Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 23 Samfylking á Reykjanesi Nítján gefa kost á sér ALLS bjóða 19 einstaklingar sig fram í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi sem fram fer 5.-6. febrúar nk. en framboðsfrestur rann út kl. 22 á fostudagskvöld. Af hálfu Alþýðubandalagsins taka eftirtalin þátt í prófkjörinu: Kristín Á. Guðmundsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús Jón Arnason, Sigríður Jóhannes- dóttir, Skúli Thoroddsen, Trausti Baldursson og Valþór Hlöðversson. Af hálfu Alþýðu- flokksins: Ágúst Einarsson, Gestur Páll Reynisson, Guð- mundur Árni Stefánsson, Jón Gunnarsson, Magnús Nordal, Rannveig Guðmundsdóttir, Valdimar Leó Friðriksson. Fimm kvennalistakonur taka þátt í prófkjörinu, en það eru Álfheiður Jónsdóttir, Birna Sig- urjónsdóttir, Dóra Hlín Ingólfs- dóttir, Ragna Björnsdóttir og I’órunn Sveinbjarnardóttir. 0,6% lands- manna skiptu um trúfélag 1998 ALLS voru gerðar 1.622 breyt- ingar á trúfélagsskráningu á síðasta ári, sem svarar til þess að 0,6% landsmanna hafí skipt um trúfélag, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar. 841 maður sagði sig úr þjóðkirkjunni á síð- astliðnu ári, eða 0,3% þeirra sem í henni voru. Á móti 841 brottskráðum voru 205 nýskráðir í þjóðkirkjuna og brottskráðir voru því 636 ein- staklingar en höfðu verið 912 ár- ið 1997 og 2.237 árið 1996. Brenndist af logandi bensíni RÚMLEGA tvítugur maður á Bolungarvík brenndist illa á höndum og í andliti þegar log- andi bensín slettist á hann í iðn- aðarhúsnæði nálægt miðnætti á fimmtudagskvöld. Félögum mannsins tókst að slökkva eldinn og fjarlægja log- andi föt af honum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Isafu’ði. Maðurinn var fluttur til Reykja- víkur á föstudag og liggur á lýtalækningadeild Landspítal- ans. Lögreglan á Bolungarvík telur að þykkur kuldasamfest- ingur, sem maðurinn vai’ klædd- ur í, hafí komið í veg fyrir að hann brenndist ekki verr en raun varð á. Forðastu óharfa álaq -hindraðu verki í hálsi, öxlum og höndum • Stuðningur og hreyfanleiki eru lykilatriði á góðum skrifborðsstól. • Hjá CKS faerðu persónulega og faglega ráðgjöf. • Fjölbreytt úrval og verð við allra hœfi. • Áklœði að eigin vali. • Fimm ára ábyrgð. Armur með musaplötu Husgagnagerð Smiðjuvegi 2, Kópavog Netfang: gks@gks.is http. www.gks.is Stmi 567 21 10 Fax 567 1688 Útsalan hefst á morgun • Útsalan hefst á morgun HERRAFATAVERSLUN BIRGIS FAKAFEN 11 • SIMI 553 1170

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.