Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG VELVAKAM)! Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver kannast ÞESSI hópur stúlkna var hér á hússtjómarnám- skeiði, sennilega 1899- 1900. Sú sem er lengst til hægri í miðröð er Guðrún Jóhannsdóttir húsfrú í Ás- garði í Dölum, fremst til vinstri er Guðrún J. Stein- við konurnar? sen, síðar læknisfrú í Olafsvík, og við hlið henn- ar Sigríður Jónsdóttir hús- freyja á Kýmnnarstöðum í Hvammssveit. Ef einhver kannast við hinai' konurn- ar þá vinsamlegast hringið í síma 555-1525. Ásthildur Enn „takk-ar“ RÚV að hætti Dana LEIÐIGJARNT er hið endalausa takka-tal í tali og textum hjá RÚV, þrátt fyrir margítrekaðar ábend- ingar bæði lærðra og leik- ra, síðast í 986. þætti Gísla Jónssonar í Mbl. um ís- lenskt mál 30. desember sl. I máli okkai’ eigum við orð- in þökk, þakkir, þakklæti og þurfum því alls ekki á hinu flata, danska tak að halda. Má ekki biðja málfars- ráðunaut RÚV um að taka á þessu máli nú í byrjun þessa nýja og ómengaða árs? RÚV á að standa vörð um menningu þjóðar okkar og þar er móðurmálið okk- ar góða máttarstoðin. Þýð- endur RÚV þurfa ákveðna bendingu og fyrirmæli í þessu efni. Á Islandi þökk- um við en tökkum ekki. Er það ekki alveg ljóst? H.V.Þ. Dýrahaid Kettlingar óska eftir heimili FIMM kettlingar óska eft- ir góðu heimili. Upplýsing- ar í síma 557 1346. NKAK Umsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp á opnu móti í Gausdal í Noregi sem lauk í síðustu viku. Victor Hansen var með hvítt, en Guðjón Heiðar Valgarðsson hafði svart og átti leik. 21. - Rxg3! 22. Be3 (Hvítur verður mát eftir 22. fxg3 - Bxc5+ o.s.frv.) 22. - Hhl+! 23. Bxhl - Re2+ og hvítur gafst upp, því hann er mát eftir 24. Kh2 - Dh5. Danski stór- meistarinn Sune Berg Hansen sigr- aði á mótinu með 7 v. af 9 mögulegum. Næstir komu kollegar hans þeir Nick deFirmian, Bandaríkjunum, Mieziz, Lettlandi, og Peter Heine Nielsen, Danmörku með 6!4 v. Bestum árangri íslensku keppendanna náðu: Sigur- björn Björnsson 4V4 v., Hh'ð- ar Þór Hreinsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson 4 v. HOGNI HREKKVISI 7/ctsm i/ar mikið áti þangab i//o ■fengum lof-bleje-Ungunci. '< Ég lærði nokkur ný blótsyrði þegar ég sagði systur minni að þú biðir eftir lienni. Ég barðist fyrir lífi ungr- 1|| ar konu. Hún vann. Víkverji skrifar... Safnaðarstarf Söngnámskeið á vegum Hafn- arfjarðarkirkju FYRIRHUGAÐ er að halda söng- námskeið á vegum Hafnarfjarðar- kirkju á komandi vori. Verður nám- skeiðið haldið í Hásölum safnaðar- heimilisins. Sama námskeið var hald- ið í haust og naut mikilla vinsælda. Fyrsti tíminn verður 23. janúar næstkomandi. Námskeiðið stendur síðan í sex skipti. Verða tímarnir á laugardögum. Lögð er áhersla á önd- unartækni, hvernig staðsetja á rödd- ina og hvemig þjálfa má tóneyra. Kennari er Natalía Chow, stjómandi Kórs Hafnarfjarðarkirkju. Lág- marksaldur þátttakenda er 16 ár. Námskeiðið er ætlað bæði byrjend- um og þeim sem lengra eru komnir. Natalía Chow veitir allar nánari upp- lýsingar í síma 5551346 eða 699 4613. Bænahópur, íhugun og samræður BÆNAHÓPUR er nú að koma sér fyrir í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, og mun hann koma saman á miðvikudagskvöldum kl. 20-21.30. Hist verður í Stafni, hinni látlausu og fógm kapellu Strandbergs. Ragn- hild Hansen, sem hefur leitt bæna- hópa í heimahúsum, mun leiða hóp- inn ásamt sr. Gunnþóri Ingasyni. Byrjað verður á því að fjalla um tiltekin málefni sem leita á huga þátttakenda og horft yfir mannlíf eftir fyrirbænaefnum og þau síðan falin frelsaranum og hvaðeina sem á huga leitar í kyrrðarbæn í 20-30 mínútur. Eftir þessa stund í Stafni er komið saman í Ljósbroti, forsal Strand- bergs, þar sem boðið er upp á kaffi og kökur og spjallað saman. Fyrsti bænafundurinn fer fram í kvöld, miðvikudaginn 20. janúar, og hefst hann kl. 20. Einu sinni í mánuði verður komið saman á heimili Ragnhildar Hansen, Álfaskeiði 34, í stað þess að koma saman í safnaðarheimilinu. Hún veit- ir frekari upplýsingar um bænahóp- inn í síma 555 4727. Öllum er inni- lega velkomið að vera með í þessum trúar- og bænahópi. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Bænavikan - sam- koma í Kristskirkju NÚ stendur yfir í Reykjavík sam- kirkjuleg bænavika og verða sam- komur í kvöld og næstu kvöld í ýms- um kirkjum og samkomuhúsum þeirra trúfélaga, sem standa að bænavikunni. I kvöld, miðvikudagskvöld 20. jan- úar, verður samkoma í Kristskirkju í Landakoti og hefst hún kl. 20.30. Prédikun kvöldsins flytur Herra Jo- hannes Gijsen, biskup kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Fulltrúar hinna ýmsu trúfélaga lesa ritningarorð og tónlistarflutningur verður í höndum heimamanna. Einnig verður almenn- ur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomur bænavikunnar. Eldri borgarar funda með fermingar- drengjum í Laugar- neskirkju NÚ hefjast samverur eldri borgara á nýju ári í Laugarneskirkju. Á þess- um fyrsta fundi, sem haldinn verður í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 21. janúar kl. 14, munu fermingar- sveinar mæla sér mót við eldri kyn- slóðina í því skyni að skiptast á upp- lýsingum. Piltarnir munu greina þeim sem eldri eru frá því hvaða áhyggjur þeir telja ungt fólk hafa í dag og eins munu þeir segja frá helstu áhugamálum sínum. Að fram- sögu þeirra lokinni munu heiðurs- hjónin Ingibjörg Björnsdóttir og Jónas Guðjónsson fræða drengina um það hverjar séu nú helstu áhyggjur þeirra sem farin eru að reskjast og einnig lýsa því hvað þau telja vera ánægjulegast í lífi eldra fólks. Á næstu vikum munu fermingar- drengirnir svo skipta sér niður og fá að heimsækja nokkra eldri borgara í smáum hópum til þess að fræðast enn frekar um líf hinna eldri í fortíð og nútíð. Hvetjum við eldri borgara í sókn- inni til að fjölmenna á þennan fyrsta fund ársins og taka þátt í uppfræðslu fermingarbarnanna. Þjónustuhópur Laugameskirlgu. Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur máls- verður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyiir eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, sam- verustund, kaffiveitingar. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 10-12. Fræðsla: Afbrýðisemi eldri barna. Sigríður Jóhannesdóttir hjúkrunar- fræðingur. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18. Fræðslukvöld kl. 20.30. Skírnar- fræðsla, hvernig kennum við börnum að trúa á Guð. Fyrirlesari sr. Sigurð- ur Pálsson sóknarprestur. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirlya. Starf eldri borgara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir. íhug- unar- og fyrirbænastund kl. 18. Laugameskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára böm) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-15 ára) kl. 20. Fermingardrengir fjöl- menna. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvenj- ur. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsu- gæslustöð Seltjamamess. Ungar mæður og feður velkomin. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Úmsjón Kristín Bögeskov djákni. Bæna- messa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynis- son. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldraðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handa- vinna og spil. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund ki. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu á eftir. „Kirkjuprakkarar" starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16. TTT- starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Bibh'ulestur í dag kl. 18 í kirkjunni. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum ki. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.45-17.45 í safnað- arheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Landakirkja Vestmannaeyjum. KI. 10 foreldramorgunn. Gott samfélag. Heitt á könnunni. Kl. 12.05 bænar- og kyrrðarstund í hádeginu í 20 mín. Kl. 20.30 biblíulestur í KFUM og K- húsinu. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Súpa og brauð fellur niður. Bibh'ulestur kl. 19.30. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Krakkaklúbbur kl. 19.30. Allir hjartanlega velkomnir. MARGIR áhugamenn um skíðaíþróttina em orðnir langeygir eftir því að Kristinn Bjömsson, skíðakappinn frá Ólafs- fírði, nái að standa niður tvær ferð- ir á einu heimsbikarmóti eða svo. Enn urðu skíðaáhugamenn fyrir vonbrigðum nú á laugardaginn, þegar Kristinn datt og féll úr keppni í fimmta heimsbikarmótinu í röð. Víkverji kann engar skýring- ar á því hvers vegna gengi Kristins í heimsbikarnum hefur verið til muna lakara á þessu keppnistíma- bili, en á því síðasta. Fimm mót í röð hefur Kristinn fallið úr keppni, sem er að mati Víkverja allt of mik- ið af því góða. x x x x FRAM hefur komið að Kristinn hafi að eigin ósk fengið nýjan þjálfara fyrir þetta tímabil og er sá íslenskur. Þótt Víkverji sé eng- inn sérfræðingur á þessu sviði ætlar hann samt að leyfa sér að hafa skoðun á þessari ráðstöfun skíðakappans og skoðun hans er sú, að rangt hafi verið að skipta um þjálfara. Víkverji telur að fýrri þjálfari Kristins hafi náð mjög góðum árangri með Kristni, en það sama verði ekki sagt um þann sem nú hefur tekið við þjálfuninni. Kannast einhver við það að ís- lenskir skíðaþjálfarar hafi ein- hvern tíma náð góðum árangri í þjálfun þeirra sem keppa í röðum þeirra fremstu í heiminum á heimsbikarmótum? x x x x NÚ kunna einhverjir að segja sem svo, að öðrum komi þjálf- un og þjálfaramál Kristins Bjöms- sonar ekkert við. Þar er Víkverji enn á öndverðri skoðun, því hann lítur svo á að hver sem á annað borð hefur áhuga á þessum málum hafi fulla heimild til þess að hafa skoðanir, lýsa þeim og rökstyðja, ekki síst í ljósi þess að Kristinn er styrkþegi sem fær úthlutað fjár- munum af almennafé, sem er ár- legur styrkur úr Afreksmannasjóði og umtalsverður styrkur. x x x x AFREKSFÓLK okkar íslend- inga í íþróttum á því vissulega að venjast, að til þess eru gerðar miklar kröfur - stundum óvægnar, jafnvel óréttlátar kröfur. Þessu er íþróttafólk okkar úr fremstu röð- um vant og finnst oft sem ekki sé fyllsta réttlætis gætt. Vel má vera, að eitthvað sé til í því, en Víkverja þykir bæði leitt og sárt, Kristins Björnssonar vegna, að nú eru menn í raun og veru hættir að ráðgast um það í hvaða sæti Krist- inn lendi á þessu mótinu eða hinu, heldur hitt, hvenær hann detti, hvar í brekkunni, í fyrri umferð eða þeirri seinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.