Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 58
|8 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
■ ' ■ ■
m ^JJóte ÍreLá tur, oótury drómáiy óuLLufciði... .. .SuiáóÉenclincjum er murc^l ti( Íisla Íacjl Kynntu þér spennandi hótelnám við IHTTI hótel- skólann í Sviss. Fulltrúi frá skólanum heldur upplýsingafund í þingsal 1 á Hótel Loftleiðum mánudaginn 25. janúar kl. 16:30. : IHTTI býður upp á: 3ja ára BA nám í alþjóðlegum hótelfrceðum ó 2 1/2 árs nám í hótelstjórnun ; 1 árs framhaldsnám í hótelrekstri j 1 árs grunnnámskeið ^ ^ : 1 School of Hotel Management, Neuchatel, Sviss Qfrdlf'lfD z Heimasída: http://www.ihtti.ch —y ■
i£ : ■ _
byrjar
I. febrúar
Innntun hafin
j Sími 562 6844
1 email: oddura@itn.is
Þorrablót.á
Fosshótel Örk
Góðra vina fundur eins og þorrablót er órjúfanlegur hluti af okkar
menningu og viljum við gjarnan vanda þar til.
Fosshótel Örk býður til blóts 23. janúar og verða þar í boði fyrsta
flokks skemmtiatriði og að sjálfsögðu frábær matur.
Veislunni stjórnar Flosi Ólafsson en Ómar Ragnarsson
skemmtir gestum.
Matur og dansleikur verö 3.700,-
Gisting, þorrablót og morgunverðarhlaöborð verð 6.200,-
fOftHúTfi
Afþreying þin - okkar ánægja
Fosshótel Örk, Breiðumörk 1 • 810 Hveragerði • Sími: 483 4700 • Fax: 483 477S
1%
vj>mbl.is I
LLTAf= e/TTH\SA£) /VÝ/ i
FÓLK í FRÉTTUM
Leikstjórar Sögunnar
um Brandon Teena
eru þær Gréta Olafs-
dóttir ogj Susan
Muska sem báðar eru
búsettar í New York.
Dóra Ósk Halldórs-
dóttir hringdi í þær
og spurðist fyrir um
myndina og hvert
framhaldið væri.
SUSAN Muska og Gréta Ólafsdóttir.
KYNGERVISUSLI
BRANDON TEENA
DAG verður opnunarsýning á
heimildarmyndinni Sagan um
Brandon Teena, eða „The
Brandon Teena Story“ á Kvik-
myndahátíðinni. Heimildarmyndin
hefur vakið mikla athygli þar sem
hún hefur verið sýnd og var m.a.
kosin besta heimildarmynd kvik-
myndahátíðarinnar í Berlín á síð-
asta ári auk þess að vera valin besta
myndin af áhorfendum.
Pegar Gréta og Susan eru spurð-
ar um hver eftirleikurinn hafí orðið
eftir að myndin hlaut tvenn verð-
laun á kvikmyndahátíðinni í Berlín
segir Susan að „allt hafí orðið vit-
laust.“ Hún bætir við að myndin
hafi verið sýnd víðs vegar um heim-
inn og unnið alls til sjö verðlauna.
„Við fengum símhringingar
hvaðanæva úr heiminum og okkur
var boðið að sýna myndina. Við höf-
um líka selt sýningarréttinn til
bandarísku sjónvarpsstöðv-
arinnar HBO og hún verður
sýnd þar í júní,“ segir Sus-
an.
„Það má segja að allt síð-
asta ár hafi verið full vinna
við að kynna myndina. Við
höfum ferðast út um allan
heim, verið í viðtölum," bæt-
ir hún við og hlær. „Núna
erum við farnar að fá ennþá
fleiri tilboð um sýningar,"
bætir Gréta við, ekki síst
vegna allrar þeirrar um-
ræðu um hatursglæpi sem
varð í kjölfar morðsins á
samkynhneigða nemandan-
um í Wyoming á siðasta ári.“
Teena Brandon var stúlka í
Nebraska sem klæddi sig eins og
strákur og naut mikillar hylli í hlut-
verki karlmannins Brandons. Þegar
tveir kunningjar ástkonu Brandons
komust að líffræðilegu kyni
Brandons urðu þeir ævareiðir og
nauðguðu henni. Brandon kærði
nauðgunina en fékk litla samúð og
stuttu síðar réðust þeir John Lotter
og Thomas Nissan inn í hús þar sem
Brandon var gestkomandi og myrtu
hana og tvö önnur ungmenni.
Brandon var 21 árs þegar hún lét
lífið.
- Hver hafa fyrstu viðbrögð
áhorfenda verið við myndinni?
„Venjulega höfum við umræður
eftir myndina og oft hafa þær dreg-
ist því fólk sýnir sögunni mikinn
áhuga.“ Gréta bætir við að margir
spyrji mikið um fólkið í myndinni.
Hvað það sé að gera núna og hverjir
eftirmálar morðsins hafi verið.
„Evrópskir áhorfendur eru líka
mjög forvitnir um dauðarefsinguna
sem vekur ekki eins margar spurn-
ingar í Bandaríkjunum. Hérna sýn-
ir fólk kynferði Brandons mun
meiri áhuga og hvaða hlutverki kyn-
gervisusli spili í atburðarásinni.“
Susan og Gréta unnu að mynd-
inni um Brandon Teena í fjögur ár
og fóru margar ferðir til Nebraska
og töluðu margoft við fólkið sem á
hlut að máli. „Við kynntumst fólk-
inu í myndinni mjög vel, og gerðum
okkur far um að vinna traust þeirra.
Við vildum gera myndina sem eðli-
legasta og að fólkið myndi gleyma
veru okkar þarna og myndavélinni.
Einnig unnum við mikla undirbún-
ingsvinnu og lásum allt sem við
komumst yfir sem tengdist málinu
og sambærilegum tilfellum," segir
Susan.
„Við vildum ekki að áhorfendur
upplifðu að verið væri að troða ein-
hverjum skoðunum inn á þá með
frásagnarhætti myndarinnar. Frek-
ar reyndum við að láta fólkið í
myndinni koma sínum skoðunum á
framfæri og segja söguna eins og
hún gerðist. En sagan er svo sterk
að hún talar alveg fyrir sig sjálf.“
Sagan af Brandon Teena hefur
hlotið mikið lof þar sem hún hefur
verið sýnd og Susan segir að þegar
myndin hafi verið sýnd í New York
hafi nánast öll blöð birt dóma sem
voru mjög lofsamlegir. „Líklega
voru hjartnæmustu viðtökurnar í
Nebraska þegar við sýndum mynd-
ina þar í nóvember. Málið tengdist
fólkinu þar á persónulegri máta
heldur en annars staðar. Okkur
þótti mjög vænt um þær viðtökur,"
segir Gréta.
Diane Keaton keypti kvikmynda-
réttinn að bókinni um Brandon
Teena sem kom út fyrir þremur ár-
um og á tímabili var talað um að
Drew Barrymore hefði sóst eftir
hlutverki Brandons. Susan og Gréta
segja að ekkert hafi gerst í því máli
enn, og eru þær heldur vantrúaðar
á að leikin kvikmynd verði gerð eft-
ir sögunni.
- Hvers vegna ekki?
„Þetta er eiginlega ekki svona
Hoilywood-saga," segir Gréta og
hlær. „Ég held að þetta gæti orðið
frábær „óháð“ kvikmynd, en ég veit
ekki hvað stendur í veginum," bætir
hún við. „Ég hugsa að Diané
Keaton sé ekki tilbúin að nota
greiðslukortið sitt fyrir myndina,"
segir Gréta og Susan rifjar upp
fjármál myndar þeirra sem þær
fjármögnuðu úr eigin vasa.
- A kyngervisusli Brandons
kannski ekki upp á pallborðið í
Hollywood?
„Ja, ég veit það ekki. Við vitum í
raun og veru ekkert um
Hollywood," segir Gréta. „Samkyn-
hneigðar persónur í Hollywood-
myndum verða yfirleitt að vera
einsleitar. Annaðhvort gerðar
skrípalegar svo fólk geti hlegið, eða
þá að þær deyja úr eyðni. En sagan
um Brandon Teena ögrar stöðluð-
um ímyndum er ögrað. Til þess að
leikin kvikmynd gengi upp þyrfti að
byggja upp raunverulega samúð
með persónunni. Ég er ekki viss um
að vilji sé til þess í
Hollywood af því það er of
flókið og hentar ekki þeirri
oft einföldu heimsmynd sem
þaðan kemm-.“
Þegar Gréta og Susan eru
spurðar hvort ekki eigi að
setja Söguna um Brandon
Teena í Óskarsverðlauna-
samkeppnina í heimildar-
myndum springa þær úr
hlátri. „Það væri gaman að
vinna Óskarinn..." reynir
Susan að segja en hláturinn
hefur yfirhöndina. Þær hafa
greinilega ekki velt þeim
möguleika mikið fyrir sér.
En þær segja að það sé tals-
vert fyrirtæki að koma myndinni í
keppnina mörg skilyrði þui-fi að
uppfylla.
Þegar Susan og Gréta eru spurð-
ar um hver staða morðingjanna
tveggja sé í dag, segja þær að annar
þeirra, John Lotter, hafi fengið
dauðadóm en Thomas Nissen hafi
fengið þrefalt ævilangt fangelsi.
„Kvöldið afdrifaríka, 30. desember
1993, glötuðu fimm ungar mann-
eskjur lífi sínu, hvernig sem á það
er litið,“ segfi- Susan.
Susan og Gréta vilja lítið gefa upp
um væntanleg verkefni. „Við getum
eiginlega ekki rætt mikið um þetta
því annars verður hugmyndum okk-
ar stolið,“ segir Susan og hlátur
Grétu heyrist í bakgrunni. „Nei,
annars erum við með þrjú verkefni í
gangi núna, en þau eru ekki búin að
taka á sig endanlega mynd. En eitt
þeirra tengist Islandi,“ segir Susan
með stríðnisiegri röddu en vill ekki
gefa neitt frekar upp. Óneitanlega
er forvitni blaðamanns vakin en
þeirrí forvitni verður ekki svaiað í
þessu samtali og verður því tíminn
að leiða í ljós væntanlega heimildar-
mynd þeirra um íslensk málefni.
Brandon Teena