Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 16

Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 16
16 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar Camerarctica á Myrkum músikdögum Tvö ný tónverk frumflutt Morgunblaðið/Þorkell urinn er ekki lítill, eða um 40 verk á þessu þriggja ára tímabili. Hann kveðst mjög þakklátur fyrir að hafa fengið starfslaunin og þar með tæki- færi til að helga sig tónsmíðunum. Nú í janúar eru frumflutt eftir hann fjögur verk hér á landi. Síðastliðinn þriðjudag frumfiutti Arnaldur Arn- arson gítarleikari Þrjú stykki frá 1990, í kvöld frumflytur Camerarct- ica Englabömin, næsta sunnudag er komið að Kammersveit Reykjavíkur að frumflytja Djáknann á Myrká og sunnudaginn 31. janúar syngur Schola cantorum verk hans, Sam’s mass, í Hallgrímskirkju, en það er verk fyrir kór, sópran og óbó. Síðast- nefnda verkið var frumflutt í Englandi 1997 en heyrist nú í fyrsta sinn hér á landi. Kínversk skál, hristur og bjöllur Eftir hlé verða leikin verk eftir Igor Stravinskí og Hans W. Henze. Verk Stravinskís nefnist Septet og er frá árinu 1953. Hallfríður lýsir verk- inu þannig: „Stravinskí leitar aftur til barokktímans um formbyggingu tón- listarinnar. Miðkaflinn er passacaglía, síendurtekið stef með níu tilbrigðum. Síðasti kaflinn er gíga í fúguformi og eru stef hennar unnin úr 16 tóna stefi passacaglíunnar." Síðasta verk tónleikanna er efth- Hans W. Henze og heitir Sonate fur sechs Spieler, samið 1984 fyrir flautu, klarinett, fiðlu, selló, píanó og slagverk. Flutningi verksins stjómar Bernharður Wilkinson. „Þetta er lit- ríkasta verkið á tónleikunum. Henze nær fram alls kyns blæbrigðum með þessa sex hljóðfærahópa, með því að láta fólk skipta um hljóðfæri," segir Hallfríður. Hún spilar bæði á flautu og altflautu, klarinettuleikarinn spil- ar líka á bassaklarinett, víóla kemur einnig við sögu og píanóleikarinn spilar líka á celestu og plokkar strengina á flyglinum. Þá eru enn ótaldar hristur og bjöllur ýmiskonar. „k einum stað lætur pákuleikarinn kínverska skál hringsnúast á pákunnu, sem gefur alveg ótrúlega sérstakt ójarðneskt hljóð.“ Camerarctica skipa, auk Hallfríð- ar Ólafsdóttur, sem leikur á flautu, Ármann Helgason á klarinett, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sig- urlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu, Guð- mundur Kristmundsson á víóju og Sigurður Halldórsson á selló. A tón- leikunum í kvöld fá þau til liðs við sig Sverri Guðjónsson kontratenór, Miklós Dalmay, sem leikur á píanó, Steef van Oosterhout, á slagverk, Þórunni Marinósdóttur á víólu, Emil Friðfinnsson á horn, Rúnar Vil- bergsson á fagott og Kjartan Óskarsson á bassaklarinett. John Casablancas Skólinn hefur nú nýtt starfsár 1999 með nýjum sjálfstyrking- amámskeiðum sem hafa reynst afar hjálpleg og uppbyggileg fyrir böm og unglinga. Námskeiðin eru aldursskipt og eru í 6 vikur/12 kennslu- stundir. 10-12,13-14,15-16,17-20 ára. Námskeiðin byrja laugardaginn 23. janúar. Ath.: Takmarkaður fjöldi í hóp. Kortaþjónusta. Innritun kl. 10-16.00, upplýsingar í síma 588 7799/588 7727, enigma@islandia.is, Skeifunni 7,108 Reykjavík CAMERARCTICA á æfingu. sem er endalaus hreyfing, örstutt og endurtekið í sífellu eða eins oft og þau vilja. Annars er þetta bara lítið, saklaust níu mínútna verk í diverti- mento-stíl, ekkert háalvarlegt." Utan hringsins er samið á síðasta ári fyrir Camerarctica. „Þetta er al- veg splunkunýtt, ég lauk við að skrifa það rétt fyrir jól. Þau fengu ekki nótumar fyrr en eftir jól og eru búin að vinna vel og mikið á þessum stutta æfingatíma - því þó að þetta sé lítið og létt þá er það hreint ekki auðvelt,“ segir Oliver Kentish. Fimm ljóð um barnæskuna Englabörnin er verk eftir John Speight, samið árið 1996, og er hér einnig um frumflutning að ræða. Verkið er fimm sönglög fyrir kontra- tenór og kammerhóp og er tileinkað Sverri Guðjónssyni kontratenór. „Það kom þannig til að Sverrir kom til mín og bað mig um að skrifa fyrir sig, sem var reyndar ekki í fyrsta skipti, því þetta er í þriðja eða fjórða sinn sem ég skrifa fyrir hann,“ segir hann. „Hann kom með heilan helling af skemmtilegum ljóðum. Eg ákvað strax að nota nokkur ljóð eftir mis- munandi skáld en ekki bara eitt. Ljóðin sem ég valdi eiga það öll sam- eiginlegt að vera um barnæskuna," segir John. Eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur er Maríuljóð, þá Ber- fættir dagar eftir Pétur Gunnarsson, þjóðkvæðið Sofðu, ég unni þér, Engjakaffi Nínu Bjarkar Árnadóttur og Ungæði eftir Sigurð Pálsson. „Fyrstu tvö lögin skrifaði ég hér á íslandi og hin þrjú í Ameríku, þar sem ég var í heilt ár 1996-1997,“ seg- ir John, en hann hefur notið starfs- launa listamanna sl. þrjú ár. Afrakst- CAMERARCTICA leikur fimm tuttugustu aldar verk á tónleikum Myrkra músíkdaga í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20.30. Verkin eru eft- ir Jón Leifs, Oliver Kentish, John Speight, Igor Stravinskí og Hans W. Henze. Tónleikamir hefjast á verki Jóns Leifs, Quintetto op. 50 íyrir flautu, klarinett, fagott, fiðlu og selló, frá árinu 1960. „Þetta er svona stemmn- ingastykki, fólk kemur til með að þekkja hans tónmál í þessu verki. Tón- list hans einkennist oft af því að hann notar ystu mörk hljóðfæranna og þá ekkert endilega það sem almennt tíðkast. T. d. er fagottið oftast dýpst niðri en nú spilar það mjög hátt uppi, en hæsta hljóðfærið, piccolo- flautan, er látið spila neðstu tón- ana,“ segir Hall- fríður Ólafsdóttir, flautuleikari. „Þetta er mjög ris- mikið verk í þrem- ur köflum og sá síð- asti er í gömlum ís- lenskum dans- rytma, mjög hressi- legur.“ Tvö verk verða frumflutt, eftir Oli- ver Kentish og John Speight. Verk Ouver Kcntish John Speight Sverrir Guðjónsson Olivers Kentish heitir Utan hrings- ins og vísar til samnefnds ljóðs eftir Stein Steinarr. „Ég las ljóðið og það höfðaði til mín og svo spann ég út frá Verðhrun því,“ segir tónskáldið. „Verkið er í þremur köflum, sá fyrsti, Burlesca, er nánast trúðatónlist, dálítið absúrd. Miðkaflann kalla ég Liebeslied, en þar vefa flauta og klarinett sinn vef saman og strengja- leikararnir hætta nánast að skipta sér af þeim,“ segir Oliver og bætir við að hér sé líka á ferð svolítið sjón- arspil, þar sem hann stilli hljóðfæra- leikurunum upp á óhefðbundinn hátt, jafnvel í hring, samanber ljóðið. „Síðasti kaflinn heitir Fortwáhrend Bewegung eða Perpetuum Mobile, - verðhrun á útsölu 20% aukaafsláttur á kassa Nýju vörurnar á leiðinni Kringlan 8-12, sími 581 1717 Litlir karlar með stórar byssur ■■■■■■■■ÍMíMmbbbm»b1I KV!KMYNDAHÁT[Ð í pns |yr m m mjf m mf íltl IPL 15 - 23janúar1999 miiiimiiriimim MENN MEÐ BYSSUR („MEN WITH GUNS“) ★★★ Leikstjóri og handritshöfundur: John Sayles. Kvikmyndatökustjdri: Slavon- iv Idzial. Tónskáld: Mason Daring. Aðalleikendur: Federico Luppi, Da- mián Delgado, Dan Rivera González, Tania Cruz, Damián Alcázar, Mandy Patinkin, Kathryn Grody. 127 mín. Bandarísk. Sony Pictures Classics 1998. JOHN Sayles styrkir stöðu sína sem einn merkasti leikstjóri/hand- ritshöfundur samtímans með Menn með byssur, hrikalegri ádeilu á yfir- gang og vopnavald. Sayles vakti stormandi lukku með Lone Star, næstu mynd sinni á undan, sem var besta mynd síðustu kvikmyndahátíð- ar. Ég segi ekki annað en það væri ánægjulegt ef einhver mynd skákaði Byssumönnum að þessu sinni. Aðal- persóna er læknirinn Fuentes (Federico Luppi), prófessor við há- skóla í ónefndu, rómönsku Ameríku- ríki. Hann hefur fyrir nokkru sent úrvalsnemendur sína til að sinna frumbyggjunum í afskekktu héraði. Hann fær vissu fyrir því að þeir hafi flestir ef ekki allir verið drepnir í átökum við herinn og heldur sjálfur á stað til að rannsaka málið Frá því að læknirinn leggur upp í ferðalagið breytist myndin í marg- brotna líkingasögu sem auðvelt er að túlka á mismunandi hátt. Einhvers staðar, að leiðarlokum, þykjast menn vita af paradís á jörðu, en öll er reisa læknisins hin átakanlegasta, alls staðai- blasa við þessum fyrrum af- skiptalausa menntamanni mann- skæð átökin í þjóðfélaginu. Þar sem menn með byssur ráða, eða reyna að ráða ríkjum. Stjórnarhermenn jafnt sem uppreisnarmenn og þjófar. Valdabrölt þessara afla bitnar á al- múganum. Uppreisnarmenn drepa hann fyrir að styðja hermennina, og öfugt. Sayles er jafn snjall sögumað- ur sem fyiT, myndin er sjónrænt mjög sterk, land og þjóð rennur hjá, framvindan krydduð með hrikaleg- um innskotum úr fortíðinni. Ljóðræn og raunsæ í senn, dulræn blanda fegurðar og ljótleika. Persónurnar verða bráðlifandi í óaðfinnanlegum meðfórum leikaranna, sem eru flest- ir mexíkóskn- og tala sitt eigið tungumál, frumbyggjamir sitt. Þessi magnþrungna líkindasaga gefur áhorfandanum innsýn í ömurlegt ástandið í þróunarrikjum Mið- og Suður-Ameríku, tekur hvorki af- stöðu með hernum né uppreisnar- mönnum, heldur litla manninum sem verður að lifa í skugga byssunnar. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur • SAFN til sögv íslenskrar leiklist- ar og leikbókmennta er 1. bindi í nýrri ritröð í ritstjórn Jóns Viðars Jónssonar. Ritröðinni er ætlað að birta ýmsar fræðilegar greinar, skrár og heim- ildatexta, sem tengjast íslenskri leiklistarsögu og leikritun. Markmið hennai- er að leggja grunn að vís- indalegri ritun íslenskrar leiklistar- sögu. Meðal efnis í þessu fyrsta bindi eru leikdómar Steingerðar Guð- mundsdóttur frá sjötta áratugnum; leikdómar Halldórs Kiljans Laxness frá árunum 1931-32 og tengsl Sig- urðar málara og Indriða Einarsson- ar, tveggja af merkustu brauti-yðj- endum íslenskrar leiklistar, í ljósi áður óþekktra einkabréfa. Éinnig er birt slö'á yfir verkefni og leikstjóra Leikfélags Reykjavíkur 1972-98. Útgefandi er Jón Viðnr Jóns- son. Útgáfan er styrkt af Menning- arsjóði. Ritið er 173 bls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.