Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 1
15. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton flytur stefnuræðu sama dag og málsvörn hans hefst fyrir öldungadeild Segja enga forsendu til embættissviptingar Washington. Reuters. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti undirbýr stefnuræðu sína í Hvíta hús- inu í gær og nýtur við það aðstoðar ræðuritarans Michaels Waldmans og Mariu Echaveste, aðstoðarstarfsmannastjóra Hvíta hússins. VERJENDUR Bills Clintons Bandaríkjaforseta hófu í gær mál- flutning sinn fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhaldinu yfír forsetanum, aðeins nokki-um klukku- stundum áður en Clinton hélt stefnu- ræðu sína fyrir sameinuðu þinginu. „William Jefferson Clinton er ekki sekur um þau brot sem hann hefur verið sakaður um. Hann framdi ekki meinsæri, hann hindraði ekki fram- gang réttvísinnar. Það ber ekki að svipta hann embætti," sagði Charles Ruff, sem fer fyrir lögfræðingaliði Clintons, í ávarpi sínu til öldunga- deildarþingmannanna 100 sem gegna hlutverki kviðdóms í réttar- haldinu til embættismissis forsetans. Ruff sagði að jafnvel þótt tækist að færa sönnur á ákærurnar væri þar ekki um að ræða þá tegund glæpa, sem réttlæti embættissvipt- ingu samkvæmt stjórnarskrá. „Það var aldrei [lagalegur] grundvöllur fyrir því að fulltrúadeildin sam- þykkti ákæru til embættismissis, og hvorki nú né nokkurn tímann verður grundvöllur fyiir því að öldunga- deildin sakfelli [forsetann],“ sagði Ruff. Sterk ímynd forsetans Málflutningur Ruffs stóð í tvo og hálfan tíma, en á meðan bjó Clinton sig undir að flytja árlega stefnuræðu sína fyrir sameinuðu þingi í beinni sjónvarpsútsendingu, sem átti að hefjast kl. tvö í nótt að íslenzkum tíma. Að sögn talsmanna Hvíta húss- ins hugðist Clinton ekki minnast orði á réttarhöldin, en verjendur hans vonuðust til að með því að láta mál- flutninginn gegn sér ekki trufla sig við störf sín í þágu þjóðarinnar styrkist ímynd hans meðal almenn- ings, sem þó er sterk fyrir. I nýjustu skoðanakönnunum telja milli 60 og 70% Bandaríkjamanna að það væri rangt að dæma Clinton til embættis- sviptingar. Búizt var við að Clinton myndi beina sjónum í ræðunni að málum sem efst eru á baugi bandarískra innanríkisstjórnmála, svo sem menntamálum, félagsmálum, barátt- unni gegn glæpum og „góðærinu" sem ríkir í bandarísku efnahagslífí. Heimildir voru fyrir því að hann myndi einnig mælast til þess að efnt yrði tii nýrrar umferðar alþjóðlegra viðræðna um viðskipti í heiminum, innan vébanda Heimsviðskiptastofn- unarinnar, í því skyni að bregðast við röddum einangrunarsinna sem upp hafa komið í Bandaríkjunum eftir að ríki í Asíu, Suður-Ameríku og víðai- hafa steypzt í efnahagskreppu og valdið ómældum óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Líkur aukast á vitnaleiðslum Málflutningur Ruffs í gær miðaði ekki sízt að því að sýna fram á glopp- ur í málflutningi hinna 13 „saksókn- ara“ fulltrúadeildar þingsins, sem lögðu málið gegn Clinton fyrir öld- ungadeildina, en þeir eru allir þing- menn Repúblikanafiokksins. Ruff dró í efa túlkun þeirra á málsgögn- um og þeim viðmiðum sem þeir not- uðust við er þeir lögðu mat á hin meintu brot forsetans. Hlé var gert á réttarhaldinu þar til kl. 18 í kvöld að íslenzkum tíma. Þá mun Dale Bumpers, fyri-verandi öldungadeildarþingmaður demó- krata, leggja sitt til málsvai-nar Clintons. Enn er óljóst hvort vitni verði köll- uð fyrir, en þar sem farið er að bera á flokkadráttum í öldungadeildinni, þar sem repúblikanar eru í meiri- hluta, er talið líklegt að af vitnaleiðsl- um verði og bæði Monica Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlka í Hvíta hús- inu, og forsetinn sjálfur verði meðal stefndra. Vitnaleiðslurnar gætu dregið réttarhaldið á langinn. „Ófrjór“ faðir Krefst skaðabóta fyrir barn Ósltí. Morgunblaðið. HÆSTIRÉTTUR Noregs þarf nú að úrskurða í máli manns, sem krefst skaðabóta fjTÍr að hafa orðið faðir þrátt fyrir að hafa gengizt undir ófrjósemisaðgerð. Aftenposten skrifar að dóm- urinn þurfí að taka afstöðu til spuminga á borð við: Getur það reiknast sem tap að eign- ast heilbrigt barn? Og er hægt að fara fram á skaðabætur fyr- ir þau útgjöld sem það kostar að ala upp barn sem foreldr- arnir ætluðust ekki til að kæmi í heiminn? Málavextir eru þeir, að mað- ur nokkur búsettur í Þránd- heimi fór í ófrjósemisaðgerð fyrir 14 árum, en varð samt faðir, gegn vilja sínum. Hann kærði sjúkrahúsið þar sem að- gerðin var gerð og krefst skaðabóta. I kærunni var þó ekki nein tiltekin upphæð nefnd um þann kostnað, sem hið óumbeðna sveinbarn bak- aði föðurnum. I fyrstu umferð lætur hann sér nægja að fá hæstarétt til að skera úr um hvort ekki séu lagalegar for- sendur fyrir því að hann krefj- ist skaðabóta af eiganda sjúkrahússins, Suður-Þrænda- lagasýslu. Drengurinn óvelkomni á þriggja ára afmæli í vikunni. Júgóslavíustjórn frestar brottrekstri yfírmanns ÖSE í Kosovo Lítill árangur af leið- angri hershöfðingja Hækkun á Wall Street Brasilia, New York. Reuters. HLUTABRÉF hækkuðu í verði í kauphöllinni á Wall Street í gær, er fjárfestar hristu af sér ótta við að fjármálakreppan í Brasilíu spillti fyrir viðskiptum á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum og búizt var við að Bill Clinton Bandaríkjafor- seti myndi með sterkri stefnuræðu auka mönnum bjartsýni. í helztu kauphöllum Evrópu lækkaði gengi hlutabréfa hins vegar nokkuð, eftir allnokkra hækkun á mánudag. Gengi brasilíska realsins lækkaði enn gagnvart dollaranum. Jórdaníu- konungur snýr heim HUSSEIN Jórdaníukonungur lýt- ur í guðsótta að fósturjörð sinni á flugvellinum í Amman eftir heimkomu sína í gær, en hann var í hálft ár í krabbameinsmeð- ferð í Bandaríkjunum. Honum var tekið með kostum og kynjum af þegnum sínum, sem söfnuðust í hundruðaþúsundatali út á götur til að fagna honum. ■ Sagður vi]ja/18 Belgrad, Brussel, London, Petrovo. Reuters. TVEIR hæstsettu hershöfðingjar Atlantshafsbandalagsins (NATO) færðu í gær Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu, harðorð skilaboð til Belgrad vegna aðgerða öryggis- sveita Serba í Kosovo undanfarna daga. Svo virðist sem skilaboðin hafí strax haft einhver áhrif, þar sem serbneskir fjölmiðlar sögðu frá því að William Walker, yfirmaður óvopnaðra eftirlitssveita ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, í Kosovo, fengi dvalarleyfí sitt framlengt um einn sólarhring, en þegar viðræðunum lauk í gærkvöldi var haft eftir aðstoðarmönnum hers- höfðingjanna að enginn árangur hefði náðst. Júgóslavnesk stjórnvöld höfðu áður gert Walker að yfirgefa landið fyrir miðvikudagskvöld. Hershöfðingjarnir Wesley Clark, sem er yfírhershöfðingi NATO, og Klaus Naumann, formaður hermála- nefndar bandalagsins, flugu á fund Milosevic eftir að stjórn hans fyrir- skipaði að Walker hypjaði sig. Walk- er hafði sakað serbneskar öryggis- sveitir um að bera ábyrgð á fjöldamorði á Kosovo-Albönum í þorpinu Racak fyrir helgi. Hershöfðingjamir vöraðu Milos- Wesley Clark Klaus Naumann evic við því að loftárásir væru yfir- vofandi ef hann héldi áfram að brjóta vopnahléssamkomulagið frá því í október, sem batt í bili enda á blóðug átök öryggissveita Serba og aðskiln- aðarsinnaðra Kosovo-Albana. Fundur hershöfðingjanna með Milosevic stóð í um sjö tíma og lauk í gærkvöldi. „Okkur skilaði ekkert áfram,“ sagði háttsettur embættis- maður úr höfuðstöðvum NATO sem var í fylgd með Clark og Naumann. NATO þrýstir á Júgóslavíustjórn að virða vopnahlé í Kosovo-héraði, afturkalla brottrekstrarskipun Walk- ers og að hún heimili Louise Arbour, stríðsglæpasaksóknara Sameinuðu þjóðanna, að rannsaka Racak- fjöldamorðið. Júgóslavneskir réttarlæknar, sem í umboði stjórnvalda í Belgrad skoð- uðu líkin sem eftirlitsmenn ÖSE fundu í Raeak á laugardag, sögðu í gær að ekkert þeiira sýndi ummerki um aftöku. Hótunin um loftárásir í gildi Hvort tveggja Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, og Mad- eleine Albright, utanríkisráðheraa Bandaríkjanna, ítrekaði að hótunin um að Júgóslavía yrði beitt loftárás- um væri enn í fullu gildi og ekkert væri því til fyrirstöðu að henni yi-ði hrint í framkvæmd. Frakkar hafa sagt að ekki sé hægt að útiloka loftárásir, en Rússar - ásamt nokkrum NATO-þjóðum, þar á meðal Grikkjum - hafa lýst mis- munandi mikilli andstöðu við slíkar aðgerðir. Spánverjar og Þjóðverjar vöruðu við asa í ákvörðunum um beitingu hervalds. Um 20.000 Kosovo-Albanir eru sagðir hafa flúið heimili sín á síðustu vikum vegna átakanna í héraðinu. Margir þeirra hafa leitað skjóls í frosnum fjallaskógum. ■ Fjöldamorð og fyrirsláttur/19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.