Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frjáls verðlagning tannlækna eftir að samningur við rfkið fáll úr gildi Arekstur við snjó- plóg KONA var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir árekstur við snjóplóg við Kúagerði á Reykjanesbrautinni um klukkan 14.30 í gær. Hún er ekki alvarlega slösuð. Arekst- urinn átti sér stað þegar kon- an ætlaði að fara fram úr bif- reið á leið til Reykjavíkur, en ók framan á snjóplóginn, sem kom úr gagnstæðri átt. Lenti bifreiðin vinstra megin á tönn snjóplógsins, sem reyndi að beygja frá og ók niður ljósa- staur í leiðinni. Akstursskil- yrði voru ekki góð, en skyggni var um 500 metrar og snjó- koma auk hálku. Bifreiðin skemmdist töluvert. Ráðuneytið gefur út eigin gjaldskrá í dag Hlutur sjúklinga getur hækkað SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum samninganefndar Tannlæknafé- lags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins og lítur forstjóri Trygg- ingastofnunar svo á að samningur þeirra sé fallinn úr gildi, verðlagn- ing tannlækninga sé orðinn frjáls og stofnunin hafi ekki lengur heim- ild til að endurgreiða fólki tannlæknareikninga. Til þess að bregðast við þessu stendur til að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið gefi í dag út reglugerð um gjaldskrá fyrir tannlækningar þeirra sem Trygg- ingastofnun aðstoðar með endurgreiðslu kostnaðar. Ef tannlæknar hækka gjaldskrá sína bera sjúklingar mismuninn. Samninganefndir tannlækna og Tryggingastofnunar hafa lengi átt í viðræðum um nýjan samning. Karl Steinai- Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar, segir að síðasta samningi hafí verið framlengt í góðri trú um að samningar væru að nást og tannlæknar fengið sínar hækkanir. I nóvember hafí verið skipt um fóik í stjórn og samninga- nefnd Tannlæknafélagsins og við það hafí viðhorf breyst. „Við heyr- um að þeh' hvetji til gjaldskrár- hækkunar sem er fjarri okkar sjón- anniðum og boðuðum þá til fundar síðastliðinn föstudag. Á fundinum lýstu fulltrúar tannlækna því yfir að þeir vildu ekki una því að vera á samningi áfram. Það þýðir að samningurinn er úr gildi fallinn og verðlagning tannlækninga orðin frjáls,“ segir Karl Steinar. Hann segir að framlenging gildandi samnings þar til nýr væri gerður byggðist á þvi að báðir aðilar væni um það sammála og sú forsenda væri ekki lengur til staðar. Hlutur sjúklinga gæti aukist Karl Steinar segir að samninga- nefnd Tiyggingastofnunar hafí óskað eftir viku fresti til þess að láta sjúklinga vita um breytta stöðu en því hafí fulltrúar tann- lækna hafnað. Tryggingastofnun hefur ekki heimild til að endur- greiða tannlæknakostnað nema í gildi sé samningur. Karl Steinar segir að til þess að verja sjúklinga fyrir of háum tannlæknakostnaði muni heilbrigðis- og tryggingaráð- herra í dag gefa út gjaldskrá fyrir tannlækningar þeirra sem Trygg- ingastofnun aðstoðar með endur- gi'eiðslu kostnaðar. Með henni verður Tryggingastofnun aftur heimilt að endurgreiða tannlækna- reikninga. Reglugerðin mun að sögn for- stjóra Tryggingastofnunar byggj- ast á núverandi gjaldskrá fyrir tannlækningar. Ef einhverjir tann- læknar hækka gjaldskrá sína mun hlutur sjúkhnga í tannlæknakostn- aði aukast sem því nemur, því end- urgreiðslan mun miðast við gjald- skrá ráðuneytisins. Karl Steinar sér ástæðu til að hvetja fólk til að gera verðsamanburð á milli tann- læknastofa og segir að tannlækn- um beri að láta verðskrár sínar hanga uppi, að minnsta kosti ef þeir setja upp annað verð en miðað er við í reglugerð ráðuneytisins. Ekki líkur á samkomulagi Börkur Thoroddsen, formaður samninganefndar tannlækna, sagði að samningurinn við Trygginga- stofnun hefði runnið út 31. október. Hann sagði að á sinni stofu greiddu sjúklingarnir reikninga fyrir tann- lækningar og fyrirkomulag endur- greiðslu væri ekki sitt mál. Hann kvaðst ekki vilja ræða málið frekar og bar við heiðursmannasamkomu- lagi við forstjóra Tryggingastofn- unar um að fara ekki með málið í fjölmiðla. Karl Steinar Guðnason sagði að þrátt fyrir allt væri það von sín að samkomulag næðist við tannlækna en viðurkenndi að ekki væri sjáan- legur grundvöllur viðræðna. Morgunblaðið/Ásdís SELURINN í öruggum höndum Katrínar Harðardóttur dýralæknis á skurðarborðinu í Húsdýragarðinum. Til aðstoðar eru starfsmenn Húsdýragarðsins, Margrét Dögg Halldórsdóttir og Gunnar ísdal. Veikur selur í aðgerð í Húsdýragarði á hringanóranum tókst mj ög vel KATRÍN Harðardóttir dýra- læknir framkvæmdi í gær að- gerð á nýjasta skjólstæðingi dýravinanna í Húsdýragarðin- um. Það er selur af tegund hringanóra, sem var dreginn upp úr Reykjavíkurhöfn á sunnudagskvöld, heldur illa á sig kominn. Var hann með graftarkýli á stærð við karl- mannshnefa á bakinu, að lfldnd- um eftir bit, að sögn Margrétar Daggar Halldórsdóttur rekstr- arstjóra Húsdýragarðsins. Var kýlið opnað og vilsunni hleypt út. Síðan var sett rör í opið, sem gegnir svipuðu hlutverki og drenlögn til að vilsan hlaupi enn frekar út á næstu dögum. Einnig var gert að öðru graft- arsári, sem var opið. Hefur haldið sig með stærri sel í höfninni Aðgerðin tókst vel og verður selurinn í Húsdýragarðinum til áframhaldandi meðferðar. Hann er tæplega ársgamall og er lítill eftir aldri þótt fullvax- inn sé, eða um 70 cm að lengd. Eðlileg lengd hringanóra er allt að 160 cm. Selurinn hefur sést í fylgd með sér stærri sel, sem átt hef- ur heimili í höfninni í yfir ára- tug. Sá stóri hefur því verið í höfninni frá því Jóhann Gunn- laugsson verkstjóri í Faxamark- aði hóf störf fyrir átta árum. „Það er engu líkara en stóri sel- urinn hafi verið að kenna þeim litla eitt og annað í lífsbarátt- unni hérna í höfninni," sagði Jóhann og bætti við að sá stóri væri afar gæfur og æti nánast úr hendi manns, en hann hefur vanist því að gaukað sé að hon- um úrgangi frá Faxamarkaði. Sá litli hefur ekki verið alveg eins gæfur og sagði Jóhann að hann héldi sig í öruggri fjar- lægð þegar félagi hans nyti góðsemi hafnarkarlanna. Aldrei er að vita nema sá litli læri að færa sig upp á skaftið haldi hann áfram að nema það er sá gamli temur, hittist þeir á nýjan leik. Aðalstræti breytt fyrir Isafoldarhúsið ÍSAFOLDARHÚSIÐ við Austurstræti 8 verð- ur á næstunni flutt að Aðalstræti 12 og þess í stað reist nýtt hús í Austurstræti 8. Ár- mannsfell hf. hefur keypt lóðina og að sögn Jóns Pálssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtæk- isins, er nú unnið að hönnun húss sem byggt verður á lóðinni. Hjá borgarskipulagi Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að ver- ið væri að vinna að til- lögu á vegum Armanns- fells inn í staðfest deiliskipulag fyi'ir svæð- ið. Gert væri ráð fyrir að um yrði að ræða verslunarhús jafnhátt nærliggjandi húsum, þ.e. fímm hæðir með inndreginni þakhæð. Ný framhlið á Aðalstræti 6 Jón Pálsson sagði að Ármannsfell hefði keypt lóðina 1. september og unnið að málinu síðan. Gerður hefur verið samningur milli Minja- vemdar og Reykjavík- urborgar um flutning Isafoldarhússins á lóð- ina á Aðalstræti. Fram- kvæmdir við undirbún- ing flutningsins eru hafnai' og mun verk- takafyrirtækið Byrgi ehf. byggja sökkla fyrir húsið, fyrstu hæð og plötu þar yfír. Kostnað- ur við verkið nemur um tíu milljónum ki'óna. Fyrirtækið er sömuleið- is að færa gamalt hús í Mjóstræti 6 í uppruna- legan búning, að sögn Konráðs Sigurðssonar hjá fyrirtækinu. Byrgi ehf. hefur sömuleiðis haflð fram- kvæmdir við endurnýj- un á húseigninni Aðal- stræti 6 sem löngum hefur verið kennd við Morgunblaðið. Konráð segir að endurnýja eigi alla glugga og gler, brjóta niður lárétta kanta á milli hæða og klæða húsið með áli. Þá verða settar upp nýjar þakrennur og hugað að ýmsu viðhaldi öðru. Eft- ir breytingarnar verða gluggaumgjörðir hvítar en klæðningin blá. Breytingarnar eru unnar fyrir Húsfélagið Aðalstræti 6, sem Reykjavíkurborg, Sölu- miðstöð hraðfrystihús- anna og aðrir eigendur húsnæðisins standa að. Kostnaðaráætlun hljóð- ar upp á milli 60 og 70 milljónir króna. Morgunblaðið/Ásdís HÚS Isafoldar við Austurstræti 8 verður flutt á næstunni að Aðal- stræti 12. KLÆÐNING verður sett á húsið númer 6 við Aðalstræti og ýmsar endurbætur gerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.