Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ F UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 33 + bóka sem Hildur Hermóðsdóttir bendir réttilega á að hafi komið út undanfarin ár. Og það má vera sárt fyrir þá fáu útgefendur sem leggja fram bækur sínar ár eftir ár að horfa upp á áhugaleysi kollega sinna. En það er erfitt fyr- ir dómnefnd að tilnefna bók sem ekki er lögð fram og ákváðum við að leggja til hliðar þær fáu bækur sem bárust, og hvetja útgefendur til þess að taka á máli barna- og unglingabóka einu sinni fyrir allt, þessa olnbogabarns Islensku bók- menntaverðlaunanna. I raun var talan, þrjár (fjórar) barnabækur af þrjátíu til fjörutíu framlögðum bókum, helber dónaskapur. Snú- um dæminu við og gefum okkur að þrjátíu og fimm barna- og ung- lingabækur hefðu verið lagðar fram en einungis þrjár fullorðins- bækur. Ætli mönnum hefði ekki þótt það skjóta skökku við? Og ætli menn hefðu ekki hváð hástöf- um vitandi um allan þann fjölda góðra fullorðinsbóka sem kom út þessi tvö ár? Að vandlega athug- uðu máli skoruðu dómnefndir 1996 og 1997 á útgefendur tvö ár í röð að gera bragarbót fyrir næsta ár. Formaður dómnefnda benti á að stofna mætti til sérstakra verð- launa barna- og unglingabóka inn- an íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Þetta gerði hann í ræðu við tilnefninguna í Listasafni Islands, ekki einungis af því að honum þætti þetta „voða leiðinlegt" held- ur í þeirri von að útgefendur skoð- uðu hug sinn. Það var gert í þeirri trú að útgefendur færu að láta þessar bækur hljóta þann sess sem þeim ber. Sem formaður SÍUNG (Sam- band íslenskra barna- og unglinga- bókahöfunda) hafði ég nokkrum sinnum sl. ár samband við stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda til þess að grennslast fyrir um það hvað málinu liði. Jú, jú, það var í athugun. Það vita nefnilega allir að þetta getur ekki gengið. En ekkert gerðist. Og enn sýnist mér eftir lestur greinar Hildar að dómnefnd 1998 hafi reynt að ýta við útgef- endum. En þeir sofa fast... Góðir höfundar sem skrifa fyrir þessa aldurshópa taka starf sitt al- varlega. „Þeir skrifa bækur sem standa öðrum bestu bókmennta- verkum fyllilega á sporði og þeim er ekki samboðið að sitja enda- laust úti í horni þegar almenn bók- menntaumfjöllun og bókmennta- viðurkenningar eru annars vegar,“ segir Hildur. Þarna tek ég heils- hugar undir með henni. Það er auðvelt að skella skuld- inni á dómnefnd og segja að hún hafi brugðist. En ég ítreka að bók sem ekki er lögð fram verður ALDREI tilnefnd hve góð sem hún er. Hér þurfa að koma til breytt vinnubrögð þeirra sem standa að verðlaununum, þeirra sem geta lagt bækurnar fram. Þá munum við vonandi uppskera það að sjá barnabækur skipa þann sess sem þeim ber. Gleðilegt bókaár 1999! Höfundur er rithöfundur og dvelur í Noregi. Viðskipti Viðskiptaþvinganir eiga ekki margt sameigin- legt, segir Steingrímur J. Sigfússon, nema nafnið. reyndin er sú að viðskiptaþvingan- ir eiga ekki mai-gt sameiginlegt nema nafnið. Þeim fjölgar nú sífellt sem draga það í efa að það fái með nokkrum hætti samrýmst alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, t.d. Gen- farsáttmálanum, að alþjóðasamfé- lagið horfi áfram aðgerðalaust upp á afleiðingar viðskiptabannsins á írak. í þann hóp hafa bæst nafn- togaðir menn úr forystuliði Sam- einuðu þjóðanna eins og Dennis Haliday og Scott Ritter, fyrir utan fjölda lögfræðinga og talsmenn mannréttindasamtaka og hjálpar- stofnana. Eftir því sem gagnrýnin vex í umræðum á alþjóðavettvangi og andúðin á framferði Bandaríkja- stjómar og taglhnýtinga þeirra; Breta, í málefnum Iraks verður meiri þá virðast hér uppi á íslandi ákveðnh- málsvarar viðskipta- bannsins á Irak forherðast í af- stöðu sinni. Höfundur er aIþingismaður. ÓDÝRT, HEITT OG HOLLT Ekkert ger og enginn sykur Skólavörðustíg 8, S. 552 2607. Ji 0 unu i|uisi\yiuuiiu, r og stórar stærðir. Verð kr. 600. íyuÁiA j msmmm Húkkaueí 2, H; I3ICMIEGA Fólínsýra Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. ■£ ■S •B Alþingi stóðst prófíð við afgreiðslu fjárlaga ÞESSA dagana hef- ur Geh’ H Haarde fjár- málaráðherra verið að kynna helstu aðgerðir á sviði ríkisfjánnála sem leiða af samþykkt fjárlaga fyrir árið 1999. Það sem mesta athygli vekur er lækk- un skulda ríkisins. Við- brögð á fjármagns- markaði virðast mjög jákvæð og það hlýtur að hafa mjög mikilvæg áhrif að ríkissjóður skuli með svo afger- andi hætti draga úr lánsfjárþörf sinni og gefi þannig öðrum svigrúm á markaðnum. Gert er ráð fyrir að greiða niður innlend lán að upphæð kr. 16 milljarðar og erlend lán að upphæð 5 milljarðar. Niður- greiðsla skulda ríkissjóðs upp á 21 milljarð á þessu ári skiptir auðvitað miklu máli á fjármagnsmarkaði og ætti að geta virkað til lækkunar vaxta. Lækkun vaxta skiptir miklu máii fyrir jafnt heimilin í landinu sem atvinnulífið og fyrir ríkissjóð einnig, því gert er ráð fyrir því að vegna lægri vaxta og minni skulda lækki vaxtagreiðslur ríkisns um 3 milljarða í ár. A síðasta ári gi’eiddi ríkið 16 milljarða í vexti. Gjörbreytt staða á fjármagnsmarkaði Morgunblaðið fjallar um þessa ánægjulegu þróun í leiðara laugar- daginn 16. janúar og vekur athygh á þessari gjörbreyttu aðstöðu á fjármagnsmarkaði í landinu. Þessi breytta staða ríkissjóðs endur- speglar bætta stöðu efnahagsmála í landinu. Hagvöxtur hefur verið mikill, verðbólga lág, kaupmáttur vaxandi, auknar þjóðartekjur og mikil hagræðing og árangur í rekstri ríkisstofnana. Allt hefur þetta stuðlað að bættri stöðu ríkis- sjóðs og þrátt fyrir lækkun skatta. En þessi þróun hefur ekki orðið átakalaust. Þeg- ar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hin fyrri tók við völdum árið 1991 var staða þjóðar- búsins slæm. Vaxandi atvinnuleysi, skulda- söfnun og ríkissjóður rekinn með halla. Allt fram til ársins 1994 voru miklar þrenging- ar í þjóðarbúskapnum og tók ekki að rétta úr kútnum fyrr en á ár- inu 1996. Allan þennan tíma varð að standa á bremsunni í ríkisfjármálunum. Og nú er staðan gjörbreytt til hins betra. Erfitt hlutverk fjárlaga- nefndar Alþingis Það hefur ekki verið auðvelt verk eða fallið til vinsælda að stjóma spamaðar- og aðhaldsað- gerðum við afgreiðslu fjárlaga í næmi tvö kjörtímabil. En nú er ár- angurinn að koma í ljós og nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Fjárlaganefnd Alþingis hefur það erfiða verkefni að afgreiða til þingsins fjárlagafrumvai’p ríkis- stjórnarinnar hverju sinni eftir rækilega skoðun og mat á þeim óskum og erindum sem berast. Oft hefur það verk verið erfitt á síð- ustu áram og mikill þrýstingur verið á nefndina að hækka útgjöld- in. Og nú þegar rofar til var ekki síður mikill þrýstingur á nefndar- menn að auka ríkisútgjöldin því hvert sem litið er þá blasa við verk- efni sem kalla á útgjöld. Og það er ekkert auðveldara að fara með rík- isfjármálin í góðæri og talað er um óábyrga stjórnmálamenn ekki síst árið fyrir kosningar. Það var stefna stjómarflokkanna að lækka skuldir Sturla Böðvarsson Fyrir árið 2000 KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Ríkisfjármál Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hin fyrri tók við völdum árið 1991 var staða þjóðarbúsins slæm, segir Sturla Böðvars- son. Nú er staðan gjör- breytt til hins betra. ríkissjóðs og búa í haginn til fram- tíðar fyrir okkur. Fjárlaganefnd Alþingis skilaði tillögum sínum eft- ir mikla vinnu. Fjárlög vom af- gi-eidd með 2,44 milljarða afgangi á rekstrargrunni og gert ráð fyrir lækkun skulda svo sem að framan er getið. Alþingi stóðst því prófið. Sú niðurstaða bætir hag allra landsmanna og gefur okkur tæki- færi til þess að bæta velferðarkerf- ^ ið og byggja enn frekar upp í þjóð- félaginu á næstu árum. Höfundur er alþingismaður og tals- maður Sjálfstæðisflokksins i fjár- laganefnd Alþingis. MECALUX Bjóðum mjög hentuga fataskápa. Aðeins vönduð vara úr gæðastáli. Mjög gott verð! MECALUX - gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Straumur shf SUNDABORG 7 • SÍMI568-3300 Breytmgas Kfla VGl //[etiopace vítamín-og steinefnablöndan ætluð konum um og eftir fertugt //[enopace Henlugurvalkostur konur um og eftir breytingaraldur. Kynningar þessa viku: frá M. 14.00 -18.00 Miðvikud. 20. ian. Grafarvogs Apótek Hverafold 1-5, Torginu Sími 587-1200 Fimmtud. 21. ian. .Breiðholts Apótek Álfabakka 12, Miódd Sími 557 3390 Fðstud. 22. ian. Apótek Garðabæjar Hrtsmóum 2, Garðatorgi Sími 5651321 KAUPAUKI VITABIOTICS ef keypturer90 daga skammtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.