálm eftir Hrefnu Tynes sem er
svona: r
P**-
Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér.
Láttu það efla andans eld og allt sem göfúgt
er.
Pá verður litla Ijósið þitt ljómandi stjarnan
skær.
Lýsið lýð alla. tíð nær og fjær.
Okkur hjónunum þótti Gúndi al-
veg einstakur persónuleiki og kurt-
eis. Hann gleymdi aldrei að þakka
fyrir sig. Var svo nægjusamur með
peningana sína og sparsamur. Guð
gefi foreldrum, systkinum, fjöl-
skyldum og vinum hans Gúnda
styrk til þess að yfirstíga söknuð-
inn.
Stefán Már Guðmundsson og
Dagbjört Aradóttir. ^
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur, .<•
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf- _
um. ■*,}