Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varaforseti Alþjóðabankans ræddi um efnahag Afríku á fundi Norðurlandanna í Reykjavík HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra tilkynnti á fundi Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna um málefni Alþjóðabankans, að ís- land ætlaði frá og með næsta ári að hækka um 25% framlag sitt til IDA, sem er ein af undirstofnunum Alþjóðabankans og sinnir sérstak- lega fátækustu löndum heims. Fundinn sat Callisto E. Madavo, varaforseti Alþjóðabankans og meðal umræðuefna voru áhrif efna- hagskreppunnar í A-Asíu á efna- hag Afríkuríkja. Madavo er meðal reyndustu stjórnenda Alþjóðabankans og hefur á þrjátíu ára löngum starfs- ferli m.a. verið forstöðumaður þeirrar deildar bankans sem fer með málefni Austur-Asíu. Hann var skipaður varaforseti Alþjóða- bankans árið 1996 og fer nú með málefni Afríku. Hagvaxtarskeið í Afríku Madavo sagði á blaðamanna- fundi sem hann hélt ásamt Halldóri Asgrímssyni í gær að frá 1990 hefði verið nokkuð stöðugur efna- hagslegur vöxtur í AMku. Meðal- hagvöxtur í álfunni á árinu 1995- 1997 hefði verið 4,5%. Horfur væru á að heldur drægi úr hagvexti á þessu ári og væri kreppunni í A- Asíu ekki síst um að kenna. Krepp- an hefði þau áhrif að fjárfestar héldu að sér höndum. Þetta eitt og sér skipti ekki verulegu máli í mörgum löndum í Afríku þar sem fjárfestingar einkaaðila væru til- tölulega litlar. S-Afríka væri þama undantekning. Madavo sagði að það sem skipti meira máli væri að kreppan í A-Asíu hefði leitt til þess Framlag Islands til IDA aukið um 25% að heimsmarkaðsverð á hráefnum hefði lækkað, en það kæmi illa við mörg Afríkm’íki sem byggðu efna- hag sinn mikið á hráefnisútflutn- ingi. Madavo sagði að við þessar að- stæður væri mikilvægt að Island og Norðurlöndin stæðu með Afn'ku og héldu áfram að miðla þekkingu til Afríkumanna. Hann nefndi sér- staklega þekkingu á fískveiðum og fiskvinnslu og nýtingu jarðvanna. Hann sagðist þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynna sér það sem Islendingar hefðu ver- ið að gera á þessu sviði í heimsókn sinni til Islands. Madavo var spurður um hvaða aðferðum Alþjóðabankinn beitti við að styðja Afríkuríki efnahags- lega. Hann sagði að flest ríki í Af- ríku væru það fátæk og veik' efna- hagslega að þau ættu í erfiðleik- um með að borga til baka lán sem þau tækju. Lánveitingar Alþjóða- bankans væru þess vegna bundn- ar skilyrðum. Ef ríki færu eftir ráðum Alþjóðabankans og reyndu að gera pólitískar og efnahagsleg- ar umbætur nytu þau þess í láns- kjörum. I þessu sambandi væri IDA, sem sinnir sérstaklega lán- veitingum til fátækustu ríkja Morgunblaðið/Ásdfs HALLDOR Asgrímsson utanríkisráðherra og Callisto E. Madavo, varaforseti Alþjóðabankans, ræddu m.a. um efnahagsmál í Afríku á fundi sínum í Reykjavík. heims, mikilvæg stofnun. Hann sagði að það væri sérstaklega ánægjulegt að á fundinum í Reykjavík hefðu Norðurlöndin til- kynnt að þau myndu auka framlög sín til IDA um 15%. ísland eykur framlög til þróunarmála Halldór Ásgrímsson sagði að hin Norðurlöndin hefðu í allmörg ár borgað meira til IDA en þeim væri skylt að gera. Island hefði hins vegar greitt skylduframlag sitt. Ríkisstjómin hefði hins vegar ný- lega samþykkt tillögu sína um að auka greiðslur Islands í IDA um 25%. Halldór sagði að Norðurlönd- in hefðu um langan aldur gegnt mikilvægu hlutverki innan AI- þjóðabankans og þessar greiðslur staðfestu það. Fram kom á fundin- um að Norðurlöndin greiddu sam- tals um 400 milljarða íslenskra króna til þróunarmála^ Halldór sagði að ísland hefði staðið sig ágætlega í þessari marg- hliða aðstoð við Afríku. Islensk stjómvöld hefðu nú markað þá stefnu að auka tvíhliða aðstoð við Afríku. Framlög Islands til þróun- armála hefðu vaxið og myndu halda áfram að vaxa á næstu árum. Hann sagði mikilvægt fyrir ísland að þessi tvíhliða þróunaraðstoð færi fram í samvinnu við Alþjóða- bankann. Hann nefndi sem dæmi aðstoð íslands við Bosníu. Um 600 Bosníumenn hefðu fengið gervifæt- ur frá Islandi á síðustu áram. Að- stoðin hefði verið veitt í samvinnu við Aiþjóðabankann, en það spar- aði íslendingum mikinn stjórnun- arkostnað. Skipulagl fegrunar- átak í Reykjavík BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að skipa starfshóp, sem sjá mun um að skipuleggja um- hverfis- og fegranarátak í borg- inni í tilefni þess að Reykjavík verður menningarborg árið 2000. Átakið mun standa árið 1999 og 2000. Markmið átaksins er að virkja einstaklinga, félagasamtök og íyr- irtæki í borginni í samstarfi við borgaryfirvöld í því að bæta og fegra borgaramhverfið. Jafnframt að bæta yfirbragð og ásýnd mið- borgarinnar, sem og þeirra svæða sem era mest áberandi í borgar- myndinni með því að gefa viðhaldi og framkvæmdum á þeim svæðum ákveðinn forgang. Áuk þess ýta undir fjárfestingu í viðhaldi og endurbótum á húsum og umhverfi, skipuleggja hreinsunarátak í borg- inni með sérstakri áherslu á veggjakrot og auka átthagafræðslu borgarbúa með aðgengilegu fræðsluefni og merkingum. Andlát BJÖRN G. BJÖRNSSON BJÖRN G. Björnsson, fyrrverandi forstjóri Sænsk-íslenska frysti- hússins í Reykjavík, lést á hjúkranardeild Hrafnistu í Hafnarfírði s.l. mánudag, 93 ára að aldri. Björn fæddist á Pat- reksfirði 7. október 1905. Foreldrar hans vora ffú Þóra Júlíus- dóttir og Guðmundur Bjömsson, sýslumaður Barðastrandarsýslu og síðar í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu. Bjöm hóf störf sem verslunar- maður hjá firmanu Jón Bjömsson & Co., Borgamesi, árið 1918. Síðan lá leið hans í Verslunarskóla Is- lands þaðan sem hann útskrifaðist árið 1925. Hann var við framhalds- nám um tveggja ára skeið við Handelsakademiet í Kaupmanna- höfn og lauk þar prófi 1929. Að náminu loknu tók hann aftur við sínu fyi'ra starfi í Borgamesi. Árið 1932 varð Bjöm skrifstofustjóri við Sænsk-íslenska frystihúsið hjá Harald Gustavsson þáverandi for- stjóra. Þegar Gustavs- son flutti alfarið úr landi heim til Svíþjóð- ar árið 1938 varð Bjöm forstjóri fyrir- tækisins og gegndi því starfi til ársins 1962. Þegar fyrirtækið var selt íslendingum árið 1942 varð hann einn af eigendum þess. Árið 1962 stofnaði Björn sína eigin heild- verslun ásamt stjúp- syni sínum Óskari Sig- urðssyni undir nafninu Bjöm G. Bjömsson heildverslun sf. Björn var um langt skeið í stjóm Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og ennfremur ■ átti hann sæti í stjóm Fiskimjölsverk- smiðjunnar Kletts. Nafn Bjöms og ævistarf hefur lengstum verið bundið við Sænsk-íslenska frysti- húsið og hann gjaman nefndur „Bjöm í Sænska“. Eiginkonu sína frú Ragnhildi Bjömsson missti hann árið 1983. Bjöm eignaðist einn son sem er látinn. Eftirlifandi era þrjú stjúp- böm, Erla, Óskar og Ágústa. n r í*HI V t: f fr' 4 j ■://i f\) %rv ) ■' ** ffi/ lli -1 h*3?(: • > -• Morgunblaðið/Ásdís AÐ loknum fyrsta fundi Félags samkynhneigðra stúdenta, sem stofnað var í gær, hittist hluti félagsmanna á veitingastað. Samtals gerðust 25 manns stofnfélagar. Félag samkynhneigðra stúdenta stofnað Á ÞRIÐJA tug nemenda í Háskóla íslands gekk í Félag samkyn- hneigðra stúdenta, FSS, sem stofn- að var í gær. Um þessar mundir eru haldnir svonefndir Jafnréttisdagar á vegum Stúdentaráðs Háskólans og eru þeir nú tileinkaðir samkyn- hneigðum. „Félög af þessu tagi eru starfandi við háskóla erlendis," segir Alfreð Hauksson, nýkjörinn formaður fé- lagsins. „Við höfum ekki getað hist nema á skemmtistöðum hingað til á þessum grundvelli en fólk í háskóla- námi á margt sameiginlegt og vill einnig geta hist án þess að hafa áfengi um hönd.“ Alfreð segir að félagið muni fyrst og fremst vera vettvangur fyrir samkynhneigða stúdenta og aðra áhugamenn um málefni þeirra til að hittast. Undanfarnar vikur hafi nokkur hópur hist á kaffihúsi á tveggja vikna fresti og sennilega verði því haldið áfram á vegum fé- lagsins. Einnig muni það taka þátt í hagsmunabaráttu í samstarfi við önnur félög stúdenta. Ákveðið hefur verið að félagið muni árlega veita verðlaun til handa þeim einstaklingi sem mest hefur gert fyrir málstað samkynhneigðra á árinu. Önnur starfsemi félagsins mun verða mót- uð á næstunni. Alfreð tekur fram að félagið sé opið öllum nemendum á háskóla- stigi, jafnt samkynhneigðum sem og öðram sem hafa áhuga á málefnum þeirra. Félagið hefur komið sér upp heimasíðu, http://www.hi.is/pub/geir, og tölvu- póstfangi, gay@hi.is. Umræður um ættleiðingar samkynhneigðra Alfreð segir að ein helsta hvatn- ingin til stofnunar félagsins hafi verið leikrit Felix Bergssonar, Hinn fullkomni jafningi, sem fjallar um samkynhneigða og er nú sýnt í ís- lensku óperanni. Það mun einnig gegna veigamiklu hlutverki á Jafn- réttisdögum Stúdentaráðs. Opnun- arhátíð Jafnréttisdaga verður hald- in í Hátíðarsal Háskólans í dag og mun þar Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtakanna ‘78 flytja ávarp. Felix Bergsson leikari mun einnig leika atriði úr leikriti sínu. Um kvöldið verður lesið úr verk- um samkynhneigðya á veitingastaðn- um Vegamótum. Á morgun, fimmtu- dag, verður umræðufundur um kirkju og samkynhneigð og um kvöldið verður sérstök afsláttarsýn- ing á leikritinu Hinn fullkomni jafn- ingi. Eftir sýninguna verða umræður á veitingastaðnum Sólon Islandus. Loks verður haldinn fundur á föstudag um rétt samkynhneigðra til ættleiðinga og munu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks taka þátt í fundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.