Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Sléttuvegi 13, áður Snorrabraut 71, er lést mánudaginn 11. janúar sl., fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 18. janúar kl. 15.00. Sveinbjörn Kristjánsson, Arnbjörg Óladóttir, Elín Kristjánsdóttir, Teitur Lárusson, Hörður Kristjánsson, Ólöf Antonsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sveinn Ævarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA SIGURGEIRSDÓTTIR, Efstasundi 29, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur laugar- daginn 9. janúar, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 18. janúar kl. 15.00. UNNUR VILHJÁLMSDÓTTIR + Unnur Vil- hjálmsdóttir fæddist á Eyrar- bakka 14. júlí 1918. Hún lést á Landspít- alanum hinn 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Sveins- dóttir, f. 24.5 1886, d. 13.12 1984, og Vilhjálmur Andrés- son, f. 27.5 1887, d. 19.4 1972. Villyalm- ur var lærður skó- smiður en vann þó lengst af sem verka- maður hér í borginni, m.a. við húsbyggingar o.fl. Systkini Unnar eru: Reynir Sveinn, f. 25.6 1921, d. í júlí 1922; Svein- björg, húsmóðir, f. 26.8 1922;. Andrés Már, rafeindavirki, f. 17.9. 1929; Stefán Gunnar, deildarstjóri, f. 25.6.1931. Hinn 3. júlí 1943 gekk Unnur að eiga Kristján Jóelsson bygg- ingarmeistara, f. 7 janúar 1906 hér í Reykjavík, d. 12. janúar 1998. Börn Krist- jáns og Unnar eru: 1) Sveinbjörn, bygg- ingarmeistari, f. 2.9. 1944, maki Arn- björg Oladóttir, að- stoðarmaður tann- læknis, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. 2) Elín, skrifstofumaður, f. 27.10. 1947, maki Teitur Lárusson framkvæmdasljóri og eiga þau þijú böm og flmm barnabörn. 3) Hörð- ur, bakarameistari, f. 17.4. 1951, maki Ólöf Antonsdóttir flugfreyja og eiga þau þrjú böm og eitt barnabarn. 4) Sig- ríður, hárskerameistari, f. 29.3. 1962, maki Sveinn Ævarsson byggingarmeistari og eiga þau þrjú börn. Unnur verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 18. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 15. Gunnar Klængur Gunnarsson, Móeiður Gunnlaugsdóttir, Rannveig Gylfadóttir, Jón Gunnar Gylfason, Margrét Gylfadóttir, Steingrímur Leifsson, Runólfur, Katla, Klængur, Urður, Theódór, Hrafn, lllugi og Úlfur. + Hjartkær móðir okkar, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Fellsmúla 7, Reykjavík, áður búsett á Þúfu í Kjós, lézt miðvikudaginn 13. janúar. Útför hennar verður gerð frá Grensáskirkju miðvikudaginn 20. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Sveindís Eggertsdóttir Charais, Þórsteinn Veturliðason. + Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ARINBJÖRN ÁRNASON, vistheimilinu Seljahlíð, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Fíladelfíu- kirkjunni þriðjudaginn 19. janúar kl. 13.30. Árni Arinbjarnarson, Dóra Lydía Haraldsdóttir, Grettir Björnsson, Erna Geirsdóttir, Sigurgeir Axelsson, Jónína Guðmundsdóttir, Anna Axelsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS HEIÐBERGS AÐALSTEINSSONAR, Torfufelli 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, deild 7A. Guðbjörg Fanney Guðlaugsdóttir, Aðalsteinn G. Sveinsson, Hreinn Smári Sveinsson, Guðmunda Valdís Helgadóttir, Lilja Rós Sveinsdóttir, Reynir Kristjánsson og barnabörn. Unnur tengdamóðir mín er látin. Af því tilefni vil ég rita hér nokkur fátækleg kveðjuorð. Ég hef notið þeirra gæfu að hafa fengið að verða henni samferða í 26 góð ár þar sem hún var ávallt stóri hlekkurinn í fjölskyldu okkar Elínar. Engum hef ég kynnst á lífsleið- inni sem var að eðlisfari jafn jákvæð og hún var, þar sem bjartsýnin og hið hlýja, þægilega og góða viðmót hennar í öllum samskiptum við aðra var ávallt í fyrirrúmi. Oft er það nú svo að þegar við eldumst þá koma fram hjá okkur alls konar sérþarfír, séróskir og jafnvel að við verðum oft svolítið sérlunduð, en svo varð ekki raunin í sambandi við tengdamömmu, hún hélt alltaf áfram að vera jafn hress, yndisleg og sjálfstæð eins og hún hafði alltaf verið. Já, hún var hnar- reist, tíguleg kona og bar höfuðið hátt sem best verður lýst með nafn- inu hefðarkona. Aldrei heyrði ég hana dæma menn og málefni þótt hún hafí stundum eflaust haft aðrar hugmyndir um hlutina eða um þau áform sem til stóð að gera eða fram- kvæma. Unnur var ekki mannblendin kona og flíkaði ekki tilfinningum sínum og hélt sig ætíð til hlés, og aldrei heyrði ég hana kvarta né öf- undast út í náungann. Lífshlaup og lífsviðhorf hennar markaðist örugg- lega töluvert af þeim veikindum sem hún lenti í, stóran hluta ævi sinnar, þ.e. berklasjúkdómnum sem hún fékk á unga aldri, aðeins 18 ára gömul. Það hefur vafalítið markað spor í hjartalag þessarar góðu konu að þurfa að sæta því að dveljast á spítölum marga mánuði í senn til að leita sér lækninga á þessum sjúk- dómi. Maður getur sennilega ekki sett sig í spor ungrar konu sem þurfti oft að koma ungum börnum sínum í langtíma pössun hjá vinum og vandamönnum, meðan hún freistaði þess að fá bót meina sinna á þessum veikindum, og jafnvel það að fá ekki að umgangast börn sín vegna hugsanlegrar smithættu svo mánuðum skipti. Þær lækningar sem þekktust á þessum sjúkdómi þá voru ekki eins þróaðar og þær eru í dag, og þess vegna var sjúkdómur- inn erfiður viðfangs, auk þess sem honum fylgdu fordómar fólks vegna vanþekkingar á eðli sjúkdómsins. En með mikilli þrautseigju og elju tókst henni eftir margra ára baráttu að yfirstíga þessi veikindi sín að mestu leyti. Þessi sjúkdómur og sú þrautarganga sem hún þurfti að BJARNI JÓNSSON + Bjarni Jónsson fæddist í Hörgs- dal á Síðu 16. nóv- ember 1911. Hann lést á heinúli sinu 2. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 12. janúar. Jarðsett var í Hafnarfjaröar- kirkjugarði. Að kvöldi annars dags nýbyrjaðs árs, kvaddi þessa jarðvist Bjarni Jónsson, sadd- ur lífdaga. Hans verður víða lengi minnst, enda eftirminnilegur mað- ur með afbrigðum þó hann væri hógværari en flestir þeir sem jarð- vist fá. Ég hitti Bjarna fyrst sumarið 1991 þegar ég tengdist inn í fjöl- skylduna á Álfó. Það sem mér verð- ur alltaf minnisstæðast er hvað Bjarni var bamgóður, hvernig hann leit á börn sem sína jafningja ekki síður en fullorðna fólkið, og hvernig hann gat, tímunum saman, setið og lesið fyrir bömin og sagt þeim skemmtilegar sögur. Honum var sérlega lagið að ná athygli þeirra og halda henni. Dætur mínar tvær kölluðu hann alltaf „afa Bjarna" og ég tel víst að þau séu fleiri, börnin, sem nú kveðja afa, þó aldrei hafi Bjarni stofnað til fjöl- skyldu sjálfur. Afa- börnin eignaðist hann samt. Eins er mér minnis- stætt hvað Bjarni gat verið harður í ádeil- unni á þjóðlífíð, hvern- ig hann fussaði og sveiaði yfir innihalds- leysi dagblaðanna, sagði hvern stafkrók þvælu og að ekkert væri að marka þetta dót, merkUegt hvernig hægt væri að eyða í þetta pappír. Fréttirnar í sjónvarpinu urðu líka oft tilefni viðbragða hjá honum. Þar fannst honum furðu- legt hvernig fréttamennirnir gátu setið og bullað og þvælt, um ekki neitt, í einhvern óratíma. „Ættirðu ekki að reyna að fá þér aðra vinnu, vinurinn?" og „æ, vertu nú ekki að þessu þragli maður, þú veist ekk- ert um hvað þú ert að tala“, vora setningar sem féllu stundum, um leið og Bjarni stökk upp úr stóln- ganga í gegnum á þessum áram hefur eflaust haft þau áhrif á lífsmottó hennar, að vera alltaf já- kvæð, ánægð og hamingjusöm með allt það sem hún átti og hafði. Unnur fæddist á Skúmstöðum á Eyrarbakka en fluttist til Reykja- víkur árið 1927 með foreldum sínum og systkinum. Vilhjálmur faðir hennar sem lærður var skósmiður freistaði þess að kornast í meiri vinnu í Reykjavík. Á þeim árum sem Unnur var að alast upp þá vann faðir hennar við ýmis almenn verka- mannastörf sem til féllu hér í Reykjavík, þannig að þrátt fyrir að henni hafi hugnast að leggja stund á lengra nám eftir að hún lauk námi í Austurbæjarskóla og síðar Ingi- marsskóla, þá var sá möguleiki ekki fyrir hendi af efnalegum ástæðum eins og ástatt var á mörgum bæjum á þeim tíma, enda ekki mikla vinnu að hafa. Því þurfti hún sjálf að sjá um sig eftir það með almennri vinnu. En atvinnuferill hennar stóð ekki lengi. Fyrst hóf hún störf í lít- illi verslun í Kvosinni og síðar í Kexverksmiðjunni Esju en sökum veikinda hennar varð hún að hætta störfum þar eftir nokkurra mánaða starf, þá aðeins 18 ára gömul, til þess að leita sér lækninga á sjúk- dómi sínum. Þar með lauk þátttöku hennar á hinum almenna vinnu- markaði. Það var síðan í kringum 1940 að hún kynntist ungum byggingar- meistara hér í borg sem hét Krist- ján Jóelsson og gengu þau síðan í hjónaband 3. júlí 1943. Kristján hafði þá nokkrum árum áður byggt íbúðarhús sitt á Snorrabraut 71, hér í Reykjavík, í samstarfi við systur sína og mág. Þar bjuggu þau sam- fellt til ársins 1990 er Kristján veiktist og dvaldi eftir það á öldrun- ardeildum spítalanna hér í Reykja- vík eða til þess tíma er hann lést, 12. janúar 1998. Unnur flutti þá í nýja íbúð sem Samtök eldri borgara stóðu fyrir að byggja á Sléttuvegi 13 hér í Reykjavík. Þar undi hún hag sínum vel enda gat hún hvenær sem hún vildi blandað geði við aðra íbúa hússins bæði í leik og starfi. Á Sléttuveginum var einnig félags- miðstöð eldri íbúa sem hún notfærði sér óspart m.a. til þess að þróa með sér meðfædda hæfileika sína til þess að prófa eitthvað nýtt tengt listsköpun á ýmsum sviðum. Kristján og Unnur unnu að því saman að byggja stórt iðnaðarhús- næði í Brautarholti 16 hér í Reykja- vík. Það eitt hlýtur að hafa tekið mikið af tíma Kristjáns þannig að allt heimilishald og uppeldi barna þeirra hefur mætt mikið á Unni á því tímabili. um sínum og nennti ekki að hlusta á „þessa menn“ lengur. Ég man ekki eftir því að hafa séð Bjarna öðravísi en beinan í baki, göngulagið lipurt þrátt fyrir ára- fjöldann og kurteisin og háttsemin var honum í blóð borin. Ég sé hann fyrir mér, standandi í eldhúsinu á Álfó, með hendurnar á kafi í vösun- um á gráum buxum, íklæddur dökkblárri rúllukragapeysu að ógleymdum inniskónum, sem manni fannst stundum að væru grónir við fætuma á honum, höfuð- ið hallandi örlítið út á aðra öxlina og glettnisblik í augum hans. Þessa mynd geymi ég í hjarta mér. Já, hann var yndislegur, hann Bjarni. Við hittum hann síðast á sl. Þorláksmessu, og af einhverju ástæðum kvöddum við hann venju fremur vandlega, knúsuðum hann og föðmuðum og báðum hann að hafa það eins gott og hann gæti. Hann játti því og bað okkur að gera slíkt hið sama, það væri engin ástæða til annars. Þegar við dætur mínar fregnuðum svo andlát hans, hafði eldri dóttir mín það einmitt að orði hvað hún væri fegin að hafa kvatt hann svona vel. Mig langar, fyrir mína hönd og dætra minna, að þakka afa Bjarna fyrir stundirnar sem við áttum saman, þó að vissulega hefðu þær mátt vera mikið fleiri. Megi hvíld þín, elsku Bjarni, verða friðsæl. Guðný Höskuldsdóttir, Stefanía Bjarney og Rebekka Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.