Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 21 Góð veltuaukning og afkoma hjá Teymi hf. Hagnaður ársins nam 15 milljónum króna w wniwwimir jr nn ” fí ið VIÐ utlondH ■w Verðmæti innflutnings og útflutn ings P janúar1998 og 1999 1998 1999 Breyting á (fob virði í milljónum króna) jan. jan. föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 10.122,6 8.245,6 -18,3% Sjávarafurðir 6.857,0 5.229,0 -23,5% Landbúnaðarvörur 151,8 165,2 +9,1% Iðnaðarvörur 3.030,4 2.126,4 -29,6% Ál 1.938,1 1.599,3 -17,3% Kísiljárn 341,1 - - Aðrar vörur 83,3 725,0 - Skip og flugvélar - 656,9 - Innflutningur alls (fob) 15.803,3 10.783,8 -31,6% Matvörur og drykkjarvörur 1.094,9 842,3 -22,9% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 3.858,7 2.661,0 +30,8% Óunnar 148,8 58,4 -60,6% Unnar 3.710,0 2.602,5 -29,7% Eldsneyti og smurolíur 1.328,9 498,1 -62,4% Óunnið eldsneyti 55,6 0,4 - Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 258,5 118,8 -53,9% Annað unnið eldsn. og smurolíur 1.014,8 378,8 -62,6% Fjárfestingarvörur 2.973,3 3.550,5 +19,7% Flutningatæki 4.885,9 1.455,8 -70,1% Fólksbílar 713,5 947,2 +33,1% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 200,8 227,0 +13,3% Skip 213,1 12,9 - Flugvélar 3.492,2 0,2 - Neysluvörur ót.a. 1.635,1 1.764,9 +8,2% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 26,5 11,3 -57,4% Vöruskiptajöfnuður -5.680,08 -2.538,3 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris ijanúar 1999 0,3% lægra en árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS Vöruskiptin í janúar * Ohagstæð um 2,5 milljarða króna VORUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um 2,5 milljarða ki'óna í janúar, en þá voru fluttar út vörur fyrir 8,2 milljarða og inn fyrir tæpa 10,8 milljarða. I fréttatilkynningu frá Hagstofu Islands kemur fram að í janúar 1998 voru vöruskiptin óhagstæð um 5,7 milljarða á fóstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings í janúar síðastliðnum var 18% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður og verðmæti innflutnings var 32% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Forstjóri CBS vill kaupa NBC New Orleans. Reuters. MEL KARMAZIN, stjórnarfor- maður CBS Inc., kveðst vilja kaupa NBC sjónvarpsnet General Electric fyrirtækisins og vera fús til að greiða of hátt verð til að komast að samningum. Ummæli Karmazins komu fram þegar hann svaraði gagn- rýni framkvæmdastjóra Saatchi & Saatchi Plc, Allen Banks, á samþjöppun í fjölmiðlaiðnaði, sem hann kvað ógna auglýsendum og auglýsingaskrifstofum. Karmazin sagði að samþjöppun yrði aug- lýsendum og auglýsingaskrifstof- um til góðs. „Hví get ég ekki keypt NBC, ef Exxon og Mobil geta sameinazt?“ spurði hann. Karmazin telur líklegt að eitthvað muni gerast hjá NBC, ef til vill með aðskilnaði frá GE. Hann lét líka í ljós áhuga á að kaupa ABC sjónvarp Walts Disney og FOX sjónvarpskerfí News Corp. Afkoma Hlutabréfamarkaðarins 1998 18,1 milljón króna í hagnað TEYMI hf. Ársuppgjör 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 237,7 169,0 +41% Rekstrargjöld 217,6 152,7 +43% Hagnaður fyrir afskriftir 20,1 16,3 +23% Fjármagnstekjur 2,4 2,3 +4% Áætlaðir skattar -7,2 -6,6 +9% Hagnaður ársins 15,3 12,0 +28% Efnahagsreikningur 3i.des. 1998 1997 Breyt. I Eignir: Veltufjármunir Milljónir króna 135,1 100,8 +34% Fastafjármunir 12,9 7,1 +82% Eignir samtals 148,0 107,9 +37% | Skuldir og eigið fé: Skammtímaskuldir 107,0 82,1 +30% Langtímaskuldir 0,0 0,0 0% Eigið fé 41,0 25,8 +59% Skuldir og eigið fé samtals 148,0 107,9 +37% Kennitölur 1998 1997 Breyt. Eiginfjárhlutfall 28% 24% Veltufjárhlutfall 1-27 1,23 HAGNAÐUR hlutabréfasjóðsins Hlutabréfamarkaðarins hf., sem Verðbréfamarkaður Islandsbanka, VÍB, rekur, nam 18,1 milljón króna á síðastliðnu ári. Hagnaður fyrir skatta nam 30,2 milljónum króna. Hreinar fjármunatekjur námu 33,1 miiljón króna. Ekki liggja fyrir samanburðar- tölur fyrir árið 1997 þar sem félagið hóf ekki starfsemi í núverandi mynd íyrr en um mitt ár 1997. Tilgangur Hlutabréfamarkaðarins er að opna einstaklingum, stofnana- íjárfestum og öðrum aðilum leið til að verða þátttakendur á hlutabréfamörk- uðum í iðnríkjunum. Féiagið fjárfestir aðallega í hlutdeiidarskírteinum eða hlutabréfum erlendra verðbréfa- og hlutabréfasjóða sem fjárfesta i hluta- bréfum fyririækja í iðnríkjunum. Markaðsverð inneignai- félagsins hjá erlendum hlutabréfasjóðum í árs- lok 1998 nam 274,6 milljónum króna. Þar af nam markaðsverð inneignar í CICM-Global Equity Fund 149,3 milljónum króna, 59,4 milljónum í Scudder Global Themes, 19,2 milljón- um króna í Vanguard - Europe Stock Ind., 33,3 milljónum í Vanguard - Global Stock Ind. og 13,3 milljónum króna í Vanguard - S&P 500 Stock Ind. Hluthafar í Hlutabréfamarkaðinum voití 458 í árslok og átti enginn einn hluthafí mefra en 10% hlut í félaginu. Stjórn féiagsins leggur til að enginn arður verði greiddur til hluthafa. Að- alfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 4. mars í húsnæði Is- landsbanka á Kirkjusandi. HAGNAÐUR Teymis hf. 1998 nam rúmum 15 milljónum króna eftir skatta, og veltuaukning varð 41% frá árinu á undan. Ai-ðsemi eigin fjár var 58% og innra virði fyrir- tækisins jókst um 59% milli ára. Teymi hf. var stofnað árið 1995 með það að markmiði að þjónusta íslensk fyrirtæki á sviði gagnameð- höndlunar hvers konar. Teymi þjónustar nú hátt í 100 íslensk fyr- irtæki í almennri gagnavinnslu, gagnaskemmum, gagnasmiðjum og Internet-lausnum. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 25 manns, þar af 16 við ráðgjöf og þjónustu. Fyrirtækið starfar sjálfstætt og vinnur með öllum helstu söluaðilum vélbúnaðar og hugbúnaðar. Helstu hluthafar í Teymi hf. eru Opin kerfi hf. með 36%, Elvar Steinn Þorkelsson með 29%, íslenski hugbúnaðarsjóðurinn með 20% og Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins með 5%. Veltuaukning Teymis varð um 41%, hagnaður jókst um 28% og skuldir og eigið fé hækkaði um 37% milli ára. Elvar Steinn Þor- kelsson, framkvæmdastjóri Teym- is, segir að eftir að hafa verið langt yfir hagnaðaráætlunum á fyrri helmingi ársins hafi verið ákveðið að fjárfesta í mannskap og þekk- ingu og starfsmönnum verið fjölg- að úr 11 í 25 á árinu. „Við hyggjumst auka veltu og hagnað, og fjölga starfsmönnum um 30-40% á árinu 1999, en jafn- framt halda niðri kostnaði sem hlutfalli af veltu. I vor flytjum við í nýtt húsnæði sem er sniðið að þörf- um okkar til næstu ára, en núver- andi húsnæði hefur verið okkur viss þröskuldur í frekari framgangi fyrirtækisins," segir Elvar. Hann segir að miðað við áætlanir sé gert ráð fyrir 32% aukningu í veltu og hagnaði, og til lengri tíma sé ætlunin að ná 40-50% vexti á milli ára. Segir hann ekki fjarri lagi að Teymi hf. verði komið á al- mennan hlutabréfamarkað eftir 2-3 ár ef svo fari fram sem horfir. Á aðalfundi Teymis sem haldinn var 25. febrúar var kosin ný stjórn félagsins og skipa hana þeir Frosti Bergsson, Sigurður Smári Gylfa- son og Heimir Sigurðsson. Sam- þykkt var á fundinum að greiða nú- verandi eigendum 2 milljónir króna í arð..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.