Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikill fjöldi sótti árlegt Iðnþing; í höfuðstöðvum Samtaka iðnaðarins 1 gær SAMNINGURINN um Evrópska efnahagssvæðið er án efa einn mesti áhrifa- valdur þess að rekstraram- hverfi fyrirtækja á Islandi hefur farið batnandi undanfarin ár. Samningurinn hefur leyst úr höft- um flæði vinnuafls, fjámiagns, vöra og þjónustu milli Islands og helstu viðskiptalanda í Evrópu. Hann hefur einnig fært íslensk fyr- irtæki undir aga alþjóðlegrar sam- keppni og knúið stjómvöld hér á landi til að skapa þeim skilyrði til vaxtar. Þetta kom m.a. fram í máli Haraldar Sumarliðasonar, for- manns Samtaka iðnaðarins, á Iðn- þingi í gær. Hann lagði þó áherslu á að þrátt fyrir velgengni líðandi stundar væri mikil- vægt að menn gerðu sér grein fyrir vax- andi viðskiptahalla og þeirri staðreynd að hækkandi launa- kostnaður, hátt gengi íslensku krónunnar og háir vextir væru að vega að samkeppnis- stöðu og markaðs- hlutdeild innlends samkeppnisiðnaðar. Til að hamla gegn þeirri þróun bæri að leggja áherslu á að auka þjóðhagslegan spamað þar sem stefnan í fjármálum ríkis og sveitarfélaga gegnir lykilhlutverki. I ræðu sinni gagn- rýndi Haraldur stjómvöld fyrir að hafa svikið fyrirheit frá því í upphafi kjör- tímabilsins um að verulegum hluta þess fjármagns sem aflað- ist við sölu ríkisfyrir- tækja yrði varið til nýsköpunar og rann- sókna í þágu atvinnu- lífsins. „Sala á hluta- bréfum í ríkisfyrir- tækjum hefur gengið vel að undánfömu sem að óbreyttu hefði átt að skila umtals- verðu fjármagni í ný- sköpunar- og þróun- arstarfið. Það var fagnaðarefni þegar ríkisstjómin sam- þykkti nýlega að veita Rannís 580 milljónir til þróunarstarfsemi á sviði upplýsingatækni og umhverf- ismála. Því miður virðist ríkis- stjómin nú hætt við að tengja sölu ríkisfyrirtækja við framlag til rannsókna og þróunarmála, og er þannig mikil hætta á að þessi já- kvæða ákvörðun standi ekki þegar á reynir." Haraldur kom inn á þær hug- myndir sem viðraðar hafa verið um að setja á laggimar ein öflug heild- arsamtök fyrir aðila í atvinnuh'fínu. Hann benti á að atvinnurekendur væru í meginatriðum sammála um að shk ráðstöfun væri skynsamleg. Hins vegar væri ljóst að erfitt yrði að ná samstöðu um það hvernig skipulag slíkra samtaka ætti að vera sem og hversu víðtæk sam- vinnan ætti að vera. Hann sagði þá sem lengst vilja ganga í þessum efnum sjá fyrir sér ein deildaskipt samtök allra atvinnurekenda þar sem núverandi aðildarsamtök VSI á borð við SI og LÍÚ yrðu lögð nið- ur. Á hinn bóginn sjá þeir sem skemmst vilja ganga ný samtök sem htla sérhæfða skrifstofu sem einungis sinnir kjaramálum og kjarasamningum. „Það er trú mín að við munum ná landi með niður- stöðu sem er þarna mitt á milli með sameiningu Vinnuveitenda- og Vinnumálasambandsins og fleiii aðila sem nú standa utan þessara heildarsamtaka í ný Samtökum at- vinnulífsins. Hin nýju samtök munu verða byggð upp af tiltölu- lega fáum en öflugum aðildarsam- tökum eða stoðum. Menn eru orðn- Ný sóknarfæri í hátækniiðnaði Formaður Samtaka iðnaðarins gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að svíkja fyrirheit um fjárframlög til nýsköpunar og rannsókna 1 þágu atvinnulífsins. Elmar Gíslason fylgdist með umræðum á Iðnþingi í gær. Morgunblaðið/Keli SÆNSKI prófessorinn dr. Jan Eklöf Qallaði um mælingar á ánægju viðskiptavina fyrirtækja og stofnana í Svíþjóð á Iðnþingi í gær. ir sammála um að verkefni nýrra samtaka atvinnulífsins eigi, auk kjaramála og þjónustu á því sviði, að vera sameiginleg stefnumótun í almennum starfsskilyrðum at- vinnulífsins á borð við efnahags- og skattamál en einnig önnur stefnu- mótun, til dæmis á sviði mennta- og umhverfismála." Bylting í hefðbundnum viðskiptaháttum Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjallaði í i-æðu sinni um mikilvægi þess að nýta ný sóknarfæri í atvinnulífinu til þess að tryggja góð lífsgæði á Islandi. Hann nefndi sérstaklega í því sam- bandi rafræn viðskipti, upplýsinga- tækni- og hugbúnaðariðnað sem og afþreyingariðnað. Hann sagði ljóst að rafræn við- skipti væru að gjörbylta hefð- bundnum viðskiptaháttum og lík- legt að þar sé á ferðinni helsta uppspretta hagvaxtar á ným öld. Þrátt fyrir gríðarlegan vöxt raf- rænna viðskipta, þá væra enn hindranir í veginum sem nauðsyn- legt sé að stjórnvöld og einkaaðilar fjarlægi í sameiningu. „Þannig þarf að skapa traust á viðskiptun- um, tryggja öryggi gagna og per- sónuupplýsinga og neytenda- vernd.“ Að sögn Finns, hefur að undan- fómu verið unnið að stefnumótun um rafræn viðskipti í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum. Markmiðið með þeirri stefnumótun er að tryggja að rafræn viðskipti njóti viðurkenningar að lögum þannig að frjór jarðvegur skapist fyiir ís- lenskt viðskiptalíf til að vera í far- arbroddi á þessú sviði. Finnur sagði einnig ljóst að hug- búnaðariðnaðurinn muni á kom- andi árum verða einn af megin burðarásum atvinnuþróunarinnar og að þar muni skapast fleiri há- launastörf en víðast annars staðar. Áhrifin verði þó miklu víðtækari þar sem rétt notkun upplýsinga- tækninnar getur leitt til aukins fé- lagslegs jafnaðar meðal lands- manna og styrkt búsetu á þeim stöðum sem eiga nú undir högg að sækja m.a. með tilkomu fjarnáms, fjarlækninga og fjarvinnslu. Þá vék iðnaðarráðherra máli sínu að afþreyingariðnaði sem framtíðar verðmæta- og atvinnu- sköpun. „Við sjáum þess dæmi í samkeppnislöndum okkar að með markvissum aðgerðum stjórnvalda hafa greinar í þessum iðnaði vaxið mjög að umfangi. Taka má dæmi af kvikmyndaiðnaði á Irlandi. í á að giska áratug hafa írar lagt þunga áherslu á eflingu þessara greina með ótvíræðum árangri," að sögn Finns. „Eg er þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi nú að þora að stíga djarft skref í að efla stuðning við þessar greinar og gera það af myndarskap. I ráðuneytum mínum hefur á undanfömum árum farið Viðurkenning úr Verðlaunas.jóði iðnaðarins Frumkvöðlastarf hjá Flögu HELGI Kristbjarnarson hlaut viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins sem veitt voru á Iðn- þingi í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, aflienti Helga viðurkenninguna sem veitt er fyrir frumkvöðulsstarf og gott fordæmi. Að þessu sinni var sjóð- stjórnin einhuga um að veita Helga Kristbjarnarsyni verðlaun- in fyrir framlag til hátækniiðnað- ar, ekki síður en heilbrigðismála, með stofnun og rekstri fyrirtæk- isins Flögu hf. Þar hafði hann forgöngu um að tæki til svefn- rannsókna undir nafninu Embla var smíðað og tekið í notkun. Hann þykir jafnframt hafa stund- að mikilvægt rannsókna- og þró- unarstarf í fyrirtæki sínu allt frá stofnun þess. fram mikil vinna með þessum at- vinnugreinum og nú er komið að aðgerðum. Við eigum að styðja enn frekar og skipulegar við útflutning íslenskrar tónlistar og við eigum að efla íslenska kvikmyndagerð, m.a. með því að laða hingað alþjóðleg kvikmyndafyi'irtæki, sem við höf- um nú betri tök á en nokkra sinni fyrr. Það mun efla innlend fyrir- tæki og fagfólk í greininni." Ánægjuvogin styrkir samkeppni Meðal framsögumanna á Iðn- þingi var sænski prófessorinn dr. Jan Eklöf, sem starfar við Við- skiptaháskólann í Stokkhólmi. Hann fjallaði um reynslu Svía af mælingum á ánægju viðskiptavina sænskra fyrirtækja og stofnana (ánægju- vogar) sem fram- kvæmdar hafa verið með reglubundnum hætti síðastliðin 10 ár. Auk þess kom hann lítillega inn á hlið- stætt verkefni sem þróa á í Evrópu á næstu árum með stuðningi Evrópu- sambandsins og ís- land á aðild að. I Svíþjóð nær verk- efnið yfir um 30 at- vinnugreinar. Rann- sóknarlíkanið byggist á spurningalistum. Gagnasöfnunin er umfangsmikil en um 30—40 þúsund viðtöl eru tekin á hverju ári. Líkanið skiptist í þrjú stig og mun Evrópska ánægjuvogin taka mið af sænska módelinu. Fyrsta stigið tekur til þeirra drifkrafta eða forsenda sem hafa áhrif á vænting- ar viðskiptavinanna, þ.e. hvernig þeir skynja og skilgreina þau gildi sem þeir sækjast eftir. Verð vörunnar eða þjónust- unnar hefur áhrif á væntingar viðskipta- vinanna og hvernig þeir skynja og skilja gildi þess sem þeir fá. lagi innifelur líkanið spurningapakka sem lagður er fyrir viðskiptavini til að meta hversu ánægðir/óánægðir þeir eru með þá vöru eða þjónustu sem þeir kaupa. I þriðja lagi tekur líkanið til end- anlegra áhrifa af ánægju/óánægju viðskiptavinanna, þ.e. hvort þeir haldi raunverulega tryggð við vör- una, þjónustuna eða fyrirtækið og ætli sér að halda áfram viðskiptum. I úrtakið era eingöngu valin nokkur fyrirtæki í hverjum geira og eingöngu þau sem leggja mest af mörkum til þjóðarframleiðslu. Samanlagt tekur rannsóknin í Sví- þjóð til fyrirtækja og stofnana sem samtals standa fyrir um 60% af þjóðarframleiðslu. Niðurstöðurnar gefa mönnum kost á að bera saman viðhorf viðskiptavina til ólíkra starfsgreina, afurða og þjónustu. Eklöf nefnir sem dæmi hvemig hægt er að skoða tryggð neytenda við ákveðna vöru eða þjónustu og hversu mikið umrædd vara eða þjónusta megi hækka í verði án þess að neytandinn snúi sér annað. Aðspurður hvort öll þessi upplýs- ingaöflun meðal ráðandi aðila á markaði skili sér ekki í aukinni fá- keppni á markaði þar sem ráðandi aðilar ná að auka hlutdeild sína enn frekar með nákvæmri kortlagn- ingu á neytendum svarar Eklöf neitandi. Þvert á móti telur hann ánægjuvogina styrkja samkeppni enn frekar í sessi í ljósi þess að smæmi aðilar geti til jafns við aðra, nýtt sér upplýsingarnar til að styrkja markaðsstöðu sína. I öðru ákveðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.