Morgunblaðið - 20.01.1999, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ
H
32 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999
Einn á
móti öllum
Að hugsa um heildina en ekki afturend-
ann á sjálfum sér síknt og heilagt er
reyndar orðið svo gamaldags sjónarmið
að það fer að komast aftur í tísku senn
hvað líður.
Er það virkilega
réttlætanlegt að
ég, höfuðborgarbú-
inn, þurfi að greiða
fyrir dreifikerfi
handa fólki sem endilega vill
búa á einhverju krummaskuði
norður eða austur á landi? Ef
þetta fólk vill endilega horfa á
sjónvarp þá getur það bara
stoí'nað sína eigin sjónvarpsstöð
eða flutt til Reykjavíkur."
Jón Jónsson (svo) ritar ofan-
greind orð í bréfi til blaðsins
sem birtist í þeim dálki Morg-
unblaðsins í gær. Sjónarmið
hans er einfalt, hann vill ekki
borga fyrir neitt nema það sem
hann fær
VIÐHORF sannanlega í
hendumar;
hann vill ekki
borga fyrir
Eftir Hávar
Sigurjónsson
dagskrá sem hann horfir ekki
(alltaf) á eða dreifikerfi sem
hann notar ekki nema að litlum
hluta. Sanngjarnt eða hvað? Af-
notagjald eða áskrift? Eftir að
einkareknu sjónvarpsstöðvam-
ar komu til fyrir áratug og síð-
ar hefur þessi umræða alltaf
komið upp með reglulegu milli-
bili. Aður vom svosem til ein-
hverjir sem áttu sjónvarp en
neituðu að borga afnotagjaldið
af því þeir sögðust aldrei hoi-fa
á það. Það var svolítið erfiðara
að standa á þeim rökum þá en
nú; hægt er að halda því fram
að aldrei sé horft á neitt nema
númemðu stöðvamar eða
gervihnattastöðvar. Maður get-
ur sagt sem svo: „Á þessu
heimili er aldrei nokkum tíma
horft á sameign allra lands-
manna, Sjónvarpið.“
Nú er alltaf ákveðin áhætta
fólgin í því að elta ólar við skrif
af því tagi sem hér um ræðir,
það getur orðið til þess að
manni áskotnaðist fastur
pennavinur í Morgunblaðinu
sem erfitt yrði að hrista af sér.
Sjónarmið Jóns Jónssonar er
samt athyglisvert - ekki bara
fyrir hversu þröngsýnt það er -
heldur snertir það vafalaust
ákveðna réttlætiskennd í
brjóstum margra þó lítilfjörleg-
ir eiginhagsmunir séu þar tekn-
ir fram yfir hagsmuni heildar-
innar. Það útaf fyrir sig að
hugsa um heildina en ekki aft-
urendann á sjálfum sér síknt og
heilagt er reyndar orðið svo
gamaldags sjónarmið að það fer
að komast aftur í tísku senn
hvað líður. Lítilfjörlegir eigin-
hagsmunir eru það sannarlega
að heimta að Ríkisútvarpið
Sjónvarp verði lagt niður til
þess eins að losna undan að
borga 2.100 krónur á mánuði.
Dýr yrði Hafliði allur ef borga
ætti fullu verði sambærilega
þjónustu af hendi einkarekinn-
ar útvarps- og sjónvarpsstöðv-
ar. Hafi þær þá nokkum áhuga
á að veita hana yfirleitt með öll-
um þeim kostnaði sem því fylg-
ir. Þar með talið dreifikerfið
sem nær til ólíklegustu
krummaskuða um land allt.
Með óánægju sinni yfir
ósanngimi afnotagjaldsins
gengur Jón Jónsson erinda
þeirra sem hafa stórfelldan
fjárhagslegan hag af því að
leggja niður opinberan út-
varps- og sjónvarpsrekstur og
að útsendingarleyfi verði gefin
frjáls. Flestir sem aðhyllast
þessa skoðun hafa þó vit á að
dylja hana bakvið klisjulegan
orðavaðal um markaðsfrelsi og
samkeppnisþjóðfélagið. Rökin
eru: engin afnotagjöld, aðeins
áskrift. Þú borgar bara fyrir
það sem þú færð, ekkert annað.
Þetta má vafalaust réttlæta en
þó aðeins ef sjónvarpsstöð er
þannig skilgreind að henni sé
eingöngu ætlað að gegna af-
þreyingarhlutverki í hagnaðar-
skyni. Hagnaðarvonin setur
líka upp rekstrarforsendurnar,
að fá sem mest inn með sem
minnstum tilkostnaði, innfalið
er að elta ekki örfáa (hugsan-
lega) notendur norður, austur
og vestur í krammaskuðin,
heldur beina kröftunum að
fjöldanum í þéttbýlinu sem
hægt er að ná til á sem hag-
kvæmastan hátt. Sama sjónar-
mið gildir í raun gagnvart
fjöldanum sem næst til, að
kosta sem minnstu upp á dag-
skrá til að hámarka hagnaðinn
í öllum tilfellum. Að sögn
þeirra sem kunna sín markaðs-
fræði mun frjáls samkeppni
tryggja gæði dagskrárinnar,
þeir sem kosta of litlu til missa
áhorfendur, þeir sem leggja
meira í dagskrána fá fleiri
áhorfendur. Hér kvikna samt
ýmsar spurningar um eðli dag-
skrár, hvenær er hún góð og
hvenær er hún léleg, spurning-
ar vakna um menningarlegt
hlutverk og skyldur sjónvarps-
stöðva og hversu frjálsar þær
eiga að vera; á að setja þeim
einhvern ramma til að starfa
eftir eða á að „láta markaðinn“
alfarið um þetta. Ójöfn sam-
keppnisaðstaða getur þó leitt af
sér útkomu sem fer ekki alltaf
saman við almennan vilja eða
sé til marks um raunverulegan
áhuga meirihlutans. En
kannski skipta bollaleggingar
um viija meirihlutans engu
máli í þessu samhengi. Nútíma-
sjónvarp er reyndar eitt
skýrasta dæmið um stjóm
mjög fárra á hugmyndaheimi
mjög margra. Allt sjónvarps-
efni er hlaðið beinum og óbein-
um skilaboðum um samfélags-
lega hugmyndafræði og gildis-
mat hvers konar. Því einfaldara
og afþreyingarkenndara sem
efnið er því þrengri og einsleit-
ari er sú veröld sem myndar
umgjörðina um skothvellina og
grínið. Slíkur hugmyndaheimur
elur svo af sér þröngsýnar hug-
myndir um samfélagið og hlut-
verk einstaklingsins innan
þess. Á ég að gæta bróður
míns? er ein áleitnasta spurn-
ingin sem kviknar í kolli þeirra
sem fest hafa í hugmyndaheimi
afþreyingarinnar. Á ég að
borga fyrir eitthvað sem ég
nota ekki nema kannski, ekki
núna, kannski seinna, jafnvel
aldrei? Er ég nokkuð hluti af
heild? Er ég ekki einn á móti
öllum? Með byssuhólk í hvorri
hendi.
UMRÆÐAN
Með kveðju
til útgefenda
í DESEMBER sl.
barst mér ofan af Is-
landi blaðaúrklippa
með grein Hildar Her-
móðsdóttur, barna-
bókaritstjóra Máls og
menningar, „Með
kveðju til dómnefnda".
Þar fjallar hún um Is-
lensku bókmennta-
verðlaunin og að
barnabækur séu enn
og aftur settar til hlið-
ar þegar að tilnefningu
kemur. Segir Hildur
að nú sé svo komið að
fleiram en íslenskum
bamabókahöfundum
sé nóg boðið. Hún lof-
ar það óeigingjarna uppeldisstarf
sem þessir rithöfundar vinna í
þágu íslenskra bókmennta og
heldur áfram: „Háværar raddir
heyrast um það ranglæti að þess-
ari bókmenntagrein sé skipaður
lægri sess en öðram, að höfundar
sem ski-ifa fyrir börn og unglinga
sitji ekki við sama borð og aðrir
höfundar.“ Þetta vora orð í tíma
töluð og ég hygg að allir þeir sem
hlut eiga að máli og
margir fleiiri geti tekið
undir þau með Hildi.
í grein Hildar kem-
ur fram að hún skilur
ekki af hverju dóm-
nefndir ganga fram-
hjá barnabókum þeg-
ar kemur að tilnefn-
ingu. „Kannski geta
dómnefndir undanfar-
inna ára svarað því -
sem sumar hverjar
hafa tekið sérstaklega
fram að það sé voða
leiðinlegt að tilnefna
ekki barnabækur,"
segir Hildur. Árin
1996 og 1997 sat ég
fyrir hönd Rithöfundasambands-
ins í téðri dómnefnd. Strax á
fyrsta fundi bæði árin var fjallað
sérstaklega um hvað gera skyldi
við barnabækur þegar í ljós kom
að enn á ný höfðu flestir útgefend-
ur látið hjá líða að leggja þær
fram. Til þess að bók komi til
greina við tilnefningu þurfa útgef-
endur að leggja hana fram og
greiða fyrir hana ákveðna upphæð
Bókmenntaverðlaun
Hér þurfa að koma til
breytt vinnubrögð
þeirra sem standa að
verðlaununum, segir
Kristín Steinsdóttir,
þeirra sem geta lagt
bækurnar fram.
sem rennur í verðlaunasjóðinn.
Útgáfa nýrra íslenskra barnabóka
var bæði þessi ár á bilinu fjörutíu
til fimmtíu titlar en einungis voru
lagðar fram þrjár bækur annað
árið en fjórar hitt. Á sama tíma
voru titlar fyrir fullorðna á milli
fimmtíu og sextíu samkvæmt
Bókatíðindum og útgefendur
lögðu fram þrjátíu til fjörutíu
þeirra. Útgefendur lögðu sem sé
ekki fram nema sáralítið brot
þeirra góðu barna- og unglinga-
Kristín
Steinsdóttir
Árni Páll og
viðskiptabönnin
ÁRNI Páll Árnason lögmaður
skrifar grein í Morgunblaðið laug-
ardaginn 9. janúar sl. undir fyrir-
sögninni: Til varaar viðskiptabönn-
um.
Þetta finnst mér nokkuð hreysti-
lega gert af Árna Páli og þó eink-
um og sér í lagi vegna þess að
greinin hefst á umfjöllun um við-
skiptabann Sameinuðu þjóðanna
gegn Irak. Telur Árni margt mis-
skynsamlegt hafa verið rætt og rit-
að um það mál að undanförnu.
Einn gallinn við grein Árna er
frjálsleg umfjöllun hans um þá sem
hafa leyft sér að andæfa viðskipta-
banninu á Irak. Árni gefur sér að
þar séu á ferðinni menn sem allir
hafi úthrópað íslensk stjórnvöld,
jafnframt verið í fararbroddi í bar-
áttu fyrir viðskiptabanni gegn Suð-
ur-Afríku og þeir hinir sömu hafi
hins vegar ekki andmælt viðskipta-
banni á Burma eða Júgóslavíu.
Satt best að segja er hér um afar
sérkennilegar og grautarlegar al-
hæfingar að ræða og ekki vitnar
Árni í neina könnun eða úttekt á
þessu máli sínu til stuðnings. Fæst
af því sem Árni tínir til í grein sinni
tek ég til mín þótt hitt sé rétt að ég
hef gagnrýnt viðskiptabannið á
Irak og barðist jafnframt fyrir því
á sínum tíma að ísland gerðist
þátttakandi í viðskiptaþvingunum
gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu
ríkisstjórnar Suður-Afríku.
Nokkur orð um viðskipta-
bannið á Irak
Fyrst nokkur orð um viðskipta-
bannið á Irak. Landið var sprengt
aftur á steinaldarstig í Persaflóa-
stríðinu. Innviðir samfélagsins
höfðu meira og minna hranið og
eyðilagst, orkudreifing, vatnsveitur
og samgöngukerfi voru í molum og
hið nánast algera viðskiptabann
leiddi fljótlega til vöraskorts og
skorts á lyfjum, lækningatækjum
og öðrum nauðsynjum. Fórnar-
lömbin eða þolendumir hafa allan
tímann verið bláfátækur almúginn.
Heil kynslóð írakskra barna hefur
búið við hungursneyð og nánast
þurrkast út. Þau sem
lifa munu aldrei bíða
þess bætur. Áreiðan-
legar upplýsingar
stofnana eins og Rauða
krossins, Rauða hálf-
mánans, Bai'nahjálpar
SÞ og fleiri aðila benda
til að um 750.000 börn
hafi látist af völdum
viðskiptabannsins og
mannfallið í heild sé
komið á aðra milljón.
Átta áram síðar situr
Saddam Hussein enn
við völd og sýnir ekk-
ert fararsnið á sér
þrátt fyrir endurnýjað-
ar árásir. Sú spuming
hlýtur að vakna hversu lengi menn
ætla að láta þetta ástand vara.
Loks má spyrja; fyrir hvaða sam-
þykktum og sáttmálum Sameinuðu
þjóðanna eiga menn að bera virð-
ingu? Á ekki einnig að bera virð-
ingu fyrir Genfarsáttmálanum og
öðram viðurkenndum mannrétt-
indasáttmálum og grandvallarregl-
um á því sviði réttarins?
Skuldbinding stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna
í greininni er lagt út af því að ís-
land sé sem aðildarríki að Samein-
uðu þjóðunum. skuldbundið til þess
skv. stofnskránni að fullnusta
ákvarðanir öryggisráðsins. Það er
vissulega rétt að almennt fylgir að-
ild að samtökunum sú skylda að
virða lögmætar ákvarðanir þess en
hvert og eitt aðildarríki þarf eftir
sem áður að fullgilda slíkar ákvarð-
anir. Hér á íslandi var þátttaka í
viðskiptabanninu gegn Irak stað-
fest með reglugerð undirritaðri af
utanríkisráðherra. Akvarðanir
Öryggisráðsins eru ekki án sam-
hengis við aðra hluti. Ef það t.d.
væri skoðun einstakra aðildarríkja
að í því fælist glæpur gegn mann-
kyninu að standa að framkvæmd
einhverrar slíkrar ályktunar dettur
þá lögmanninum í hug að sjálfstætt
og fullvalda ríki komi engum vörn-
um við? Málið snýst heldur ekki
um það að neita að
taka þátt í ákvörðun-
um Sameinuðu þjóð-
anna. Sú tillaga sem
ég hef endurtekið flutt
á Alþingi felur í sér
kröfu um þá pólitísku
stefnumótun af Is-
lands hálfu að við vilj-
um að viðskiptabannið
á Irak verði endur-
skoðað. Hvað sem allri
lögfræði líður er ljóst
að ekkert hindrar ís-
lensk stjórnvöld í að
móta slíka pólitíska
stefnu. Rökin era að
mannkynið geti ein-
faldlega ekki horft
upp á bamadauðann og ástandið
eins og það er.
Irak og Suður-Afríka
Fráleitt er að leggja að jöfnu við-
skiptaþvinganirnar sem Suður-Af-
ríka var beitt til að knýja stjórn-
völd þar til að hverfa frá kynþátta-
aðskilnaðarstefnunni og hins vegar
aðgerðirnar nú gegn írak. Bæði
eðli aðgerðanna og allar aðstæður
era gjörólíkar. I Suður-Afríku
hafði ekki geisað styrjöld, Suður-
Afríka var ríkt land og þar varð
ekki hungursneyð _ eða skortur í
neinni líkingu við Irak í dag. Við-
skiptabannið var í raun aðallega
pólitísks eðlis. Þeldökki meirihlut-
inn í Suður-Aíríku bað sjálfur um
viðskiptaþvinganimar og að þeim
yrði við haldið. Hvert og eitt aðild-
arríki SÞ tók sjálfstæða ákvörðun
um þátttöku í aðgerðum gegn S-
Afríku og ísland var reyndar í hópi
síðustu landa til þess. Úndirritaður
hefur flutt tillögur bæði á Alþingi
Islendinga og einnig í Norður-
landaráði um að framkvæmd við-
skiptaþvingana almennt sem tækis
í alþjóðastjómmálum verði tekin til
endurskoðunar. Reynt verði að
setja um framkvæmd slíkra að-
gerða ákveðnar reglur sem tryggi
að beiting þeirra valdi saklausum
almenningi sem minnstum þjáning-
um og aldrei hungursneyð. Stað-
Sigfússon
\
'i