Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 45
BRÉF TIL BLAÐSINS
Fjölskyldan
Yfírlýsing til heimsins
V ínartónleikar
í Höllinni
MORG UNBLAÐINU hefur borist
ósk frá Ólafí Einarssyni, Umdæm-
isforseta Islandsumdæmisins,
Bárði Arna Gunnai’ssyni, greinar-
forseta Reykjavíkurgreinar og Sig-
urjóni Þorbergssyni, forseta öld-
ungasveitar Reykjavíkurdeildar og
almannafulltrúa kirkjunnar á ís-
landi, þess efnis að það birti eftir-
farandi yfírlýsingu frá Kirkju Jesú
Krists, hinna síðari daga heilögu,
og fer hún hér á eftir:
„Æðsta forsætisráðið og ráð
postulanna tólf í kirkju Jesú Krists
hinna síðari daga heilögu.
Við, æðsta forsætisráðið og ráð
postulanna tólf í Kirkju Jesú Krists
hinna síðari daga heilögu, lýsum því
hátíðlega yfir að hjónaband milli
karls og konu er vígt af Guði og að
fjölskyldan er kjarninn í áætlun
skaparans um eilíf örlög barna
hans.
Allar mannlegar verur _ karlar
og konur _ eru skapaðar í mynd
Guðs. Hver þeirra er ástkær anda-
sonur eða dóttir himneskra for-
eldra og sem slík á sérhvert þeirra
sér guðlegt eðli og örlög. Kynferði
er nauðsynlegur eiginleiki einstak-
lingsins, sem einkennir hann og
samræmist tilgangi hans í fortil-
veru, jarðneskri tilveru og um ei-
lífð.
I fortilverunni þekktu og tilbáðu
andasynir og dætur Guðs hann sem
eilífan fóður og samþykktu áætlun
hans, en samkvæmt henni gátu
börn hans hlotið efnislíkama og öðl-
ast jarðneska reynslu til að feta í
átt að fullkomnun og að lokum gera
að veruleika guðleg örlög sín sem
erfíngjar eilífs lífs. Hin guðlega
sæluáætlun gerir fjölskylduböndin
varanleg handan grafar. Helgiat-
hafnir og sáttmálar í heilögum
musterum gera einstaklingum
mögulegt að komast aftur í návist
Guðs og fjölskyldum að sameinast
að eilífu.
Fyi’sta boðorðið sem Guð gaf
Adam og Evu varðaði mögulegt
foreldrahlutverk þeirra sem eigin-
manns og eiginkonu. Við lýsum því
yfir að boðorð Guðs til barna hans
um að margfaldast og uppfylla
jörðina er enn í gildi. Við lýsum því
jafnframt yfir að Guð hefur boðið
að hinn helgi sköpunarkraftur skuli
aðeins notaður milli karls og konu í
löglega vígðu hjónabandi.
Við lýsum Því yfir að leiðin til
sköpunar jarðlífsins sé guðlega til-
nefnd. Við staðfestum helgi lífsins
og mikilvægi þess í eilífri áætlun
Guðs.
Eiginmaður og eiginkona bera þá
helgu ábyrgð að elska og annast
hvort annað og börn sín. „Synir eru
gjöf frá Drottni, ávöxtur móður-
kviðarins er umbun“ (Sálm. 127:3).
Foreldrar bera þá helgu skyldu að
ala börn sín upp í kærleika og rétt-
læti, að sjá fyrir líkamlegum og
andlegum þörfum þeirra, að kenna
þeim að elska hvert annað og þjóna
hvert öðru, að virða boðorð Guðs og
vera löghlýðnir þegnar, hvar sem
þau búa. Eiginmenn og eiginkonur
mæður og feður _ verða ábyrg
frammi fyrir Guði, ef þau bregðast
þessum skyldum.
Fjölskyldan er vígð af Guði.
Hjónaband milli karls og konu er
nauðsynlegt eilífri áætlun hans.
Börn eiga rétt á því að fæðast inn-
an hjónabandsins, að vera alin upp
af föður og móður sem heiðra
hjónabandseiða sína af fullkominni
tryggð. Hamingju í fjölskyldulífi
hljótum við fyrst og fremst þegar
við byggjum á kenningum Drottins
Jesú Krists. Farsælt hjónaband og
fjölskyldulíf byggist og varðveitist
á reglum trúar, bænar, iðrunar,
fyrirgefningar, virðingar, kærleika,
umhyggju, vinnu og heilbrigðrar
dægrastyttingar. Samkvæmt guð-
legri áætlun eiga feður að sitja í
forsæti fjölskyldu sinnar í kærleika
og réttlæti og bera þá ábyrgð að sjá
henni fyrir nauðsynjum lífsins og
vernda hana. Meginábyrgð mæðra
er að annast börnin. Við þessa
helgu ábyi’gð ber feðrum og mæðr-
um skylda til að hjálpa hvort öðru
sem jafningjar. Sjúkdómar, andlát
eða aðrar aðstæður geta gert per-
sónulega aðlögun nauðsynlega.
Ættingjar ættu að veita stuðning
þegar með þarf.
Við vörum við því að þeir sem
rjúfa sáttmála skírlífis, sem mis-
þyrma maka eða barni, eða sinna
ekki ábyrgð sinni gagnvart fjöl-
skyldunni, munu síðar men- verða
að standa ábyrgir gerða sinna
frammi fyrir Guði. Ennfremur vilj-
um við vara við því að sundrung
fjölskyldunnar mun leiða yfir ein-
staklinga, samfélög og þjóðir þær
hörmungar sem spámenn fyrr og
nú hafa sagt fyrir um.
Við biðjum alla ábyrga þegna og
opinbera embættismenn alls staðar
að efla þá þætti sem ætlaðir eru til
að varðveita og styrkja fjölskyld-
una sem grundvallareiningu þjóðfé-
lagsins.
Þessa yfirlýsingu flutti Gordon
B. Hinckley forseti sem hluta af
boðskap sínum á aðalfundi Líknar-
félagsins sem haldinn var 23. sept-
ember 1995 í Salt Lake City,
Utah.“
ÓLAFUR EINARSSON,
BÁRÐUR ÁRNI GUNNARSSON
SIGURJÓN ÞORBERGSSON
Frá Þresti Ólafssyni:
ÞAÐ hefur orðið nokkurt umtal um
síðustu Vínartónleika Sinfóníu-
hljómsveitar Islands sem haldnir
voru í Laugardalshöll 8. og 9. janú-
ar sl.
Almennt hafa þau viðbrögð sem
við höfum fengið verið afai’ jákvæð
hvað snertir tónlist, hljómsveit,
stjómanda og einsöngvara en mis-
jafnari þegar komið er að tónleika-
staðnum. Hann þykir ekki hæfa sem
viðeigandi umgjörð fyrir Vínartón-
leika, hljómburður sé lélegur og þeir
sem sitja niðri sjá ekki nógu vel.
Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem
Laugardalshöll er notuð undir tón-
leika. Flestir stórtónleikar Listahá-
tíðar hafa verið haldnir þar, síðast
kom Ashkenazy þangað með Þýsku
Fílharmóníuna í Berlín.
Ákvörðun um að flytja Vínartón-
leikana úr Háskólabíói í Höllina
mun hafa verið tekin um vorið 1998
af þáverandi stjórn. Ástæður þess
voru margvíslegar en þessar helst-
ar:
Aðsóknin á þessa tónleika var svo
mikil að síðast þurfti að leika fjór-
um sinnum fyrir fullu húsi og dugði
tæpast til. Ljóst var að með svipaðri
aukningu myndi þurfa fimm til sex
tónleika nú. Það hefði nánast verið
ógerningur, en stjórn hljómsveitar-
innar vildi reyna eins og kostur var
að gefa sem flestum tækifæri á að
sækja tónleikana.
Önnur ástæða var sú að bæta átti
dansatriðum við til að gera kvöldið
enn eftirminnilegra. Það var ekki
gerlegt í Háskólabíói.
Það breytir ekki því að Laugar-
dalshöll er ekki aðlaðandi tónleika-
salur. Mikið vantar á að hljómburð-
ur þar geti talist viðunandi. Þetta
hefur þó verið það athvarf sem
menn hafa hlaupið í þegar tjalda
þurfti stóru og þúsundir streymdu
að. Reynt var að bæta aðstöðu eins
og kostur var, m.a. beitt hágæða
tækni til að bæta hljómburðinn í
húsinu.
Hitt er svo enn annað mál að Vín-
artónleikar eru sérstakir. Glæsileiki
og hughrif tónlistarinnar eru slík að
rétt umhverfi eykur enn frekar á
ánægjuna. Það munum við hafa í
huga áður en ákveðið verður hvar
næstu Vínartónleikar verða haldnir.
Við bíðum í ofvæni eftir nýju tón-
leikahúsi.
ÞRÖSTUR ÓLAFSSON,
framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitai- Islands.
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim sem
glöddu mig cí 90 dra afinœli mínu 1. janúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir
frá Grímsey.
ár námstefnur
um nýjungar á sviði starfsmannaþjónustu
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANOS hefur
í samstarfi við U.C. Berkeley fengið
Craig Cantoni, sem er leiðtopi á sviði
þróunar starfsmannamála ifyrir-
tækjarekstri í Bandaríkjunum, til að
fjalla ítarlega um þetta viðamikla
svið á þremur námstefnum. Cantoni
hefur margra ára stjórnunarreynslu
á þessu sviði, m.a. hjá Micro Age,
á þeim timum er fyrirtækið óx ór 700
þusund dala tölvudreifingarfyrirtæki
13 milljarða dollara fjölþætt fyrir-
tæki. Einnig hefur hann verið yfir-
stjórnandi startsmannamála hjá
Greyhound og hjá Mars Incorporated.
Cantoni hefur undanfarin ár rekið
ráögjafafyrirtæki í Arizona á sviði
starfsmannamála, og getið sér
orðstír bæði sem eftirsóttur fyrir-
lesari á þessu sviði og sem greina-
og bókahöfundur. Til hans er leitað
á borð v% Motorola, Honeywell!
Micro Age og Sequent Computer
Systems.
Óhætt er að fullyrða að Cantoni hefur
verið í hópi áhrifamestu einstaklinga
um breytingar á þróun starfsmanna-
mála. Allt frá því grein hans í Wall
Street Journal um þessi mál árið
1995 vakti marga stjórnendur af
værum blundi um þroun starfsmanna-
mála, hafa aðrar umræddar
hugvekjur fyigt í kjölfarið. Undanfarin
3 ár hefur Cantoni ítrekað verið vatinn
sem aðalfyrirlesari á ráðstefnum
bandarískra samtaka um starfs-
mannastjórnun (SHRM) og sértækari
samtaka sem tengjast starfsmanna-
málum víða um Bandaríkin. Auk
athyglisverðra greina í Wall Street
Journai hefur hann verið tíður gestur
á síðum sérfræðirita eins og The
American Compensation Association
Journai, The American Compen-
sation News og Compensation and
Benefits Review. Fyrir nokkrum árum
ritaði hann bókina Corporate
Dandelions: How the Weed of
Bureaucracy Is Choking American
Business and What You Can Do to
Uproot It.
AÐFERÐIR FYRIRTÆKJA
í FORYSTU STARFS-
MANNASTJÓRNUNAR
Miðvikudagur 3. febrúar
Kl. 09:00-13:00
Staður: Hótel Loftleiðir.
Fyrir hverja:
• Yfirstjórnendur og millistjórn-
endur sem þurfa að þekkja til
nýjunga og lykilatriða á þessu
sviði.
• Sérfræðinga á sviði starfs-
mannamála sem vilja endur-
meta eigin aðferðir.
í hnotskurn: Hér er fjallað um
svonefndar “Best Practices” á sviöi
starfsmannamála. Þekking er eina
raunverulega auðlindin í breyttu
efnahagsumhverfi. Þeir sem sinna
starfsmannamálum glíma við að
stjórna þessari auðlind -fólkinu
sjálfu. Er skipulag starfsmanna-
mála í réttu samhengi við aðra
þætti svo auðlindin sé betur nýtt?
A 4 klst. verður unnið markvisst
að því aö meta verkefni á sviði
starfsmannamála og forgangsraða
þeim. Sérstök áhersla verður lögð
á stefnumótandi stjórnunarhætti,
ráðgjafareiginleikana, fjárhagslega
greiningu í starfsmannahaldi og
viðskiptaþekkingu þeirra sem fjalla
um starfsmannamálin. Verkefnið
er að auka eiginleika stjórnenda til
stefnumótandi ákvarðanatöku á
sviði starfsmannamála.
• Skoöa starfsmannaþróun í
samhengi við stefnumótun fyrir-
tækis, fjárhagslega greiningu og
daglega stjórnun.
• Sjá fyrir breytingar með greiningu
á umhverfi og “kúltúr" fyrirtækis.
Áhritaþættir á þróun
startsmannamála
• Aö skilgreina og gangsetja
stefnuáætlanir. • Viðskiptahlið
starfsmannamálanna. • Að ná
stöðugleika á milli stefnumótunar,
uppbyggingar, kúltúrs og verklags.
• Að samþætta stefnumótun í
starfsmannamálum við heildar-
stefnu fyrirtækisins.
Leiðlogahlutverkið í stjórnun
starfsmannamála
• Hlutverk starfsmannastjórnunar.
•Áhrif áfyrirtæki/stofnun.
• Stjórnun breytinga á skipulagi
og vinnuferlum. • Eiginleikar og
hæfileikar til starfsins.
Fjárhags áætlanir og eftirlit
• Fjárhagsleg greining fyrir starfs-
mannamálefni. • Mælanleg áhrif
starfsmannasviðs á fjárhagslega
frammistöðu. • Atferlisleg nálgun
að fjármálatækjum. • Stjórnun
samskipta- og eftirlitstækja.
Aukin áhrit á samkeppnishæfni
•Greining áfyrirtækisbrag,
“kúltúr”. • Greining á virkni
aðgerða. • Mat á breytingum m.v.
líftíma fyrirtækis. • Ahrif ríkjandi
strauma í sveigjanlegu fyrirtæki.
• Arangursrík virkjun hópa og net-
samstarfs.
Þróun ferla í starfsmannamálum
• Starfsmannastjórnun sem kerfi.
• Að viöhalda tengslum á milli
starfsmannakerfis og annarra
kerfa. • Hlutverk starfsmannastjóra
í breytingum. • Umbreyting á
hlutverki starfsmannahaldsins.
Stefnuvirk starfsmannastjórnun
• Hvort einkennist stjórnun þín af
viðbrögðum við áreiti eða því að
leiða breytingar? • Að hafa áhrif á
fyrirtækisstefnu. • Þróun og
framkvæmd áætlana á sviði
starfsmannamála. • Umbunarkerfi
tengd stefnu. • Mat á áhrifum
starfsmannakerfis.
NYJUNGAR ASVIÐI
STARFSMANNA-
STJÓRNUNAR
Miðvikudagur. 3. febrúar
Kl. 14:00-18:00
Staður: Hótel Loftleiðir.
í hnotskurn: Nútímafyrirtæki og
stofnanir gera þá kröfu að þeir
sem fást við hið víðfeðma svið
starfsmannamála skili raunveru-
legum virðisauka í starfi sínu. Þetta
krefst skarpari sýnar á reksturinn
og þvi að byggt sé á samþættu,
hagæðastarfsmannakerfi. A 4 klst.
gefst þátttakendum tækifæri til að
endurmeta og endurhæfa núver-
andi aðferðir og öðlast sterkari
heildarmynd af þróun starfs-
mannamála og mikilvægustu
þáttum þeirra I rekstrinum. Þeir fá
tækifæri til að sjá skýrar þær að-
ferðir sem nú eru notaðar, hugtök
og grundvallaráherslur I starfs-
mannaþróun. Þeir öðlast aukna
færni í að vega og meta eigið
framlag til þessara mála.
Farið verður yfir hvernig skuli best
skilgreina og koma höndum yfir
forgangsverkefnin.
• Hlutverk starfsmannastjórnunar
í nútímarekstri -tími breytinga
• Starfsmannamál-hvarerumvið
stödd?
• Samskiptakerfi starfsmanna
• Starfssköpun og endurmat
• Endurnýjun starfsmanna og val
• Mat á frammistöðu
• Umbun og laun
• Þjálfun og þróun
• Framabrautir og framvindu-
áætlanir
• Starfsmannamál- samantekið
hlutverk og verklegt yfirlit.
STJ0RNUN
ÞJÁLFUNAR- OG
ÞRÓUNARÁÆTLANA
STARFSIVIANNA
Fimmtudagur. 4. febrúar
Kl. 09:00-13:00
Staður: Hótel Loftleiðir.
I hnotskurn: Þjálfunar- og þróunar-
mál starfsmanna eru í dag talin til
kröftugra verkfæra til aukinnar
samkeppnishæfni. Þetta svið er að
fara í gegnum róttækar breytingar.
Þó er það enn þannig að þjálfun
þjálfaranna sjálfra leggur enn
áherslu á kennslufræði I stað
stjórnunar þessa viðamikla
verkefnis. Þessi námstefna leggur
áherslu á stjórnun þjálfunar- og
þróunaráætlana starfsfólks, með
pví aö fara yfir það sem best er
gert í þessum efnum hjá fyrir-
tækjum og stofnunum. Verkefnið
er því víötækara en stíf skilgreining
þjálfunar. Greindir eru möguleikar
sem fólgnir eru í þeirri þjálfun sem
starfsfólkið getur öðlast í gegnum
starfið sjálft. Fjallað er um tvíþætta
krafta í stjórnun þjálfunar- og
þróunaráætlana, þörfina fyrir að
stjóma þessum þáttum beint og
mikilvægi starfsmannatengdrar
ráðgjafartil millistjórnenda.
Gefin verður greinargóð sýn yfir
þennan mikilvæga þátt stjórnunar-
hlutverksins.
At námstefnunni átt þú að hafa:
• Þróaö betri aðferðafræði og
aðgerðaáætlun fyrir þjálfun og
þróun starfsfólks.
• Skilið hvernig er unnt að bæta
árangur þessa sviðs stjórnunar
- frá því að stjórna afmörkuðum
þjálfunarverkefnum til stjórnunar
og þróunar á mannauð fyrirtækis-
ins.
• Betri vissu um það sem þegar
er vel gert.
• Skýrari sýn á lykilskrefin í farsælli
stjórnun þjálfunar- og þróunar-
áætlana.
• Gert þér betri grein fyrir eigin
þróunaráætlun.
A
Stjórnunarfélag
Islands
Skráning og nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjornun.is