Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 47

Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 47' 3 AFMÆLI BRYNJOLFUR JÓNSSON Brynjólfur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, Droplaugarstöðum í Reykjavík, fæddist á Höfðabrekku í Mýrdal 17. janúar 1899, en þar bjuggu foreldrar hans: Jón Brynjólfsson frá Litlu-Heiði, fæddur 1865, og kona hans, Rannveig Einarsdóttir frá Strönd í Meðal- landi, f. 1867. Jón Brynjólfsson átti m.a. ættir að rekja í Rang- árvallasýslu til sr. Ög- mundar Högnasonar og Salvarar Sigurðardóttur, einnig til Sigríðar Sturludóttur frá Þóru- stöðum í Grímsnesi. Rannveig frá Strönd átti ættir að rekja til Ka- ritasar Jónsdóttur, stjúpdóttur sr. Jóns Steingi-ímssonar, og eigin- manns hennar, Þorsteins Eyjólfs- sonar, bónda á Vatnsskarðshólum. Frá þeim hjónum er mikill ættbogi kominn. Rannveig og Jón Brynjólfsson áttu níu börn. Af þeim komust 7 á legg og er Brynjólfur sá eini af systkinunum sem enn er á lífi. Hin voru: Ólafur, f. 1895, var giftur Elísabetu Ásbjörnsdóttur, bæði lát- in, Magnús, f. 1893, var giftur Hall- dóru Asmundsdóttur, bæði látin, Þorgerður, f. 1897, var gift Einari Erlendssyni, bæði látin, Guðrún, fædd 1900, gift Guðmundi Þor- steinssyni, bæði látin. Einar, f. 1902, hann missti fyrri konu sína en giftist síðari konu sinni, Kristínu Pálsdóttur, bæði látin. Yngsta barn þeirra Rannveigar og Jóns Brynj- ólfssonar var Steinunn, f. 1905, var gift Valmundi Björnssyni, þau eru bæði látin. Árið 1906 fiuttu foreldrar Brynj- ólfs frá Höfðabrekku til Víkur í Mýrdal, en Jón Brynjólfsson sem hafði lært trésmíði, hafði byggt íbúðarhús undir Víkurbökkum, fyr- ir fjölskyldu sína. Þorpið í Vík var þá í örum vexti. Eignarhlut sinn í Höfðabrekkunni höfðu þau hjónin selt Björgvini Vigfússyni sýslu- manni, sem hafði aðsetur á Höfða- brekku þau þrjú ár, sem hann gegndi þar sýslumannsembætti. Það varð að ráði, að Brynjólfur Jónsson yrði eftir hjá sýslumanns- hjónunum, en hann var þá átta ára gamall. - Frá Höfðabrekku lá leið Brynjólfs að Hemru í Skaftár- tungu, þar sem hann var í sveit sem léttadrengur um nokkurt skeið. Var Brynjólfur síðar í Mörk undir Eyjafjöllum, á annað ár. Þaðan lá svo leiðin til Víkur í foreldrahús. Brynjólfur Jónsson dvaldi heima fram yfir áramótin. Á fyrstu áratugum þessarar ald- ar var lífsbaráttan hörð hjá mörg- um. Enda þótt menn væru farnir að sjá móta fyrir skímu betri tíma. Sá sem þessar línur ritar man vel, þeg- ar ungir menn héldu úr Víkinni í verið, til Reykjavíkur eða á Suður- nesin, skömmu eftir áramótin, fóru þeir æði oft gangandi með pokann sinn á bakinu. Slíkar ferðir tóku oft nokkra daga, enda fáar ár brúaðar. Brviijólfur Jónsson dvaldi heima fram yfir áramót 1916, þá seytján ára, en honum fannst nú mál komið að hleypa heimdraganum. Hann slóst í hóp með mönnum á leið í ver- ið og var ferðinni heitið til Reykja- víkur. Lagt var upp á hestum, en þegar kom að Bitru í Flóa, voru hestarnir fluttir til baka. Var þá ekki um annað að ræða en að halda ferðinni áfram á tveimur, jafnfljót- um, með pokann sinn á bakinu. Gist var á Kolviðarhóli og daginn eftii- var komið til Reykjavíkur. Eftir að hafa gist eina nótt í Reykjavík, hélt Brynjólfur til Suð- urnesja. Fékk hann þar skiprúm á litlum mótorbáti. Var hann ráðinn til vors árið 1916. Að vertíð lokinni fékk Brynjólfur greitt vertíðar- kaupið: Eitt hundrað krónur. Það þótti gott fyrir óvaning. Hann flutti síðan til Reykjavíkur og komst í skiprúm á togaranum Mars. Var hann skip- verji á honum á vertíð- inni og síðan á síld um sumarið. Brynjólfur fór svo austur í Vík um haustið með dýrmætar krónur í veskinu. Aft- ur var haldið til Reykjavíkur eftir ára- mótin 1917. Brynjólfur fékk þá skiprúm á tog- aranum Ingólfi Arnar- syni. Fór hann heim til Víkur um vorið og dvaldi þar fram í janú- ar 1919. Vann þar við ýmis störf, m.a. sjóróðra. Eftir ára- mótin lagði Brynjólfur af stað fót- gangandi frá Vík ásamt öðrum fé- laga og var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Þessi ferð gekk slysalaust, hún tók nokkra daga og var þá gist á bæjum. í Reykjavík átti Brynjólfur víst skipiúm, hjá Hjalta Jónssyni (Eldeyjar-Hjalta) hann hafði tryggt honum ráðningu á togarann Belgaum. Var Brynjólfur á þessu skipi fram á haust 1919, en hóf nám í Stýrimannaskólanum haustið 1920 og tók þaðan skipstjórapróf, vorið 1921. Brynjólfur kostaði að öllu leyti sjálfur námið í Stýrimanna- skólanum. Eftir að námi lauk hafði hann fasta búsetu í Reykjavík og stund- aði sjómennsku. Hann var á ýmsum togurum á vetuma og var eftirsótt- ur, enda harðduglegur og ósérhlíf- inn. Á sumrin var hann skipstjóri á síldarskipum og aflaði vel, var stundum í hópi þeirra sem mest öfl- uðu. Á árinu 1932 urðu mikil þáttaskil í lífi Brynjólfs, er hann giftist Mar- inu Guðmundsdóttur (Maju). Hún var dóttir Guðmundar Guðmunds- sonar sjómanns og konu hans, Jó- hönnu Magnúsdóttur, ættaðrar úr Álftaveri. Þau voru systkinabörn Maja og Jón Gíslason alþingismað- ur í Norðurhjáleigu. Maja og Brynjólfur eignuðust ekki börn en Brynjólfur átti soninn Svein Hilm- ar, f. 1930, með Svanhvíti Sveins- dóttur. Maja og Brynjólfur ólu upp tvö börn, Brynjólf Má, son Sveins Hilmars og Guðríði dóttur Ólafs bróður Maju. Guðríður giftist bandarískum manni, Doyle Bisbee. Þau eiga heima í Oklahoma í Bandaríkjunum og eiga tvö upp- komin börn, dótturina Mary og soninn Donald. Sveinn Hilmar gift- ist Láru Hafliðadóttur og eignuðust þau þrjú börn: Kolbrúnu, Svanhvíti Matthildi og Brynjólf Má. Þá átti Sveinn Hilmar soninn Hilmar með Þuríði Jónsdóttur. Brynjólfur Már giftist Jóhönnu Fjeldsted, þau eiga einn son, Brynjólf Rafn. Áður átti Jóhanna einn son, Hjört Fjeldstd. Maja og Brynjólfur byi-juðu bú- skap sinn í smekklegri íbúð á Bar- ónsstígnum, gegnt Landspítalnum. Eg minnist heimsókna þangað með foreldrum mínum þegar þau áttu leið til Reykjavíkur. Hamingja ný- giftu hjónanna setti mikinn svip á andrúmsloftið innan dyra. Gestrisni var svo sjálfsögð, að ósjálfrátt fyllt- ust menn vellíðan meðan á heim- sókninni stóð. Þannig hélst þetta líka eftir að hjónin fluttu í íbúðina á Bergþórugötu 57 árið 1934 og svo eftir að þau höfðu flutt í Barmahlíð árið 1947. Þetta hlýja og einlæga viðmót fylgdi þeim alla tíð. Heimil- ishaldið hvíldi að sjálfsögðu mest á húsmóðurinni. Þar vann Maja mik- ið og gott verk. Mikill gestagangur fylgdi þeim hjónum og oft var Maja ein heima þar sem húsbóndinn var önnum kafinn á sjónum. Ættingjar af landsbyggðinni fengu oft húsa- skjól hjá Maju og Brynjólfi. Sá sem þessar línur ritar fékk að reyna hina miklu gestrisni frænda síns og hinnar góðu konu hans, reyndar fjölskylda hans öll úr Víkinni. Við stöndum því í mikilli þakkarskuld við Maju og Brynjólf frænda minn fyrir þá gestristni sem þau veittu okkur á árum áður. Eftir að styrjöldin skall á í sept- ember 1939, var Brynjólfur á tog- urum sem sigldu með fisk til Bret- lands. Ferðir þessar voru stór- hættulegar enda grönduðu Þjóð- verjar ekki svo fáum togurum og manntjón varð mikið. Nokki-u eftir að Bretar hertóku ísland réðst Brynjólfur til þeirra sem lóðs við strendur landsins. Hann var síðar skipstjóri á bát Bandaríkjamanna í Hvalfirði, er annaðist flutninga á varningi, ekki síst vistum og pósti, skipa í skipalestum sem komu inn í Hvalfjörð á leið sinni til Sovétríkj- anna. Hann starfaði fyrir Banda- ríkjaher fram að stríðslokum 1945. Árin á eftir var Brynjólfur skip- stjóri á fiskibátum, bæði á síldveið- umog trollveiðum. Árið 1954 hafði Brynjólfur fengið nóg af sjósókninni og honum var þá boðið starf á Keflavíkurflugvelli, fyrst hjá Hammilton-fyrirtækinu og síðan hjá Islenskum aðalverktök- um. Gegndi hann þar starfi birgða- stjóra lengst af og lét ekki af störf- um fyir en árið 1984, þá áttatíu og fimm ára að aldri. Þessi langi starfsferill sýndi tvennt: velmetin störf Brynjólfs og góða heilsu hans. Það er með ólíkindum hve lengi Brynjólfur hélt starfsorku og var vel á sig kominn. Það sést meðal annars á því, að hann bjó einn í íbúð sinni í Barmahlíð til ársins 1994, en sjöunda nóvember það ár flutti hann á hjúkrunar- og dvalarheimilið Droplaugarstaði. Þar hefur hann unað vel hag sínum, enda nýtur hann mjög góðrar umönnunar hjá öllu því góða fólki, sem þar starfar. Á þessum merku tímamótum í lífi frænda míns, eigum við Margrét enga ósk heitari honum til handa, en að hann fái að halda þeirri góðu heilsu sem hann hefur, til síðasta dags. Erlendur Einarsson. ff^n FASTEIGNA tf fHJ MARKAÐURINN OÐINSGOTU 4. SIMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ ÁLAGRANDI Mjög góð 112 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi í vesturbænum. Góð stofa, 3 rúmgóð svefnherbergi. Stórar suðursvalir. Þvottaherbergi í íbúð. GÓÐ EIGN. % OÐINSGOTU 4. SIMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ Nesbali - Seltjarnarnesi Einstaklega vandað og vel skipulagt 160 fm einbýlishús ásamt 43 fm tvöföldum bílskúr. Saml. stofur, 3-4 svefn- herbergi. Arinn. Gufubað. Stór og falleg ræktuð lóð, verðlaunagarður. Heitur pottur. % EIGN I SERFLOKKI. J EIGNAMEDIUMN __________________________ Startsmenn: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustióri, Þorleiíur SLGuömundsson.B.Sc.. sölum., Guömundur Sigurjónsson lögfr. og lögg.fasteignasali, sl Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sölum., Magnea S. Sverrisdóttir, lögg. fasteignasali, sölumaður, Stefán Ámi Auöólfsson, sölumaöur, Jóhanna Valdimarsdóttir, auglysingar, gjaldkeri, Inga Hannesdóttir, símavarsla og ritari, Ólöf Steinarsdóttir, öflun skjala og gagna, Ragnheiöur D. Agnarsdóttir.skrifstofustört. Sími 5811 9090 • Fax öítíí 9095 • Síðumúla 2 I 'AR Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is Opið í dag sunnudag kl. 12-15. HÚSNÆÐIÓSKAST .flKj íbúð í lyftuhúsi óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 140-170 fm góðri íbúð í ný- legu lyftuhúsi miðsvæðis með stæði í bíla- geymslu. Gott útsýni og húsvörður æskilegt. Þorragata - staðgreiðsla. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega íbúð við Þorragötu. Staðgreiðsla (einn tékki) í boði. Klapparstígur - Skúlagata - staðgreiðsla. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja herb. góðri íbúð með útsýni. Stað- greiðsla í boði. íbúð við Kirkjusand óskast. íslenskur framkvæmdastjóri sem býr í útlöndum hefur beðið okkur að útvega 100-150 fm íbúð við Kirkjusand. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Seltjarnarnes - einbýlishús ÓSkaSt. íslendingur sem veitir forstöðu stofnun í útlöndum og verður staddur hér um jól og áramót óskar eftir 130-150 fm einb. á einni hæð á Seltjamamesi. Staðgreiðsla í boði. Einbýli óskast - stað- greiðsla. Höfum fjársterkan kaupanda að góðu einbýlishúsi í Þingholtum, vesturborginni eða miðborginni. Húsið má kosta 25-30 millj. Staðgreiðsla (ein ávísun) í boði. FYRIR ELDRI BORGARA £§§ Dalbraut 20 - þjónustuíbúð Erum með í einkasölu 52 fm 2ja herb. þjónustu- íbúð á 3. hæð í vinsælu lyftuhúsi, steinsnar frá Laugardalnum. Ýmiss konar þjónusta í húsinu. V. 6,9 m. 8295 EINBÝLI WBÍ Tómasarhagi - hæð (sér- inng.) Vorum að fá í sölu vandaða um 113 fm neðri sérhæð í traustu steinhúsi. Hæðin skiptist m.a. í tvær stofur og þrjú herb. Fallegt u* sjávarútsýni. V. 12,0 m. 8384 Grenimelur - neðri hæð. Snyrti- leg og björt u.þ.b. 100 fm neðri hseð. íbúðin skiptist í tvær stofur og tvö herb. Parket. Endur- nýjað bað. Gjaman skipti á 2ja-3ja í vesturbæ. Afhending er samkomulag. 8388 4RA-6 HERB. Hfi Brekkugerði - vandað. Glæsi- l legt 263 fm einb. á tveimur hæðum. Auk þess j fylgir 34 fm bílsk. Húsið skiptist m.a. í tvær góð- i ar saml. stofur með ami og 6-7 herb. Húsinu hefur verið mjög vel við haldið. V. 23,0 m. 7861 RAÐHÚS Fjallalind. Vorum að fá í einkasölu um 180 fm tvílyft raðhús. Húsið afhendist í núver- andi ástandi, tæplega fullbúið að utan en fok- helt að innan. V. 9,2 m. 8357 Dalsel m. sólstofu. Vandað um 234 fm endaraðhús ásamt stæði í bílag. Á 1. hæð er snyrting, herb., hol, eldhús, búr og stof- ur. Á 2. hæð eru 3 herb. , sjónvarpsh., baðherb. og sólstofa. í kjallara er þvottah., tómstherb., bað m. sauna o.fl. Ákv. sala. V. 12,5 m. 6914 HÆÐIR Sigtún - glæsihæð. Vorum að fá í einkasölu glæsilega u.þ.b. 120 fm neðri sérhæð ásamt u.þ.b. 30 fm bílskúr. Aukaherbergi í kjall- ara. Hæðin hefur öll verið endumnýjuð frá grunni, parket o.fl. Arinn í stofi. V. 13,3 m. 8387 Ránargata - glæsileg. 4ra-5 herb. nýleg íbúð á 3. hæð í nýlegu húsi. íb. skiptist í 3 herb., stofu, eldhús, bað, sérþvottah. og baðstofuloft. Mikil lofthæð er í íbúðinni. Suð- ursvalir. Afgirtur góður garður. Áhv. 5,3 m. Ákv. sala. V. 9,7 m. 8383 Efstaland - Fossvogur. Erum með í einkasölu fallega og bjarta 4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Suðursvalir. Hús og sameign í góðu ástandi. V. 8,3 m. 8312 3JAHERB. | Reynimelur. Vorum aö fá í einkasölu 70 | fm 3ja herb. á 1. hæð á einum eftirsóttasta f svæði í Reykjavík. Áhugasamir hafi samband ív sem allra fyrst. 8377 Kópavogur. Vorum að fá í einkasölu 3ja | herb. 88 fm íbúð í fjölbýli nálægt verslunarkjarna \j í Kópavogi. Íbúðín skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherb., eldhús og stofu. Mjög fallegt útsýni (( til norðurs yfir í Nauthólsvíkina. 8381 2JA HERB. |gg§ Bræðraborgarstígur. Snyrtileg og björt u.þ.b. 28 fm einstaklingsíbúð í traustu steinhúsi. Vestursvalir. Ósamþykkt. V. 2,5 m. 8389 Vesturbær. Vorum að fá í einkasölu 50 fm 2ja herb. íbúð á jarðhæð á Gröndunum í vesturbæ ásamt sérgeymslu á sömu hæð. Þvottahús og þurrkherb. í sameign á sömu hæð. Nánast öll parketlögð. Fín fyrir háskóla- nemann. 8386 Kópavogur. Vorum að fá í einkasölu 2ja herb. 63 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli í aust- urbæ Kópavogs. Snyrtileg og falleg íbúð sem skiptist í forstofu, svefnherb., baðherb., eldhús og stofu. Sérgarður til suðurs. Mjög góð sér- geymsla á sömu hæð. V. 6,2 m. 8385 ATViNNUHÚSNÆÐI f§§ Stórhöfði - atvinnupláss. vor- um að fá í einkasölu gott iðnaðar- og lager- húsnæði á götuhæö við Stórhöfðann. Plássið er u.þ.b. 200 fm og er með ca 3 m lofthasð. Inn- keyrsludyr. Afstúkuð kaffistofa, snyrting og skrifstofa. Lóðin er malarborin. V. 10,5 m. 5510

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.