Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 10

Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 10
10 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRINGAR voru í há- tíðarskapi laugardaginn 29. ágúst 1987, á 125 ára afmæl- isdegi bæjarins. Veðrið var gott og fjöldi fólks fylgdist með dagskrá í tilefni dags- ins. Meðal þess sem boðið var upp á var að félagar í Hjálparsveit skáta og Flugbjörgun- arsveitinni sigu niður vegg hússins númer 1, við suðurhlið Ráðhústorgs. Talið var að um 3.500 manns væru þar saman komnir. En skyndilega dró ský fyrir sólu; gleðin bi-eyttist í ugg: kaðall eins sigmannsins, Jóns ívars Rafnssonar, slitnaði með þeim afleiðingum að hann féll úr tíu metra hæð niður á stéttina. Margur svitadropinn hefur fallið síðan Jón ívar, þá 19 ára mennta- skólanemi, lá mölbrotinn á stéttinni. Hann segist þrjóskur og þolinmóður, og víst er að hann hefur mikið lagt á sig. Pað hefur skilað sér, Jón Ivar hefur náð sér ótrúlega vel - þó hann sé reyndar skráður 40% öryrki í kjölfar slyssins - og er farinn að keppa í langhlaupum. Sigraði m.a. í Gamlárshlaupi Ungmennafélags Akureyrar 31. desember. Hann keppir einnig í skíðagöngu, fyrir Skíðaféiag Fljótamanna, m.a. á síð- asta Landsmóti. Stutt samtal birtist við Jón ívar í Morgunblaðinu fijótlega eftir slysið, meðan hann var á sjúkrahúsi, en síð- an hefur hann ekki tjáð sig opinber- lega um atvikið og afleiðingar þess fyrr en nú. Hann hefur orðið: „Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Hvernig fyrstu tvö stökkin voru, eftir að ég fór fram af brúninni. Þá varð skyndilega ailt laust, kaðall- inn gaf sig til hliðar við efsta glugga í tíu metra hæð.“ Hann man hvað kom fyrst upp í hugann og segist hafa hugsað ótrúlega margt á leiðinni nið- ur: „Strax og ég varð var við að kað- allinn væri slitnaður gerði ég mér grein fyrir því að það væru nánast engar líkur á að ég lifði þetta af; var nokkuð öruggur um að ég væri að kveðja þennan heim og bjó mig und- ir það. Því fór fram eitthvert uppgjör í huganum. Margai- myndir og minn- ingar úr lífinu birtust á þessari ör- skotsstundu. Jafnframt reyndi ég að stýra mér niður, koma mér frá veggnum og að tryggja lendingu sem ég teldi heppilegasta en ekki er víst að hún hefði getað orðið neitt öðruvísi. Þetta gerist á svo miklum hraða. Ég bar hægri fót og vinstri hönd fyrir mig og þeir líkamshlutar komu auðvitað verst út úr slysinu. Ég óttaðist reyndar einna helst að lenda á einhverjum eða koma niður í tvennu lagi þar sem ég vissi af skilti utan á ljósastaur þarna rétt við hlið- ina á mér. En hann var ögn fjær.“ Eftir að Jón ívar lenti tókst hann á loft aftur. „Höggið var mikið og Jón ívar Rafnsson er þrítugur Akureyring- ur, sem slasaðist illa 1987; féll úr tíu metra hæð niður á steinsteypta stétt við Ráðhús- torgið og mölbrotnaði. Skapti Hallgrímsson ------------—--------?---------------------— hlustaði á sögu Jóns Ivars, sem segir mikil- vægt að líta ekki á sig sem sjúkling og vilj- inn til lífsins hafí reynst vel í baráttunni. brotin gerðu illilega vart við sig í seinni lendingunni." Hann segist hafa verið guðs lifandi feginn og afar þakklátur að vera á lífi þegar niður kom. „Þetta var það mesta þakklæti sem ég hef nokkru sinni fundið fyrir, en gleðin var auðvitað óttablandin því ég vissi ekki hve slasaður ég væri né hve lengi ég entist. Ég trúði því varla að ég væri á lífi, hafði búið mig undir að kveðja endanlega. Svo kom höggið og eins óþægilegt og það nú var þá man ég hvað ég undraðist að vera á lífi og með meðvitund. Ég er að vísu heldur óglæsilegur; geri mér grein fyrir því að ég er mölbrotinn þó ég dofni töluvert upp. En ég náði engan veginn andanum. Það var erfitt að ná önduninni í gang, og sársaukafullt má segja í bak og fyrir. En það varð að hafast hvað sem öll- um verkjum liði og loks fór maður að anda að sér þessu dýrlega súrefni. En súrefnisupptakan er nú meiri í dag! Ég fann fyrir miklum eymslum niður eftir öllum hrygg, í hálsi og í fótum. Og sá höndina á mér blóðuga, beinpípurnar stóðu út úr úlnliðnum, höndin var öll kræklótt og snéri reyndar öfugt. Félaga mína í Hjálparsveitinni dreif strax að og þeir brugðust mjög vel við. Komu mér fagmannlega á börur og tryggðu að öll brot væru í sínum skorðum. Þeir brugðust rétt við; af miklu æðruleysi og því öryggi sem þarf við meðhöndlun hrygg- brota. Þrátt fyrir að vera jafn slegnir og aðrir yfir þessu.“ Margt fólk varð vitni að slysinu eins og áður kom fram og Jón Ivar segist töluvert verða var við að fólk muni hann sem manninn sem datt á Torginu. „Ég er viss um að það er líka erfið upplifun að verða vitni að slíku slysi. Éflaust mikið áfall. Þetta greypist í huga fólks.“ Ég skal... Fall niður á steinsteypta stétt úr tíu metra hæð hljómar ekki vel, eins og Jón ívar orðar það sjálfur. Enda slasaðist hann mjög illa. „Annar hællinn á mér maskaðist og sprunga kom í hinn, fjórir hryggjarliðir kítt- uðust saman, hálsliðir brotnuðu, bringubeinið fór í tvennt, vinstri höndin fór mjög illa, pípurnar í fram- anverðum handleggnum stóðu báðar út úr og höndin snéri öfugt. Ulnliður var mjög svo úr lagi færður, eins og það er orðað snyrtilega í skýrslu læknis! Olnboginn rifnaði allur upp og snéri öfugt líka, þannig að ég var eins og vel notuð leikfangabrúða! Ég fór strax að hugsa um það, mölbrotinn á stéttinni, að ég skyldi komast í gegnum aðgerð; vissi auð- vitað að fyiár mér lægi mikil aðgerð uppi á spítala og ég ætlaði mér ekki að deyja. Ég skyldi hafa það af í sjúkrabílnum upp eftir og í gegnum aðgerðina. Ég var með fullri meðvit- und alla leið og naut góðs stuðnings móður minnar og annarra." Valgerð- ur Jónsdóttir, móðir Jóns Ivars, sem er hjúkrunarfræðingur, varð vitni að slysinu. „Hún kom að mér og brást við eins og besta móðir og fagmaður, sýndi einstakan styrk þrátt fyrir að hafa fimm árum áður misst tíu ára gamla dóttur sína í bílslysi. Það var afskaplega gott að fá hana á staðinn strax og með ólíkindum hve hún stóð sig vel.“ Jón ívar segir það hafa verið ann- að stórt lán að Ari H. Ólafsson, bæklunarlæknir, var á vakt á sjúkra- húsinu. „Hann hafði veg og vanda af því að púsla mér saman. Á heiðurinn af því góða verki." Dvölin á sjúki'ahúsi var sex vikur, sem kann að þykja ótrúlega stutt, en það er sá tími sem tekur venjulegt bein að gróa. „Fagfólkið stóð sig frá- bærlega; sjúkraliðar, hjúki-unarfólk og læknar, og maður reis smátt og smátt á legg með aðstoð þessa góða starfsfólks og minnar góðu fjöl- skyldu, sem stóð mjög vel við bakið á mér. Að ógleymdum vinum og öðr- um sem heimsóttu mig og sýndu mér stuðning. Skátarnir komu mér skemmtilega á óvart með því að standa fyrir samskoti; vissu ekki hvernig ég kæmi út úr þessu og söfnuðu fyrir tölvu. Töldu mig að minnsta kosti geta druslast eitthvað í henni. Ég fékk hana eftir að heim kom. Það var afskaplega fallega gert.“ Lánaði skíðin, gaf ekki Sjúkraþjálfun er jafnan mikilvæg- ur liður endurhæfingar. „Hún var ekki mjög þægileg en því mikilvæg- ari. Teygja þurfti á þeim liðum sem voru meira og minna laskaðir. Sú vinna er oft vanmetin, en hún gerir það að verkum að ég get gengið um óhaltur í dag. Góður sjúkraþjálfari, Josh hinn hollenski, teygði mig og togaði; hreyfði þannig og lengdi sin- ar sem krepptust mikið vegna þess að ég var stífaður af til að beinin gréru. Ég minnist þess að ég var ekki viss um hversu burðugur ég Morgunblaðið/Björn Gíslason yrði eftir þetta allt saman þannig að ég tók mig til og lánaði sjúkraþjálf- aranum skíðin mín. En ég var ákveð- inn í gefa honum þau ekki! Ætlaði mér á þau aftur.“ Til að takast á við afleiðingar slyssins, til að geta velt framtíðinni fyrii' sér, segir Jón Ivar hæfilega blöndu þolinmæði og æðruleysis nauðsynlega og að talsverð þrjóska þurfi einnig að vera fyrir hendi. „Þannig er hægt að reyna hvað maður getur til að koma sér á fót. Sumir höfðu efasemdir um að mað- ur gæti mikið meira en skjökt gang- andi en ég var ákveðinn í því að fyrr eða síðar - þó það yrði ekki fyrr en eftir einhver ár - myndi ég komast á skíði. Það var vissulega margt sem skipti meira máli en skíða- iðkunin, en mér fannst mikilvægt að geta nálgast sem mest þau áhuga- mál sem höfðu verið ástríða mín. Að geta farið aftur að bjástra við það að ganga á fjöll og njóta náttúrunn- ar á skíðum. Það má að vlsu velta því fyrir sér hvort nauðsynlegt er að einskorða sig svo fast við eitt- hvert eitt markmið. Ég tel að það hafi hjálpað mér mikið að setja stefnuna á eitthvað sem ég þekkti vel fyrir. í því var fólginn drifki’aft- ur út úr meiðslunum. Hann segist ekki hafa verið þolinmóðari á þess- um tíma en gengur og gerist, en við- urkennir hins vegar að nægileg þrjóska hafi verið fyrir hendi. „Ég hafði þann hæfileika!" Jón Ivar segir jafnframt hafa skipt mjög miklu máli að hann hafi verið í góðu líkamlegu ástandi, þegar slysið varð. Það hafi því komið sér að góðu að hafa haft heilbrigð áhuga- mál, eins og hann orðar það. „Skólinn gekk eðlilega eftir slysið. Hann á alltaf að geta gert það ef maður hefur nennu í það. Það var nóg að gera þarna um haustið og fram eftir öllum vetri. Ég var ótrú- lega stutt á sjúkrahúsinu - í sex vik- ur - og var svo í mikilli sjúkraþjálfun samfara skóla. Yfii'völd Menntaskól- ans voru mér mjög liðleg, ég var með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.