Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Almenningssamgöngur í Eyjafírði Nauðsynlegt að prófa LAGT er til í skýrslu um almenn- ingssamgöngur í Eyjafírði sem út kom í síðustu viku að eknar yi-ðu þrjá leiðir, þ.e. frá Akureyri til Ólafsfjarðar með viðkomu á þétt- býlisstöðum, frá Akureyri að Krist- nesi, Hrafnagili og Laugalandi og loks frá Akureyri til Grenivíkur með viðkomu á Svalbarðseyri og Laufási. Áætlað er að kostnaður verði á bilinu 34-37 miiljónir en tekjur geti numið 20 til 35 milljón- um eftir því hvaða forsendur menn gefa sér varðandi fargjald og far- þegafjölda. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi sagði að hún væri fylgjandi því að gera tilraun með almenningssamgöngur í Eyja- fírði. I sínum huga hefði stóra spurningin snúist um kostnaðinn og eftir því sem fram kæmi í skýrsl- unni þyrfti hann ekki að vera svo mikill. „Eg held að það væri tilraun- arinnar virði að prófa þetta,“ sagði Guðný en bætti við að tilraun af þessu tagi þyrfti að standa í að minnsta kosti fímm ár til að mark- tækar niðurstöður kæmu fram. Um 35 nemendur sem stunda nám við framhaldsskóla á Akureyri eiga lögheimili í hreppnum og sagði Guðný að það gæti sparað þeim og foreldrum þeirra verulegar upp- hæðir gætu þeir áfram búið heima en nýtt sér almenningsamgöngur í ferðum sínum milli staða. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit sagði að almenn- ingssamgöngukerfi ættu erfítt upp- dráttar og hefði hann efasemdir um að slíkt kerfí nýttist íbúum sveitar- félagsins. Margir íbúanna sækja at- vinnu til Akureyrar en þeir væru á ferð á afar misjöfnum tímum og ekki víst að ferðir almenningsvagna hentuðu öllum. Fyrir nokkrum ár- um hefði sveitarfélagið gert tilraun með akstur frá Akureyri að Hrafna- gili, yfir að Laugalandi og til Akur- eyi'ar að austanverðu, en henni hætt þegar í ijós kom að hún skilaði ekki því sem menn væntu. „Eg hef því ekki mikla trú að að þetta muni ganga nú frekar en þá,“ sagði Bjarni. Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í Ólafsfirði sagði að þjónusta af þessu tagi yrði að vera til staðar í töluverðan tíma svo fólk treysti því að hægt yrði að ganga að henni vísri. Að öðrum kosti myndi fólk ekki nýta sér hana. „Eg get vel séð fyrir mér að eldra fólk myndi nýta sér slíkar almenningssamgöngur, því þykir öruggt og þægilegt að ferðast þannig fremur en að aka sjálft milli staða hér í firðinum. En það yrði að vera visst um að þjón- ustan yrði til framtíðar, ella myndi það ekki setja sig inn í áætlanir,“ sagði Hálfdán. Hann taldi að eftir um tvö ár ætti að sjást hvort kerfið myndi ganga. „Ég held að þetta sé tilraunarinnar virði,“ sagði Hálfdán og nefndi að ekki væri spurning að ferðamenn myndu nýta sér það yfir sumartímann. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri á Dalvík sagði bæði þarft og gott að prófa hvort gengi að halda úti almenningssamgöngum við Eyjafjörð, en vissulega yrði að horfa í hver kostnaður yrði af slíku kerfi. „Ég held að slíkar samgöngur myndu styrkja svæðið,“ sagði Rögnvaldur og bætti við að senni- lega sæju foreldrar framhaldsskóla- nema sér hag í þvi að þeir nýttu sér slíkan kost. „Eg held að það sé nauðsynlegt að prófa þetta og heilt yfir finnst mér þetta spennandi." Morgunblaðið/Kristján Snjóþungi á Akureyri Trjágróður sums staðar að sligast GÍFURLEGU snjómagni hefur kyngt niður á Akureyri og reyndar víðar á Norðurlandi síð- ustu daga og er ekki séð fyrir endann á þeim ósköpum. Oll til- tæk snjómoksturstæki eru nýtt við snjóhreinsun í bænum og hafa þau vart undan. Á Akureyri er mikill trjágróð- ur sem ekki hefur farið varhluta af snjókomunni. Mjög misjafnt er hversu mikili snjór sest á trén, sum þeirra eru nánast ber á meðan önnur eru hreinlega að sligast undan snjóþunganum. í einhverjum tilfellum brotna greinarnar á stórum trjám, á meðan önnur tré skarta sínu feg- ursta. Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfísstjóri Akureyrarbæjar, sagði ljóst að tré með einhverja galla gætu farið illa. „En í flest- um tilfellum ná trén að ryðja sig og rétta sig af. Það eru margir að beija snjó af tijánum en slíkt þarf að gera af mikilli varkárni.“ Árni Steinar sagði þetta ástand þó ekkert nýtt fyrir Akur- eyringa og aðra Norðlendinga, sem væru vanir snjóþungum vetrum. Hins vegar yrði alltaf nokkurt tjón á tijágróðri við slík- ar aðstæður. AKUREYRI Snjóflóðið við Birkihlíð í Ljósavatnsskarði Morgunblaðið/Kristján SKEMMA sem stóð skammt frá íbúðarhúsinu í Birkihlíð splundraðist í snjóflóðinu en á myndinni sést hluti af þaki hennar töluvert ueðan við bæinn. Líklegt að Viðlaga- sjóður bæti tjónið FRIÐRIK Steingrímsson, bóndi í Birkihlíð í Ljósavatnshreppi, sagði enn alls óvíst hvort og þá hvenær fjölskylda hans flytur í íbúðarhúsið á bænum. Fjölskyldan flutti sig yf- ir á næsta bæ eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við bæinn sl. laug- ardag og hefur dvalið þar síðan. Hann sagði líklegt að viðlagasjóður bætti tjón af völdum flóðsins og þá væri í athugun að ofanflóðasjóður keypti íbúðarhúsið í Birkihlíð. Jaðar snjóflóðsins hafnaði á íbúðarhúsinu en olli litlum skemmdum. Friðrik bóndi, kona hans og tvö börn þeirra voru heima er snjóflóðið féll en þau sluppu með skrekkinn. Þrjár rúður brotnuðu í húsinu og rigndi glerbrotum yfir dóttur þeirra hjóna en hún slapp með skrámur á höfði. Þá fór lítið af snjó inn í húsið í látunum, að sögn Friðriks. Eins og komið hefur fram lentu allar heyvinnuvélarnar á bænum fyrir flóðinu, svo og tvær dráttar- vélar og þá gjöreyðilagðist skemma í flóðinu. Einnig urðu skemmdh' á girðingum og þá telur Friðrik líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á skógi vax- inni hlíðinni þar sem flóðið fór yfir. Framhaldið óljóst Friðrik sagði flest benda til þess að viðlagasjóður bætti tjónið sem hann varð fyrir en það ætti þó eftir að koma í ljós. Þá sagði Friðrik að í skoðun væri sá möguleiki að ofan- flóðasjóður keypti að minnsta kosti íbúðarhúsið í Birkihlíð. „Við erum að kynna okkur það mál en vitum ekkert hvað verður og heldur ekki hvert framhaldið verður hjá okkur.“ Friðrik sagði að aðrar bygging- ar, sambyggð fjárhús og hlaða og gamalt fjós sambyggt íbúðarhús- inu, væru í sjálfu sér nýtanlegar ótt ekki væri búið í íbúðarhúsinu. gær var leiðindaveður í Ljósa- vatnshreppnum, norðaustanátt og snjókoma en Friðrik sagði að von væri á manni frá tryggingarfélagi sínu þegar birti upp aftur. V instrihreyfingin Grænt framboð Kristín kosin for- maður kjördæmis- félagsins KRISTÍN Sigfúsdóttir var kjörin formaður kjördæmis- félags Vinstrihreyfingarinn- ar-grænt framboð á Norð- urlandi eystra á stofnfundi fé- lagsins sem haldinn var á Akureyri á sunnudag. Þrátt fyrir mikla ófærð í kjördæm- inu mættu um 60 manns á fundinn, en gestur var Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Reyknesinga. Auk Kristínar eru í stjórn kjördæmisfélagsins þau Her- mann Jóhannsson, Húsavík, Dagbjört Hrönn Jónsdóttir, Svarfaðardal, Steinar Harð- arson, Þórshöfn, Þrúður Rós- bergsdóttir, Olafsfirði, og Stefán Leifur Rögnvaldsson, Öxarfii’ði. Vinna að hefjast við uppstillingu á lista Stjórn kjördæmisfélagsins mun nú þegar hefja vinnu við gerð tillagna um uppstillingu lista Vinstrihreyfingarinn- ar-græns framboðs á Norð- urlandi eystra. i Morgunblaðið/Kristján Nýir snjó- blásarar í notkun UMDÆMI Flugmálastjómar á Norðurlandi hefur fengið afhenta tvo snjóblásara til notkunar á Akureyrarflugvelli og á flugvellin- um í Siglufirði. Snjóblásararnir sem eru hinir öflugustu, eru keypt- ir notaðir af fyrirtækinu Besta ehf. Þeir eru hvor um sig um 20 tonn að þyngd, með 550 hestafla aflvélum og afkasta um 3.500 tonnum af snjó á klukkustund. Tækin eru knúin áfram af sjálf- stæðu vélarafli og keyra eins og bfll. Þau eru með stýri á öllum lijól- um sem auðveldar mjög vinnslu á þröngum svæðum, eins og í kring- um brautarljós. I lok þessa mánaðar verða af- hentir 3 fullkomnustu sanddreifar- ar sem fluttir hafa verið til lands- ins. Á myndinni er verið að nota ann- an af nýju snjóblásurunum á flug- brautinni á Akureyri. Ijón á hafnargarð- inum í Ólafsfirði HðBttft R að höfnin lokist TÖLUVERT tjón varð á_ ysta hluta hafnargarðsins í Ólafs- firði, Norðurgarðinum, í óveðr- inu um síðustu helgi. Hálfdán Kristjánsson bæjar- stjóri í Ólafsfirði sagði að um 25 sentímetra rifa hefði komið á Norðurgarðinn og keri var sökkt þar niður og þekja steypt ofan á það. Þekjan hefur nú brotnað og sagði Hálfdán að lít- ið þyrfti til að kerið losnaði frá og gæti það þá lokað hafnar- garðinum. Á morgun, fimmtudag, er von á mönnum frá Siglinga- stofnun, en þeir munu skoða aðstæður og meta hversu alvar- leg hætta getur verið á ferðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.