Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 10
10 LAUGAKDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
Ákveður að veita upplýs- __
ingar um viðskipti við VSO
GEIR H. Haarde fjármálaráð-
heira tilkynnti þingheimi í gær að
hann hefði ákveðið að láta vinna ný
svör við fyrirspurn Ögmundar Jón-
assonar, þingflokki óháðra, um við-
skipti VSÓ-verkfræðistofunnar og
ríkisins. Umrædd fyrirspumin var
lögð fram á Alþingi í nóvember sl.
og er þar spurt hvaða verkefni
VSÓ-verkfræðistofan hafí sinnt
fyrir opinberar stofnanir frá árinu
1991. Þá er spurt hvað verkfræði-
stofan hafí fengið fyrir verk sín í
heild og hvemig sú fjárhæð hafi
skipst eftir einstökum verkefnum.
I svari fjármálaráðherra sem lagt
var fram á Alþingi í síðustu viku
kemur m.a. fram að fjármálaráðu-
neytið telji ekki rétt að afhenda Al-
þingi umbeðnar upplýsingar, m.a.
með hliðsjón af 5. gr. upplýsinga-
laga, er snertir einka- og fjárhags-
málefni einstaklinga og fyrirtækja.
Auk þessa tilkynnti fjármálai’áð-
herra að hann hefði ákveðið að láta
vinna ný svör við áþekkri fyrir-
spum Guðmundar Hallvarðssonar,
þingmanns Sjálf-
stæðisflokks, en í
svari við henni,
sem lagt var
fram á Alþingi í
síðustu viku,
kemur einnig
fram að ekki sé
hægt að veita
umbeðnar upp-
lýsingar m.a.
með hliðsjón af
5. gr. upplýsingalaganna.
„Eins og ég gat um í umræðum
um stjórn þingsins fyrir viku þegar
rætt var um svör mín við þessum
fýrirspumum [...] fer því fjarri að
það liggi í augum uppi hvort skylt
sé eða jafnvel hvort óheimilt sé að
veita umbeðnar upplýsingar af
þessu tagi,“ sagði fjámnálaráð-
hema í upphafi þingfundar gær.
„Þarna koma við sögu ákvæði
stjómarskrár, upplýsingalaga og
stjómsýslulaga sem lúta að þeim
grandvallaratriðum, sem mál þetta
snýst um. Ekki er enn um að ræða
neina einhlíta
eða óumdeilda
túlkun á þessum
atriðum. í því
efni togast ann-
ars vegar á sjón-
armið um rétt
Alþingis til að
krefjast upplýs-
inga um opinber
málefni, þar sem
inn í fléttast
meðal annars túlkun á hugtakinu
opinbert málefni og hins vegar
réttur einkaaðila, bæði einstak-
linga og lögaðila til þess að upplýs-
ingar um einkamálefni þeirra, þar
með talin fjárhags- og viðskipta-
hagsmuni, séu ekki birtar með
þeim hætti að það valdi viðkomandi
tjóni. Það var á grandvelli hinna
síðari sjónarmiða sem mín svör við
spumingum háttvirtra þingmanna,
Ögmundar Jónassonar og Guð-
mundar Hallvarðssonar, um kaup
ríkisins á verkfræðiþjónustu
byggðust."
Ráðherra kvaðst hins vegar síð-
an umræðan fór fram um svörin á
Alþingi fyrir viku hafa farið ítar-
lega ofan í málið og að í þeim til-
gangi hefði verið rætt við ýmsa
sérfræðinga og lögfróða menn. „Eg
hef á grandvelli frekari skoðunar
breytt um afstöðu í þessu máli. Eg
tel rétt að Alþingi njóti þess vafa
sem er í málinu, þar sem það er
ekki augljóst að í húfí séu svo mik-
ilvægir viðskiptahagsmunir þeirra
fyrirtækja sem í hlut eiga,“ sagði
hann.
„I ljósi þessa mun ég á næst-
unni láta vinna ný svör við fyrir-
spurnum háttvirtra þingmanna,
þar sem reynt verður að svara
þeim spurningum sem fram eru
bornar."
Ögmundur Jónasson og fleiri
þingmenn stjómarandstöðu fógn-
uðu þessari ákvörðun ráðherra.
Sagði Ögmundur m.a. að fjánnála-
ráðherra hefði bragðist við af
ábyrgð og sanngimi og að fýrir það
bæri að þakka.
ALÞINGI
Fyrrverandi
flokksfélagar
karpa um E SB
TIL snarpra orðaskipta kom á
milli fyrrverandi flokksfélaga í
Alþýðubandalaginu, þeirra
Hjörieifs Guttormssonar, þing-
flokki óháðra, og Margrétar
Frímannsdóttur, þingflokki
Samfylkingarinnar, í umræðum
um utanríkismál á Alþingi á
fimmtudag.
Hjörleifur spurði Margréti,
talsmann Samfylkingarinnar,
m.a. að því hver afstaða Sam-
fylkingarinnar væri til aðildar
að Evrópusambandinu (ESB).
„Mun Samfylkingin útiloka að-
ild að Evrópusambandinu eða
mun Samfylkingin hafa uppi
hliðstæðan málflutning og
hæstvirtur utanríkisráðherra
[Halldór Ásgrímsson], og halda
þar öllum dyrum opnum?“
spurði hann.
Margrét svaraði því til að það
væri ekki „á dagskrá“ hjá Sam-
fylkingunni að sækja um aðild
að ESB, en benti jafnframt á að
„ýmislegt gæti breyst“ og það
væri óábyrg afstaða að taka
ekki tillit til þess. „Getur ein-
hver [...] útilokað aðild að sam-
starfí þjóðanna um alla fram-
tíð?“ spurði hún og sagði að
hagsmunir þjóðarinnar hlytu að
verða hafðir að leiðarljósi þeg-
ar ákvarðanir
væru teknar.
Áður hafði hún
tekið fram í
ræðu sinni að
hún teldi nauð-
synlegt að hér
á landi ætti sér
stað lýðræðis-
Ieg umræða
um stöðu Is-
lands meðal Guttormssona
Evrópuþjóð-
anna. „Við þurfum að auka hlut
okkar í samstarfí þjóðanna og
það gerum við ekki öðruvísi en
staðið sé fyrir opinni og lýðræð-
islegri umræðu um þessi mál-
efni...“ sagði hún.
Eftir að Margrét hafði út-
skýrt þessi sjónarmið sín til
Evrópusam-
bandsins kom
Hjörleifur upp
í pontu og
sagði þetta
eitt: „Herra
forseti. Það
hefur ýmislegt
breyst.“ Mar-
grét kom
einnig í ræðu-
stól og svaraði
að bragði:
„Virðulegi forseti. Já, það hefur
ýmislegt breyst í pólitík og mér
þykir það gott ef háttvirtur
þingmaður Hjörleifur Gutt-
ormsson hefur nú gert sér
grein fyrir því.“
Hjörleifur hafði áður en til
þessarar orðasennu kom lýst
því yfir að hann vildi að íslend-
ingar ættu góð samskipti við
Evrópusambandið, en lionum
hugnaðist það hins vegar ekki
að Islendingar gerðust aðilar
að sambandinu. „Það er ekki
nokkur spurning að það er Is-
landi mjög mikilvægt [að eiga
góð samskipti við ESB]. Og við
hljótum að leggja á það
áherslu. En hugmyndin um það
að ætla sér inn í þetta væntan-
lega stórrfld, sem er á öruggu
spori í þá átt, hugnast mér
ekki.“ Síðar í sömu ræðu sagði
Hjörleifur að það vekti athygli
að áherslur Framsóknarflokks-
ins væru um margt farnar að
líkjast þeim áherslum Samfylk-
ingarinnar að halda öllum dyr-
um opnum fyrir hugsaidegri
aðild fslands að ESB. „Það er
mjög athyglisvert að þessar
áherslur eru ekki bundnar við
alþýðuflokksmenn heldur koma
fram hjá þeim sem enn kalla sig
alþýðubandalagsmenn [...]. Þar
á meðal nánum ráðgjafa for-
manns Alþýðubandalagsins,
eins og Ara Skúlasyni, sem eins
og menn hafa heyrt í fréttum
nú síðustu daga liggur ekkert á
því að hugur hans stefnir að að-
ild að Evrópusambandinu.“
Margrét
Frímannsdöttir
Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar um utanríkismál
Einhugur um að halda
varnarsamstarfí áfram
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra segir að íslensk og
bandarísk stjórnvöld séu einhuga
um að halda varnarsamstarfi und-
anfarinna áratuga áfram og að það
verði staðfest með nýrri bókun ár-
ið 2001. Vel hafi tekist til við fram-
kvæmd síðustu bókunar frá árinu
1996. Varnarviðbúnaður hér á
landi sé fullnægjandi að mati ís-
lenskra stjórnvalda miðað við nú-
verandi aðstæður.
Þetta kom m.a. fram í yfirlits-
ræðu ráðherra um utanríkismál
sem hann flutti á Alþingi á
fimmtudag. í máli ráðherra kom
fram að öryggismál nú á tímum
spönnuðu mun breiðara svið en
áður. Breytt hættumat í kjölfar
loka kalda stríðsins hefði haft í för
með sér umtalsverðan niðurskurð
til varnarmála í okkar heimshluta
og því bæri að fagna, en engu að
síður stæðu ríki heims frammi fyr-
ir hættum sem ógnarjafnvægi
risaveldanna hélt í sumum tilfell-
um í skefjum. „Má þar nefna auk-
inn aðgang útlagaríkja og öfga-
samtaka að gereyðingarvopnum
og hátæknihergögnum, átök þjóð-
arbrota, trúarvíg, flóttamanna-
straum, ólöglega fólksflutninga,
alþjóðlega glæpastarfsemi, alþjóð-
lega hryðjuverkastarfsemi og
hrun ríkisvalds í mörgum heims-
hlutum."
Ráðherra sagði að sú staðreynd
að öryggismál spönnuðu nú mun
breiðara svið en áður endurspegl-
aðist ekki síst í þeim breytingum
sem nú ættu sér stað innan Atl-
antshafsbandalagsins. „Aðild að
bandalaginu skipar íslandi í flokk
þeirra ríkja sem hafa hvað mest
áhrif á mótun hins nýja öryggis-
kerfis Evrópu, nokkuð sem ríki
utan bandalagsins eiga ekki kost á
í sama mæli. Þessa staðreynd
ættu þeir að hafa í huga sem telja
að forsendan fyrir vamarsam-
starfinu við Bandaríkin og aðild
okkar að Atlantshafsbandalaginu
hafi fallið með Berlínarmúrnum.
Einangranarstefna, hvort heldur
er í varnar- eða efnahagsmálum,
er vísasta leiðin til að gera Island
að áhrifalausu jaðarríki á hjara
heims. Utanríkis- og varnarstefnu
íslands verður að meta í heildar-
samhengi, enda eru öryggismál,
efnahagsmál og stjórnmál sam-
tvinnuð sem aldrei fyrr á alþjóða-
vettvangi,“ sagði ráðherra meðal
annars.
Ráðinn til
Lánasjóðs
landbún-
aðarins
GUÐMUNDUR Stefánsson,
hagfræðingur Bændasamtaka
Islands, hefur verið ráðinn
framkvæmda-
stjóri Lána-
sjóðs landbún-
aðarins. Tek-
ur hann við
starfinu í
byrjun aprfl.
Guðmundur
starfaði um
árabil sem
hagfræðingur
Stéttarsambands bænda og
síðan framkvæmdastjóri fóð-
urverksmiðjunnar Laxár á
Akureyri. Guðmundur var
bæjarfulltrúi á Akureyri í eitt
ár og varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins. Fyrir hálfu
öðru ári var hann ráðinn hag-
fræðingur Bændasamtakanna.
Lánasjóður landbúnaðarins
hefur aðsetur í Reykjavík en
verið er að undirbúa flutning
hans út á land ef samþykkt
verður nauðsynleg lagabreyt-
ing á Alþingi en í lögum um
sjóðinn í dag segir að aðsetur
hans sé í Reykjavík.
Guðmundur Stefánsson
sagðist aðspurður því gera ráð
íýi'ir að Lánasjóður landbún-
aðarins verði fluttur út á land
og hefur verið rætt um Selfoss
í því sambandi. Stai-fsmenn
sjóðsins eru sjö.
Eiginkona Guðmundar er
Hafdís Jónsdóttir og eiga þau
tvo syni.
Lögregla
stöðvaði
bjórsölu
LÖGREGLA stöðvaði sölu
Heimdallar á Ingólfstorgi á
bjór á kostnaðarverði í gær.
Björgvin Guðmundsson,
stjórnarmaður í Heimdalli,
sagði að um einn kassa af bjór
hefði verið að ræða.
í tilkynningu frá félaginu
segir að óeðlilegt sé að ríkið
reki umfangsmiklar smásölu-
verslanir og að afnema beri
einkaleyfi þess á sölu áfengra
drykkja. Þar segir ennfremur
að áfengi sé lögleg neysluvara
hér á landi og einstaklingum í
verslun sé jafnvel treystandi
til að seija þessa vöru á lögleg-
an hátt og opinberam aðilum.
Bjórsalan, var hluti af átaki,
sem Heimdallur hefur staðið
fyrir í vikunni undir slagorðinu
„Lausnarorðið er frelsi.“
Gagnrýna
vinnubrögð
félagsmála-
ráðherra
ALÞÝÐIISAMBAND íslands
og Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja hafa í sameiningu
mótmælt formlega þeirri
ákvörðun félagsmálaráðherra
að leysa upp starfshóp um
starfsmat áður en hann hefur
lokið störfum.
í bréfi ASÍ og BSRB til ráð-
herra er bent á að fulltrúum
þessara samtaka, auk fulltrúa
fjármálaráðuneytisins, sé
meinuð eðlileg aðkoma að mál-
inu á lokasprettinum og því
verði niðurstaðan algerlega á
ábyrgð ráðherra og samtökun-
um óviðkomandi. Varað er við
afleiðingum þessara vinnu-
bragða sem geti haft neikvæð
áhrif á framkvæmd kynhlut-
lauss starfsmats í framtíðinni.