Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Hundalíf Ferdinand Smáfólk Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Indriði og orðavalið Frá Sveini Haraldssyni: MIG langar að benda á nokkur at- riði í sambandi við sjónvarpsgagn- íýni Indriða G. Þorsteinssonar sem birtist í blaðinu 16. janúar á bls. 66. Gagnrýni á það sameiginlegt með minningargreinum að lesandinn verður oft meira vísari um höfund- inn en viðfangsefnið. Greinarkorn Indriða eru gott dæmi um slíkt og það er vissulega oft mjög gaman að velta fyrir sér rökum hans og nið- urstöðu og reyna að finna tengsl þar á milli. Það er fernt sem ég vil minnast á í sambandi við skrif hans í blaðinu á laugardaginn: 1. Indriði viðurkennir að hann sá ekki umræðuþátt þann um samkyn- hneigð sem hann vísar til. Ein af fyrstu reglum gagnrýnenda er að sjá, hlusta á eða lesa þau verk sem þeir eiga að gagnrýna. Það mætti kannski benda Indriða á að ef hann getur ekki komið því við að horfa á þætti í sjónvarpi er hægt að taka þá upp og njóta þeirra seinna í næði. Þau tæki sem notuð eru til slíks eru kölluð myndbandstæki. 2. Þar sem Indriði sá ekki þáttinn má gera því skóna að skilja eigi orð hans svo að honum sé í nöp við að þátturinn var yfirleitt tekinn til sýn- ingar í sjónvarpi. Indriði spyr: „... hvað veldur því t.d. að við getum ekki fengið klukkutíma þátt í sjón- varpi eða svo um það sem kalla mætti eðlilegt ástalíf karls og konu? A kannski að skilja þessa mismunun svo, að kynvillingar lifi eftirsóknar- verðara ástalífi en helftin af mann- kyninu að áliti sjónvarps.“ Það má benda Indriða á að á vetrardagskrá sjónvarpsins er einmitt þáttaröð um samskipti karla og kvenna sem kall- aður er Titringur. Einn þátturinn var einmitt á dagskrá Sjónvarpsins sama kvöld og umræðuþátturinn sem Indriði hnýtir í. Hvort fjallað er þar um „eðlilegt ástalíf karls og konu“ verður Indriði sjálfur um að dæma, en til þess verður hann að horfa á þáttinn. 3. Indriði velur að nota orð sem virka særandi á marga homma og lesbíur, annað er „kynvillingur" og hitt „lessa“, sem ég minnist ekki að hafa séð áður í ritmáli, a.m.k. ekki í Morgunblaðinu. Orðnotkunin er hans val, hann vill með henni sýna samkynhneigðum lítilsvirðingu og velur til þess vikulegan dálk sem hann fær greitt fyrir. 4. FyiT í pistli sínum minnist Ind- riði á þátt sem kom inn á mismunun þá sem fólki sem er af afrísku bergi brotið er og hefur verið sýnd í Bandaríkjunum. Þar nefnir Indriði réttilega að myndin „eigi erindi við samtímann af því sumir hafa ekki látið sér segjast í viðhorfum til kyn- þátta af öðrum litarhætti.“ Ég get ekki skilið hvernig Indriði getur annars vegar ráðist svona á for- dóma fólks og hins vegar kallað þær konur sem ræddu um kynhneigð sína í sjónvarpi kynvillinga og ekki séð hve hann er sjálfum sér ósam- kvæmur. Kannski er erfiðara að sjá misréttið í túnfætinum heima hjá sér en ef það á sér stað í fjarlægu landi. Kannski er auðveldara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í eigin auga. SVEINN HARALDSSON, Klapparstíg 1, Reykjavík. Hættuleg viðhorf Frá Bergþóri Pálssyni: INDRIÐI G. Þorsteinsson biðst af- sökunar í Morgunblaðinu í gær á orðanotkun sinni í sjónvarpsgagn- rýni sl. laugardag, þar sem hann gerir að umtalsefni umræðuþátt um homma og lesbíur í síðustu viku. Orðanotkunin sem slík hefur þó ekki farið fyrir brjóstið á fólki, held- ur viðhorfm sem liggja þar að baki. Indriði er mikill rithöfundur, sem hefur oft á tíðum túlkað mannlega gleði og sorg á áhrifaríkan hátt. Þeim mun sorglegri eru viðhorfín sem kristallast í umræddri sjón- varpsgagnrýni, því aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hryggilegt er að saklaus börnin okkar læra fordóma af þessu tagi af fullorðnu fólki. Smátt og smátt fara þau börn, sem skynja að þau eru samkynhneigð, að telja sjálf sig fyr- irlitleg, óeðlileg og ógeðsleg. Með sjálfum sér vita þau hins vegar, að þau geta ekki breytt sér, hversu heitt sem þau biðja til guðs á hverju kvöldi. Flest þeirra hafa því gengið í gegnum ólýsanlegt sorgarferli, þeg- ar þau loksins gera uppreisn á full- orðinsárum. Þau neita að búa við sjálfshatrið, sem samfélagið hefur innrætt þeim, og hefja nýtt, frjálst líf, koma út úr skápnum sem kallað er. Flestir samkynhneigðir fara samt aldrei þessa leið, heldur bæla með sér tilfinningar sínar ævilangt. Hið alvarlegasta er þó, að sumir gefast upp og sjá enga leið út úr ógöngunum. Við megum ekki líta framhjá þeirri skelfilegu staðreynd, að vegna hættulegra fordóma miss- um við margt ungt atgervisfólk fyr- ir eigin hendi. Sjálfsvíg eru svo átakanleg, að engin orð fá lýst þeirri djúpstæðu sorg, en ennþá sárara er að hugsa til þess, að mörgum þeirra væri hægt að af- stýra, ef við hefðum til að bera meiri kærleika og værum umburð- arlyndari og gætnari í tali um ná- ungann. Hugsum okkur tvisvar um, áður en við fordæmum homma og lesbíur í eyru barnanna okkar. Það getur verið alvarlegra mál en okkur gi-un- ar. BERGÞÓR PÁLSSON, söngvari. Það eina sem þið hundar Þið hugsið aldrei hugsið um er að éta... dýpra.... um neitt Ég hugsa djúpt Ég vissi alveg frá byijun allan timann... að „Rósaknappur" var sleðinn hans... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.