Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 23
LISTIR
Saga um
vináttu
Leikritið Mýs og menn eftir bandaríska
rithöfundinn John Steinbeck verður frum-
sýnt í Loftkastalanum í kvöld. Þröstur
Helgason fylgdist með æfingu og ræddi
við leikstjórann, Guðjón Pedersen.
Morgunblaðið/Golli
MÝS og menn eftir John Steinbeck ijailar um sérstakt samband tveggja farandverkamanna, Georgs og
Lenna, sem dreymir um að eignast eigið heimili, litla jörð með svolitlu húsi.
Mýs ogmenn eftir John Steinbeck
kom fyrst út í skáldsöguformi árið
1937 en sama ár skrifaði Steinbeck
upp úr henni leikrit. Sagan fjallar
um sérstakt samband tveggja far-
andverkamanna, Georgs og Lenna,
sem dreymir um að eignast eigið
heimili, litla jörð með svolitlu húsi.
Draumurinn virðist hins vegar ansi
fjarri því að rætast vegna þess að
þeim gengur illa að safna peningum
í vinnumennskunni. Astæðan er
ekki bara sú að þeir eyða hýrunni
yfirleitt í vín og víf, heldur eiga þeir
líka erfitt með að tolla í vinnu.
Lenni, sem er risastór og afskap-
lega einfaldur rumur, á það til að
koma þeim í klandur með aulaskap
sínum. Georg hefur iðulega tekist
að koma þeim úr klípunni en hann
gætir Lenna eins og bróður síns.
Þegar þeir ráða sig á stórbýli í Kali-
forníu leggur hann hins vegar hart
að honum að forðast vandræði,
hann á að þegja svo menn komist
ekki að því hve heimskur hann er og
fara út í horn ef eitthvert vesen er í
uppsiglingu. Allt gengur vel framan
af og þeir komast meira að segja í
kynni við mann sem á töluverða
peninga og vill vera með þeim í að
kaupa jörð. Vonir Georgs og Lenna
taka því að glæðast um að draumur
þeirra rætist. Kálið er hins vegar
ekki sopið þótt í ausuna sé komið.
Eins og Guðjón Pedersen, leik-
stjóri sýningarinnar, segir þá virð-
ist þessi saga hafa setið svolítið í ís-
lenskum lesendum. „Það virðast
mjög margir hafa lesið þessa sögu,“
segir Guðjón, „og íslendingar virð-
ast hafa tekið hana svolítið inn á sig
af einhverjum ástæðum. Það muna
allir eftir Georg og Lenna. Senni-
lega er ástæðan sú að við erum yfir-
leitt foivitin um svona fíra, um
skrýtið fólk úr sveitinni. Þessi saga
gæti líka hafa gerst hér fyrr á öld-
inni, kannski finnst fólki það þekkja
þá Georg og Lenna.“
Með holdið á
heilanum
Guðjón Pedersen hefur á undan-
förnum árum meðal annars vakið
athygli fyrir óhefðbundnar uppsetn-
ingar á verkum eftir Shakespeare.
Það mátti því búast við því að Guð-
jón myndi ekki fara hefðbundna leið
að Músum og mönnum sem skrifað
er í natúralískum anda. Það kom því
nokkuð á óvart að sýningin er
einmitt frekar natúralísk.
„Eg er ánægður með að þú skulir
nefna natúralisma," segir Guðjón
þegar hann heyrir þessa lýsingu á
sýningunni. „Sýningin hefur unnist
svona. Maður byrjar á einhverju og
svo tekur eitthvað annað yfir.“
En þú hefur ekki viljað ganga
neitt lengra í stílfæringu á sögunni?
„Nei, mér þykir þetta vera svo
viðkvæmt efni. Og mér þykir það
forvitnilegt eins og það er, þó að
sagan eigi að gerast á allt öðrum
tíma. Þessi spurning um vináttu á
enn við og er viðkvæmt umfjöllun-
arefni og þess vegna ákvað ég að
fara þessa leið.“
Þú leggur áherslu á hina biblíu-
legu vísun sögunnar?
„Já, við notum gömlu þýðinguna
hans Olafs Jóhanns Sigurðssonar
þar sem ekkert slangur er notað,
heldur frekar biblíulegt mál. Við
viljum líka velta þeirri spurningu
fyrir okkur hvað það sé sem menn
dreymir um í raun og veru. Persón-
ur verksins eru mjög uppteknar af
hinu veraldlega, efnislega en
kannski er það eitthvað annað sem
menn dreymir um í raun og veru.
Við reynum að svara þessari spurn-
ingu í lokaatriðinu."
Myndin sem þeir þremenning-
arnir hafa málað af draumajörðinni
sinni, það er mynd af himnaríki,
ekki satt?
„Jú, ég held það. Ég held að allar
persónurnar í verkinu eigi sér sama
drauminn en þær túlka hann á mis-
munandi hátt. Þó að Georg segi að
þeir Lenni muni eignast lítið býli
þar sem þeir þurfi ekki að vinna
mikið, geti farið og keypt sér
brennivín í bænum og skemmt sér
þegar þá langar til, og Lenni orði
draum sinn á einhvern annan hátt,
þá eiga þeir sér í raun og veru sama
drauminn þegar allt kemur til alls.“
Sagan á að gerast í heimskrepp-
unni miklu. Finnst þér hún eiga er-
indi við samtímann?
„Mér finnst þetta vera dæmisaga
eða viðvörun um að við höldum
vöku okkar þótt það sé allt í himna
lagi sem stendur. í sögunni, sem
eins og þú sagðir á að gerast í miðri
heimskreppunni, virðast menn vera
með holdið á heilanum. Menn eru
bara að vinna til þess að komast á
hóruhús. Það er lífið og menn verða
bara að vera sáttir með það. Þetta
er gjörólíkt því sem við þekkjum í
dag þar sem allir hafa allt til alls -
eða svo er að minnsta kosti sagt í
blöðunum, við höfum það svo gott í
dag. En við þekkjum það kannski
manna best, Islendingar, að allt
sem fer upp kemur niður aftur. Og
það er verið að vara okkur við því
núna, við fórum niður aftur og bara
spurning hversu langt. Og þegar við
erum niðri þá er líka spurning hvort
gildi eins og vináttan gleymist. Sag-
an minnir okkur á hin mannlegu
gildi. Þetta er saga um vináttu."
Sökkvandi samfélag
Litháinn Vitátas Narbutas gerir
leikmynd og búninga en hann hefur
unnið að uppsetningu á nokkrum
leiksýningum í Þjóðleikhúsinu með
leikstjóranum og landa sínum,
Rimas Tuminas.
Guðjón segir að með leikmynd-
inni hafi verið reynt að búa til um-
hverfí sem táknaði hnignun. „Þegar
mannskepnunni líður vel þá hugsar
hún vel um hluti en þegar illa geng-
ur þá hættir hún að hugsa um um-
hverfi sitt. Leikmyndin átti líka að
endurspegla hnignun og kulda
ki’eppunnar, vera vísbending um að
þarna hafí einhvem tímann búið
fólk með reisn, þarna hafí verið stolt
samfélag."
Manni verður eiginlega hugsað til
Titanic þegar maður sér leikmynd-
ina sem hallar eins og sökkvandi
skip.
„Já, þetta er sökkvandi samfélag,
það er bara tímaspursmál hvenær
það grefst alveg ofan í sandinn.“
Tónlistina, sem Egill Olafsson
gerir, segir Guðjón að eigi að vinna
svolítið á móti leikmyndinni. „Hún á
að vera hinn fagri, nánast guðlegi
tónn sem er öndverð drunganum
allt í kring.“
Með hlutverk þeirra Georgs og
Lenna fara þeir Hilmir Snær
Guðnason og Jóhann Sigurðarson.
Með önnur hlutverk fara meðal
annarra Guðmundur Ólafsson, Inga
María Valdimarsdóttir, Helgi
Björnsson og Þröstur Guðbjarts-
son.
Opið laugardaga frá
kl. 10-14
V/SA
Skeífunni 11, símí 588 9890