Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANDNAM íSKÓLUM KENNSLUAÐFERÐIR hafa tekið nokkrum breyting- um í tímans rás þó að trúin á gömlu ítroðsluaðferð- ina, þar sem treyst er á utanbókarlærdóm, sé lífsseig. Nokkuð hefur verið talað um svokallað uppgötvunarnám, þar sem nemendum eru ekki færð svör á silfurfati, sem þeir eiga svo að læra utan að, heldur þeim gefnar ákveðn- ar forsendur til að vinna úr. Aukinn skilningur hefur ver- ið markmið þessarar aðferðar, en ítroðsluaðferðin hefur ekki þótt leggja nægilega mikið upp úr því að börn öðlist skilning á því sem þau eru að læra. Jafnframt hafa á und- anförnum árum þær raddir orðið háværari að leggja beri meiri áherslu á að virkja sköpunarkraftinn og hæfileikana sem búa í hverjum nemanda. Hefur í því samhengi meðal annars verið talað um að efla beri listnám í skólakerfinu. Að einhverju leyti hafa þessar hugmyndir haft áhrif á kennslu í skólum landsins og sjá má merki þeirra í nýrri skólastefnu sem kynnt var á síðasta ári. Herdís Egilsdóttir, kennari, hefur þróað nýja kennslu- aðferð, eins og fram kom í viðtali við hana hér í blaðinu í gær, en hana hefur hún notað um áratugaskeið í Skóla Isaks Jónssonar. Aðferðin er að vissu leyti skyld fyrr- nefndri uppgötvunaraðferð, en Herdís hefur látið nem- endur sína, sex til átta ára gamla, nema ný lönd og skapa þar heil þjóðfélög með öllu sem því fylgir, allt frá gerð þjóðfána til myndunar skóla- og heilbrigðiskerfis. Börnin hafa m.ö.o. þurft að takast á við allar þær spurningar sem vakna þegar numið er nýtt land og stofna á nýtt þjóðfé- lag. Ásamt þessu mikla verkefni fara börnin yfír hefð- bundið efni. Markmiðið með þessari aðferð segir Herdís að sé að víkka sjóndeildarhring barnsins en ennfremur telur hún að aðferðin henti sérlega vel til að efla hina ólíku hæfileika sem búa með nemendum, rækta það sem þeir gera best. Að auki samþætti hún námsgreinar grunn- skólans. Landnámsaðferð Herdísar er allrar athygli verð. Hún er vafalaust ein af leiðunum sem hægt er að fara að því að uppfylla það háleita markmið sem talað er um í kennslu- skrám, að starf með börnum skuli vera skapandi og að einstaklingar fái að njóta sín. FJÖLDAMORÐ MILOSEVICS ÞAÐ varð snemma ljóst í Bosníudeilunni að loforð Slobodans Milosevics Serbíuforseta eru ekki mikils virði. í þeim efnum hefur ekkert breyst. í október á síð- asta ári féllst Milosevic á að láta af ofbeldi gagnvart óbreyttum íbúum Kosovo og að óvopnaðir eftirlitsmenn á vegum ÖSE fengju að koma til Kosovo. Það samkomulag náðist þó ekki fyrr en loftárásum hafði verið hótað og þá þegar höfðu þúsundir íbúa Kosovo fallið og hundruð þús- unda til viðbótar misst heimili sín. Fjöldamorðin í þorpinu Racak í síðustu viku, þar sem 45 óbreyttir borgarar voru teknir af lífi, skotnir í höfuðið af stuttu færi, sýna glögglega að Milosevic er enn við sama heygarðshornið. Hann hefur ekki áhuga á friðsam- legri lausn í Kosovo. Með því að vísa yfirmanni eftirlits- sveitanna úr landi er hann að auki að gefa umheiminum langt nef. Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO, ítrekaði í gær að Serbar gætu átt von á fyrirvaralausum loftárásum, létu þeir ekki af ofbeldi í Kosovo. Atlantshafsbandalagið stendur hins vegar frammi fyrir enn flóknara vandamáli en í Bosníu. Bosnía var þegar viðurkennd sem sjálfstætt ríki. Kosovo er hérað í Serbíu og enn sem komið er virðist ekki vera vilji til að styðja við sjálfstæðiskröfur íbúanna. Eftir því sem dregur úr lögmæti stjórnar Serba í Kosovo hljóta menn þó óhjákvæmilega að spyrja hvort hjá því verði komist til lengdar. Serbíuher er mun harðskeyttari andstæðingur en sveit- ir Bosníu-Serba voru á sínum tíma. Hernaðaraðgerðir eru þó líklega eina tungumálið sem Milosevic skilur. Verði gripið til loftárása verða markmiðin hins vegar að vera skýr sem og viljinn til að leiða mál til lykta með öllum til- tækum ráðum. Evran: stórt skref, sem ekki skilst að fullu fyrr en síðar ATHYGLI hagfræðinga og annarra áhugamanna um hagfræði beinist þessai- vik- umar að evranni og afdrif- um hennai- á fjármálamörkuðum heimsins. Jónas H. Haralz fyrrverandi bankastjóri Landsbanka íslands hefur á ferli sínum haft gott tækifæri til að fylgjast með framvindu efnahagsmála heimsins, því hann hefur ekki aðeins starfað heima fyrir, heldur var hann hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington 1950-1957 og aðalfulltrúi Norðurlanda í stjóm bankans 1988- 1991. Síðan hefur hann stai-fað að ýmsum verkefnum á sviði alþjóðamála og er nú að leggja lokahönd á ágrip af sögu Norræna þróunarsjóðsins, sem heldur upp á tíu ára afmæli í byrjun febrúar. A tímamótum í gj aldeyrismálum Evrópu Evran: Nauðsyn eða ekki? og heimsins ræddi Sigrdn Davíðsdóttir við Jónas H. Haralz fyrrverandi bankastjóra um evruna og markaðinn. Evran og nýjar horfur í kjölfar hennar hafa verið ákaft ræddar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Gjaraan er spurt hvort þörf sé á evrunni og því liggur beint við að spyrja Jónas þess. „Út af fyrir sig er ekki þörf á henni, en þetta er nýtt skref og það framfaraskref. Það hefur verið komið á sameinuðum markaði, sem vinnur vel, en með evrunni ætti hann að geta orðið enn betri. Evran eyðir gengisá- hættu, auðveldar verðsamanbui’ð, glæðir samkeppni og örvar ferða- mennsku. Evran er mikið skref, og hvert það skref leiðir mun ekki skilj- ast að fullu fyrr en síðar meir. Úr því þetta var gert, má tilraunin til með að takast. Annað væri reiðarslag fyrir ESB. Önnur tilraun yrði ekki gerð í langan tíma, auk þess sem fyrri ár- angur gæti glatast." Hið komandi Evruland er oft borið saman við Bandaríkin, en þar er þó reginmunur á. Hver er helsti munur- inn í þínum huga? „I Bandaríkjunum komst á sameig- inlegur markaður, þegar Bandaríkin vora stofnuð, en peningamálin vora deilumál alla síðustu öld og seðla- bankinn bandaríski, Federal Reserve, var ekki stofnaður fyrr en 1913. Við- skipti innan Bandaríkjanna væru augljóslega mun torveldari ef Kali- fornía hefði aðra mynt en Nýja Eng- land. Sem eitt myntsvæði hafa Bandaríldn þó mikla kosti fram yfir Evrópu. í Bandaríkjunum er töluð ein og sama tungan og hreyfanleiki fjár- magns og vinnuafls er mikill. Banda- ríkjamenn hika ekki við að festa fé í öðra ríki en heimaríkinu eða flytja sig landshorna á milli séu góðir atvinnu- kostir í boði. Sérhvert ríki innan Bandaríkjanna hefur allmikið forræði í eigin málum, svo sem í menntamál- um. En jafnframt ráðstafar sam- bandsstjómin í Washington miklum fjármunum til vamarmála, almanna- trygginga og heilbrigðismála. Verði einhver landshluti fyrir áfalli getur sambandsríkið komið til aðstoðar. Beiting fjármála til hagstjómar er því miklu áhrifameiri en hún getur verið í Evrópusambandinu. í Evrópu er öðravísi umhorfs. Þar er hreyfanleiki vinnuafls lítill og fjár- magnsflutningar torveldari, enda þótt evran muni greiða fyrir þeim. Verði einstök lönd fyrir áföllum, geta þau ekki lengur gripið til gengisins sem aðlögunartækis. Þegar svo hreyfing vinnuafls er treg og fjár- magnið stirt í vöfum verður sjálf- krafa aðlögun seinvirk. Sameiginlega myntin kemur ekki að fullum notum nema meiri hreyfanleiki komi til sög- unnar. Sjóðir Evrópusambandsins eru of litlir til þess að koma að gagni við slíkar aðstæður og ströng skilyrði sem sett vora fyrir aðild að myntsam- bandinu geta beinlínis komið í veg fyrir að einstök ríki geti beitt eigin fjárlögum til aðlögunar." Morgunblaðið/Kristinn JÓNAS H. Haralz fyrrverandi bankasljóri. Spennandi tímar Sumir sögðu einmitt að fyrst ætti að samræma vinnumarkað ESB og aðrar aðstæður, en nú er sagt að evr- an muni knýja fram slíkar breyting- ar. Hver er skoðun þín á þessu? „I því efni eru vandamál á ferðinni, sem einkum snerta hið pólitíska and- rúmsloft í ESB. I öllum þessum lönd- um, nema á Irlandi og Spáni, era vinstri- eða miðvinstristjómir við völd. Jafnaðarmenn á meginlandinu hafa hinsvegar ekki breytt fyrri við- horfum sínum í þeim mæli sem gerst hefur í Bandaríkjunum og Bretlandi undir forystu þeirra Clintons og Bla- irs. A meginlandinu streitast menn enn við að halda í þær hömlur sem með lögum, reglugerðum og samning- um hafa gert vinnumarkaðinn óþjálan og hafa beinlínis orðið valdir að því mikla atvinnuleysi, sem þar er ríkj- andi. Því má raunar skjóta inn, að ís- lenska verkalýðshreyfingin á þakkir skilið fyrir frjálslyndi sitt í vinnu- markaðsmálum, sem mjög hefur stuðlað að góðu atvinnustigi hér á landi. Það er því hætta á, að tilkoma evr- unnar verði ekki á næstu árum notuð til að betrambæta markaðsskilyrði. Þvert á móti má búast við að reynt verði að beita pólitískum þrýstingi til þess að knýja fram undanlátsamari stefnu í peningamálum en góðu hófi gegnir og komast þar með hjá erfið- um umbótum. En ég hefi enga trú á að hugmyndir um að efla gamla vel- ferðarkerfið án róttækra umbóta geti gengið upp. Þær geta staðist um stund í góðæri en duga ekki til lengd- ar.“ í Frakklandi og víðar hefur glíman við að ná tilsettum efnahagsforsend- um evrannar leitt til spennu. Er ekki hætta á að sú spenna fari enn vax- andi? „Svo gæti vel farið. Menn álitu að evran kæmi á réttum tíma. Megin- landið liggur 2-3 áram á eftir Bret- landi og Bandaríkjunum í uppsveiflu og hún virtist vera að koma á megin- landinu, en nú hefur Asíukreppan slegið á væntingar um hagvöxt. Tím- inn er því ekki eins heppilegur og virtist um hríð. Það er þó ósennilegt að við séum á leið inn í kreppu, því staðan í Bandaríkjunum er góð og það skiptir meginmáli. Þar eru vextir til- tölulega háir, unnt að lækka þá til að hindra krappa sveiflu niður á við og þar er fjárlagaafgangur, sem hægt er að nota. Það þyrfti sérstaka vanstjórn í Bandaríkjunum til að samdráttur þar yrði stórfelldur. í Evrópu er einnig svigrúm til vaxtalækkana þegar með þarf. Nú er Evrópski seðlabankinn að taka við stjórninni og miklu skiptir að hann rati rétta meðalveginn. Það eru ýmsar hættur framundan, en bætt hagstjórn og nánari alþjóðleg samvinna ættu að geta komið í veg fyrir óheillaþróun á borð við þá sem varð upp úr 1930. Ég er því bjartsýnn, þrátt fyrir allt, en þetta verða spennandi tímar.“ Sjálfstæðir seðlabankar - en þó með pólitískan stuðning Þó mikið sé talað um sjálfstæði seðlabanka og mikilvægi þess þá gleymist oft að seðlabankar þurfa engu að síður að hafa styrka pólitíska stoð. Það gildir einnig um banka eins og hinn þýska Bundesbank og Feder- al Reserve, Fed, í Bandaríkjunum, en slíka stoð hefur Evrópski seðlabank- inn ekki. Hvaða áhrif heldur þú að það hafi? „Þetta er mikilvægt atriði. Fed hef- ur stoð í sjö svæðisbönkum í Banda- ríkjunum. Fulltrúar þeirra eiga sæti í stjóm Fed í Washington, auk þess sem ríkisstjórnin skipar hluta stjórn- arinnar og þá einnig formanninn, sem nú er Alan Greenspan. Fed hefur næstum eins sjálfstæða stöðu og Bundesbank, en er samt undir áhrif- um frá ríkisvaldinu, og þarf jafnframt á stuðningi þess að halda. Stefna Clintons Bandaríkjaforseta hefur ver- ið að grípa sem minnst fram fyrir hendur Greenspans, en veita honum jafnframt stuðning. Það, ásamt tökum á fjárlögunum, er ekki síst skýringin á góðu gengi í Bandaríkjunum og er Clinton til hróss. 1 Evrópska seðlabankanum er þessi pólitíski stuðningur ekki til staðar, heldur eru það mismunandi öfl sem togast á. Ef Bretland gerist aðili að EMU mun það enn auka á spennuna sem þegar er á milli Frakka og Þjóð- verja. Þrátt fyrir skoðanir Lafontaine, fjármálaráðherra Þýskalands, svífur andi Bundesbank enn yfir vötnunum og sjónarmið eru önnur í Þýskalandi en í Frakklandi. Það sem vakti fyrst og fremst fyrir Helmut Kohl, fyrrver- andi kanslara, var sameining Évrópu. Frá sjónai-miði Frakka réð Bundes- bank of miklu og hugmyndin var því að fá evrópskan seðlabanka, þar sem Frakkar ættu sæti við borðið. Frakk- ar hafa önnur sjónarmið en Þjóðverj- ar - og varasamari segja sumir hag- fræðingar, þvi Frakkar eru hallari undir pólitísk afskipti um stjóm pen- ingamála. í ljósi þessa verður að líta á kröfu Frakka um að fá sinn mann sem aðal-seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans, sem tekur við efth' fjögur ár ef að líkum lætur. Þessi tog- streita á vísast eftir að koma betur í ljós með tímanum.“ Lýðræði er lykilatriði Býst þú við að evran muni ýta und- ir pólitískan samrana Evrópu? „Það athyglisverða er, að evran að réttu lagi ætti að ýta undir fjárhags- lega sjálfstjórn einstakra ríkja til að greiða fyrir aðlögun að sameiginlegri mynt, ekki þvert á móti. Eins og ég áður drap á er þó hætt við, að reynt verði að knýja fram samræmda stefnu í fjármálum og skattamálum til þess meðal annars að halda skattstigi háu og standa undir óumbreyttu og ólagfærðu velferðarkerfi. Þetta væri ekki heillavænleg þróun.“ Robert Reich, fyrrverandi atvinnu- málaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að á endanum verði hvorki hægt að tala um framleiðsluvörur einnar þjóðar, mai'kað einnar þjóðar né hag- kerfi einnar þjóðar. Er hagkerfi grundvallað á þjóðríkinu að hverfa? „í rauninni er hér um að ræða þró- un í tvær mismunandi áttir. Annars vegar færast verkefni eins og skipu- lag viðskipta- og peningamála frá þjóði-fkinu til alþjóðlegra samtaka og stofnana. Þetta er heilbrigð og hag- stæð þróun. Sú starfsemi sem hér um ræðir verður að fara fram á markaði og þann markað verður að skipu- leggja á víðara grandvelli en sem svarar til hvers og eins þjóðríkis. Hins vegar færast önnur verkefni, svo sem menntamál og hvers konar velferðarmál, frá þjóðríkinu til smærri eininga innan þess, lands- hluta, héraða, sveitarfélaga, eða frjálsra félagasamtaka. Þetta er einnig heilbrigð þróun vegna þess að starfsemin færist nær áhrifum þeima, sem hlut eiga að máli. Margir virðast þó óttast, að leiðin liggi á vald ópersónulegra mark- aðsafla, sem þeir geti ekki haft áhrif á. Þeir sem svo hugsa gæta þess ekki, að markaðurinn býður hverjum og einum kosti sem þeim stóðu ekki áður til boða, auk þess sem þær reglur sem um markaðinn gilda era settar af samfélaginu, hvort sem það er á grundvelli þjóðríkis eða alþjóðlegra samtaka." En eru stjórnmálamenn sjálfir ekki duglegir við að ýta undir tilfinningu um hjálparleysi, þegar þeir vísa til markaðarins sem óvinar? „Stjórnmálamenn ættu að varast að gera því skóna að þeir geti komið ein- hverju góðu til leiðar með beinum af- skiptum. Hlutverk þeirra er að móta þær almennu reglur, sem eru gi'und- völlur frjálsra viðskipta. Reynslan sýnir að besta undirstaða hagsældar og velferðar er frjáls markaður í lýð- ræðisþjóðfélagi. I þróunarlöndunum er þróun lýðræðis mál málanna. Þar er engin von um eðlilega þróun nema lýðræðið komi til sögunnar. Þar sem lýðræðinu er ábótavant era heilbrigð- ar samkeppnisreglur lagðar fyrir róða og íyrirtæki ávinna sér aðstöðu í samvinnu við spillt rfldsvald einsog gerðist í Austur-Asíu. í ágætri grein í „The Economist“ nýlega bendir James D. Wolfensohn, forseti Al- þjóðabankans, á mikilvægi þess að spillingu sé útrýmt úr stjórnum fyrir- tækja, en slíkt gæti aðeins orðið á vel starfandi markaði með opnu flæði upplýsinga þar sem áhrifa eigenda, almenningsálits og fjölmiðla gætti. Hér á Islandi era fyrirtæki einnig orðin opnari en áður var. Flest stærri fyrirtækin eru orðin hlutafélög og veita ítarlegar upplýsingar um af- komu sína og fyrirætlanir. Þetta er allt annað en áður tíðkaðist, hvort sem um var að ræða rekstur einkaað- ila, samvinnufélaga eða ríkisins sjálfs. Vissulega geta sterk fyrirtæki mis- notað stöðu sína, en leiðin til að fyrir- byggja það er starfsemi fyrir opnum tjöldum á vel virkum markaði." MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 29 5 ASÍ hefur kært íslenska ríkið til Eftirlitsstofnunar EFTA ASI telur að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja réttindi þungaðra kvenna á vinnumarkaði eins og skylt sé vegna aðildar- innar að Evrópska efnahagssvæðinu. Éb,. + wM:. Mmm, ■ m Bj Æ JÍæ> fek, " * b-c t Wk, ”■ ;í H- Æ ■ . vi p 1» mz Jms \\ ' M i+'- % 9 WS '" ææ r>: L. .... i Tekist á um reglur um rétt þungaðra kvenna ASÍ hefur kært íslenska ríkið til Eftirlits- stofnunar EFTA fyrir að hafa ekki fullgilt tilskipun ESB um réttarstöðu þungaðra kvenna með fullnægjandi hætti. Ómar Friðriksson kynnti sér deilur ASI og stjórnvalda um málið. LÞÝÐUSAMBAND ís- lands hefur ítrekað en ár- angurslaust kvartað við ís- lensk stjómvöld um, að ákvæði tilskipunar 92/85/EBE frá 19. október 1992 hafi ekki öðlast gildi á íslandi með fullnægjandi hætti. Síð- ast var það gert með bréfi dags. 12. október 1998 ... en því hefur ekki ver- ið svarað." Þannig hljóða upphafsorð kæru á hendur íslenska ríldnu sem ASI hefur sent til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir að hafa ekki full- gilt með fullnægjandi hætti tilskipun ESB um lögleiðingu ráðstafana til að auka öryggi og heilbrigði á vinnu- stöðum fyrh' þungaðar konur eða konur sem hafa nýlega alið börn eða hafa börn á brjósti. Málinu fylgt fast eftir Fulltráar ASI hafa fylgt þessu máli fast eftir og hafa átt í bréfa- skiptum, viðræðum og deilum við fulltrúa ráðuneyta félagsmála og heilbrigðis- og tryggingamála undan- farið eitt og hálft ár um þetta mál. Félagsmálaráðuneytið gaf út reglu- gerð í júlí 1997 í þeim tilgangi að tryggja þau réttindi sem umrædd til- skipun felur í sér varðandi vinnu- vernd þungaðra kvenna. ASÍ gerði strax mjög alvarlegar athugasemdir við þessa framkvæmd og taldi reglugerðina á engan hátt fullnægjandi. í viðræðum félagsmála- ráðuneytisins og fulltráa ASÍ féllst ráðuneytið síðan á athugasemdir og ábend- ingar ASÍ og var reglugerðin gefin út endurskoðuð í nóvember sl. Eru full- trúar ASI þeirrai' skoðunar að efni hennar uppfylli nú að öllu leyti vinnuverndarákvæði tilskipunarinn- ar. Umrædd tilskipun er þó mun víð- tækari að efni, þar sem í henni er einnig kveðið á um rétt þungaðra kvenna og mæðra til greiðslna í fæð- ingarorlofi, leyfi frá vinnu og greiðsl- ur á meðan það stendur yfir og um rétt þeirra til verndai' við uppsögn- um. Þessi atriði heyra undir heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið og era uppi mjög skiptar skoðanir ASI og sérfræðinga heilbrigðisráðuneyt- isins um hvemig beri að túlka um- rædd ákvæði. Bann við uppsögnum Tilskipunin kveður m.a. á um 14 vikna fæðingarorlof að lágmarki og bætur sem „teljast hæfilegar ef þær tryggja að minnsta kosti jafnmiklar tekjur og hlutaðeigandi starfsmaður fengi í veikindafríi, hugsanlega bundið við eitthvert hámark sem kveðið er á um í innlendri löggjöf,“ eins og segir í tilskipuninni. Lagt er bann við að segja konum upp á tíma- bilinu frá upphafi meðgöngutíma til loka fæðingarorlofs þeirra nema í undantekningartilvikum sem tengj- ast ekki ásigkomulagi þeirra. Ýmis vinnuvemdarákvæði tilskipunarinn- ar eiga að ti-yggja að þungaðar kon- ur vinni ekki við störf sem era hættuleg heilsu þeirra, og má m.a. ekki skylda þær til að vinna að næt- urlagi. Jafnframt er kveðið á um að þeim séu tryggðar áframhaldandi launagreiðslur og eða bætur t.d. þegar um er að ræða flutning milli starfa eða vinna er bönnuð af þess- um ástæðum. Fulltráar ASÍ halda því m.a. fram að núgild- andi ákvæði almanna- tryggingalaga um 60 daga hámarks greiðslu- tíma fæðingarstyrks og dagpeninga fyrir bamsburð fullnægi hvergi nærri kröfum tilskipunarinn- ar, því reynt geti á ákvæði hennar allt frá upphafi meðgöngu. Þá er uppi ágreiningur milli ráðuneytisins og ASI um túlkun tilskipunarinnar varðandi fæðingarorlofsgreiðslur og upphæðir greiðslu sem þungaðar konur eða konur sem hafa nýlega alið börn geta átt rétt á ef þær þurfa að leggja niður störf af öryggisá- Deilumál sem dómstólum ber að skera úr um stæðum. Deilt er um hvort miða eigi við þau laun sem viðkomandi starfs- maður ætti rétt á í veikindaforföllum eða þær hámarksbætur sem kveðið er á um í almannatryggingalöggjöf- inni. I bréfi heilbrigðisráðuneytisins um málið frá í janúar á síðasta ári segir: „Hér á landi era gi'eiðslur í fæðingarorlofi hluti af almanna- tryggingakerfinu. Almannatrygg- ingakerfið byggir að meginstefnu til á sömu greiðslum til allra þegna miðað við sömu aðstæður, þó þannig að í mörgum tilfellum era greiðslur til þeirra sem hærri tekjur hafa skertar. Ef greiðslur í fæðingarorlofi ættu að miðast við kjarasamnings- bundinn rétt einstaklinga til launa í veikindaforfóllum, þannig að hærra launaðar konur gætu haft verulega hæn'i greiðslur í fæðingarorlofi, en þær sem lægri laun hafa, væri það í miklu ósamræmi við þær reglur sem almennt gilda um greiðslur al- mannati'ygginga.“ Einnig hefur ráðuneytið bent á að skv. tilskipun- inni skuli tryggja 14 vikna fæðingar- orlof, en hér á landi sé það veralega lengra, eða tæpar 26 vikur. Fulltráar ASÍ hafa harðlega mót- mælt túlkun ráðuneytisins m.a. varð- andi rétt þungaðra kvenna til launa- greiðslna í veikindum og meginefni tilskipunarinnar um að tryggja beri konum í fæðingarorlofi, eða ef þær þurfa að láta af störfum, viðunandi framfærslu. í kærunni til ESA er bent á að upphæð greiðslu í fæðing- arorlofi hafi farið hlutfallslega lækk- andi undanfai'in ár miðað við lág- markslaun skv. kjarasamningum og ekki sé tekið tillit til þeirra tekna sem hlutaðeigandi starfsmenn afla fyi'ii' töku fæðingarorlofs þegar upp- hæð greiðslu sé ákveðin. Þá er það mat ASÍ að stjórnvöld verði að gera ráðstafanir til að verja starfsmenn fyrir afleiðingum ólög- mætra uppsagna og fullar skaðabætur sem geti tæp- ast orðið lágmarksfjár- hæð skv. almannatryggingalögun- um, heldur full og óskert laun. Réttur tryggður í lögum? „Þessi deila snýst um hvort ís- lenskar lagareglur tryggi konum þann rétt sem tilskipunin kveður á um. Við höfum talið að okkar laga- reglur uppfylltu þær efnisreglur sem tilskipunin kveður á um, sér- staklega með ákvæðum laga um fæð- ingarorlof, en þar er það lagt á vinnuveitanda að tryggja öryggi þungaðra kvenna. Við teljum að þar séu þessi fjárhagslegu réttindi tryggð," segir Þórir Háraldsson að- s stoðarmaður heilbrigðisráðherra. I bréfaskiptum sem fram hafa farið gagmýnir ASÍ einnig hversu langan tíma ráðuneytið tók sér til að svara formlega ýmsum spurningum sem fyrir það vora lagðar á árinu 1997. í bréfi sem Halldór Grönvold, fulltrúi ASI í samráðsnefnd félagsmálaráðu- neytisins um EES, sendi ráðuneytinu segir m.a.: „I upphafi er rétt að vekja athygli á því að heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið tók sér 4 mánuði til að svara erindinu. Það var því ástæða til að ætla að um efnisríka og vandaða umfjöllun yrði að ræða þegar svarið loksins kom. Vonbrigðin vora því mikil þegai' í ljós kom að takmarkað- ar tilraunir vora gerðai' til að svara efnislega þeim spui'ningum sem bomar vora fram, margt er skilið eft- ir í sömu óvissunni og áður auk þess sem í svari heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins er að finna hreinar rangfærslur og útúrsnúninga. Það er sorglegt til þess að vita að ráðuneytið og starfsmenn þess skuli ekki bera meiri virðingu fyrir þeim aðilum sem ætlað er að vemda með tilskipun 92/85/EBE en svarið ber með sér.“ ASI hefur einnig vitnað til nýlegs dóms Evrópudómstólsins til rök- stuðnings máli sínu að undanfórnu. Var þungaðri danskri konu að lækn- isráði bannað að vinna fullan vinnu- dag og fór hún þess á leit við launa- x greiðanda sinn að hún fengi að vinna hluta úr degi en var neitað. í málinu reyndi á umrædda tilskipun ESB og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að túlka bæri tilskipunina þannig að konan ætti að halda fullum launum frá launagreiðanda sínum. Talsmenn heilbrigðis- ráðuneytisins vitna einnig til erlendra dómsúr- lausna. Þórir Haraldsson segir að ráðuneytið hafi við umfjöllun um málið haft til hliðsjónar dóm sem gekk í Danmörku fyrir nokkra. „Niður- staða þess dóms var sú að sambæri- leg ákvæði um verndun þungaðra kvenna, þai' sem gert var ráð fyrir að vinnuveitendur bæru ábyrð á að flytja þær til í starfi og gæta öryggis þeirra, var talið fullnægja skilyrðum tilskipunarinnar. En þetta er deilu- mál og það er dómstóla að kveða upp f úr um það,“ segir hann. ASÍ telur reglugerðina á engan hátt fullnægjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.