Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 49
Draumamir
halda mannin-
um gangandi
í leikhúsinu leitast Egill Ólafsson við að
framkalla galdra og töfra umfram þá sem
fást með því að ýta á takkann á sjónvarp-
inu. Hildur Loftsdóttir hitti tónskáldið í
Loftkastalanum.
ALPJÓÐ þekkir söngvarann og
leikarann Egil Ólafsson. Færri vita
kannski að hann hefur samið tónlist
við fjöldann allan af alls konar leik-
ritum, sem hefur verið flutt við góð-
an orðstír á Norðurlöndum og
meira að segja í henni Ameríku.
Fyrsta verkefnið var Grænjaxlar
með Spilverkinu, það nýjasta tónlist
við leikritið Mýs og menn, sem
frumsýnt verður í Loftkastalanum í
kvöld undir leikstjórn Guðjóns Ped-
ersen.
Englahljóðfæri
úr himnaríki
„Petta er alveg makalaust verk
og því meira sem maður hrærist í
því hér því meira sér maður í því.
Það sem er kraumandi undir niðri
skírskotar til alls í lífinu, til stóru
bókarinnar, Biblíunnar; af hverju
erum við hér? Er það bara undir-
búningur fyrir dómsdaginn og þá
byrjar lífið? Annars fjallar verkið
um vonir og drauma mannanna.
Þeir félagarnir eiga sér þann
draum að vera sjálfstæðir; eiga
eigin búgarð og rækta sitt korn. I
lokin er því hins vegar haldið fram
að það rætist aldrei neinir draum-
ar.“
- Þú velur þér sérstök hljóðfæri
til að skapa stemmninguna; hörpu,
rafmagnsgítar, trommur og gler-
kúlur?
„Þetta eru allt saman hljóð sem
ég hef búið til úr organískum
hljóðfærum, eins og glerkúlunum
sem er hent á bassatrommu sem er
hallað fram og tilbaka þannig að
kúlurnar snúast. Tónlistin er nán-
ast alveg gegnumgangandi, og
þannig mjög sambærileg við það
sem gerist í kvikmyndum, nema í
leikhúsinu hefur maður ekki stjórn
á hlutunum því engar tvær leiksýn-
ingar eru eins, og það gerir leik-
húsið svo spennandi. Hins vegar
eru hljóðin, sem eru af bandi, alltaf
Páskaævintýri
Heimsferða til
Benidorm
frá kr. 29.645
31. mars -12 nætur
Heimsferðir bjóða nú spennandi páskaferð til Benidorm í beinu Hugi
þann 31. mars í 12 nætur. Nú getur þú nýtt fn'dagana um páskana í sumri
og sól og komist til Benidorm á hreint frábærum kjörum. Gott úrval
gististaða, hvort sem þú vilt vera við ströndina eða á rólegu íbúðarhóteli
með frábærri aðstöðu fyrir gesti og á meðan á dvölinni slendur býðst þér
íjöldi spennandi kynnisferða með íslenskum fararstjórum Heimsferða.
Bókaðu strax og tryggðu þér sæti, í fyrra seldust páskaferð-
irnar upp strax.
Verð kr. 29.645
M.v. hjón með 2 börn, ftugsæli fram og
til baka, 31. mars, 12 nætur.
M.v. hjón mcð 2 böm, Acuarium, (búð
með I svefnh., 12 nætur._________
Verðkr. 49.990
M.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi,
Acuarium. 12 nælur.
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Verð kr.
39.955
Fyrstu 3U sætin um
páskana með sérafslætti.
Með því að bóka strax getur
þú tryggt þér allt að
20.000* kr.
afslátt fyrir íjölskylduna.
*Sértilboð á fyrstu
50 sætunum til Benidorm.
Verð hækka um 5.000 kr.
p. mann þegar þau eru seld.
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Kristinn
EGILl Ólafsson túlkar ólgu mannlífsins sem kraumar
undir yfirborðinu í leikritinu Mýs & menn.
eins. Það þarf því stöðugt að vera á
tökkunum og sem betur fer höfum
við tölvu til að stýra hljóðunum;
hvenær þau koma og af hve mikl-
um styrk. ívar Bongó tæknimaður
er eins og skipstjórinn í brúnni;
stöðugt á vaktinni."
- Spilaður þú sjálfur allt inn?
„Nei, nei, ég var með ágætt fólk
með mér. Kristján Eldjárn lék á
klassískan gítar og rafmagnsgítar,
Marion Herrera á hörpu og Asgeir
Óskarsson aðstoðar mig við slag-
verkið."
-Standa hörpuhljómarnir fyi’ir
draumkennda þáttinn í sögunni?
„Já, ég ákvað það mjög fljótlega,
því ég vissi að Guðjón væri að
skoða verkið í tilvistarlegu tilliti;
hvað gerist ef við höfum ekki sið-
ferði og trúna. Mér fannst harpan
vera englahljóðfæri úr himnaríki,
og hún er tilvísun í það. Við erum
öll á leiðinni þangað, þar sem allt
verður betra en hér.“
- Er þetta verk sem býður upp á
skemmtilegar lausnir?
„Vissulega býður þetta leikrit
upp á margt skemmtilegt. Þegar
maður kemur að svona verki á eftir
að búa til áherslur og ákveða hvað
við viljum láta koma fram. Við er-
um að reyna að fara undir þetta
makalaust slétta og fellda yfirborð,
þar sem kraumar öll ólga mannlífs-
ins, allt sem er innan í okkur, og
við hleypum allt of sjaldan út.
Bókin gerist á plantekru í suð-
uiTÍkjunum, en hér er það allt tekið
út, því það skiptir ekki máli í þessu
verki. Það fjallar um draum mann-
anna sem heldur þeim gangandi.
Síðan eru vangaveltur um það
hvort hann sé til staðar eða ekki.“
- Við getum því ekki búist við
tónlist í anda suðurríkjanna?
„Nei, ég fór alveg þvert á það.
Hún tekur mið af rómantískri tón-
list, miðaldatónlist og fer fram og
tilbaka í kvikmyndirnar og vitnar
þar í minn upp-
áhaldsmann, Nino
Rota. Ég hef mik-
ið hrifist af hon-
um og horfi til
hans. Maður ólst
upp í bíóhúsunum
og það hafði mikil
áhrif á mig. Ég
tala ekki um þeg-
ar dollaramynd-
irnar koma með
þessari miklu
áherslu á tónlist.
Svo drakk ég
Fellini-myndirnar
í mig með Nino
Rota. Ég hef enn
ekki séð betri ,
mynd en
Amarcord. Það er
besta mynd sem
hefur verið búin
til.“
- Er það ólga
mannlífsins sem
þú gefur til kynna með tónlistinni?
„Stundum gef ég það til kynna
og stundum vinn ég gegn því að
gefa nokkuð til kynna. Oftast
finnst mér ég vera að hjálpa til að
áhorfendui' töfrist og gangi inn í
þennan heim, trúi á hann á hans
eigin forsendum, og vilji taka þátt í
því sem er að gerast á sviðinu. í
dag er mjög erfitt að fanga fólk,
því við lifum á þessum tíma sem r
flestir njóta jafnvel leikhússins í
gegnum lítinn ramma sem er inni á
stofugólfi.
Og á meðan þeir eru að innbyrða
þetta aðhafast þeir ýmislegt; lesa,
prjóna, hita te, jafnvel drekka vín í
samsæti. Samt finnst mönnum
þetta fullnægjandi. Svo koma þeir í
leikhús þar sem þeir verða algjör-
lega að sitja í myrkrinu og einbeita
sér að því sem er að gerast. Vera
einir með sjálfum sér. Það er erfitt.
Já, við lifum á þessum undarlegu
tímum."
Þorgrímurpr®
*on. fertugur
Örn Arnarson sund
f
V
r