Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Gardínuefni frá 100 ki. pr. meter
Tilbúnir kappar frá 500 kf. pr. meter
Lofthá stofuefni frá 750 kf. pr. meter
Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur
og margt fleira.
GARDIMBUÐIN
Skipholti 35 - sími 553 5677
Opió kl. 10-18
Opió laugardaga
kl. 10 -14
I
NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 1999
TUNGUMÁL BÓKBAND
11 vikna námskeið 10 vikna námskeið
22 kennslustundir 40 kennslustundir
Kennt er í byrjenda-, framhalds- og GLERLIST
talæfingaflokkum 10 vikna námskeið
ENSKA 40 kennslustundir
Enska I Enska I frh Enska II Enska II frh KÖRFUGERÐ 1 viku námskeið 10 kennslustundir
Enska IV frh LEIRMÓTUN
Tal- og leshópur 6 vikna námskeið
DANSKA Danska I - II 25 kennslustundir
Tal- og leshópur SKRAUTRITUN I
NORSKA 9 vikna námskeið
Norska I - II 18 kennslustundir
Tal- og leshópur LJ ÓSMYNDATAKA
SÆNSKA 3 vikna námskeið
Sænska I - II Sænska III 9 kennslustundir
FRANSKA FRAMKÖLLUN OG
Franska I STÆKKANIR
Franska I frh. 2 vikna námskeið
Franska III 16 kennslustundir
ÍTALSKA ítalska I ítalska frh SILFURSMÍÐI
(skartgripagerð) 9 vikna námskeið
SPÆNSKA 36 kennslustundir
Spænska I Spænska I frh TRÉSMÍÐI
Tal- og leshópur 9 vikna námskeið
ÞÝSKA 36 kcnnslustundir
Þýska I TRÖLLADFIG
Þýska I frh. 4 vikna námskeið
Tal- og leshópur KATALÓNSKA 16 kennslustundir
ÚTSKURÐUR
ÍSLENSKA 9 vikna námskeið
íyrir útlendinga 36 kennslustundir
Byrjendur Framhald VATNSLITAMÁLUN
11 vikna námskeið 8 vikna námskeið
22 kennslustundir 32 kennslustundir
VIDEOTAKA INTERNETIÐ OG
1 viku námskeið TÖLVUPÓSTUR
14 kennslustundir 1 viku námskeið
8 kennslustundir
BÚTASAUMUR
6 vikna námskeið POWER POINT
24 kennslustundir 1 viku námskeið
8 kennslustundir
BÚTASAUMSTEPPI
4 vikna námskeið GÓMSÆTIR
18 kennslustundir bauna-, pasta- og
FATASAUMUR grænmetisréttir
6 vikna námskeið 3 vikna námskeið
24 kennslustundir 12 kennslustundir
KÁNTRÝ - FÖNDUR FITUSNAUTT
6 vikna námskeið GRÆNMETISFÆÐI
24 kennslustundir 3 vikna námskeið
12 kennslustundir
BÓKHALD
smærri fyrirtækja FRÖNSK MATARGERÐ
4 vikna námskeið 2 vikna náinskeið
24 kennslustundir 8 kennslustundir
VÉLRITUN ÍTÖLSK MATARGERÐ
9 vikna námskeið 2 vikna námskeið
18 kennslustundir 8 kennslustundir
RÉTTRITUN OG HÖNNUN Á ELDHÚSI
MÁLFRÆÐI OG BAÐI
8 vikna námskeið LITUR OG LÝSING
16 kennslustundir 2 vikna námskeið
12 kennslustundir
T ölvunámskeið:
WORD og WINDOWS GÖNGUFERÐIR í
fyrir byrjendur 4 vikna iiámskeið ÓBYGGÐUM
20 kennslustundir 2 vikna námskeið
8 kennslustundir
WORD II
3 vikna námskeið HEIMILISGARÐURINN
20 kennslustundir 2 vikna námskeið
8 kennslustundir
EXCEL
fyrir byrjendur TRJÁKLIPPINGAR
3 vikna námskeið 1 viku námskeið
20 kennslustundir 6 kennslustundir
Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmcnn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs,
t.d. BSRB, BHMR, Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag, VR og Starfsmannafélag Kópavogs.
Kennsla hefst 25. janúar.
Innritun og upplýsingar um námskeiðin II.- 2I.janúar kl. 17-21
í símum 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla.
Frelsi og
velferð
„Engin hætta væri á, að menn lítilsvirtu
frelsið, efalmenn tilfinning væri fyrir því,
að frjáls þroski einstaklingseðlisins sé ekki
aðeins einn þáttur menningar, lærdóms,
menntunar og andlegs lífs, heldur einnig
nauðsynleg forsenda alls þessa. “
John Stuart Mill: Frelsið.
Algengustu rökin
sem nú heyrast fyr-
ir nauðsyn frelsis
og samkeppni í við-
skiptum eru þau að
frelsið komi á endanum öllum
einstaklingum til góða. Þetta
eru ekki mjög sannfærandi
rök. Ekki er þar með sagt að
frelsi í viðskiptum sé ekki af
hinu góða. Þetta eru bara ekki
góð rök.
Sterkustu rökin fyrir því að
frelsi í viðskiptum - sem og á
öðrum sviðum - sé eftirsóknar-
vert eru þau,
VIÐHORF að frelsi er
-------- forsenda vel-
Eftir Kristján ferðar fólkg.
G. Amgrímsson að f61k fáj að
gera það sem
hugur þess og sköpunargáfa
stendur til og þroska þannig
sjálft sig. Fátt er manni óheil-
næmara en að framkvæmda-
gleði manns sé heft.
Fáir hafa gert þessum rök-
um betri skil en John Stuart
Mill gerði í Frelsinu. En hvers
vegna eru þessi rök svona
sannfærandi? Vegna þess, að
þau skírskota til velferðar sem
hinna æðstu gæða, og ekki
verður séð að neitt geti skipt
meira máli en velferð. „Því
hvað verður meira eða betra
sagt um nokkra skipan mann-
lífsins, en að hún geri mönnum
kleift að öðlast sem mestan
þroska? Og hvað er verra en
að varna mönnum þessa?“
spurði Mill.
Hér eru því lögð að jöfnu
velferð og þroski. Að það, að fá
að þroskast sem einstaklingur
á eigin forsendum sé það sem
mestu skipti í lífinu. Líklega
verða fáir til að neita þessu, en
þetta eru ekki þau rök sem oft-
ast er haldið fram fyrir nauð-
syn þess að auka frelsi á sem
flestum sviðum mannlífsins.
Oftar er talað um neytandann
og það hvað hann hagnist mik-
ið á frelsinu. Það er að segja,
frelsið er núorðið talið vera
fyrst og fremst spuming um
hagnað.
Sennilega er þetta bara eitt
einkennið á neyslusamfélaginu.
Kannski er þetta meginein-
kenni þess. Æðsta gildi neyslu-
hyggjunnar er hagnaður.
Æðsta gildi í þeirri merkingu
að önnur gildi - til dæmis vel-
ferð - eru einungis eftirsóknar-
verð að því marki sem þau
' stuðla að þessu æðsta gildi,
hagnaði. Sama á nú orðið við
um frelsið, það er eftirsóknar-
vert vegna þess að það stuðlar
að hagnaði.
Af einhverjum ástæðum
grunar mig að Mill hafi snúið
sér við í gröfinni. Það er manni
varla til aukins þroska að geta
keypt sem mest; eða geta valið
úr sem flestum vörumerkjum
(þótt slíkt sé auðvitað gaman).
Að geta þroskað sjálfan sig
sem neytanda er ekki það
sama og að geta þroskað sjálf-
. an sig sem einstakling.
Nema kannski í samfélagi
þar sem neysluhyggja er ríkj-
andi lífsviðhorf og hagnaður er
það sem á endanum er eftir-
sóknarverðast af öllu og allt
miðar að. Það er kannski þarna
sem misskilningurinn hefur
orðið til; maður er farinn að
setja jafnaðarmerki á milli
„einstaklings“ og „neytanda“.
Það sem Mill kallaði „einstak-
lingseðli“ er farið að jafngilda
„neyslumunstri“; það er að
segja, það sem mann langar til
að kaupa er orðið skilgreining-
in á því hver maður er.
En vandinn við þetta er bara
sá, að markaðurinn stuðlar alls
ekki að fjölbreytni, heldur öf-
ugt. Það er óhagkvæmt að
neytendur séu mjög ólíkir.
Best er ef þeir eru allir eins að
eðlisfari - það er að segja,
kaupa allir það sama - því þá
þarf ekki að rogast með úi*val á
lager. Þess vegna eru hvers-
konar metsöluvörur hið mesta
þarfaþing. Þannig stangast
markaðshyggjan á við það
grundvallaratriði í allri frels-
isumræðu að maður eigi að
geta ráðið því sjálfur hvað
maður gerir, í hvaða átt maður
þroskast. Oheft markaðs-
hyggja - rétt eins og allar
„hyggjur" sem verða algildar -
leitast á endanum við að
steypa alla einstaklinga í sama
mót, og með vægðarlausri
kröfu sinni um hagkvæmni
spornar hún gegn óheftum og
fjölbreyttum þroska einstak-
linganna.
Og ef nánar er að gáð kemur
í ljós að markaðurinn tryggir
ekki einu sinni afkvæmi sínu,
neytandanum, eiginlegt frelsi:
Eina leiðin til að geta þroskast
á sinn eigin máta sem neytandi
er að geta keypt hvað sem
mann langar í. En til að geta
það þarf maður að vera ríkur -
ef maður er fátækur hefur
maður bara efni á sömu ódýru
fjöldaframleiðslunni og allir
hinir og steypist þar með í
sama mótið og þeir. Maður
hefur þá ekki keypt vöruna af
því að mann langaði í nákvæm-
lega hana, heldur einfaldlega
vegna þess að maður hafði ekki
efni á öðru. Valið var alls ekki
frjálst. Þannig gildir það sama
um hagkvæmniskröfu markað-
arins og Mill sagði um tískuna:
„Jafnvel þegar að því kemur að
gera sér eitthvað til skemmt-
unar, er fyrst hugsað um, hver
venjan sé. [...] Menn verða
ófærir um að láta í ljósi ein-
lægar óskir eða njóta náttúr-
legrar ánægju. Þeir glata eigin
skoðunum og tilfinningum.“
Frelsi á markaði er engu að
síður af hinu góða. Það er af
hinu góða af því að það gerir
þeim fjölmörgu sem hafa
áhuga á og/eða vit til að stunda
viðskipti kleift að þroska hæfi-
leika sína og gera það sem þá
langar til.
En það eru ekki allir þannig.