Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 * MINNINNGAR t Faðir okkar og tengdafaðir, BJARNIBJARNASON frá Hoffelli, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 8. janúar kl. 13.30. Jónína Bjarnadóttir, Magnús Karisson, Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson, Einar Bjarnason, Ester Ólafsdóttir. t BERGÞÓR ÓSKARSSON, Strönd, Rangárvöllum, lést á jóladag, 25. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjörtur Kristjánsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLIN SIGURÐARDÓTTIR LONG, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 27. desember, verður jarðsungin frá Grens- áskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Long, Þórarinn Haukur Hallvarðsson, Unnur L. Thorarensen, Oddur C.S. Thorarensen, Jónína Long, Anna Birna Long, Einar Long, Salína Helgadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MATTHÍAS EINARSSON trésmíðameistari, Vík í Mýrdal, sem lést sunnudaginn 3. janúar, verður jarð- sunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Jónína Þórðardóttir, Ingibjörg Matthíasdóttir, Matthías B. Sveinsson, Einar Matthíasson, Halldóra Svanbjörnsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Björn Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN MARGRÉT HELGADÓTTIR, Laugarnestanga 60, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstu- daginn 8. janúar kl. 13.30. Grétar Bernódusson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristín Benný Grétarsdóttir, Davíð Héðinsson, Óskar Eyjólfur Grétarsson, Grétar Atli Davíðsson, Gunnar Atli Davíðsson. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR FRÍMANNS GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Víðihlíð, Grindavík, og á Garðvangi, Garði fyrir mjög góða umönnun. Björg Árnadóttir, Jórunn Jónasdóttir, Anton S. Jónsson, Árni Jónasson, Birna Margeirsdóttir, Guðmundur Jónasson, (na Dóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SIG URBERG UR MAGNÚSSON + Sigurbergur Magnússon fæddist á Steinum undir Austur-Eyja- fjöllum 13. ágiíst 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 18. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyvindarhólakirkju 2. janúar. Þegar nafn Bergs í Steinum kemur upp í hugann dettur manni ósjálfrátt í hug hestar og skyldi engan undra, en það er líka margt fleira sem upp kemur, eins og vinnusemi, ósérhlífni, vin- argreiði, hjálpsemi og traust, svo fátt eitt af helstu kostum Bergs sé talið upp. Eg var ekki nema fímm ára þeg- ar ég var fyrst sendur í sveit að Steinum, og strax þá þóttist ég heldur betur maður með mönnum enda titlaði Bergur mig sem vinnu- mann. Þetta var líka einn af al- stærstu kostum Bergs, að fá börn og unglinga til að hjálpa sér við hin ýmsu störf af svo mikilli gleði og kappi að öllum fannst þeir hafa til- gang og skyldur, enda hrósið aldrei langt undan. Eitt af því sem ein- kenndi Berg sérstaklega var að hann þurfti ekki mörg orð til að gera vinnufólki sínu skiljanlegt hvað átt væri við og hvað væri rétt og hvað rangt, notaði frekar ein- faldar bendingar sem allir lærðu á stuttum tíma. Það var eitthvað óút- skýranlegt í fari hans sem fram- kallaði þessi skilaboð og þurti aldrei neinnar útskýringar við. I Steinum lærði ég eins og svo marg- ir aðrir að vinna og hafa gaman af því sem fengist var við hverju sinni. Eins og áður sagði hefur alltaf verið samnefnari á milli Bergs í Steinum og hesta, en segja má að líf hans og yndi hafi verið hestar og hestamenn. Bergur var á árum áður einn þekktasti hestasali landsins og hafði af því talsverð búdrýgindi, löngu áður en almennt var farið að tala um hestamennsku sem at- vinnugrein, hvað þá aukabúgrein. Það var margt sem kom til að Bergur ávann sér virð- ingu sem hestakaup- maður, hann var góður heim að sækja, lagði sig fram um að finna réttu hestgerðina fyrir hvern og einn og var næmari á þá hluti en flestir þeir sem ég hef kynnst. Þá var það heldur aldrei tiltökumál, ef hestur hentaði ekki viðkomandi, að finna annan betri í staðinn. Bergur var að flestu leyti náttúi-ubarn í hestamennskunni og löngu áður en farið var að kenna ýmis fræði varð- andi hesta, eins og að það væri betra fyrir hestinn að éta oftar en tvisvar á dag, lá það ljóst fyrir Bergi. Hann var allan daginn að „hára“ hestum sínum eins og hann orðaði það, þ.e. gefa þeim smátuggu við og við, enda fóðraði hann öðrum betur hesta sína. Eins var á hestaferðalögum, þá var hann alltaf að hugsa um að stoppa þar sem hestarnir gætu tekið niður, með því móti entust þeir betur og héldu gleði sinni. Bergur var lengi formaður Hestamannafélagsins Sindra og stóð fyrir hestaferðalögum seinni partinn í júní á hverju ári. Oftast var riðið austur yfir Mýrdalssand, þar sem tekið var vel á móti gest- um. Oftast voru þetta 5-6 daga ferðir sem þurftu mikinn undirbún- ing og járnaði Bergur þá flesta hesta Eyfellinga, sem var ærin vinna, og taldi það ekki eftir sér. Bergur var einhver snjallasti ferðamaður á hestum sem ég hef kynnst. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Starmóa 3, Ytri Njarðvík, sem lést miðvikudaginn 30. desember síðast- liðinn, verður jarðsungin frá Ytri Njarvíkurkikju föstudaginn 8. janúar kl. 14.00. Tryggvi Valdimarsson, Þóra Björg Ólafsdóttir, Sigurjón Þorkelsson, Rósa Ólafsdóttir, Reynir Ólafsson, Sigríður Stefánsdóttir, Valdimar Tryggvason, Mirela Prótopapa, Ólöf Jóna Tryggvadóttir, Björn Axelsson, Björgvin Tryggvason, Kristín Ösp Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengda- föður og afa, EGGERTS KRISTINSSONAR fyrrv. forstjóra, Tómasarhaga 13, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 10.30. Þeir, sem vilja minnast hins látna, eru vinsam- lega beðnir að láta Krabbameinsfélagið eða Barnaspítala Hringsins njóta þess. Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Eggertsson, Ágústa B. Árnadóttir, Kristinn Eggertsson, Hjördis Bergstað, Agnes Eggertsdóttir, Benedikt Sigurðsson og barnabörn. Við sumarbömin í Steinum gát- um alltaf gengið að því vísu að við mættum fara á hestbak þegar ekki var verið við önnur störf. Þannig kynntumst við fjölda hesta þótt sumir þeir bestu stæðu oft stutt við en fljótt var alltaf fyllt í skörðin. Flestir þeir sem voru í sveit í Steinum fengu hest að gjöf ef að- stæður heima hjá viðkomandi leyfðu og þeir era ófáir hestarnir sem ég hef eignast frá þeim heið- urshjónum Ellu og Bergi. Eg var svo lánsamur að eiga tvo vetur hjá þeim Ellu og Bergi þegar ég var í Skógaskóla og fá að temja með Bergi hesta og hugsa um annan búsmala. Það er einhver mesta gæfa í lífi mínu að hafa fengið að alast upp að hálfu leyti hjá þessu einstaka fólki og njóta athygli þeirra og ástríkis. Elsku Ella frænka og Arni, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Hermann Arnason. Hann Bergur í Steinum er dáinn. Þessum orðum vildi ég ekki tráa. Eg vildi njóta þess að geta hitt minn kæra frænda miklu oftar og rætt við hann um menn og málefni en ekki síst um hesta. Bergur var einstakur maður, betri, jákvæðari, hjálpsamari og skemmtilegri mann er vart hægt að fínna. Alltaf var slegið á létta strengi í samtölum og ávallt hafði hann tíma til að hjálpa öðram. Eg fékk ungur að áram að skreppa út að Steinum og vera hjá þeim góðu hjónum Bergi og Ellu svona viku í senn að vetrarlagi. Þá fékk maður að prófa marga folana hjá honum og læra margt af þess- um snillingi í meðferð hrossa. Þetta voru sannkallaðar sæluvikur. Berg tel ég vera einhvern mesta hestamann sem Island hefur alið. Það var ótrúlegt að sjá hvernig ótamin hross og jafnvel hrekkjótt urðu eins og leikfóng í höndunum á honum á skömmum tíma. Ymsar hans eðlislægu tamningaaðferðir sem hann byrjaði að beita fyrir hálfri öld eru í dag kenndar af nú- tímans reiðkennuram. Bergur stundaði hefðbundinn búskap en það má segja að tamningar og hestasala hafi verið hans aðalstarf, alla vega það starf sem gaf honum mestu ánægjuna. Enginn veit hversu gífurlegur fjöldi hesta skipti um eigendur í gegnum hans hendur, en þeir skiptu örugglega þúsundum. Hann var alla tíð sann- gjarn í viðskiptum og ávallt tilbú- inn að taka hrossið til baka ef kaupandi var ekki sáttur, en sá mátti gjarnan fá annan hest í stað- inn. En það vora ekki bara tamin hross í Steinum heldur hefur dvalið þar í nokkurs konar tamningu í gegnum tíðina mikill fjöldi barna og unglinga á sumrin, sem hafa verið svo gæfusöm að fá að dvelja sumar eftir sumar hjá þessum góðu hjónum. Ekki er mér kunn- ugt um að nokkram hafi leiðst sú dvöl. Mörg þeirra hafa á þeim tíma fengið innsýn í hestamennsku og stundað hana ætíð síðan. A sl. áratug þurftir þú, kæri frændi, að dvelja á sjúkrahúsum meðal annars til að lagfæra brot af völdum hesta eða slit í liðum eftir mikla vinnu um ævina og alltaf varstu jafn kátur og jákvæður þrátt fyrir innlögn í allt að 6 vikur í senn. Þá hittumst við oft daglega og ekki stóð á að segja mér skemmtilegar sögur sem oftar en ekki tengdust hestum eða hesta- mönnum. En þrátt fyrir aðgerðir og fleira hélstu áfram í hesta- mennskunni að segja má fram á síðasta dag. Ég reikna með að þú hafir verið farinn að ráðgera að taka inn hesta eftir áramótin. Nú ertu farinn, kæri frændi, allir sem hafa kynnst þér sakna þín mikið. Ami minn, nú er húsbóndi þinn farinn, missir þinn er mikill. Elsku Ella mín, ég og fjölskylda mín vott- um þér okkar innilegustu samúð. Hannes Hjartarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.