Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Bondevik segir deiluna um þróunarsjóð EFTA vera að leysast Nær algjör eftirgjöf Noregs og Islands? Nýr álvers- stjóri hjá Norðuráli BJÖRN S. Högdahl, Norðmaður sem lengst af hefur starfað hjá Elkem Aluminium, hefur verið ráð- inn álversstjóri hjá Norðuráli hf. á Grundartanga og mun hafa með höndum daglega stjórn á starf- semi álversins. Bjöm er fædd- ur árið 1934. Hann lauk verk- fræðinámi frá Oslo Tekniske Skole árið 1955 og námi í efnaverk- fræði frá norska tækniháskólanum NTH árið 1967. Lengst af starfað hjá Elkeni Aluminium Bjöm hefur lengst af starfað hjá Elkem Aluminium í Noregi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Norðuráli. Fyrstu árin vann hann við málmfræðilegar rann- sóknir hjá Rannsóknarmiðstöð Elkem í Kristiansand en fluttist ár- ið 1967 til Mosjöen og tók þar við stöðu yfírferilverkfræðings hjá Elkem Aluminium til ársins 1972. Á ámnum 1972-74 var hann í stjómunarnámi hjá Alcoa Point Comfort Works í Texas og var í framhaldi af því ráðinn fram- kvæmdastjóri á tæknisviði hjá Elkem Aluminium í Ósló. Því starfí gegndi hann til ársins 1980 er hann gerðist álversstjóri hjá Elkem Alu- minium í Mosjöen. Hann varð yfir- maður áldeildar Elkem í Ósló 1986- 1989 og varð því næst einn af yfír- mönnum starfsþróunardeildar Elkem í Ósló. Á tímabilinu 1993- 1997 var Björn framkvæmdastjóri ýmissa verkefna hjá fyrirtækinu, fyrst hjá Elkem Technology í Ósló og síðan hjá Elkem Al, Lista. Bjöm hefur sinnt ráðgjafastörfum frá árinu 1997. Bjöm og kona hans, Björk, sem er kennari að mennt, eiga þrjú uppkomin böm. Líflegt í snjónum HÆGT er að stunda líflega leiki í snjó og hálku í viðeigandi brekkum eins og þessi börn gerðu í gær við Smáraskóla í Kópavogi. Örlítil snjókoma var á höfuðborgarsvæðinu í gær- morgun og fram eftir degi og jók það á rennslismöguleikana en jafnframt var þá erfiðara að fóta sig. FÉLAGAR hans segja að hann hafi verið einn af þeim hörðustu. Hann hafi alla tíð unnið eins og hestur og alveg fram á síðasta dag, sem var í fyrradag. Það stóð þvaga leigubíla fyrir utan höfuðstöðvar BSR-leigubfla- stöðvarinnar í Skógarhlíð í gær- kvöldi. Félagar og samstarfs- menn Jens R. Pálssonar leigubfl- stjóra voru samankomnir til að fagna 75 ára afmæli hans og kveðja hann eftir 54 ára starf. Á rúmlega hálfrar aldar ferli sinum hefur hann alltaf ekið fyr- ir Bifreiðastöð Reykjavíkur. Vegalengdin sem hann hefur keyrt á ferlinum jafngildir því að hann hafi ekið fimm sinnum til tunglsins og til baka. Hann hefur ekið 3,8 milljónir kfló- metra og gróflega áætlað hefur hann ekið öllum Islendingum og vel það, eða hátt í 400 þúsund Ósló. Morgunblaðið. EFTA-löndin Noregur, ísland og Liechtenstein, sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu, eru nú nærri því að komast að samkomu- lagi um áframhaldandi greiðslur til fátækari svæða Evrópusambands- ins (ESB). Það þýðir í raun, að ESB - og innan þess einkum Spáni - er að takast að fá allar helztu kröfur sínar fram í deilunni um þróunarsjóð EFTA. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, sagði eftir há- degisverðarfund með Jacques Santer, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, í Brussel í gær, að mikið hefði mjakast áleiðis. Bondevik endurtók yfirlýstan vilja EFTA-ríkjanna til að halda greiðslunum áfram í ár. Nú á sér- skipaður sérfræðingahópur að finna út úr því hve háar greiðslum- ar eiga að vera. „Við höfum verið að nálgast sam- komulag, en það er ekki ennþá í höfn,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann segir að ljóst hafi verið um skeið að greiðsl- ur myndu halda áfram en ekki væri manns, ef miðað er við að meðal- íjöldi farþega hafi verið 1,5 manns í hverri ferð. Það gerir 400 ferðir á mánuði, 4.800 ferðir á ári og 259 þúsund ferðir á 54 árum. Túrarnir gátu staðið yfir í allt að viku Jens var 21 árs þegar hann hóf störf hjá BSR. Hann segist munu sakna starfsins og í raun hefði hann viljað vinna fram á sumar. „Það er ekkert skemmtilegt að hætta því sem maður hefur unnið við í mörg ár. Ég hef ekki tekið mér mikið af frídögum svo þetta verða viðbrigði fyrir mig,“ sagði Jens í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann man timana tvenna og segir túrana hafa breyst hin síð- ustu ár. „Núna fer maður bara í stutta skutltúra fyrir utan ein- komin nein niðurstaða um hversu háar þær yrðu. „Okkar krafa hefur verið að þær yrðu verulega lægri en verið hefur.“ Hörð deila um hinn svokallaða þróunarsjóð EFTA upphófst í haust sem leið, þegar Spánverjar hótuðu að lama með neitunarvaldi sínu allt samstaif EFTA-i-íkjanna innan EES ef þau héldu ekki áfram greiðslum til fátækari svæða ESB, sem mörg eru á Spáni. Kveðið var á um þessar greiðslur í EES-samn- ingnum, en samkvæmt honum vóru þær tímabundnar og áttu að falla niður í árslok 1998. Greiðsla fyrir aðgang að innri markaðnum Samkvæmt heimildum fréttarit- ara Morgunblaðsins hafa stjórn- völd EFTA-ríkjanna nú gefið flest þau skilyrði eftir, sem þau höfðu viljað setja við áframhaldandi greiðslum. Það þýðir að Noregur kemur til með að greiða í ár á bil- inu 1,5-2 milljarða ísl. króna til fá- tækari svæða ESB. Greiðslur Is- lendinga hafa verið um 100 milljón- staka ferðir til Keflavíkur. Hér áður fyrr gat maður verið allt að viku í sama túrnum. Þá var minna um að fólk ætti einkabfla og við vorum að skutlast, með fólkið á sveitaböllin eða bara rúnta með farþegana. Þá var ákveðið gjald fyrir daginn og var miðað við að 200 kflómetrar væru eknir á dag,“ sagði Jens. Síðustu ferðina fór Jens í fyrrakvöld. Hún var táknræn að því leyti að það er enn margt sem getur hent Ieigubflstjóra ir króna á ári frá því EES-samn- ingurinn tók gildi 1994. Og þessar greiðslur munu halda áfram. Spánverjar krefjast bindandi yfirlýsingar frá EFTA- löndunum um að greiðslurnar verði varanlegar. Þetta hafa þau ekki viljað gangast inn á, en hafa viðurkennt að EES-samningur- inn feli í sér eins konar „yfir- færsluþátt". Niðurstaðan virðist koma út á eitt: Norðmenn og ís- lendingar verða að sætta sig við að greiða áfram umtalsverðar fjárhæðir til ESB til að halda að- gangnum að innri markaði Evr- ópu óheftum. Bondevik sagði í gær að féð ætti þegar þar að kemur að koma væntanlegum nýjum aðildarríkj- um ESB til góða, þ.e. fyrrverandi kommúnistaríkum Mið- og Aust- ur-Evrópu. En þangað til þessi lönd hafa fengið inngöngu í sam- bandið verða það fátækari svæðin innan núverandi aðildarríkja - á Spáni, Ítalíu, írlandi, í Portúgal og Grikklandi - sem njóta góðs af þessu fé. þótt starfið sé einsleitara nú en áður. „Ég beið við Hótel Sögu þegar kona kom gangandi að bflnum. Hún hafði orðið bensín- Iaus og vantaði hjálp. Ég keyrði hana á bensínstöðina í Skógar- hlíð þar sem hún fékk bensín á brúsa. Svo keyrði ég hana að bflnum sínum, horfði á hana selja bensínið á bflinn og beið eftir að bfllinn kæmist í gang, síðan fór ég,“ sagði Jens að lokum og hvarf inn í mannhafið sem var samankomið honum til heiðurs. Björn S. Högdahl Jens R. Pálsson leigubilstjóri lætur af störfum eftir 54 ára starf Hefur ekið fimm sinnum til tunglsins og til baka Morgunblaðið/Golli JENS R. Pálsson leigubflstjóri hjá BSR ásamt eiginkonu sinni Kristínu Jóhönnu Eiríksdóttu,r í kveðjuhófi sem félagar og samstarfsmenn héldu honum í gærkvöldi eftir 54 ára starf. HÁLFUR MÁNUÐUR AF DAGSKRÁ FRÁ MIÐVIKUDEGI TIL ÞRIÐJUDAGS. ► I Verinu í dag er fjallað um mikla veltuaukningu SIP, sem er milljarði umfram áætlanir, sfldarvertíð, sem er langt komin og hugmyndir um eintaklingskvóta- kerfi í Perú og aflabrögð hér heima. 4StoUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.