Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ + Guðríður Pálmadóttir fæddist á Akureyri 12. júní 1925. Hún lést á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur af völdum umferðar- slyss 29. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 6. janúar. Elsku amma mín, það er komið að kveðjustund, sá tími er kominn sem ég alveg frá barnæsku óttaðist hve mest. Amma mín, sem ég ávallt dáði og elskaði, hefur lagt upp í sína hinstu för alltof snemma. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka um allar þær yndislpgu stundir sem við áttum saman. Á Sogaveginum hjá þér og Garðari afa tók ég mín fyrstu skref, sagði mín fyrstu orð, lærði að fara með „Faðir vorið“, sem þér þótti svo fallegt. Við vorum vanar að fara með uppáhaldsbænina þína saman áður en ég fór í bólið. Þú varst sú eina sem ávallt sagðir bólið. Elsku amma mín, þú varst svo yndisleg kona, svo falleg. Á þessu augnabliki sé ég fyrir mér myndina af þér og afa, þið voruð bæði ung og Sóh-ún, elsta dóttir þín, situr á milli ykkar. Ég var krakki og spurði þig: „Amma, hvaða leikarar eru þetta? Þetta er svo falleg kona.“ Já, amma mín, þú varst bæði falleg og hjarta- hlý kona. Það er siður íslendinga að spyrja hverra manna maður sé, hvort sem er í útlöndum eða heima á íslandi. Mér er það minnisstætt að eldri kona sem ég hitti í Lúxem- borg spurði mig þess- arar spumingar. Þegar hún heyrði að ég væri barnabarn Guðríðar Pálmadóttur og Garð- ars Hólms áttaði hún sig fljótlega á hvaða fólk þetta væri. Hún sagði mér að fólk hefði snúið sér við á götu til að horfa á eftir þessu myndarlega pari. Hjá henni ömmu minni var ég tíður gestur. Það var alltaf svo gott að koma til hennar. Helst vildi hún baka tíu sortir, henni fannst við aldrei borða nóg. Já, hún amma mín var húsmóðir af lífi og sál. Alla sína ævi var hún að hugsa um aðra, gera öðmm greiða og hjálpa. Ég þakka þér, elsku amma mín, fyrir þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman. Okkar síðasta samverastund var í sumar, þegar ég kom heim til íslands og kynnti fyi-ir þér unnusta minn. Ég veit, elsku amma mín, að afi hefur nú tekið á móti þér. Ég sakna þín meira en mín fátæklegu orð fá lýst. Elsku mamma, Gerður, Gréta, Sólrún og Erlingur, megi Drottinn Guð vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Elsku amma, ég kveð þig með bæninni sem þú kenndir mér: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni, gef oss í dag vort daglegt brauó og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. MINNINGAR Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin aðeilífti amen. Þín Sólrún Lísa. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt okkur í síðasta sinn og viljum við minnast þín hér. Á þessum árstíma þegar hátíð ljóss og friðar er og fjölskyldan er saman komin var sorg í hjarta okk- ar vegna þess að ekki gastu verið hjá okkur, en þú varst með okkur á vissan hátt vegna þess að hlýja þín og kærleikur er með okkur og það er svo mikilsvert að eiga. Þú varst sérstök að eiga að, vegna þess að sjaldgæft er að finna eins hjarta- hlýja og góða manneskju og þú varst. Ég hugsa að fáir njóti lífsins eins og þú gerðir vegna þess að það er sjaldgæft að fólk kunni að gefa af sér eins og þú gerðir svo innilega og blítt að það geislaði af þér. En nú ertu lögð af stað í ferðina miklu og munu englarnir umvefja þig á himn- inum. Við kveðjum þig, amma mín, með ljóði Davíðs Stefánssonar: Lengi heilluðu hugann heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, líf þeirra, ljóð og sögur, sem lifðu á horfmni öld. Kynslóðir koma og fara, köllun þeirra er mikil og glæst. Bak við móðuna miklu rís mannlegui’ andi hæst Vor jörð hefúr átt og alið ættir, sem khfu fell og tind. Því vísa þær öðrum veginn, að vizkunnar dýpstu lind. Enn getur nútíð notið náðar og fræðslu hjá liðinni öld. Drauminn um vorið vekja vetrarins stjömu kvöld. Lilja Björk, Gunnar og synir. GUÐRÍÐUR PÁLMADÓTTIR JODIS BENEDIKTSDÓTTIR + Jódís Benedikts- dóttir fæddist í Stóraholti í Holts- hreppi í Skagafírði 26. desember 1911. Hún lést á Sjúkra- húsi Sauðárkróks 22. desember síðast- iiðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 2. janúar. Látin er Jódís Bene- diktsdóttir á Veðra- móti, en hún hefði orð- ið 87 ára hinn 26. desember. Ættir hennar og æviágrip verða ekki rak- in hér, aðeins örfá kveðjuorð og þakkir fyrir störf hennar í þágu Kvenfélags Skarðshrepps, en hún var félagi frá stofnun þess, allt til dauðadags, og kjörin heiðursfélagi á síðastliðnu sumri. Jódís var mjög virk í störfum fé- lagsins, formaður þess á áranum 1990 til 1996 og síðast í ferðanefnd sumarið 1997 og skipulagði þá ásamt öðrum skemmtiferð í Dala- sýslu og var hún einnig fararstjóri í þeirri ferð, enda frábær ferðafélagi og naut þess að ferðast og skoða landið. Árið 1995 greindist Jódís með krabbamein, en þrátt fyrir þau veik- indi var hún virkur félagi og alltaf boðin og búin að vinna og leggja öll- um málum lið. Jódís vann með okkur að kaffi- sölu við Skarðarétt öll haust nema nú hið síðasta, enda þá orðin fár- sjúk, og síðasti fundur sem hún sat með okkur var í september síðast- liðnum í Réttaskúrnum okkar, er við skipulögðum reéttakaffið. Á jólatrésskemmtunum og öðrum samkomum þar sem laga þurfti súkkulaði annaðist Jódís þann þátt því að enginn gerði það betur en hún. Einn af draumum Jódísar var að við kvenfélagskonur færum í vorferð til Parísar, en þvi miður var sú ferð aldrei farin, og fór um það eins og sumt annað, sem um er rætt, en hefur ekki enn komist í framkvæmd. En vonandi eigum við eftir að fara París- arferðina hennar Jó- dísar, og þá sannfærð- ar um að þar verður hún með í för. Jódís var alltaf frjó í hugmyndum og var margt bæði fróðlegt og skemmtilegt sem hún fékk okkur til að gera, svo sem að halda „körfu- ball“, fara í reiðtúra að sumrinu, berjaferðir, halda málfundi og margt fieira. Jódís var glæsileg kona og bar sig vel. Hún var bráðvel greind, hafði gott minni og var vel hagmælt, svo sem best sést á broti úr kveðju sem hún flutti á fundi Sambands skagfirskra kvenna: Eg óska ykkur farsællar ferðar í ár, til Frakklandsins stóra og hlýja. Það kraftaverk telst, þó að kjarkur sé smár, að kanna svo veröldu nýja. Jódís var snillingur að vinna í höndunum, og allt handbragð henn- ar fallegt. Hún var áhugamanneskja um íslenska tungu og talaði fallegt mál. Þá var hún góður upplesari og sagði ágætlega frá. Aldrei hallmælti Jódís neinum, eða talaði styggðar- yrði til nokkurs manns, var ætíð fyrst til að miðla málum svo sem unnt var og sjá það sem jákvætt var. Hún bar ávallt með sér gleði og var ákaflega gefandi manneskja. Glettni fylgdi Jódísi alltaf, hún var hláturmild og hafði ríka kímni- gáfu, svo að um leið og hún birtist var eins og létti og lifnaði yfir öllu. Hún var félagslynd og naut sín vel í góðum félagsskap. Litla kvenfélagið okkar hefur misst mikið og við eigum eftir að sakna hennar, en góðar minningar munu ylja okkur. Þú barst með þér sól og svalandi blæ, það sáu víst flestir sem komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund þá hressti og nærði þín samverustund. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð, örugga vináttu og orðin þín blíð. Við kveðjum þig vinur sem fórst okkur frá, og framar á jarðríki megum ei sjá. (Agúst Jónsson) Eftirlifandi eiginmanni Jódísar, Guðmundi Einarssyni, og börnum þeirra, Höllu og Einari, og fjöl- skyldum þeirra sendum við samúð- arkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Félagssystur í Kvenfélagi Skarðshrepps. t Bróðir okkar, FINNUR JÓNSSON, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtudaginn 31. desember. Útför hans verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 9. janúar kl.14.00. Alfreð Jónsson, Ægir Jónsson. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 55 ■ ' ' ' ........... ' ...—.* t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GÍSLADÓTTIR, Droplaugastöðum, áður til heimilis á Vífilsgötu 18, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 5. janúar. Útförin auglýst síðar. Helga Karlsdóttir, Jón Ásmundsson, Björn Karlsson, Anna B. Jónsdóttir, Guðmundur Valur Oddsson, Ásmundur Jónsson, Anna Hera Björnsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN KORTSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík, lést á Landspítalanum á nýársdag. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstu- daginn 8. janúar kl. 15.00. Matthías Matthiasson, Líney Sigurjónsdóttir, Margrét Matthíasdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Jón Pétursson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRN BJÖRNSSON, Bjarkarlundi, Hofsósi, er andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Sauðár- króki, að kvöldi jóladags, 25. desember, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju, laugar- daginn 9. janúar kl. 14.00. Steinunn Ágústsdóttir, Valdimar Björnsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Sólberg Björnsson, Arnfríður Árnadóttir, Björn Björnsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Bjarni Pálmarsson, Sigurður Björnsson, Svala Gísladóttir, Björk Björnsdóttir, Sigfús Stefánsson, Kristín Björnsdóttir, Eiríkur Hansen og aðrir aðstandendur. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR G. GUÐMUNDSSON netagerðarmaður, fyrrverandi formaður Nótar, Jökulgrunni 6, áður Holtsbúð 49, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 7. janúar, kl. 15.00. Svanberg Haraldsson, Aðalheiður Sigurðardóttir, Sigurjóna Haraldsdóttir, Örn Zebitz, Ágústa Haraldsdóttir Cary, Robert H. Cary, Eiður H. Haraldsson, Björk Vermundsdóttir, Ester Haraldsdóttir, Siggeir Ólafsson, Jón Ingvar Haraldsson, Sólveig Jóna Jónasdóttir, Hólmfríður Haraldsdóttir, Helgi Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, Brautarholti, Kjalarnesi, sem andaðist á heimili sínu aðfaranótt mið- vikudagsins 30. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 9. janúar kl. 13.00. Páll Ólafsson, Guðrún Páisdóttir, Stefán H. Hilmarsson, Ásta Pálsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, Þórdís Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Bjarni Pálsson, Ólöf Hildur Pálsdóttir og barnabörn. V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.