Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Laun fanga eru hærri hérlendls öfnjjt vió aðrar átéttir em fangar alxnennt með 2-3 falt iuerri vmnnlaun í fangplgmn í íslandi en á hinnm NorðnrlBndnnnm og | ifica nimslmn. o£" Jkw/ ‘ii/ '■'J/ t>/t «1, nV v 'í ' n Sf&MUA/D------ ÞAÐ er ekki ofsögum sagt af þessu góðæri í landi Davíðs, félagar. Hér eru verk manns metín að verðleikum. Forseti ASÍ segir ASI vilja fylgjast vel með Evrópumálum EES hefur skilað betri félagslegum réttindum GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir að reglur um félagsleg réttindi á Evr- ópska efnahagssvæðinu hafi fært ís- lensku launafólki aukin réttindi. Hann segir að ASÍ vilji fylgjast vel með umræðum um Evrópumál og útilokar ekki að sambandið muni einhvem tímánn lýsa yfir stuðningi við aðildarumsókn. A fundi um Evrópukjarasamn- inga í vikunni sagði Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, að íslend- ingar stæðu nú frammi fyrir því að verða að taka umræðu um Evrópu- stefnuna af alvöru ætluðu þeir ekki að einangrast frá áhrifum um þró- unina. Hann hvatti til þess að verkalýðshreyfingin hefði frum- kvæði að þeirri umræðu, enda virt- ist í gildi víðtækt pólitískt sam- komulag um að segja málið ekki á dagskrá. Hann sagðist sjálfur vera að komast á þá skoðun að eina raun- hæfa leiðin fyrir Islendinga væri að- ild að ESB, en upplýst umræða um þá ákvörðun yrði að fara fram fyrr en seinna. Grétar sagði að þarna hefði Ari verið að lýsa persónulegri afstöðu sinni til spurningarinnar um aðild- arumsókn. Fylgjumst vel með „Við höfum verið talsmenn þess á vettvangi Alþýðusambandsins að vera mjög vakandi og reyna að vera eins vel uppfrædd um þessi mál og mögulegt er. Reynsla okkar er sú varðandi þessar Evrópureglur, að þær hafa skilað okkar fólki auknum réttindum. Við höfum því viljað íylgjast vel með umræðu um þessi Évrópumál. Það hefur hins vegar ekkert verið látið á það reyna hvert viðhorfið er innan okkar raða. Ég reikna með að viðhorfið innan Al- þýðusambandsins endurspegli við- horfið í samfélaginu til þessara mála. Mér hefur heyrst að um þetta séu nokkuð deildar meiningar,“ sagði Grétar. Aðspurður sagði Grétar að hann teldi að viðhorfin innan verkalýðs- hreyfingarinnar til Evrópumálanna hefðu breyst að því leyti að menn hefðu gert sér betur grein fyrir þeim réttarbótum sem Evrópuregl- urnar hefðu fært íslensku launa- fólki. Menn vildu einnig fylgjast vel með til þess að geta gert sér grein fyrir um hvað þessi mál snerust, því að þekking væri lykillinn að því að geta myndað sér skoðun á málun- um. jSÍSiW I® Nicotinell' Tvær leiðirtil a< hætta! s?i^ \ L Nicotinell býður uppátværárangursríkarleiöir til að losna við reykingarávanann. Nicotinell nikótínplásturinn. Einn plásturá dag heldur nikótínþörfinni niðri allan sólarhringinn. Nicotinell plásturinn fæst rr.eð þremur styrkleikum. Nicotinell nikótíntyggjóið hefur sömu eiginleika og venjulegt tyggjó og fæst bæði með piparmyntu- og ávaxtabragði. Nicotinell tyggjóið fæst með tveimur styrkieikum. Komdu í næsta apótek og fáðu bæklinga um það hvernig Nicotinell plásturinn og Nicotinell tyggjóið hjálpa þér í baráttunni við tóbakið. 3 Thorarensen Lyf Vam.j.fðar 18 - 104 Rtyk)**(k ■ Slmi )68 6044 % NicotinoÐ fyggtgurrvní or lyt som er notaö som hjálparotm til þoss aö hætta reykmgum. Aöoms má nota lyfiö of Þaö inmheldur mkótín sem losnar úr þvl þogar tuggiö or. Irásogast i munmnum og drogur úr tráhvartsemkonnun or hætt. Tyggja skal eítt stykki í einu. hægt og róloga, til aö vinna gogn roykingaþórl Skammtur or einstJ'' ma tyggja tlein en 25 stk. á dag. Ekki or ráölagt aö nota lytiö longur on 11 ár. pléstur inniheldur nikótín og er ætiaöur 6em hjálparlyf til að hætta roykingum. Notist oinungís af lullorðnum. hátlausa og heita húð. Skömmtun: Fyrir þá sem reykja 20 sfgarettur á dag oða moira; t plástur meÖ 21 mg -' ‘ ' plástur með 14 mg á sólarhring, daglega f aörar 3rA vikur og aö síöustu plástur moö 7 m roykja minna on 20 sígarettur á dag: 1 plástur með 14 mg á cólartiring. dágtoga' sem innihalda 7 mg á sóterhring, dagloga i 3-4 vikur. Moöferð skal ekki starida lenj plásturinn é sama staö dag eftir dag, holdur finna annan staö á Ifkamanum. Kynniö ykkur vel skal tyfln þar sem böm ná okkl tll. Lesa skal vandiega ioiöbeiningar á fylgiseðlum Norrænt ungmennamót árið 2000 Menning í fyrirrúmi NORRÆNT mót ungmenna verður haldið hér á landi 21. til 28. júní á næsta ári. Það eru samtökin Nor- disk Samorganation for Ungdomsarbejde sem standa að þessu móti en ábyrgðaraðili mótsins er Ungmennafélag Islands. Verkefnastjóri mótsins er Lene Hjaltason. Hvers vegna er þetta mót haldið hér á landi? - Það er vegna þess að á hverju ári er haldin það sem er kallað ungmenna- vika í norrænum löndum til skiptis. Af því að Reykjavík er menningar- borg Evrópu árið 2000 þá . kom upp sú hugmynd að t-GtlG Hj3lÍ3SOt1 gera þessa ungmennaviku að ►Lene Hjaltason er fædd 17 miklu stærra móti og halda það hér. Auk þess er Island í fyrsta skipti í rúmlega 50 ára sögu NSU með formennsku þar. Formaður NSU núna er Bjöm B. Jónsson, varaformaður UMFI. - Hvað verða margir þátttakend- ur íþessu fyrirhugaða móti? - Það er reiknað með allt að fjög- ur þúsund þátttakendum, þar af þijú þúsund erlendum, frá öllum Norðurlöndum auk Suður-Slés- vík, en samtök danska minnihlut- ans þar á aðild að NSU. - Hvar á að koma öllu þessu fólki fyrir? - Öllum þátttakendum mótsins stendur til boða að gista í skólum á svæðinu við Laugardalinn. Allt þetta verður gert í samvinnu við Reykjavíkurborg, sem mun leggja til gistiaðstöðuna, sem og eftirlit og þrif og annað þessu tengt. - Hvað verður gert á þessu móti? - Þetta mót er á dagskránni Reykjavík - menningarborg Evr- ópu árið 2000. Það verður boðið upp á fjölbreytta menningardag- skrá. Ætlunin er að þátttakendur muni undirbúa fyrir komuna at- riði á dagskrána, menningarlegs eðlis, hver frá sínu heimalandi, þar sem reynt verður að fá fram eins konar þverskurð af menn- ingu hverrar þjóðar. Lögð verður áhersla á góða kynningu á sögu og menningu Islands. - Verður eitthvað farið út fyrir borgina? - Já, það verður farið í heilsdags- ferð, m.a. á Þingvöll og Gullfoss verður skoðaður og Geysir. f þessari ferð stendur þátttakend- um til boða að taka þátt í gróður- setningu og íslensk skógrækt verður kynnt. Komið verður inn á ýmis málefni þessu tengd, svo sem gróðureyðingu og uppblást- ur. Einnig verður þátttakendum sagt frá hitaveituvatninu og nýt- ingu þess og þeim boðið að skoða bæði kaldar og heitar uppsprett- ur vatns hér í ná- ------------ ágúst 1952 í Danmörku. Hún lauk stúdentspróíl frá Haslev Gymnasium í Kaupmannahöfn árið 1971. Hún lauk læknarit- araprófi 1974 og starfaði við það þar til 1982 er hún fluttí tíl Islands þar sem hún hefur búið síðan. Hún starfar sem framkvæmdasljóri norrænna samtaka sem heita NSU og eru æskulýðssamtök og jafn- framt er hún verkefnisstjóri Menningar og æsku, sem er stórt umgmennamót sem halda á hér á landi á næsta ári. Lene er gift Níelsi Hjalta- syni, deildarsljóra hjá Slátur- félagi Suðurlands, og eiga þau tvö uppkomin börn. grenninu. Þá má nefna að ráðgert er að hafa sérstaka íþrótta- dagskrá, þar sem _ áhersla verður lögð á að allir geti verið með. Mótið verður sett með glæsilegri setn- ingarhátíð á Laugardalsvellinum. Ráðgert er að þar verði flutt at- riði frá þátttakendum frá hinum ýmsu löndum og það má nefna að fimleikahópur sem sýnt hefur víða um heim kemur þama að öll- um líkindum fram, þetta er hóp- urinn DGI’s Verdenshold. Full- trúum allra Norðurlandanna, menntamálaráðherrum og borg- arstjórum höfuðborganna, verð- ur boðið á setningarhátíðina. - Er mikið líf í starfsemi þessara norrænu samtaka? - Já. Aðild að NSU eiga fimmtán norræn ungmennasamtök og er félagafjöldi þeirra töluvert á þriðju milljón manns. UMFÍ er aðili að NSU eins og fram kom fyrr. Margvíslegar uppákomur eru í þessu tengdar hinum ýmsu Norðurlöndum. Má þar nefna að fyrir utan umrædda ungmenna- viku er til dæmis alltaf haldin einu sinni á ári ráðstefna fyrir ungt fólk utan af landi. Þar er jafnan tekið upp eitt málefni sem aðallega skiptir miklu fyrir fólk sem búsett er á landsbyggð- inni. Einnig eru árlega svokall- aðar 4H-tjaldbúðir, en 4H er fé- lagsskapur sem er starfandi í öllum Norðurlöndunum nema íslandi. Fjögur H standa fyrir hönd, heilsa, hjarta og hugur. Loks má nefna að árlega era haldin á vegum NSU starfsmót þar sem keppt er í hinum ýmsu ---------------- hagnýtu starfsgrein- Félagafjöldi um. Auk þess eru töluvert á alltaf í boði námskeið þriðju milljón eins °fer leiðtoganám- ____^_ skeið, fulltrúanám- skeið og norræn þemanámskeið. - Hverjir hafa rétt til að sækja þetta norræna mót sem haldið verður hér árið 2000? - Allt ungt fólk sem orðið er 14 ára og eldra. Ýmsir aðilar aðrir en Reykjavíkurborg styðja þetta mót, og má þar nefna íslenska ríkið, Norrænu ráðherranefndina og Flugleiðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.