Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BJORGVIN JÓNSSON + Ingvi Björgvin Jónsson fæddist í Framnesi við Dal- vík 24. mars 1910. Hann lést í Dalbæ, dvalarheimili aldr- aðra á Dalvík, 21. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dal- víkurkirkju 30. des- ember. Um heiðar nætur er hugur á ferli í himnanna stjörnu borg. Djarfur gengur hver maður að morgni móts við gleði og sorg. Vel mega þeir sínum örlögum una, sem afla tÚ skeiðar og hnífs og finna, jafnvel forsælumegin, fegurð hins mikla lífs. (D.Stef.) Björgvin Jónsson skipstjóri var með afbrigðum dagfarsprúður mað- ur og sagði varla styggðaryrði til nokkurs manns í starfi og leik. Það vora ekki háreistir salir í Framnesi þar sem Björgvin fæddist og ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. í lífi þurrabúð- arfólksins voru ekki allsnægtir en það hafði í sig og á með stöðugu striti íyrirvinnunnar. Það urðu svo sannar- lega örlög þess manns, sem fyrir hartnær 88 árum fæddist í torfbæn- um Framnesi á Upsaströnd, að afla til skeiðar og hnífs á sinni löngu starfsævi og hann undi þessum ör- lögum sínum vel. Þá má einnig fuil- yrða að lundaifar Björgvins Jónsson- ar og öll samskipti hans við sam- ferðamenn sína hafí einkennst af mikilli kurteisi og velvild til annaira og er eklri úr vegi að vitna til ljóðlína skáldsins hér að framan og segja, að ,jafnvel forsælumegin hafi hann fundið fegurð hins mikla lífs“. Foreldrar Björgvins voru hjónin Kristjana Hallgrímsdóttir og Jón Jónsson frá Hóli á Upsaströnd. Böm þeirra voru auk Björgvins; Stein- berg, sölumaðm-, lengst af í Reykja- vík, Tryggvi, frystihússtjóri á Dalvdk, Loftui-, kaupfélagsstjóri á Bíldudal og Þórhildur, bankastarfsmaður í Kaupmannahöfn og er hún ein á M þeirra Framnesssystkinanna. Björgvin Jónsson fór snemma að starfa við hlið fóður síns við sjó- og fískvinnu og stundaði sjóróðra ung- ur. Um tvítugt réðst hann til Þor- steins Jónssonar kaupmanns sem formaður á mótorbátinn Ásgrím SI 55, 12 tonn bát. Það þótti framsýni hjá útgerðarmanninum að ráða svo ungan mann og ekki síður þrek og þor unglingsins að taka að sér skip- stjóm á bátnum. Á þessum árum, eða kringum 1930, vom hafnarskil- yrði við Böggvisstaðasand ekki glæsileg - algjört hafnleysi. Stuttar og veikbyggðar trébryggjur sem í mestu brimum fóm oft fyrir lítið. En þetta vora lífsskilyrðin í þá daga og við þau urðu menn að una. Snemma á formannsferli Björgvins kom í ljós að hann var fiskinn. Því bauðst honum á sínum skipstjómarferli að stýra og stjóma mörgum bátum og síðar stór- um fiskiskipum. Hér verða ekki tald- ir allir bátar eða skip sem minn gamli skipstjóri var með en ég mun þó geta nokkurra þeirra. Það var árið 1939, sem þeir tengdafeðgar Þorleifm' Þorleifsson, útvegsbóndi á Hóli og Björgvin létu byggja bát fyrir sig á Akureyri. I mikið var ráðist og byggt stórt eða 26 tonna bátur, m/b Leifur Eiríksson EA 627. Með formennsku á Leifi fór Björgvin og aflaði vel, sérstaklega á síldveiðum. Eg tel að best hafi hon- um gengið sumarið 1944 í samfloti með Bimi Jömndssyni EA 626 frá Hrísey - systurskipi Leifs - á tví- lembingsveiðum við síldveiðar fyrh' Norðurlandi. Þessir bátar bám hvor fyrir sig um 400 mál - yfirlestaðir. Þetta sumar öfluðu þeir rúm 17.000 mál og tunnur. Björgvin var þá afla- hæsti skipstjórinn á sambærilegum bátum og næiri toppnum yfir flotann það sumarið. En hann lét ekki staðar numið við þessa bátastærð. Skipin, sem hann stjómaði, fóm nú ört stækkandi enda fór hann í Stýri- marnaskólann í Reykjavík árið 1946 og lauk þar námi til skip- stjómar á allar stærðir fiskiskipa. Það var sama hvaða veiðarfæri Björg- vin lét í sjó, hann fiskaði ævinlega og manna mest. Alla tíð völdust í skip- rúm til Björgvins ungir og vaskir strákar, oft lítt reyndir í sjó- mennsku. Margir hafa því stigið sín fyrstu spor á öldum hafsins undir leiðsögn Björgvins Jónssonar. Með slíkum manni var gott fyrir margan viðvaninginn að byrja og læra fyrstu handtökin. Úr brúnni vom ekki hróp og köll yfir hinn vinnandi mann á dekki. Það mesta, sem heyrðist: „Piltar - piltar, hvað eru þið að hugsa?“ Þegar að landi kom var oft gott og lærdóms- ríkt að eiga Björgvin að fyrir unga óreynda sjóara sem lítt þekktu til hálla refílstiga mannlífsins. Einu sinni þegar legið var á Raufarhöfn vegna brælu á síldarámnum bauðst skipstjórinn til að kynna okkur hið ljúfa M í brökkum _ sfldarkvenna. Skundað var í átt að „Óskarsbrakka" (Halldórssonar) þar sem von var um árangur. Við voram fjórtán ung- mennin sem fylgdum skipstjóra okk- ar fast eftir. Af fyrirmennsku barði skipstjóri að dymm og kvendyra- vörður kom út. Að hofmannasið tók skipstjóri ofan og sagði: „Guð hvað þér erað sætar, fröken,“ og freistað- ist til að bræða hjarta dyravarðar. En það fór eins og hjá þeini gömlu með skjóðuna forðum - Pétur hleypti eklri inn að sinni. En Björgvin talaði til okkar sem fyrr og lofaði því að það gengi bara betur næst og víst er um það að lærisveinamir bára fulla virð- ingu fyrir skipstjóra sínum. Margar sögur hafa orðið til af Björgvini og má segja að hann hafí orðið þjóð- sagnapersóna löngu fyrir ævilok. Björgvin Jónsson skipstjóri gerð- ist um 1950 enn þátttakandi í útgerð og þá í samvinnu með þeim Magnúsi Gamalíelssyni í Ólafsfirði, Jóni Guð- mundssyni á Akureyri og Garðari Ólasyni frá Selaklöpp í Hrísey og fleirum. Létu þeir smíða 100 tonna bát, Hauk ÓF 5, og gerðu hann út um árabil. Eins og áður fiskaði Björgvin manna mest og var farsæll í starfi. Hann sótti vítt um mið á Hauki. Árið 1958 hófu þeir Björgvin og Sigfús Þorleifsson, útgerðarmað- ur á Dalvík, útgerð saman með því að láta byggja 250 tonna stálskip í Aust- ur-Þýskalandi. Þegar fram leið gerð- ist Dalvíkurhreppur og KEA eignar- aðilar í þessu félagi sem hlaut nafnið Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. Með til- komu félagsins var stigið mildð fram- fai'aspor í atvinnu- og athafnalífi Dal- víkinga og enn í dag er þessi útgerð kjölfestan og burðarásinn í velmegun bæjarbúa. Skipið hlaut nafnið Björg- vin EA 311 og reyndist mikil happafleyta. Þá fylgdi í kjölfarið ann- að skip af sömum gerð og stærð, Björgúlfur EA 312. í samræmi við kröfui' tímans hafa þessi skip verið endumýjuð undir sömu nöfnum og era nú fullkomnir skuttogarar. Björgvin Jónsson fór með skip- stjóm á nafna sínum allt til ársins 1966 er hann fór í land og tók við út- gerðarstjóm af Sigfúsi Þorleifssyni, sem þá var orðinn aldinn að áram. Þeirra samstaif hafði skilað miklu í þjóðarbúið og sömuleiðis til upp- byggingar bæjarfélagsins. Til ársins 1983 gegndi Björgvin fi'amkvæmda- stjóm hjá Ú.D. er hann lét öðram það eftir. I tímans rás hafði Björgvin Jónsson orðið vitni að og þátttakandi í mikill þróun í veiðum og vinnslu á sjávarafla og bættum hafnarskilyrð- um, frá hafnleysi til lífhafnar við Böggvisstaðasand. Hann var þátttak- andi í samtökum útvegsmanna hér og lét við stofnun þeirra til sín taka. Einnig var hann meðal fjölmargra útvegsmanna og skipstjóra, sem stofnsettu Söltunarfélag Dalvíkur ár- ið 1946 og leiddi sú samvinna til mik- ils atvinnuauka fyrir bæjarfélagið og hefur gert í gegnum tíðina. En sjó- sóknin og veiðimennskan var hon- um eðlislæg og því lítið gefinn fyrir félagsmálastúss. Þau tímamót sem urðu árið 1990 er Dalvíkurbær seldi Kaupfélagi Eyfirðinga sinn hlut í ÚD hafa vafa- laust snert viðkvæman streng í huga Björgvins meðan á því stóð. Hann sættist á þann gjörning og kunni afar vel að meta þau spor sem stigin voru. Nú sjá menn það, að hér var um framsýni að ræða miðað við þær miklu breytingar, sem síðar urðu á kvótamálum þjóðarinnar og þeirri miklu tilfærslu á útgerð og vinnslu milli byggða á íslandi. I dag megum við Dalvíkingar þakka for- sjóninni fyrir það, að til voru þeir aðilar, sem sáu fram í tímann og höfðu kjark til að takast á við breytta útgerðarhætti sem í hönd fóra. Björgvin Jónsson var hamingju- samur í sínu einkalífi. Hann gekk að eiga frændkonu sína, Guðrúnu Mar- gréti Þorleifsdóttur frá Hóli á Upsaströnd, hinn 20. apríl 1935. Þau byggðu sér íbúðarhúsið Mörk hér á Dalvík þar sem þau bjuggu allan sinn búskap og varð fimm bama auðið. Konu sína missti Björgvin árið 1977. Með Björgvini Jónssyni er geng- inn einn af þeim, sem lögðu sitt af mörkum af miklum dugnaði og framsýni svo byggðarlagið Dalvík dafnaði og óx. Hann var farsæll á sínum langa skipstjómarferli þótt fast væri sótt, var skjótráður enda hafði hann oft afla umfram aðra. Að eigin sögn hafði hann stáltaugar og gaf samferðamönnum sínum tilefni til að nýta sér það til nafngiftarinn- ar - stálkarlinn. Björgvin var víðles- inn maður, fylgdist ætíð vel með þjóðmálum og tók eindregna af- stöðu í stjórnmálum. Eftir að í land kom gaf hann bæj- armálum gaum og sat í nefndum á vegum bæjarfélagsins. Það er gjarnan sagt, þegar slíkir menn hverfa yfir móðuna miklu, að það komi maður í manns stað. Eg full- yrði, að það skarð sem Björgvin skilur eftir sig verður vandfyllt. Fari hann í friði og sigli á Guðs vegum. Júlíus Kristjánsson. t Elskulegur stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN G. BJÖRNSSON forstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 18. janúar. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstu- daginn 29. janúar kl. 15.00. Erla Sigurðardóttír, Óskar G. Sigurðsson, Sóley Sigurjónsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Úlfar Sigurðsson, Þór R. Björnsson, afabörn og langafabörn. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 39 V ALDARMINNING ÞÓRHILDUR BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR í dag hefði elskuleg trúsystir mín og vin- kona, Þórhildur B. Jó- hannesdóttir, orðið eitt- hundrað ára. Hún komst afar nærri því að fylla þann mæli í lifanda lífi því það era rétt fjög- ur ár síðan ég kvaddi hana hinstu kveðju frá Ffladelfíukirkjunni í Reykjavík. Það eru að- eins liðin rúm fjögur ár síðan við sátum í eld- húsinu hennar og áttum saman bænastund og fengum okkur kaffisopa á eftir. Það voru stundir, sem ég á eftir að geyma í huga mér og hjarta meðan ævin endist. Það eru fáir sem hafa haft jafn mótandi áhrif á mikilvægi bænarinnar í mínu lífi og þessi geislandi glaða kona, sem mat samverustundir sínar með Drottni meira en allt annað í lífinu. Það var ekki ónýtt fyrir ungan forstöðu- mann að koma til starfa á hverjum morgni í því andrúmslofti, sem Þór- hildur skapaði á heimili sínu, sem staðsett var í Ffladelfíukirkjunni. Þórhildur hóf lífsgöngu sína á Víkingavatni í Kelduhverfi. Hún var annað barn þeirra Jóhannesar Sæ- mundssonar og Sigríðar Þórarins- dóttur. Foreldrar hennar fluttust að Krossdal í sömu sveit nokkru eftir fæðingu hennar og það fann ég að Þórhildi var alla tíð mikil eftirsjá í ættaróðalinu. Það var samt ekki langt að Víkingavatni og þangað togaði ramma taugin og þar var mikið líf og fjör. Þar var margt um manninn og þar var mikið talað og margir vel sagnfærir menn sögðu frá. Það átti allt einkar vel við Þór- hildi. Hún átti eftir að nota allt það besta, sem Kelduhverfi hafði upp á að bjóða til að mála undurfallegar myndir úr æsku, þegar hún minnt- ist þessara fyrstu ára sinna á æsku- heimilinu. Þegar Þórhildur giftist Ásmundi Eiríkssyni, ungum eldhuga úr Fljótunum, voru ævispor hennar mörkuð þeirri hugsjón að helga líf sitt boðun fagnaðarerindisins. Það gerðu þau hjón sameiginlega allt þar til er Ásmundur kvaddi þetta líf árið 1975. Lengst af veittu þau forstöðu Fíladelfíusöfnuðinum í Reykjavík og unnu þar þrekvirki í uppbygg- ingu safnaðarins, út- gáfu blaða og bóka, og síðast en ekki síst í hjálparstarfí gagnvart þeim sem undir höfðu orðið í lífinu. Þær era ótaldar þúsundirnar, sem sest hafa til borðs í híbýlum Þórhildar og notið framúrskarandi gestrisni hennar, og > - þar komu menn ekki að tómum kofunum. Það var ekki aðeins vel lagt á borð, heldur voru umræður á þeim nótum að enginn fór ósnortinn frá borði. Þórhildur hafði þar margt fram að leggja og var eftirbátur einskis manns í frá- sagnarsnilld og frábæru minni. Hún hafði í ofanálag einstak lag á því að láta öllum líða vel í návist sinni. Ég naut þein-a forréttinda að vera borinn nýfætt ungbarn inn á heimili þeima Ásmundar, þar sem þau bjuggu á Hverfisgötu 44. „Ég man svo vel þegar þú fæddist," sagði hún brosandi. Síðan lýsti hún , atburðum þessa dags fyrir rúmum fjöratíu áram síðan með slíkri ná- kvæmni að ég get með sanni sagt að ég muni daginn þegar ég fæddist, þökk sé Þórhildi. Úr augum Þórhildar skein ein- stök gleði. Lífið var henni ekki alltaf dans á rósum, en lífið var henni Kristur, og það breytti allri afstöðu hennar til vandamála hversdagsins. Maðurinn hennar lýsti þeirri eigind, sem allir mátu í fari hennar, sem hennar síhlýja brosi. Hann sagði að sumir brostu aðeins með munnin- um, en það væri eins og sálin hefði orðið eftir fyrir handan fjallið. Aðrir brosi með nokkrum hluta andlitsins, einstaka með öllu andlitinu. Það era þeir sem brosa með sálinni í hverj- um andlitsdrætti. Það gerði Þór- hildur. Þetta bros sálarinnar gaf okkur samferðamönnum hennar dýrmætt veganesti sem gott var að taka með sér þegar staðið var upp frá borðum. Það vil ég þakka fyrir í dag og bið Guð að blessa minningu þessa einstaka guðsþjóns, Þórhildar Jóhannesdóttur. Hafliði Kristinsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Sauðá, Vatnsnesi, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnu- daginn 17. janúar. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju laugar- daginn 23. janúar kl. 14.00. Ellert Gunnlaugsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Sverrir Gunnlaugsson, Matthildur Birgisdóttir, Þorgeir Gunnlaugsson, Þórunn Eiríksdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐLAUGS S. FRIÐÞJÓFSSONAR, Litlagerði 11, Hvolsvelli. Guðrún Árnadóttir, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, Ómar Ingi Bragason, Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, Þorvaldur Skúli Páisson, Orri Ómarsson, Guðlaugur Már Ingibjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.