Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
_i J j_Í _J _Í j J^ — -J-J
PNUNARTILBOÐ
10 - 50% afsláttur af vörum
| .. . -V- • —
Frábær tilboð á brúguefnum, rauðum, hvitum og rósa.
Byrjunarsett með öllu sem þart tíl víngerðar kr. 2.990
Sólarhrings víngerðarefni, hvít og rauð,
(er tilbúið á 24 tímum)
Vlkuvín í rauðu, hvitu og ýmsum ávaxtaútfærslum.
Nýr þjónustusími : 533 10 20
Amunnar
Nóatúni og Faxafeni
hafa verið fluttar í
SKEIFUNA 11D
(milli Griffils og
Kentucky Fried)
Ekkjan, presturmn
og kvikmyndastjórinn
SJONVARP
Stöð 2
Fornbókabúðin 3-4
Eftir Guðmund Ólafsson og Jóhann
Sigurðarson. Leikstjóri: Jóhann Sig-
urðarson. Leikendur: Guðmundur
Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson,
Hjálmar Hjálmarsson, Edda Heiðrún
Backman, Bessi Bjarnason, Magnús
Ragnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir,
Þröstur Leó Gunnarsson, Steinn
Ármann Magnússon, Þórhallur
Sigurðsson.
Engu er líkara en Sjónvarpið og
Stöð 2 hafi samráð sín á milli um
niðurröðun í dagskrá; það er a.m.k.
þægileg tilviljun að á sama tíma og
frumsýndir eru fjórir þættir Fom-
bókabúðarinnar skuli Sjónvarpið
dunda sér við endursýningar á 12
ára gamalli ofleiksseríu úr safni
sínu. Olíku er þó saman að jafna að
öðru leyti, að Fombókabúðinni
slepptri verður líklega fátt um
frumsýningar á leiknu íslensku efni
á Stöð 2, en Sjónvarpið lumar enn á
einum tveimur(?) nýjum Sunnu-
dagsleikhússeríum sem frumsýndar
verða íyrir vorið.
Efnislega féllu tveir seinni þættir
Fornbókabúðarinnar vel að efni
líðandi stundar. Hin fyrri passaði
ágætlega við tíðarfarið; Björn,
Rögnvaldur og Ester veðurteppt í
búðinni undir kvöld þegar inn snjó-
ar nýríkri ekkjufrú sem fokið hefur
úr jarðarfor eiginmannsins og
stuttu síðar fjúka inn á gólf búðar-
innar presturinn og bflstjórinn
Daníel ásamt eiginmanninum heitn-
um í kistunni. Gegnumgangandi
brandari var nafnleysi umhvei-fís-
ráðherrans, hóflega fyndinn. Ein-
hvern veginn náði þessi þáttur þó
ekki að lifna og líkið í kistunni á
miðju gólfí varð óvart táknrænt fyr-
ir þáttinn. Viðleitnin var þó sannar-
lega fyrir hendi þótt „gestir" þátt-
arins, presturinn og ekkjufrúin,
væm ekki sériega spennandi í sjálfu
sér. Skemmtilegastir voru heima-
menn, Björn, Rögnvaldur, Ester og
Daníel; ekki vegna þess að þau
hefðu fleiri brandara eða fyndnari á
takteinum, heldur bara vegna þess
að karakteramir era heilsteyptari,
tengslin á milli þeirra skýrari og
leikurinn afslappaðri. Staða „gesta-
leikaranna" í þessu samhengi er
viðsjárverð, þeim er ætlað að skapa
kómedíuna og happdrætti hvernig
til tekst. Þröstur Leó Gunnarsson
og Elva Ósk Ólafsdóttir gerðu
hvorki meira né minna en við var að
búast; drykkfelldur og siðlaus
prestur er ekki beinlínis nýjung í
gamansömu samhengi fremur en
léttúðug og glaðvær ekkja. Ekki fór
á milli máia að þarna voru tvö slík
eintök á ferðinni. Fyndnasta per-
sóna þáttarins yar eiginkonan
Brynhildur sem heima situr og
Bjöm hefur skiljanlega vemlegar
áhyggjur af. Það væra slæm mistök
að láta hana birtast í einhverjum
síðari þátta.
Besta tímasetning fjórða þáttar-
ins var að hann skyldi birtast beint í
kjölfarið á úthlutun úr Kvikmynda-
sjóði. Gesturinn að þessu sinni, hinn
misskildi og vanmetni Brjánn Bryn-
leifsson kvikmyndaleikstjóri, fékk
höfnun í þrettánda sinn þrátt fyrir
stórkostlegt handrit að Brennu-
Njálssögu. „Minn tími mun koma“
er lífsmottó hans sem hann hrópar
upp í vindinn þegar á móti blæs. Og
hans tími er einmitt núna þegar allt
er falt og honum finnst í hæsta
máta eðlilegt að selja langbrókina
sokkabuxnaframleiðanda og sýru-
keraldið Mjólkursamsölunni þótt
strangt tekið sé það í annarri sögu
og á annarri öld. Honum verður
ekki vandara um það úr því að
Gunnar og Njáll eru hommar og
Skarphéðinn og Þormóður Kolbrún-
arskáld eiga ástarsenu á miðju engi.
Skemmtilega manískur karakter
Brjánn í meðförum Magnúsar
Ragnarssonar. Brjánn dettur svo
tímabundið í lukkupottinn þegar
fyrirgreiðslupólitikusinn Dósóteus
lofai- að útvega honum 200 milljónir
úr noræna kvikmyndasjóðnum. Það
nær þó ekki lengra en loforðið en
Brjánn notar tímann vel, skipar í
hlutverk og lætur fjölfalda handrit-
ið. Heimafólk Fombókabúðarinnar
veðrast upp að vonum meðan kvik-
myndafárið gengur yfír enda fetar
Brjánn ótrauður í fótspor sumra
kollega sinna í kvikmyndastétt og
ræður eintóma amatöra í lykilhlut-
verkin vegna þess einfaldlega að
Björn, Daníel, Steingn'mur, Ester
og Rögnvaldur hafa allt til að bera
sem hlutverkin ki-efjast. Þau eru
Njáll, Skarphéðinn, Gunnar, Hall-
gerður og Þormóður hoidi klædd.
Vel saminn þáttur, með ágætlega
heppnaðar kómískar tilvísanir út í
raunveruleikann. Vonandi sér Stöð
2 ástæðu til að framleiða/kaupa
fleiri þætti af Fombókabúðinni, það
er full ástæða til þess.
Hávar Sigurjónsson
20. janúar-2. febrúar
mkoikmyndir
Kostuleg
kviki ndi
I Iþróttir
Fótboltaveisla
BÞaettir
A
Ur flæðarmálinu
LEIKIAST
Möguleikliúsið
HAFRÚN eftir Pétur Eggertz,
Völu Þdrsdóttur, Katrínu Þor-
valdsdóttur og Kristján Eldjárn.
Leikstjórn: Pétur Eggerz. Leikari:
Vala Þórsdóttir. Leikmynd og bún-
ingar: Katrín Þorvaldsdóttir.
Höfundur tónlistar og gítarleikur:
Kristján Eldjárn. Lýsing: Ólafur Pét-
ur Georgsson. Sérlegur aðstoðar-
maður: Bjarni Ingvarsson. Sunnu-
dagur 17.janúar.
HAFRÚN er leikverk unnið upp
úr þremur íslenskum þjóðsögum
sem aliar tengjast hafinu á einn
eða annan hátt. Hér er um einleik
með áherslu á látbragð að ræða og
í öllum hlutverkum er Vala Þórs-
dóttir. Vala hefur áður sýnt og
sannað að einleiksformið hentar
henni vel. Hún er örugg á sviðinu,
hefur skemmtilega líkamsbeitingu
og blæbrigðaríkt andlit og nær
auðveldlega til áhorfenda. Vala er
efni í mikinn skopleikara og beitti
hæfileikum sínum á því sviði vel í
þessari sýningu en engu að síður er
heildarstfll sýningarinnar ljóðrænn
fremur en skoplegur og kemur þar
fyrst og fremst til falleg og
skemmtilega útfærð leikmynd
Katrínar Þorvaldsdóttur.
Katrín notfærir sér þema sýn-
ingarinnar - hafíð - á útsjónarsam-
an máta. Alls konar þang og sjávar-
gróður skreytir sviðið og ljær sýn-
ingunni bæði fallegt náttúrlegt yf-
irbragð auk þess sem sjávarlyktin
fyllir vit áhorfenda. Búningar
Katrínar eru einnig skemmtilegir,
bæði mjúkur, ljósgrár búningur
Völu svo og brúnn þanglegur galli
Kristjáns Eldjáms gítarleikara
sem er skemmtilega fjömlallalegur
um leið og hann vísar til leðurgalla
nútímarokkara. Þetta er virkilega
athyglisverð vinna hjá Katrínu
Þorvaldsdóttur.
Kristján Eldjárn leikur eigin
tónlist undir leik Völu og var
sam“leikur“ þeirra tveggja mjög
góður. Melódíur Kristjáns eru
áheyrilegar og hin ýmsu leikhljóð
hans vel útfærð og ómissandi þátt-
ur í heildinni. Það er reyndar ein-
kenni á allri sýningunni hversu
sterkur heildarsvipur hennar er og
kemur þar vafalaust til sögunnar
góð leikstjóm Péturs Eggertz og
náin samvinna allra sem að sýning-
unni koma, allt frá byrjun. Hin
leikræna framvinda er vel samofin.
Hinar þrjár þjóðsögur sem unnið
er út frá - „Selshamurinn, Haf-
skessan og Sigurður í Skoravík -
renna saman í eina frásögn, sem
síðan bítur í sporðinn á sér, svo að
segja.
Möguleikhúsið auglýsir sýning-
una fyrir börn frá átta ára aldri og
fullorðna. Ýmis atriði sýningarinn-
ar kynnu að vekja ótta hjá yngri
börnum því hér er hvergi reynt að
fegra eða mýkja hinar hrollvekj-
andi hliðar þjóðsagnanna. Ætlunin
mun vera að ferðast með sýning-
una um landið og ég hvet sem
flesta foreldra að fara með börn sín
á Hafrúnu og nota um leið
tækifærið til að kynna börnin fyrir
hinum mikla þjóðsagnaarfi sem við
íslendingar eigum. Auk þess má
geta þess að texti sýningarinnar er
skrifaður á því málfari sem fínna
má í þjóðsögunum og fyrir koma
orð og orðatiltæki sem mörg hver
eru að hverfa úr hversdagsmáli
bama í dag. Hér er kærkomið
tækifæri til að auka orðaforða
yngstu kynslóðarinnar til muna.
Soffía Auður Birgisdóttir