Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 21
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 21 LISTIR Sex gestir frá meginlandinu MYNDLIST IV vl istasafnið, Vatnsstíg 3b BLÖNDUÐ TÆKNI Til 81. janúar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. NORÐURLEIÐ - Suðurleið er sýning 6 listamanna, sem koma frá Stuttgart, Köln og Lille, nyrst í Frakklandi. „Nord-Sud-Fahrt“ kom fyrst saman 1995, í Hamborg, og ári síðar í Oberhausen, en nafngiftina „Norðurleið - Suðurleið“ fengu þau Ulrich Durrenfeld, Joachim Fleischer, Ulrike Geitel og Erwin Herbst frá stræti nokkru í Köln. Líkt og heiti hópsins er list fjór- menninganna hógværðin uppmáluð. Sjálfir skilgreina þeir hana sem lát- lausar og lágværar tilraunir til að þróa fram skynræn afbrigði - og efn- istök - af þekktum aðferðum í sam- tímalist. Fjórmenningarnh- dvöldu í Lista- miðstöðinni í Straumi frá 9. desem- ber, og buðu með sér til Islandsfar- arinnar tveim öðrum listamönnum; hljóð- og tónlistarmanninum Ralf Werner, frá Köln, og franska ljós- myndaranum Dominique Evrard, en hann hefur einnig lagt stund á kvik- myndun og myndbandalist. Til farar- innar og dvalarinnai’ var hópurinn styrktur af ýmsum opinberum sjóð- um og einkafyrirtækjum. Eins og áður sagði er list sex- menninganna á hógværu nótunum, eins konar smáyfirlýsingar eins og franski heimspekingurinn Lyotard kallaði hugmyndir þær sem fylgt höfðu í kjölfar risaþjóðsagnanna; pólitísku hugmyndakerfanna frá öndverðri öldinni. Þetta er undir- strikað með tilvitnun í Guy Debord, hugmyndafræðing frönsku sítúa- sjónistanna svokölluðu, um nauðsyn þess að menn hámarki gæði hinnar hversdagslegu tilveru. Svo hlédrægir eru sexmenning- arnir að Ulrike Geitel, konan í hópn- um, vill jafnvel ekki láta sín getið á upplýsingamiðunum sem fylgja verkunum. Verk hennar eru svo ein- fóld og látlaus að hægt er að ímynda sér að þau væi-u endurunnin úr fundnu drasli. Þannig er, svo dæmi sé tekið, syrpa hennar af íslensku hrossi, sett fram í plastpokum með netahringjum og öðru dóti. Eins stillir hún upp prentmyndum og smágerðum þrístæðum málverkum - triptyque - hér og hvar um sali safnsins. Félagarnh' hennar eru snöggtum meira áberandi. Joachim Fleischer staðsetur til dæmis tvö „kon- strúktívísk" hreyfiverk í forsalnum og lætur ijósaperur á hreyfanlegum öxulörmum varpa heillandi skugga- myndum á vegginn aftan við verkin. 111 -— FRÁ sýningunni „Norðurleið - Suðurleið" í sölum Nýlistasafnsins. Þá er skipan Erwin Herbst í gryfj- unni, þar sem hann hefur sett upp skóg af hangandi, láréttum járntein- um, einstaklega hugvitssamleg smíð, því ganga gegnum þennan reglulega skóg framkallar margi-adda klukknaspil þegar stangirnar rekast saman. Félagi hans, Ulrich Durrenfeld, er einnig sérþróað afsprengi módern- ismans. Málverk hans á endavegg bjartasalar er tilbrigði um geometríska abstraksjón milli- stríðsáranna, og kubbar hans í SÚM-salnum taka mið af raðkenndri naumhyggju 7. áratugarins. Reynd- ar er hann einnig höfundur mynd- bands í svartasalnum svonefnda, hvai- þemað snýst um puttaferða- langa og biðstöð þar sem hvorki gengur né rekur; að öllum líkindum daglega upplifun listamannanna meðan á dvölinni stóð í Straumi. Þannig má líta á myndband DuiTen- feld sem raunsætt viðkvæði við heiti sýningarinnar; „Norðurleið - Suður- leið“. Annað eftirtektarvert verk, sprottið úr íslenskum veruleik, er hvít efnisbitahrúga spm hylur litinn hátalara í bjartasal. Úr honum kveð- ur við messubrot með tilheyrandi postullegri kveðju, tónandi presti og sálmasöng. Þennan skondna helgiskúlptúr má skoða sem skilget- ið afkvæmi Við dulinn hávaða, hristiperlu Frakkans Marcels Duchamp frá 1916. Fyrh' hinn almenna gest er þó trú- lega einna mestur fengur í allsér- stæðum ljósmyndum Dominique Evrard af óvenjulegum, íslenskum sjónarhomum. Það er stundum erfitt að ímynda sér að þessar látlausu, lit- lausu myndir séu teknar hér á landi, svo sérstæðum stöðum og kringum- stæðum veitir listamaðurinn athygli. Sum yi'kisefnin eru beinlínis súrr- ealísk í stundai-- og staðleysi sínu. Þau gætu eins verið frá Spáni eða Norður-Afríku. Ef til vill þarf glöggt gestsauga til að finna mótífin sem okkur yfirsjást. Þessi og margir aðr- ir óvæntir vinklar sem leynast á sýn- ingu sexmenninganna í Nýlistasafn- inu eru heimsóknarinnar virði. Haildór Björn Runólfsson 206 XR Staðalbúnaður ma.: • iioo cc vél • 5 gíra • Vökva- og veltistýri • 4 höfuðpúðar • Þvottasprautur á aðalljósum • Líknarbelgur fyrir bílstjóra • Hiti í sætum • Frjókornasía • Upplýst farangursrými • Litað gler • Þriðja bremsuljósið í afturhlera • Niðurfellanleg aftursæti 40/60 • Hæðarstillanleg aðalljós o.fl. Ljón með gullið stýri Peugeot 206 er verðlaunabíll sem hlaut Gullna stýrið í sínum flokki og sigraði alla keppinautana í útliti, verði, notendavænleika, vélarafli, aksturseiginleikum og öryggi. Þessi boðberi nýrrar aldar í bílahönnun er á frábæru verði og tilbúinn í reynsluakstur með þér. 206 XR Présence Staðalbúnaður umfram 206 XR: • 1400 cc vél • Rafdrifnar rúður að framan • Fjarstýrðar samlæsingar • Útvarp og segulband fjarstýrt úr stýri • Barnalæsingar á afturhurðum • Samlitir stuðarar PEUGEOT Ljón 4 veginml
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.