Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEFANÍA KATRÍN ÓFEIGSDÓTTIR + Stefanía Katrín Ófeigsdóttir fæddist á Miðhúsum í Gnúpverjahreppi 31. okt. 1906. Hún lést á Landspítalan- um 12. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Stefánsdóttir frá Núpstúni í - Hrunamanna- ^ hreppi, f. 2. okt. 1872, d. 2.^ ágúst 1910, og Ófeigur Jónsson frá Eystra- Geldingaholti, f. 2. sept. 1875, d. 30. jan. 1961. Stef- anía átti eina alsystur, Ingunni, f. 20. júlí 1905, d. 24. sept. 1995. Hálfsystkin Guðmundur, f. 16. júní 1913, d. 25. apríl 1989, Guð- rún, f. 4. des. 1920, börn Val- gerðar Guðmundsdóttur frá Hólakoti í Hruna- mannahreppi, f. 6. okt. 1889, d. 5. maí 1968, seinni konu Ófeigs, og Gústaf, f. 18. nóv. 1920, sonur Kristínar Ólafíu Einarsdóttur frá Helgastöðum í Bisk- upstungum, f. 26. júlí 1899, d. 25. nóv. 1977. Hinn 19. maí 1934 giftist Stefanía Ei- ríki Þorsteinssyni frá Háholti í Gnúp- verjahreppi, f. 30. mars 1896, d. 5. mars 1975. Þau bjuggu fyrst á Ljósvallagötu 30, en lengst á Brávallagötu 6 í Reykjavík. títför Stefaníu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Sem blaktandi, blaktandi strá.“ Þannig má segja að Stebba hafi ver- ið síðustu árin. Oft var hún búin að verða mikið veik en náði sér ótrú- lega aftur og aftur, svo að núna þeg- *ar hún veiktist hélt ég að hún myndi hafa sama háttinn á. Eg veit að hún var sátt við að kveðja þennan heim þar sem líkamlegir kraftar voru þrotnir en andlegri heilsu og reisn hét hún til síðasta dags. Minnið var óbrenglað og var oft gott að geta spurt hana þegar minnið brast hjá manni sjálfum. Stebba kynntist sorg ung að aldri þegar hún missti móður sína úr berklum aðeins þriggja ára gömul. Hún smitaðist af sama sjúkkdómi. >t,Ég man að ég sótti svo í að vera uppi í rúmi hjá mömmu og skildi ekki af hverju ég mátti það ekki.“ Þetta rifjaði hún stundum upp. Þeg- ar í ljós kom að hún var orðin veik var farið með hana á hesti suður á Landakot og þar var hún í heilt ár. Þá var barnasálarfræðin þannig að best var talið að enginn heimsækti hana sem hún þekkti. Hún sagði að pabbi hennar hefði koníið suður einu sinni og þá hefði hann bara mátt sjá hana sofandi. Matthías Einarsson, læknir, varð hennar „pabbi „ á Landakoti og minntist hún hans ávallt með mikilli hlýju. Þetta hafði óneitanlega áhrif á líf hennar alla tíð. Hún var fædd á Miðhúsum í Gnúpverjahreppi og þar fannst henni fallegt og fannst erfitt þegar fjölskyldan tók sig upp og flutti að Kolsholti í Villingaholtshreppi. Þar undu þau þó hag sínum vel, þar til aftur var flutt og þá til Reykjavíkur. Það fannst Stebbu dapurt. Pabbi hennar sá hvað henni leiddist í Reykjavík svo hann hafði sambandi við vin sinn, sr. Ólaf Briem á Stóra Núpi í Gnúpverjahreppi, og varð það úr að þangað fór hún í kaupa- vinnu. Þetta varð henni til mikillar gæfu og kom alltaf sérstakur blær á röddina þegar talað var um árin + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞÓRARINN MAGNÚSSON kennari frá Vestmannaeyjum, Asparfelli 6, Reykjavík, lést á Landakoti mánudaginn 18. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður G. Þórarinsson, Kristbjörg U. Grettisdóttir, Ásmundur J. Þórarinsson, Birna Ó. Jónsdóttir. + Maðurinn minn og faðir, JENS KJARTANSSON fyrrum bóndi, Þórdísarstöðum, Eyrarsveit, sem lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði að kvöldi fimmtu- dagsins 14. janúar, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 21. janúar kl. 14.00. Kristjana Jóhannesdóttir, Jens Kristján Jensson. Bróðir okkar og mágur, ÁGÚST EINARSSON frá Hömrum, Þverárhlfð, elliheimilinu Grund, áður Bergþórugötu 29, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 22. janúar kl. 15.00. Sigursteinn Einarsson, Hinrik Einarsson, Ingibjörg Gísladóttir. hennar á Stóra Núpi. Þar kynntist hún manni sínum, Éiríki Þorsteins- syni, sem var gáfaður, þolinmóður, skemmmtilegur, góður og bestur allra sem ég hef kynnst. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Á hverju sumri var farið að Stóra Núpi og dvalið í nokkra daga og var það þeim alltaf tilhlökkunarefni. Ég var svo lánsöm að búa í stóru fjölskylduhúsi ásamt Stebbu og Eika. Þau eignuðust ekki börn en þau voru ekki barnlaus því bæði höfðu einstakt lag á að hæna þau að sér. Við systkinin á Brávallagötu 6 og krakkarnir á Ljósó, börn Ingu, systur Stebbu, ásamt fleirum höfum öll notið þeirra. Stebba var nett og fríð kona. Hún unni fallegum söng og fögrum ljóð- um, einkum var Davíð Stefánsson í uppáhaldi hjá henni. Nægjusemi var henni í blóð borin en eftirtektar- vert var hvað allt sem hún keypti var fallegt og vandað. Var þá sama hvort var, húsbúnaður, klæðnaður eða gjafir, allt var fallegt. Hún var næm fyrir skepnum og þoldi ekki ef hún varð vör við að um þær væri ekki hugsað sem skyldi. Minntist hún oft á hvað henni þótti erfitt ef illa gekk að lemba og gat ekki hugs- að sér að hætta fyrr en öll lömb höfðu fundið móður sína. Hún var hestakona og fannst gaman að spretta úr spori. Eiríkur átti hryssu sem Stjarna hét, hún veitti Stebbu mikla ánægju og minntist hún oft á sunnudagsreiðtúranna frá Stóra Núpi inn í Þjórsárdal. Nú er komið að kveðjustund. Ég efast ekki um að Eiki hefur tekið á móti Stebbu með Stjörnu sína. Ég þakka þeim báðum, Stebbu og Eika, fyrir ómetanlegan stuðning og ást- ríki alla tíð. Blessuð sé minning þeirra. Ykkar Vala. Kær móðursystir mín, Stefanía Ófeigsdóttir, er látin. Væntanlega hefur hún verið hvíldinni fegin því hún hafði náð 92 ára aldri. Enda þótt líkamlegt þrek hafi verið farið að bila hélt Stefanía andlegu þreki til síðustu stundar. Við þessi tíma- mót koma margar ljúfar minningar fram í hugann frá bernskuárunum. Fjölskylduhúsið á Brávallagötu þar sem foreldrar mínir og við systkinin fjögur bjuggum á fyrstu hæð, amma og afi á annarri hæð og Stebba frænka og hennar mikli ágætismað- ur Eiríkur Þorsteinsson í risinu. Þegar litið er til baka er það mikill munaður að hafa alist upp við þess- ar aðstæður, mamma, amma og Stebba ætíð til staðar svo alltaf var athvarf og umhyggja fyrir litlar sál- ir. Á árunum upp úr 1950 var mikið hlustað á útvarp og eru fyrstu minningar mínar að hlusta á útvarp uppi hjá Stebbu og Eika. Leikrit eins og „Hver er Gregory" og „Ambrose í París“ vöktu hrollkalda spennu og gat maður vart beðið eft- ir framhaldinu. Ég man vel eftir, að með því að skyggnast inn í gamla lampatækið þóttist ég sjá persónur og leikendur í glóð lýsandi lampanna. Síðan las Eiki fyrir okk- ur einhverja bók eða hjálpaði til við heimalærdóminn sem var að vísu tekinn eins léttum tökum og hægt var að komast upp með. Er árin liðu var ég svo heppinn að geta sjálfur hafið búskap í fjöl- skylduhúsinu á Brávallagötu og þá naut elsta dóttir mín, eins og svo fjölmörg önnur systkinaböm mín, þess góða atlætis hjá Stebbu og Eika sem við systkinin höfðum not- ið. Meðan ég bjó í Bandaríkjunum um miðjan áttunda áratuginn þá skrifaði Eiki mér nokkur bréf og að lokum sagði hann mér að þetta sér- staka bréf væri síðasta bréfið sem hann myndi senda mér því hann væri orðin of gamall til bréfaskipta. Varð það orð að sönnu því stuttu seinna fengum við upphringingu að Eiríkur minn væri allur. Eftir lát Eika bjó Stebba á Brá- vallagötunni allt fram til ársins 1995 er hún varð að láta undan Elli kerl- ingu og fara á hjúkrunarheimili. En á þeim tíma var Ema dóttir mín í námi og fékk hún afnot af íbúðinni og er frænku sinni afar þakklát fyr- ir það. Með þessum orðum eftir Valdi- mar Briem kveð ég móðursystur mína, sem reynst hefur mér sem hin besta móðir í gegnum tíðina: Far þó í ffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ófeigur Hjaltested. Elsku Stebba mín. Nú ert þú far- in til guðs og ég veit að þar líður þér vel. Eg man þegar ég var lítill og hjólaði til þín á Brávallagötuna og þú gafst mér Cheerios og kíví og ég man þegar ég var að þræða tölur á band með nál. Allir ullarsokkarnir og vettlingamir sem þú prjónaðir á mig svo mér yrði ekki kalt. Það var alltaf gott að koma til þín og þú hugsaðir alltaf vel um mig. Einu gleymi ég aldrei og það er þegar ég bað þig að vera langamma mín því þú varst svo góð. Ég sakna þín mik- ið og mun alltaf hugsa til þín. Þinn Gestur, Stóra-Ármóti. Hún Stebba er farin. Ég vissi að líklega væri henni ekki ætlaður langur tími í viðbót þar sem hún var komin yfir nírætt. Samt átti ég ekki von á þessu núna. Þessi litla fín- gerða kona sem reyndist okkur öll- um svo góð kvaddi hljóðlega eins og hún sjálf hafði óskað eftir. Ég man hvað ég kveið fyrir því að hitta hana fyrst þegar við Einar frændi hennar byrjuðum að vera saman. Mér hafði verið sagt að Stebbu væri ekki sama hver næði í hann Einar. Sem betur fer reyndist sá kviði ástæðulaus og tók hún mér vel frá fyrstu tíð. Ég minnist allra stundanna þegar við Einar fórum alltaf til hennar í mat úr skólanum. Alltaf fengum við góðar móttökur þótt henni fyndist hún ekkert eiga til að gefa okkur. Þegar við Einar trúlofuðum okkur á áttræðisafmæl- isdeginum hennar gaf hún mér heil- ræði sem ég mun ávallt varðveita. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni og fyrir það hversu vel hún fylgdist með því sem við vorum að gera. Alltaf spurði hún hvernig strákarnir hefðu það og hvernig bú- skajiurinn gengi. Ég er þakklát guði fyrir að hún lifði þetta lengi og fékk að sjá litlu nöfnu sína. Við fjölskyldan kveðjum Stebbu með söknuði og munum minnast hennar í bænum okkar. Hafdís. Elsku Stebba. Þessa bæn kenndir þú pabba mínum og hann kenndi mér hana: Ó, Jesú bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Mérgottbarngefaðvera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. Hvíl í friði. (P. Jónsson) Hafsteinn. Ég var svo lánsöm að eiga auka ömmu og afa, þau Stebbu og Eika. Fyi'stu æviárin bjó ég í sama húsi og þau, og var sjálfsagt ekki farin að ganga þegar ég fór að iðka kom- ur mínar á þeirra heimili. Hjá þeim var maður umvafinn hlýju og kær- leika. Þar fékkst öll sú athygli sem maður þurfti, eitthvað gott í gogg- inn, með þeim fletti ég fallegustu Biblíu í heimi og alltaf var nóg til af litabókum. Og ef ég nennti ekki að lita ein, þá lituðu þau með mér. Eftir að Eiki dó hélt ég áfram að vera heimagangur hjá Stebbu. Hún kenndi mér svo margt um lífið og tilveruna. Hún kenndi mér að reima og prjóna, en hún prjónaði ógrynni af sokkum og vettlingum á alla í fjölskyldunni og var snillingur á því sviði. Það var ómissandi að koma við hjá Stebbu á leiðinni heim. Við byrj- uðum í eldhúsinu þar sem við tínd- um „draslið" úr búrinu, eins og hún orðaði það sjálf. Svo var sest inn í stofu, prjónað, talað saman og hlustað á Hauk Morthens. Hún fylgdist alla tið vel með, var ótrú- lega næm bæði á dýr og menn, virt- ist vita hvemig manni leið, vissi þegar ég varð ástfangin, hvort ég var ófrísk o.s frv. Þó að Stebba gæti ekki lengur búið heima voru samverustundir okkar áfram jafn notalegar. Við borðuðum uppáhalds kökuna okkar og drukkum kók og malt á meðan við ræddum alla hluti milli himins og jarðar. Það er mikil eftirsjá að geta ekki lengur komið við hjá Stebbu. Elsku Stebba. Ég mun ætíð geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Ég veit að það verður vel tek- ið á móti þér og þér muna líða vel hjá honum Eika okkai'. Guð veri með þér. Guðrún Gestsdóttir. í dag_ kveðjum við Stefaníu Katrínu Ófeigsdóttur hinztu kveðju. Þegar við heimsóttum hana á að- fangadag jóla sl. var hún hress að vanda og hugsunin skýr, þegar hún var að skoða jólakveðjur, sem henni höfðu borizt. Að vísu var henni nokkuð þungt fyrir brjósti og hafði orð á því, að sér þætti dauðinn fara sér óþarflega hægt, hvað hana varð- aði. En nú er kallið komið og hún hvíldinni fegin. Það fór ekki framhjá mér, þegar ég kynntist Guðrúnu Önnu, konu minni, hve miklar mætur hún hafði á Stefaníu móðursystur sinni og Ei- ríki manni hennar. Þau höfðu búið í húsi foreldra hennar á Ljósvalla- götu 30 á fyrstu árum hennar. Þeim hafði ekki orðið barna auðið og tóku þau miklu ástfóstri við stúlkuna, sem undi hjá þeim löngum stund- um. Þessi góðu tengsl héldu áfram eftir að Stefanía og Eiríkur fluttu í nágrennið, á Brávallagötu 6, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Það var því ekki eingöngu dómur væntanlegra tengdaforeldra, sem ég stóð frammi fyrir á þeim tíma, heldur var eins og Stebba væri að missa dóttur sína út í óvissuna, þeg- ar við opinberuðum trúlofun okkar. Við hjónin hófum búskap í fjöl- skylduhúsinu á Ljósvallagötu 30 og áttum þar mörg góð ár og mikil voru tengslin við skyldfólkið allt á Brávallagötu 6. Stebba og Eiríkur fylgdust vel með okkar högum og notalegt fannst okkur, þegar Eirík- ur leit inn og fékk sér morgunkaffi um helgar. Á Brávallagötu 6 var sannkallað fjölskylduhús, þar sem Ófeigur bjó með seinni konu sinni Valgerði og syni og Guðrún hálfsystir Stefaníu með Pétri manni sínum og börnum. Þar mynduðust einnig sérstök tengsl á milli barnanna og þeirra Stebbu og Eiríks, sem umvöfðu þau með umhyggju sinni og ástúð og voru þeim sem aðrir foreldrar. Það var alltaf gaman að koma á Brá- vallagötuna og snyrtimennskan hjá Stebbu var einstök. Ailtaf var þar fágað og fínt, bónað út úr dyrum og hvergi sást rykkom. Það var mikill missir þegar Eirík- ur féll frá og hans var sárt saknað. Stebba bjó áfram á Brávallagötunni á meðan kraftar leyfðu, en oft var heilsan tæp og loks kom að því, að meiri aðhlynningar var þörf. Hún dvaldi um skeið í Hafnarbúðum og á Borgarsjúkrahúsinu og síðar á Landakoti og Elliheimilinu Grund. Ýmsum áfóllum varð hún fyrir því að veikbyggður líkaminn var brot- hættur og þoldi illa slæmar byltur, en alltaf rétti hún við og heilsaði gestum sínum með bros á vör. Hug- urinn var alltaf skýr og minnið óbrigðult, hvort sem hún rifjaði upp fornar minningar eða atburði síð- ustu daga. Við, sem eftir lifum, eigum um hana hlýjar og góðar minningar, sem aldrei gleymast og fjölskylda mín þakkar henni samfylgdina og óskar henni velfarnaðar á þeirri braut, sem hún hefur nú lagt út á. Ólafur G. Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.