Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ * PEUCEOT Ljón 4 ve.3in.vmrt Samband Ijóns og steingeitar er algjör perla. Þótt steingeitin eigi þaö til aö vera full jarðbundin tekst Ijóninu að lyfta henni verulega upp. í dag ætti steingeitin aö fara aðeins út, vera á meöal fólks og finna sér rétta Ijónið. J ö F U R NÝBÝLAVEGI S I M I 554 2600 Garðbraut 69a, Garði Félagsheimili með góðri aðstöðu til að leigja hópum undir fundi eða annað. Húsið er 274 fm að stærð. Húsnæðið gefur mikla möguleika á ýmsri starfsemi í húsinu. Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála á Fasteignasölunni, Hafn- argötu 27, Keflavík, símar 421 1420 og 421 4288. Túngata 1, Keflavík Kvikmyndahúsið Félagsbíó, sem er 720 fm að stærð ásamt 1,72 ffn eignarlóð. Einnig fylgir 600 fm eignarlóð við Tjarnargötu 6 í Keflavík. Eignir sem gefa mikla möguleika á stækkun eða einhvers annars. Selst í einu lagi. Upplýsingar um verð og greiðslukjör á Fasteignasölunni, Hafnargötu 27, Keflavík, símar 421 1420 og 421 4288. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver þekkir myndina? ER einhver sem veit hvaðan þessi vatnslitamynd er? Ef einhver getur gefið þessar upplýsingar þá vinsamlega haíið samband í síma 568 6277. Söfnum til mögru áranna Norðmenn fundu nýlega þriðju stærstu olíulind í Evrópu að því er talið er. Þeir fundu fjall þar sem er kíló af gulli í tonninu og þeir geyma það til mögru áranna. Það er 100 sinnum yfir vinnslumörkum að það borgi sig að vinna það. Nú ættum við íslendingar að gera svolítið sniðugt. Sprengja og búa til stórar hvelfmgar sem væi-u margfalt stærri en öll jarð- göng á íslandi og fara að fjöldaframleiða vetni út af allri þeim vatnsorku sem við eigum. Fara að safna til mögru áranna eins og Norðmenn og eiga nægar vetnisbirgðir þegar fram líða stundir. Ég spái því að íslendingar geti farið að selja straum í kapal hér á næstu árum og ég held að ljósleiðarar geti fljótiega farið að flytja rafeindir eins og fólk notar ljósleið- ara í sambandi við síma- samskipti. Þetta yrðu eng- in náttúruspjöll ef af slík- um framkvæmdum yrði. Nú eru Þjóðverjar byrjað- ir að nota vetni á bíla. Jónas B. Gunnarsson. Eru selir húsdýr? NU er búið að skila hinum fræga hval Sigga, Willý eða Keikó til heimkynna sinna, enda finnst mörgum andstyggilegt að fanga villt dýr og setja þau í búr mannskepnunni tii „ánægju“. Mér verður oft hugsað til þessarar „ánægju" þeg- ar ég fer í húsdýragarðinn og skoða selina þar. Mér finnst ömurlegt að skoða selina í rammgirtum, hreinmáluðum litlum polli, þar sem búið er að fanga þá í búr og ekkert eftir af náttúi’ulegu eðli dýranna eins og t.d. að afla sér fæðu eða náttúrulegum heimkynnum þeirra. Mér líður iðulega illa við að staldra við hjá selunum og skil ekki hvers vegna villt sjávarspendýr eru höfð í búri í húsdýragarði. Síðan hvenær eru selir húsdýr? Ég skora á þá sem málið varðar að hlífa mér og fleirum við ógeðfelldri sýn í húsdýragarðinum, sleppa selunum til heimkynna sinna eða aflífa dýrin í líknarskyni. Glódís K.E. Hannesd., Hábergi 7. Stutt bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur ÁGÆTI þingmaður Reykvikinga. Þú hefur verið skelegg í umræðunni um bankahneykslið og um bankastjóra sem veiddu villtan lax í ýmsum stórám landsins. Ég vil benda þér á að það er full þörf á að taka fyrir eldislax- hneykslið, sem vh’ðist alit vera hið furðulegasta svo ekki sé meira sagt. Að minnsta kosti virðist þörf á að það verði tekið til ræki- legi’ar skoðunar og ég treysti þér best til að hrista upp í þessu öllu þeg- ar þing kemur saman. Með kveðju, Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178. SKAK limsjón Margeir Pélurxxou ÞETTA endatafl kom upp á ár- legu alþjóðlegu móti í Reggio Emilia á Italíu um síðustu áramót. Rússinn Evgení Solosjenkfn (2.535)^ var með hvítt og átti leik gegn Italanum Vittorio Anceschi (2.285). 37. Bxb6!! _ Bxb6 (Svartur lendir nú í töpuðu peðsendatafli, en eftir 37. _ axb6 38. a6 vekur hvítur upp nýja drottningu) 38. axb6 _ axb6 39. Kf2 _ Ke6 40. Ke3 _ Kd5 41. c4+ _ Kc5 42. g4! _ b5 43. f5 _ gxf5 44. gxf5 _ Kd6 45. Kxe4 _ bxc4 46. Bxc4 _ Ke7 47. Ke5 _ h5 48. c5 og svartur gaf þessa von- iausu baráttu. Úrsiitin í Reggio urðu: 1. Solosjenkín 7 v. af 9 mögulegum, 2._3. Komarov, Úkraínu og Lputj- an, Armeníu 6V2 v., 4. Aldrovandi, Italíu 5 v., 5. Efimov, Italíu 4lÆ v. o.s.frv. „Fullorðinsmöt" Hellis. Fyrsta fullorðinsmót Hellis verður haldið mánudaginn 18. janúar kl. 20. Aid- urstakmark er 25 ár. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, Mjódd. Tefldar verða 7 skákir eftir Monrad-kerfi. Tefldar verða 10 mínútna skákir. Engin þátttöku- gjöld verða á þessu fyrsta móti. HVÍTUR leikur og vinnur FASTEIGN ER FRAMTÍD /Yl SIMI 568 77 68 FASTEIGNA JMIÐLUN Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, Sverrir Kristjánsson fax 568 7072 lögg. fasteignasali II Atvinnuhúsnæði Miðhraun — Garðabæ Til sölu mjög vandað vandað atvinnuhúsnæði í smíðum. Heildar- stærð hússins er 1.350 fm. Hægt er að selja húsið í minni einingum frá ca 300 fm. Mjög gott útipláss verður frágengið og malbikað. Lofthæð 5,4 m við vegg en 7,3 við mæni. Gert ráð fyrir millilofti. Stórar innkeyrsludyr. Þetta er einstaklega vel staðsett hús og kem- ur til með að auglýsa sig sjálft. Vertu snöggur að ákveða þig og fá hús aðlagað að þínum óskum. Vesturvör — Kópavogi Til sölu mjög gott steinhús byggt 1980, ca 420 fm með milliloftum. Mikil lofthæð. Þrjár stórar rafdrifnar innkeyrsludyr. Góð aðstaða fyr- ir starfsmenn og skrifstofur. Mjög góð aðkoma og stór lóð þar sem hægt er að byggja allt að 800 fm hús. Faxafen — verslun — lager Til sölu ca 670 fm verslunarhæð og í sama húsi ca 700 fm kjallari og ca 600 fm kjallari. Góð innkeyrsla í kjallarann. Skúlatún — skrifstofuhæð Til sölu ca 180 skrifstofuhæð, 5—6 herb. o.fl. Laus fljótt. Gott verð. Faxafen — skrifstofa — lager Til sölu ca 700 fm kjallari með góðri lofthæð, stórri innkeyrsludyr. Húsnæðið skiptist í skrifstofu, sýningaraðstöðu, lager o.fl. Gamli vesturbærinn I einkasölu hornið á Vesturgötu og Bræðraborgarstíg, ca 200 fm verslunarhæð. Var áður matvöruverslun. Kælar og allar innréttingar geta fylgt. Stórir gluggar. Ca 70 fm íbúð á 2. hæð og ca 112 fm geymsluskúr á baklóð. Mögulegur byggingarréttur. Verslunar- húsnæðið er laust. Víkverji skrifar... INGÓLFUR Hannesson hjá íþróttadeild Sjónvarps sendi Víkverja eftirfarandi bréf: „Víkverji sl. sunnudags gerir að umtalsefni aðstoð Kristins Svan- bergssonar, framkvæmdastjóra Skíðasambandsins, við beinar út- sendingar frá Heimsbikarmótum í skíðaíþróttum í vetur og spyr hver sé munur á skíðum annars vegar og hins vegar knattspyrnu og hand- knattleik hvað þetta varðar. Vissu- lega geta hagsmunaárekstrar átt sér stað í slíku tilfeili og er báðum aðilum ijós sú hætta sem slíku fylg- ir. Hér er um undantekningu að ræða við nokkuð sérstakar aðstæð- ur þegar samningar voru gerðir við 5 fyrirtæki um 18 útsendingar frá heimsbikarmótum í vetur þar sem Kristinn Björnsson er settur í sviðs- ljósið. En Sjónvai'pið hefur ekki áformað að gera það að reglu að starfsmenn sérsambanda aðstoði við lýsingar, þó að slíkt tíðkist t.d. varðandi landsliðsþjálfara í knatt- spyrnu og handknattleik. Kristinn Svanbergsson var keppnismaður í alpagreinum skíðaí- þrótta um árabil og m.a. 6 ár í landsliði Islands. Hann er menntað- ur skíðaþjálfari og var tvö ár í íþróttaháskóla í Svíþjóð. Kristinn hefur séð um þjálfaranámskeið og verið á fjölmörgum heimsbikarmót- um og öðrum stórmótum. Kristinn hefur þannig prýðilega innsýn í íþróttina og er henni kunnugur frá mörgum hliðum. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa þá sem fást við að fjalia um íþróttir á opin- berum vettvangi." TILGANGUR Víkverja með því að minnast á að framkvæmda- stjóri Skíðasambandsins tæki þátt í að lýsa heimsbikarmótum í svigi á RÚV var ekki sá að kasta rýrð á Kristin Svanbergsson, sem gegnir embættinu. Víkverji tekur heilshug- ar undir að hann býr greinilega yfir mikilli þekkingu, en það kemur mál- inu einfaldlega ekki við. Hagsmuna- árekstrar geta vissulega átt sér stað, segir Ingólfur, en „báðum aðil- um [er] Ijós sú hætta sem slíku fylg- ir,“ segir hann! Hvað kemur það málinu við þó gerðir hafi verið samningar við fimm fyrirtæki um 18 útsendingar? Var það krafa fyrir: tækjanna að framkvæmdastjóri SKÍ tæki þátt í lýsingunum? Jafnvel að hann tæki viðtal við þjálfara Krist- ins Bjömssonar, en ekki íþróttaf- réttamenn RÚV? Gott er til þess að vita að starfsmenn sérsambanda muni ekki aðstoða reglulega við lýs- ingar. Ingólfur segir slíkt reyndar tíðkast t.d. varðandi landsliðsþjálf- ara í knattspymu og handknattleik, en þar er bara alls ekki um sam- bærilegt atriði að ræða. Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knatt- spymu, lýsir t.d. iðulega á Stöð 2 og Sýn en þá er um leiki erlendra iiða að ræða. RÚV myndi aldrei fá fram- kvæmdastjóra KSÍ til að aðstoða við lýsingu frá leik með landsliði Islands í knattspyrnu. Eða hvað? xxx INGÓLFUR klykkir svo út með því að segja að Kristinn hafi prýðilega innsýn í íþróttina - sem Víkverji hefur þegar tekið undir - og sé henni kunnugur frá mörgum hliðum. „Það er meira en hægt er að segja um ýmsa þá sem fást við að fjalla um íþróttir á opinberum vett- vangi.“ Hverja á Ingólfur við með síðustu setningunni? Sína eigin und- irmenn, kannski? x x x VÍKVERJI snæddi á Kaffivagn- inum fyrir skemmstu. Þar er heimilislegt að koma og maturinn góður „mömmumatur" eins og ein- hver tók til orða. Eitt vakti sérstaka athygli Víkverja; við peningakass- ann lá neftóbaksdós, sem hann hélt að einhver hefði ef til vill gleymt. En nei, svo var ekki: gestir gátu einfaldlega fengið sér nokkur korn í nefið í boði hússins, ef þá fysti, og dósin er nokkuð vinsæl að sögn. Sams konar dós stendur viðskipta- vinum Olís-bensínstöðva til boða, eftir því sem Víkverja er sagt. Óli heitinn, kenndur við Olís, er sagður hafa tekið þennan sið upp. xxx UNG vinkona Víkverja veltir stundum fyrir sér lífinu og til- verunni á annan hátt en fullorðna fólkið. A dögunum kom hún, einu sinni sem oftar, með svolítið annað sjónarhorn en vant er: „Veistu af hverju systkin mega ekki giftast?" Já, Víkverji taldi sig vita það, en svaraði að sjálfsögðu neitandi, til að heyra hennar hlið málsins - sem hún hafði bersýnilega velt talsvert fyrir sér. „Vegna þess að þá ættu börnin bara eina ömmu og einn afa!“ svaraði stúikan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.