Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
r
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 37
+ Páll Pálsson, áð-
ur bóndi í Eski-
fjarðarseli, fæddist í
Veturhúsum við
Eskifjörð 26. júlí
1910. Hann andaðist
á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 12. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voni Páll Þor-
láksson frá
Keldunúpi á Síðu, f.
9. júní 1877, d. 1940,
bóndi í Veturhúsum,
og kona hans Þor-
björg Kjartansdóttir
frá Eskifjarðarseli, f. 12. apríl
1882, d. 1962. Páll átti níu systk-
ini og eru tvö þeirra á lífl. Þau
eru: Bergþóra, rithöfundur, f.
28. janúar 1918, hún dvelur nú á
Ási, dvalarheimili aldraðra í
Hveragerði; og Magnús, formað-
ur VFA, f. 28. október 1926, bú-
settur á Egilsstöðum. Hin voru:
Emerentsíana Kristín, f. 23. apr-
íl 1900, d. 1993; Ólafur, f. 29.
í dag verður til moldar borinn Páll
Pálsson frá Veturhúsum við Eski-
fjörð, mér er það bæði ljúft og skylt
að minnast þess góða manns með ör-
fáum orðum, sem engan veginn
verða tæmandi.
Líf alþýðunnar á íslandi á fyrstu
ái-atugum aldarinnar var harla frá-
brugðið því sem nú gerist, brauð-
stritið tók sinn tíma og skólaganga
barna var ekki löng. Páll naut lítils-
hátcar tilsagnar, slitrótt, en eðlis-
greind hans varð honum leiðarljós í
því að læra af lífínu og því sem fyrir
augu bar.
Heimilislífíð einkenndist af sam-
hjálp og kærleika og hefur Bergþóra
Pálsdótth- rithöfundur, systir Páls,
lýst æsku og uppvaxtarárum Vetur-
húsafjölskyldunnai- í ágætum barna-
bókum sínum þar sem stuðst er við
endurminningar hennar. Af þeim má
ráða að þar hafí ríkt fagurt og gott
mannlíf.
Á unglingsárunum tóku við bústörf
með ýmiss konar íhlaupavinnu úti á
Eskifirði, svo sem: Uppskipun, vega-
vinna o.fl. Við búskapnum tók Páll al-
fai-ið á átjánda ári þegar faðii- þeitra
kenndi heilsubrests. Eskifjarðarsel
handan árinnar keyptu þau árið 1945
og fluttist Páll þangað með móður
sinni og systrum. Frá árinu 1962
bjuggu þau Palli og Berga ein í Seli
til ársins 1971 er Palli lenti í slysinu
og þau systkinin yfii-gáfu jörðina sína
og fluttust til Reykjavíkur.
Ég heyrði Páls íyrst getið sem
„Palla í sveitinni“ þar sem allt var
svo gott að hvergi var betra að vera.
Palla, sem bar Eygló, bróðurdóttur
sína, á bakinu yfii' ána til þess að tína
þar reyrgresi sem hana langaði svo í
vegna þess að það ilmaði svo vel og
minnti hana svo allan veturinn á hið
dásamlega austfirska sumar.
Kynni okkar hófust hins vegai' þeg-
ar Palli var fluttui', lamaður upp í háls
eftir bflslys, á Landspítalann, þai' sem
hann lá næstu misseri. Eftii' það lá
leið hans á Reykjalund þai' sem hann
undi hag sínum vel og tók framförum
sem leiddu til þess að hann gat geng-
ið stuttan spöl með stuðningi tveggja
og gat notið töluverðs frelsis með
hjálp síns góða rafdrifna hjólastóls.
Á Reykjalundi eignaðist Palli
marga af sínum bestu vinum og vel-
gjörðarmönnum, meðal annars í hópi
starfsfólksins. Hann fór í sínar
fyrstu utanlandsferðir á ævinni og
naut þar félagslífs í ríkum mæli, og
skulu öllu því ágæta fólki færðar'
okkar innilegustu þakkir.
I maí síðastliðnum fluttist Palli síð-
an á Heilbrigðisstofnun Seyðisfjarðar,
reyndust honum þar allir hið besta.
Fékk hann þar góða hjúkrun og end-
urhæfíngu sem þökkuð er af alhug.
Það var mörgum undrunarefni
hvað Palli var vel á sig kominn lík-
amlega, þrátt fyrir sína miklu hreyfí-
hömlun.
Unglegur og glaðsinna en ýmis-
legt var þó farið að ganga öndvert í
hans 89 ára líkama. Palli var fluttur
með kransæðastíflu á Sjúkrahúsið í
september 1901, d.
1984; Kjartan, f. 26.
júlí 1903, d. 1986;
Ambjörg, f. 3. ágúst
1905, d. 1932; Pétur
Björgvin, f. 19. sept-
ember 1912; Björ-
gólfur, f. 10. október
1913, d. 1981; og
Steinþór, f. 3. októ-
ber 1922, d. 1962.
Páll tók við búi af
foreldrum sínum er
faðir hans lést árið
1940. Hann festi
kaup á jörðinni
Eskiíjarðarseli árið
1945 og bjó þar til ársins 1971,
er hann lenti í bílslysi og lamað-
ist. Eftir það dvaldi hann fyrst á
Landspftaianum í Reykjavík en
lengst af á Reykjalundi, eða 24
ár. Siðastliðið vor fluttist hann
svo á Heilbrigðisstofnun Seyðis-
Qarðar.
títför Páls fer fram frá Eski-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Neskaupstað og lést þar að morgni
12. janúar.
Ég vil að leiðarlokum þakka þess-
um hjartahreina góða manni sam-
fylgdina og allt það góða sem hann
var mér, Eygló og börnum okkar.
Guð blessi minningu Páls Pálsson-
ar.
Jón Símon Gunnarsson.
Kveðjuorð frá systur
Nú kveð ég þig kæri bróðir,
því komin er nóttin löng.
Nú gengur þú góðar slóðir,
því ævigangan var ströng.
Nú lifir þú ljúfar stundir,
Lausnara þínum hjá.
Hann leiðir við ljóssins mundir,
lífsmáttinn færöu að sjá.
Þú prófið hans stóðst með sóma,
erfið þótt væri stund.
Minning þín mun í ljóma,
merla á lífsins grund.
Fordæmi frábært varstu,
er firðum og bæjum gafstu.
Geðprýði góða sýndir,
góðmennsku aldrei týndir.
Dagsbirtu drottinn gefur,
döpur er líður nótt.
Fundum hann heitið hefur,
við heilagan lífsins þrótt.
Bergþóra Pálsdóttir
frá Veturhúsum.
Góður vinur minn er fallinn frá.
Við fráfall Páls rifjast upp minningar
frá liðnum tíma á Reykjalundi, þar
sem hann var um tuttugu ára skeið
vistmaður, eftir að hafa legið á
Landspítalanum, mikið slasaður eftir
bflveltu. Slysið varð í mars 1971,
þegar hann var á leið heim til sín í
Eskifjarðarseli. Bergþóra, systir
hans, var með honum í bílnum og gat
naumlega hringt á sjúkrabfl.
Hann sagði mér að bíllinn hefði áð-
ur komið í góðar þarfii', sér hefði þótt
gaman að keyra og bfllinn veitt sér
gleði. En svo varð slysið, sem olli því
að hann lamaðist alveg, en fékk seinna
dálítinn mátt í hendur, sem dugði hon-
um þó til lítils, gat t.d. ekki matast. Að
Reykjalundi kom Páll áinð 1974 og
þar fékk hann stól sem útbúinn var
með hnúð á armi stólsins, sem hann
gat stýrt með. Þetta gerði honum
kleift að skoða sig um í nágrenninu.
Hann fór stundum i góðviðri fleiri
hundruð metra, jafnvel upp brekkur.
Páll var hlédrægur maður, stór og
myndarlegur, þægilegur í viðmóti og
barngóður. Það sá ég og heyi'ði af
ýmsu, m.a. kynntust börnin á dag-
heimilinu honum, þegar hann var á
ferð sinni kringum húsin og stoppaði
við heimilið og öll börnin komu
hlaupandi að tala við hann. Hann gaf
gróðri og fuglum aðgát og kunni lif-
andis ósköp af fuglanöfnum sem
hann setti í ljóð, sem var svo lesið
upp eitt skemmtikvöldið. Ég kynntist
Páli fyrir mörgum árum, sennilega
kringum 1983^4. Þá var ég á B-gangi
með konu, sem var alveg ósjálfbjarga
í sínum hjólastól. Það var yndisleg
kona og gott að vera með. Við Páll
hittumst fyi'st í dagstofunni og fórum
að spila á spil. Seinna, þegai' ég inn-
ski-ifaðist aftur, héldum við upptekn-
um hætti og vorum þá bæði á E-
gangi. Þegar hann spilaði hafði hann
grind fyrii' spilin sín, gat valið spil og
hrint því út af grindinni á borðið. Já,
honum datt ýmislegt í hug. Hann var
félagslyndur, ég fann það þegar ég
fór að líta til hans á herbergið. Hann
sagði mér ýmislegt úr sveitinni.
Hann þuldi fyrir mig heilu ljóðabréf-
in aftur og aftui' og einnig margar
gamlai' þulur og vísur. Svo átti hann
ýmislegt skirifað, sem ég fékk að lesa
og las þá gjarnan upphátt fyrir hann.
Svo var það eitt árið þegai' ég kom
í þessa reglulegu þjálfun að honum
var mikið niðri fyrir þegar ég kom
inn til hans. Ég innti hann eftir því
hvað hann hefði í huga. Þá sagði
hann að sig langaði til að lesa það
sem hann hefði í huga sér af ljóðum
og á blöðum og festa það á kassettu
og heyra hvernig það kæmi út.
Ég hef bara engan til að hjálpa
mér til þess, sagði hann, og leit í
kjöltu sér. Ég sagði strax að mér lit-
ist vel á þetta. Vorum við nokkra
daga að þessu, en það tókst að lok-
um, þótt ýmsar tilfæringar og hjálp-
ai'tæki þyrfti með. Það gladdi hann
og ekki síður mig. Eftir að hann kom
úr Hollandsför í fyrra bauð hann
mér að koma með sér niður að
„Hlein“ og horfa þar á myndband,
sem tekið vai' í ferðinni, en sú ferð
var mikil upplifun fyrir Pál og fleira
fatlað fólk. Þá rifjaðist allt ferðalagið
upp að nýju þai' sem þau voru alsæl
og glöð, léttklædd í hita og sól.
Það rifjast nú upp fyrir mér eitt
sérstakt atvik, sem ég las um einmitt
hjá Páli. Ég sá bók hjá honum sem
heitir „Askja“ og las þar frásögn af
atviki sem gerðist í janúar 1942 í
hríðarstormi á Eskifirði, þegar Páll
gekk fremstur í að bjarga 48 her-
mönnum í aftakaveðri um nótt og
voru mennirnir flestii' að dauða
komnir. Allt heimilisfólkið í litla bæn-
um í Veturhúsum hjálpaðist að alla
nóttina og hlúði að þeim. Þetta var
mikið afrek, ekki síður vegna þess að
fólkið var búið að vinna allan daginn
við erfiðisvinnu og Páll við uppskipun
úr skipi á Eskifirði. Þessa er getið
íyrst í Lesbók Morgunblaðsins 10.
tbl. 1964, bls. 8, skráð af systur hans,
Bergþóru. Einn góðan spilafélaga
átti Páll til margra ára og er vert að
þakka honum þær stundir, en það
var Magnús Þórólfsson, sem var
lengi heilsársvistmaður á Reykja-
lundi, en flutti tfl Reykjavíkur fyrii-
fáeinum árum og er nú á Grund.
Síðast hitti ég Pál á vordögum á
síðasta ári, en þá var verið að pakka
niður síðasta dótinu hans á Reykja-
lundi. Það var tregablandin tilfinn-
ing hjá honum þegar að stundinni
kom að flytja, hann vissi ekki hvað
tæki við. Ég vissi að til stóð að flytja
hann austur á Seyðisfjörð. Eg hitti
þá Magnús, bróður hans, stutta
stund en hann sá um flutninginn.
Á haustdögum hringdi ég til hans,
þá vai- hljóðið gott í honum og sagði
hann að sér líkaði vel og allt væri gert
fyrir hann. Svo hringdi ég fyrir jólin,
en á jóladag var hann hjá Magnúsi,
bróður sínum, sem hafði sótt hann frá
Egilsstöðum. Þá hafa verið gleðileg
jól hjá þeim, býst ég við.
Eins og ég gat um í upphafi rifjast
upp margar minningar um góðan vin.
Við Páll töluðum sama mál, þótt hann
væri Austfirðingur og ég Vestfirðing-
ur, við vorum af sömu kynslóð, skild-
um hvort annað og vorum samrýnd.
Við skröfuðum stundum um hjúkrun-
arfólkið og annað starfsfólk. Það get
ég sagt með sanni að alltaf hældi
hann þeirri sem var á vakt, ég held
að allar hafi þær verið bestar, stúlk-
urnar hans, sem þjónuðu honum.
Fyi'ir það ber að þakka. Sjálf er ég
þakklát fyrir að hafa kynnst Páli og
átt hann fyrir vin. Ég votta Magnúsi
og hans fjölskyldu, Bergþóru og
frændfólki öllu mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Páls Pálssonar
frá Veturhúsum.
Pálína Magnúsddttir.
PALL
PÁLSSON
+
Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGFÚS JÓNSSON
frá Ærlæk í Axarfirði,
Skipholti 36,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn
14. janúar sl.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 21. janúar kl. 10.30.
Erla Sigurðardóttir,
Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir,
Hulda María Mikaelsdóttir, Simon Sigvaldason,
Hildur, Hulda, Erla María,
Erla og Sonja.
Elskuleg frænka okkar,
AÐALHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
sem lést á Sólvangi miðvikudaginn 13. janúar,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 21. janúar kl. 15.00
Þeir, sem vilja minnast hennar, eru vinsamlega
beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess.
Ása Karlsdóttir og frændfólk.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐLAUG BERGMANN,
lést laugardaginn 16. janúar.
Grétar Bergmann,
Aðalheiður Óladóttir Helleday, Nils Helleday,
Liz, Peter og Sandra.
+
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur,
LÁRUS INGI GUÐMUNDSSON,
Sjálfsbjargarhúsinu,
Hátúni 12,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánu-
daginn 18. janúar.
Guðmundur Lárusson,
Jón Valgeir Guðmundsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Kristján S. Guðmundsson.
+
Útför
JÓHANNS FRÍMANNS PÉTURSSONAR
frá Lækjarbakka,
Skagastrðnd,
fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd,
laugardaginn 23. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd tengdabarna, afabarna og lang-
afabarna,
Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir,
Ása Jóhannsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson,
Gissur Rafn Jóhannsson, Gylfi Njáll Jóhannsson.
+
Vinur okkar,
HANNES GARÐARSSON,
Þormóðsgötu 20,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn 18. janúar.
Útförin augiýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigþóra Gústafsdóttir,
Hinrik Hinriksson.