Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NOUR fyrir rétti í gær. ABARGIL, ungfrú heirnur. Meintur nauðgari neitar ásökunum ungfrúar heims Ramle. Reuters. ÍSRAELINN Shlomo Nour neit- aði því harðlega fyrir rétti í Ramle í ísrael í gær að hafa nauðgað hinni nítján ára gömlu Linor Abargil, sem valin var ung- frú heimur í nóvember á síðasta ári. Var Nour engu að síður úr- skurðaður í gæsluvarðhald fram til 31. janúar meðan lögreglan rannsakar þær staðhæflngar ung- frúar heims að Nour hafí nauðgað henni í nágrenni Mílanó-borgar á Ítalíu sjötta október síðastliðinn. Nour, sem er fjörutíu og þriggja ára, var handtekinn við komuna til_ Israels fyrr í þessum mánuði. „Eg gerði ekki þennan ljóta hlut,“ sagði Nour í gær áður en hann gekk á fund dómara. „Eg gerði ekki þennan viðurstyggi- lega hlut og ég er saklaus af þess- um ásökunum.“ Abai-gil heldur því fram að No- ur hafí boðist til að keyra sig út á flugvöll í Róm, þar sem Abargil ætlaði að ná flugi heim til Israels, en síðan brugðið upp hnífi og neytt hana til samræðis í bílnum. Nour segir þau Abargil hins vegar hafa haft kynmök í íbúð hans í Róm og að það hafí gerst með fullu samþykki hennar. Abargil, sem er námsmaður, vann titilinn ungfrú heimur sjö vikum eftir meinta nauðgun, í keppni sem fram fór á Seychell- eyjum. Munu skipuleggjendur keppninnar enga hugmynd hafa haft um raunir hennar svo skömmu áður. Sagðist ungfrú heimur í síðustu viku vonast til þess að mál sitt gæti orðið öðrum konum, sem lent hefðu í svipuð- um raunum, hvatning til að leita réttar síns, jafnvel þótt það gæti kostað opinber málaferli. Reuters Endurfædd- ur forseti? ÞESSI tæplega tveggja ára snáði, Sampath Wijebahu að nafni, er samkvæmt frásögnum dagblaða á Sri Lanka endurfæddur Ranasinghe Premadasa, fyrrver- andi forseti eyríkisins sem var myrtur. Sampath litli vakti að sögn athygli foreldra sinna fyrir skömmu ineð því að taka upp á hlutum sem minntu á líf Prema- dasas. Hann er sagður vakna kl. þrjú að nóttu til að fylgjast með bænahaldi, rétt eins og hinn látni forseti gerði, og ennfremur benda á mynt sem á er slegin mynd Premadasas og segja: „Þetta er ég“. Færeyingar hafna tillögu um herskyldu Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYINGAR ættu í framtíðinni að taka upp svipað varnarsamstarf og íslendingar að mati Annfínns Kallsbergs lögmanns. Hann hefur ásamt Högna Hoydal, varalög- manni, lýst yfír harðri andstöðu við tillögur Dana um að Færeyingar og Grænlendingar verði skyldaðir til að sinna herskyldu í Danmörku. Þess í stað leggja þeir til að Fær- eyjar, líkt og Island, taki þátt í al- þjóðlegu varnarsamstai-fí án þess þó að taka upp almenna herskyldu. „Ég er sjálfur þeiiTai’ skoðunar að Færeyingar eigi að taka þátt í milliríkjasamstarfi á sviði varnar- mála án þess að Færeyingar þurfí að gegna herskyldu. Það gengur á íslandi og ég get því ekki séð að það sé ekki framkvæmanlegt á Færeyj- um,“ segir Kallsberg. Danir hafa hins vegar nýlega lagt til að Færeyingar jafnt sem Græn- lendingar verði skyldaðir til að sinna herskyldu líkt og aðrir dansk- ir ríkisborgarar, en sú hefur ekki verið raunin til þessa, þó svo að varnir Dana nái einnig til Græn- lands og Færeyja. Eni rökin þau að áður hafí verið litið á Grænland og Færeyjar sem hálfgerðar hjáleigur. Nú séu hins vegar öll svæði danska ríkisins jafnrétthá og því beri öllum ríkisborgurum að taka þátt í vörn- um ríkisins. Kallsberg segir að Danir geti ekki þvingað herskyldu upp á Færeyinga án þess að hafa við þá samráð fyrst. Hann tekur fram að það sé færeyska lögþingið er hafí löggjafarvald á Færeyjum og mjög ólíklegt sé að það ákveði að taka upp herskyldu. „Það hefur ekki verið meirihluti á lögþinginu fyrir herskyldu til þessa og ég tel ekki líklegt að það eigi eftir að breytast. Mér dettur ekki í hug að þvinga færeysk ung- menni til starfa í Danaher. Oski ungir Færeyingar eftir því að starfa í hernum er ekkert sem kemur í veg fyrir það. Þeir gera það þá hins vegar af fúsum og frjálsum vilja án nokkurrar þving- unar.“ Grænlendingar hlynntir tillögunni Högni Hoydal, sem er í forystu undirbúnings fyi'ir færeyska sjálf- stjóm, er sömu skoðunar og bendir líkt og Kallsberg á ísland sem dæmi um sjálfstætt ríki þar sem herskylda er ekki í gildi. Hann telur hugmyndir Dana vera hálfgert grín. „Það er út í hött að ræða um færeyska herskyldu nú þegar við erum að leggja drög að sjálfstjórn. Og þau rök að við séum ekki lengur hjáleiga líkjast því að þeir líti nú á okkur sem fullorðna og því séum við orðnir nógu stórir til að taka okkur byssu í hönd,“ segir Hoydal. Hann minnir jafnframt á að í síð- ari heimsstyrjöldinni hafí Bretar hernumið Færeyjar til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja. Spyr Hoydal hvers vegna Danir hafi ekki varið Færeyjar á þeim tíma í stað þess að láta Breta hernema eyjarn- ar. Þá hafí það aldrei verið hluti af færeyskri menningu að sinna her- störfum. Afstaða Færeyinga er því ólík af- stöðu Grænlendinga. Jonathan Motzfeld, formaður gi'ænlenska landsþingsins, hefur lýst því yfír að hann telji þetta vera góða hugmynd hjá Dönum. „Það er í samræmi við mína afstöðu að við látum danska hernum vinnuafl í té,“ sagði Motz- feldt í Danmörku. vý fW/ - V .y/ .■«- " 'éM* 'Aééh Reuters Tillaga um að flýta því að evrur komi í umferð Klofin afstaða EMU-ríkja Brussel. Reuters, The Daily Telegraph. AFSTAÐA fjármálaráðherra hinna ellefu þátttökuríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) til þess hvort rétt væri að flýta því að seðlar og mynt í evrum, hinum nýja sameiginlega gjaldmiðli, fari í um- ferð, reyndist klofín á fundi fjár- málaráðherra Evrópusambandsins (ESB) í Brussel á mánudag. Nokkur ríki, með Belgíu fremsta í flokki, lögðu til að millibilsástand- ið eftir að nýja myntin tók gildi nú um áramótin og þangað til evru- seðlar- og mynt koma í vasa al- mennra borgara EMU-ríkjanna yrði stytt úr þeim þremur árum sem gildandi áætlun um fram- kvæmd myntbandalagsins gerir ráð fyrir. Tefldu ráðherrar þessara ríkja fram þeim rökum fyrir stytt- ingunni, að æskilegast væri að al- menningur fengi sem fyrst tæki- færi til að fá hinn nýja gjaldmiðil í hendurnar. En ráðamenn annarra þátttöku- þjóða - þ.á.m. Þjóðverja og Frakka - vöruðu við því að hreyfa við tímaá- ætluninni þegar þetta stóra verk- efni er komið eins langt í fram- kvæmd og raun ber vitni. Slíkt myndi skapa óvissu sem setti áætl- anir fjármálastofnana, fyrirtækja og ríkisstjórna úr skorðum. Allir þessir aðilar reiknuðu með því að þeir 30 milljarðar seðla og 50 millj- arðar myntpeninga í hinum nýja gjaldmiðli kæmu ekki í umferð fyrr en 1. janúar árið 2002. Kannað hvort hyggilegt sé að færa dagsetninguna fram Sem málamiðlun urðu fjármála- ráðherramir ásáttir um að fela fram- kvæmdastjórninni að gera könnun á því hvort hagstætt gæti verið að fíýta því um nokkra mánuði að setja nýju peningana í umferð, þ.e. fram á árið 2001. Yves Thibault de Silguy, sem fer m.a. með málefni myntbandalagsins í framkvæmdastjóminni, sagði enga lagalega ástæðu fyrir að færa dagsentinguna fram. En hann lagði áherzlu á að ákvörðun um breytta dagsetningu yrði að taka með sam- hljóða samþykki allra aðildarríkj- anna, sem augljóslega væri ekki fyi'- ir hendi eins og er. Frestun af- töku aftur- kölluð Manila. Reuters. HÆSTIRÉTTUR Filippseyja ómerkti í gær þá ákvörðun sína frá því fyrir nokkrum dögum, að fresta skyldi aftöku manns, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir að nauðga stjúp- dóttur sinni. Var það gert eftir að neðri deild þingsins hafði samþykkt með miklum meiri- hluta að viðhalda dauðarefs- ingu í landinu. Joseph Estrada, forseti Fil- ippseyja, fagnaði ákvörðun hæstaréttar en 4. janúar sl. frestaði hann aftöku hins dauðadæmda á síðustu stundu þar til þingið tæki afstöðu til þess hvort afnema ætti dauða- refsingar. Dularfullt myndverk í óbyggðum Astralíu RISAVAXIN mynd af nöktum frumbyggja er ráðgáta sem Astralar hafa reynt að ráða svo mánuðum skiptir. Myndin mælist 4 kílómetrar að lengd og greinist á gervihnattamyndum, eins og vel sést á myndinni. Nú hafa fyrstu vísbendingarnar komið fram um tilgang myndar- innar og höfunda hennar. Myndin uppgötvaðist á síðasta ári í óbyggðum Astralíu og er mönnum hulin ráðgáta hvernig hún var unnin. Stærð hennar gefur til kynna að notast hafi verið við stórvirk tæki og gervi- hnattamiðunarbúnað, en útlínur myndarinnar eru ristar í jarð- veginn. Talið er að hálfan annan mánuð hafi þurft til þess að ljúka verkinu. Frumbyggjar á staðnum álíta myndina vanhelgun við land sitt, en þangað sækja þeir andlegan kraft. Myndin er talin sýna nak- inn veiðimann úr hópi frum- byggja með spjót í hendi. I gær barst hins vegar vísbending frá ónafngreinduin aðilum sem lýsa ábyrgð á verkinu á hendur sér. Segjast þeir munu gefa út röð vísbendinga á komandi vikum og verði þær að finna við frægar kalkmyndir vítt og breitt um Bretland. Þetta kom fram á skildi sem fannst við nef frum- byggjamyndarinnar í Astralíu og einnig barst. blaðamönnum símbréf með samhijóða upplýs- ingum. Sagði þar að fyrsta vís- bendingin hefði veri grafin í inn- sigluðum umbúðum nærri kalk- myndinni „Cerne-risanum“ ná- lægt Dorset, í Bretlandi og tengdist spurningunni „Hver?“. Talið er að átt sé við spurning- una „Hver var að verki?“. Lögreglan í Bretlandi og Astralíu bíður nú spennt eftir að nákvæm staðsetning vísbending- arinnar verði gefin upp, en það verður að sögn huldumannanna gert 24. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.