Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jóhanna María
Hafliðadóttir
var fædd í Flatey á
Breiðafirði 6. janú-
ar 1920. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi hinn 12. janúar
síðastliðinn á áttug-
asta aldursári. For-
eldrar hennar voru
hjónin Steinunn
Þórðardóttir hús-
móðir, f. 18.2.1886 í
Langabotni í Geir-
þjófsfirði, d. 11.2.
1974, og Hafliði
Pétursson bóndi og sjómaður, f.
í Svefneyjum á Breiðafirði
12.11. 1885, d. 14.3. 1956. Börn
þeirra auk Maríu voru: Þórhiid-
ur, f. 20.9. 1912 í Skáleyjum, d.
1.11. 1993, gift Baldri Snæland,
þau áttu fimm börn;
Jón Þórður sjómaður,
f. 19.9.1915 í Skáleyj-
um, fórst með togar-
anum Max Pem-
berton hinn 11.11.
1944. Hann var
kvæntur Láru Þóru
Magnúsdóttur, þau
áttu eitt barn.
María giftist 23.4.
1951 Bimi Jónssyni
yfirflugumferðar-
stjóra og fram-
kvæmdastjóra hjá
flugmálasijórn, f.
25.1. 1915, d. 21.3.
1995. Börn Maríu og Bjöms era:
1) Hafliði Örn, f. 2.6.1941, fulltrúi,
kvæntur Maju Þuríði Guðmunds-
dóttur og eiga þau þrjú börn,
Björn Inga, Bjarna Pétur og Mar-
íu Rún. 2) Hilmar Þór, f. 28.8.
1945, arkitekt, kvæntur Svan-
hildi Sigurðardóttur og eiga þau
tvö börn, Maríu Sigiúnu og Sig-
urð Örn. 3) Steinunn Asta, f.
20.10. 1948, ritari, gift Jóni
Frímann Eiríkssyni og eiga þau
eina dóttur, Önnu Maríu. 4) Sig-
ríður Birna, f. 18.8. 1956, innan-
hússarkitekt, gift Steen
Haugaard og eiga þau tvær dæt-
ur, Anitu Björk og Önnu Lind.
María naut kennslu farand-
kennara í Skáleyjum og lauk
barnaskólaprófi frá Klébergs-
skóla á Kjalarnesi. Hún stund-
aði verslunarstörf þar til hún
giftist og húsmóðurstarfið tók
við. María og Björn bjuggu um
fimm ára skeið, 1961-1966, í
París meðan Björn starfaði þar
hjá ICAO. Þegar börnin fóru að
heiman stundaði hún ýmis fé-
lagsstörf, m.a. í Kvenfélaginu
Hringnum ásamt starfi hjá sæl-
gætisgerð Nóa/Siríus.
María verður jarðsungin frá
Lágafellskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
MARÍA
> HAFLIÐADÓTTIR
Ég hitti Maríu Hafliðadóttur
tengdamóður mína í fyrsta skipti í
Kaupmannahöfn fyrir 22 árum,
þegar hún og maður hennar komu
að heimsækja dóttur sína, Birnu,
-yi em þar var við nám. Birna átti í
erfiðleikum með að koma því til
skila að hún ætti danskan kærasta.
Eftir nokkrar nærgöngular spurn-
ingar - einkum frá Maríu - kom
sannleikurinn í ljós og mér var boð-
ið til kvöldverðar á einum af betri
veitingastöðum borgarinnar. Ég
skildi ekki íslensku á þeim tíma og
María var ekki sterk í dönsku
þannig að í upphafi voru samtöl
okkar takmörkuð. Seinna þegar ís-
lensk tunga fór að verða mér skilj-
•^mleg skynjaði ég hvaða mann hún
hafði að geyma.
Ég dáðist að hversu samstiga
fjölskyldan var í öllum sínum at-
höfnum og hvað tengsl hennar inn-
byrðis og til frændgarðsins voru
sterk. Viðhorf Maríu til fjölskyld-
unnar styrkir samstöðu okkar og er
okkur léttir á erfiðri stundu og fyr-
ir það er vert að þakka.
Þegar ég kom í fyrsta skipti til
íslands með konu minni og hóp
danskra vina, var okkur öllum tekið
opnum örmum. Það sem fyrst heill-
aði okkur var frjálslegt og þægilegt
viðmót og hvernig töfraðar voru
fram stæður af pönnukökum, sem
við unga fólkið hesthúsuðum jafn-
Jiarðan og þær voru bornar fram.
Mér er efst í huga þakklæti til
hennar fyrir þann stuðning sem
hún veitti mér og fjölskyldu minni
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnartirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
‘i Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
þegar á hjálp þurfti að halda. Hún
og Björn komu til Danmerkur
stuttu eftir að við höfðum keypt
okkur hús. Hún var einnig þar þeg-
ar við eignuðumst fyrsta barnið og
hún gætti þess, þegar annað barnið
fæddist, og þar að auki stóð hún
fyrir brúðkaups- og skírnarveislum
okkar.
Ég mun sakna Maríu innilega,
gleði hennar yfir því að börnin og
barnabörnin hefðu það gott, góðlát-
legrar gamansemi hennar og ekki
síst ömmunnar og langömmunnar
sem ávallt var tilbúin að faðma ung-
viðið að sér þegar á þurfti að halda.
Steen Haugaard.
Tengdamóðir mín, María Haf-
liðadóttir, er látin eftir langa og
erfiða sjúkdómslegu. Hún veiktist
hastarlega fyrir tæpum fjórum ár-
um. Talsverðum bata náði hún þó
aftur þar til skömmu fyrir jólin, er
hún veiktist alvarlega.
María var einstaklega jákvæð og
létt í lund og skein það í gegn í
veikindum hennar. Var það fjöl-
skyldunni ómetanlegur stuðningur.
Hún var sérlega barngóð og næm
og átti auðvelt með að ná sambandi
við barnabörn sín, sama á hvaða
aldursskeiði þau voru og hvort sem
hún var að passa þau er þau voru
lítil eða eftir að þau urðu unglingar,
alltaf var amma fordómalaus trún-
aðarvinur sem gott var að leita til.
Mjög náið samband var alla tíð milli
hennar og nöfnu hennar, dóttur
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tældfæri
Skólavörðustíg 1 2,
á liorni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
UTFARARS FOFA |
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐAI S I RÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
I.ÍK KISTUVINN USTO FA
EYVINDAR ÁRNASONAR
okkar, og var skotist til ömmu þó
komið væri fram á kvöld til að
spjalla og eiga trúnaðarsamtal við
hana allt fram til hins síðasta.
A Kaupmannahafnarárum okkar
hjóna komu þau tengdaforeldrar
mínir oft og dvöldu hjá okkur
ásamt Birnu yngstu dóttur þeirra.
Tóku þá við sæludagar hjá okkur
ungu hjónunum sem vorum í námi
og vinnu, því þau tóku að sér heim-
ilishaldið og voru haldnar grillveisl-
ur miklar. Höfðu þau hjónin María
og Björn yndi af ferðalögum og
vorum við þess aðnjótandi að ferð-
ast með þeim. Þær minningar eru
ógleymanlegar. Hæst ber fjöl-
skylduferðina til Suður-Frakklands
þar sem öll börn þeirra, tengda-
börn og barnabörn áttu saman ein-
staklega ánægjulega daga og nutu
þekkingar þeirra og reynslu en þau
höfðu búið í París um árabil og
ferðast mikið á þessum slóðum,
kynnst franskri menningu og ekki
síst franskri matargerðarlist.
Heimili þeirra hjóna á Laugat-
eignum og seinna í Kópavogi var
griðastaður allrar fjölskyldunnar
og þar var gott að koma, þar ríkti
svo góður andi, sem ekki síst ein-
kenndist af hennar léttu lund. Síð-
ustu árin eftir að tengdafaðir minn
dó, dvaldi hún vegna veikinda sinna
að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
María fylgdist grannt með högum
allra fjölskyldumeðlima sinna og
vakti yfir velferð þeirra. Hennar er
því sárt saknað, en söknuðinum
fylgir þakklæti fyrir alla þá hlýju,
kærleik og umhyggju sem hún
veitti okkur.
Guð blessi minningu hennar.
Svanhildur Sigurðardóttir.
Elsku amma mín.
Mikil hamingja er fólgin í því að
gefa af sjálfum sér. Samband okkar
hefur alla tíð verið sérstakt þrátt
fyrir 59 ára aldursmun. Við höfum
alltaf náð vel saman og þér hef ég
getað sagt allt. Alveg frá því ég var
smástelpa hlustaðir þú með andakt
á mig tala um það sem gerðist á
leikskólanum þann daginn. Svo
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
varð ég eldri og umræðuefnin önn-
ur en þú hlustaðir alltaf af áhuga og
skilningi. Mér fannst svo gott að
tala við þig því mér fannst þú skilja
mig svo einstaklega vel. Þegar ég
flissaði og hló fannst þér það líka
fyndið og þegai- ég var leið veittir
þú mér endalausan styrk. Einu
sinni sagðir þú við mig að ef þú
gætir gefið mér eitthvað gæfirðu
mér frið og kyrrð við innstu hjarta-
rætur, svo ég mætti ávallt vera ör-
ugg og róleg hvað sem á mundi
dynja. Gott líf felst í því að gera þá
hluti sem maður getur gert vel,
þess vegna veit ég að lífið þitt var
gott. Rétt eins og velheppnaður
dagur endar í notalegum svefni
deyja þeir hamingjusamir sem hafa
varið lífi sínu vel.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
María Signin Hilmarsdóttir.
Kær frænka, Maja, Jóhanna
María Hafliðadóttir móðursystir
mín, er látin.
Margar minningar mínar eru
tengdar Maju, heimili hennar og
eiginmanns Björns Jónssonar sem
látinn er fyrir nokkrum árum og
börnum þeirra. Minningarnar eru
um hlýju, hjálpsemi og vináttu en
einnig um græskulaust gaman og
skemmtilegar samverustundir.
Einna elst er minning um flótta af
Framnesveginum út úr bænum alla
leið upp að Háaleiti til Maju og
Bjössa. Við höfðum gert sprell í af-
greiðslustúlkum mjólkui'búðarinn-
ar sem hótuðu okkur sjö til átta ára
strákunum lögreglunni með svo
ákveðnum hætti að við tveir eða
þrír hinir huglausustu ákváðum að
flýja úr bænum. Háaleiti var þá vel
fyrir innan bæ og þar veitti Maja
frænka okkur flóttamönnunum
skjól, yl og næringu og loks undir
kvöld fékk hún bíl til að skila okkur
heim í skafrenningi og vafasömu
færi.
Oft síðar sóttum við bræðurnir
yl, skjól og næringu til Maju og
Bjössa á Þórsgötuna og síðar og
lengi á Hverfisgötu 94. Þessi heim-
ili þeirra voru mér og bræðrum
mínum sem annað heimili, ekki síst
eftir að við fluttumst í Blesugróf-
ina. Þá var gott að eiga skjól á
Hverfisgötunni hjá Maju og Bjössa
og afa og ömmu. Síðan nutum við
nábýlisins, hjónin, er við hófum bú-
skap og bjuggum fyrstu árin með
þessu góða fólki að Hverfisgötu 94
en þar voru þrjár íbúðir. Um tíma,
með fyrsta barni okkar, bjuggum
við þarna saman fjórir ættliðir.
Ættartengslunum og vináttu
Maríu fylgdu sömu vináttubönd við
eiginmann hennar Björn Jónsson
sem var einn af framherjum ís-
lenskrar flugsögu, virkur mjög í
Svifflugfélagi Islands og flugum-
sjón landsins.
Fyrsta minning mín með honum
var ævintýraleg ferð upp á Sand-
skeið á afgömlum bíl Svifflugfélags-
ins og skrykkjótt ferðalag til baka.
Næst er hann kom mér níu eða tíu
ára gömlum í mína fyrstu flugferð
með lítilli kennsluvél.
Tengslum mínum við mína kæra
frænku, sem var mér bæði sem
systir og önnur móðir, fylgdu þessi
kynni við hennar ágæta eiginmann.
Svo nátengd urðu þau mér að
sjaldnast nefndi ég þau á annan veg
en sem „Bjössi og Maja“ eða „Maja
og Bjössi“ og stundum jafnvel
„Bjössi og Maja systir hennar
mömmu“. Þetta var auðvitað til
skýringar þeim fáfróðu sem vissu
ekki hver þau voru sem ég ávallt
nefndi með virðingu og hlýju
„Bjössi og Maja“.
Bíladella mín fékk og útrás með
stuðningi Maju og Bjössa í því að
ég þreif stundum bílinn þeirra,
Austin 8 árgerð 1946, jafnvel má
vera að ég hafi ekið honum nokkuð
ívið of snemma. Fyrstu ökuferðir
með stúlkunni minni vora farnar á
bílnum þeirra en henni tóku þau frá
upphafi sem hálfgerðri tengdadótt-
ur.
Við trúlofuðum okkur og fóram
vestur í Reykhólasveit í trúlofunar-
ferðalag og enn voram við á bílnum
þeirra Maju og Bjössa. Þessu nána
sambandi mínu og svo konu minnar
við Maju og Bjössa fylgdi góð vin-
átta við börn þeirra en helst stóðum
við Hafliði sonur þeirra saman að
ýmsu, hvort sem vora ökuferðir,
siglingar eða önnur ævintýri enda
við á líkustu reki.
Heimili Björns og Maríu stóð síð-
ar á Dunhaga og Laugateigi en um
tíma bjuggu þau í París. Við hjónin
bjuggum einnig erlendis um tíma,
svo og börn Bjössa og Maju vð nám
og störf.
Þrátt fyrir slitrótt samband tíma
og tíma var hlýjan og vináttuhugur-
inn ávallt óslitinn við „Maju systur
hennar mömmu“ og allt hennar
fólk. Þessar sterku og góðu tilfinn-
ingar tengdar Maríu byggjast líka
á þeim miklu kærleikum sem voru
milli systranna Þórhildar móður
minnar og Maríu.
Ég er innilega glaður og þakklát-
ur að hafa átt Maríu sem nána
frænku og góðan vin.
Við hjónin þökkum langvarandi
vináttu og sendum börnum og
tengdafólki Maríu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jóna og Kristinn Snæland.
Mig langar til að minnast Maríu
móðursystur minnar örfáum orð-
um. I bernskuhuga mínum er hún
einn af fóstu punktunum í tilver-
unni, ásamt með ömmu og afa og
Nonna. Hún var í Víðinesi, kát og
skemmtileg, litla systirin hennar
mömmu, hún var í Fitjakoti, hún
var á Framnesveginum - já, Maja
systir var alltaf nálægt. Svo kom
Bjössi og fyrirhafnarlaust féll hann
inn í hópinn og þau vora glöð og
góð og ávallt tilbúin til að gleðja lít-
inn frænda. Margar af mínum
fyrstu minningum eru tengdar
þessu tveimur yndislegu mann-
eskjum, sem ávallt voru til taks ef
ræða þurfti lífið og tilveruna, því
sannast að segja var Maja fyrsta
manneskjan sem ég man eftir að
talaði við mig eins og ég væri full-
orðinn, og það var ekki lítils virði
fyrir lítinn dreng. Ég minnist
heimsóknanna til Maju frænku, í
Háaleiti, á Þórsgötu, samvista okk-
ar á Hverfisgötunni, heimsókna
suður á Keflavíkurvöll, á Dunhag-
ann og Laugateiginn og síðast í
Kópavoginn. Avallt fann ég þessa
sömu væntumþykju umvefja mig
þegar inn var komið og hún var
alla tíð svo glöð og skemmtileg, en
jafnframt svo skynsöm, og átti svo
auðvelt með að gefa góð ráð og
benda manni leiðir til að leysa
vandamálin án þess að særa
nokkurn.
Já, minningarnar hellast yfir mig
og það er erfitt að taka eitthvað
einstakt út úr, en ég get þó ekki
stillt mig um að minnast á það þeg-
ar ég, nýbúinn að fá bflprófið, fékk
lánaðan litla bflinn þeirra og
klessukeyrði hann. Aldrei var
minnst á þetta atvik eftir á, aðeins
nokkur orð þegar það gerðist. Og
þegar ég svo tók að mér að sprauta
þennan sama bfl nokkrum áram
síðar og bfllinn, sem átti að verða
ljósbrúnn, kom til baka nokkurn
veginn broddskitugulur. Ekki kom
styggðaryrði frá þeim Maju og
Bjössa, en seinna heyrði ég Bjössa
segja vini sínum að þessi litur væri
mjög þægilegur fyrir hann þegar
hann þyrfti að aka yfir brautirnar á
flugvellinum, því hann sæist svo vel
úr turninum! Og svo ferðirnar upp
á Sandskeið og heimsóknirnar með
Maju upp í turninn á Landakots-
kirkju þegar Bjössi var vaktmaður
þar, og svo - og svo.
En nú eru þau bæði farin. Eftir
standa minningarnar, sem era mér
svo mikils virði, og svo auðvitað
vinátta barnanna þeirra. Það var
nú svo, að samgangurinn gerði það
að verkum að við bræðumir og þau
vorum eiginlega meira svo sem eins
og systkini, en það fór svo eftir
aldri hver var „bróðir eða systir“
hvers. Þeim systkinum og börnum
þeirra sendi ég mínar einlægustu
samúðarkveðjur. Maríu. móður-
systur mína. kveð ég svo með þeirri
fullvissa að við eigum eftir að hitt-
ast aftur, einhvers staðar, einhvern
tíma.
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Hafsteinn Snæland