Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 22

Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 22
22 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Morgunbaðið/Ágúst Blöndal SVANBJÖRN Stefánsson, framleiðslustjóri Sfldarvinnslunnar í Neskaupstað, og Kristján Hjaltason og Steindór Gunnarsson frá SH virða fyrir sér loðnuna í Neskaupstað. Stefnir í verulegan sam- drátt í loðnufrystingunni ALLT bendir til að verulegur sam- dráttur verði í útflutningsverð- mæti loðnufrystingar á vertíðinni miðað við síðasta ár. Á liðinni ver- tíð voru fryst tæplega 20 þúsund tonn af loðnu fyrir Japansmarkað og var áætlað verðmæti um 1,1 milljarður króna auk þess sem um 32 þúsund tonn voru fryst fyrir Rússlandsmarkað. Um 6 þúsund tonn hafa verið fryst á yfirstand- andi vertíð sem senn lýkur. Islenskar sjávarafurðir seldu um 8 þúsund tonn af frystri loðnu til Japans í fyrra en hafa fryst um 3.500 tonn í ár, að sögn Péturs ís- leifssonar. Hann sagði það vera að æra óstöðugan að vera að velta sér upp úr hugsanlegu tekjutapi og þar sem gefa mætti sér svo mis- jafnar forsendur væri það ekki til neins. Steindór Gunnarsson, mark- aðstjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, tók í sama streng. „Það er seinni tíma músík,“ sagði hann um hugsanlegt tekjutap, en SH heíúr fryst um 3.000 tonn. Samt sagði hann ljóst að miðað við það sem hefði verið lagt upp með, 20 til 30 þúsund tonn af frystri loðnu á Japansmarkað, yrðu menn af gífurlega miklum tekjum, en hafa bæri í huga að vertíðinni væri ekki lokið. Framleiðendur telja erfítt að meta tekjutapið í gær voru bátar að veiða utan við Þorlákshöfn og við Homafjörð. Steindór sagði að um 25% áta væri í loðnunni fyrir austan og væri beðið eftir að hún færi úr henni. Hins vegar væri loðnan fyrir sunn- an komin í hrygningarlegt ástand, hrognafyllingin væri komin í 23%. Þorbergur Aðalsteinsson, mark- aðsstjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, sagði að búið væri að frysta milli 700 og 800 tonn hjá fyrirtækinu en í fyrra hefðu verið fryst um 7.000 tonn og þar af um 2.000 tonn á Japans- markað. „Þetta er skelfileg ver- tíð,“ sagði hann og bætti við að ekki væri farið að hugsa út í hugs- anlegt tekjutap en ljóst væri að það næmi hundruðum milljóna króna í frystingunni einni. Halldór Árnason, framkvæmda- stjóri Borgeyjar á Höfn, sagði að um 1.700 tonn hefðu verið fryst hjá Borgey í ár en um 2.000 tonn í fyrra. Hjá Skinney hefðu verið fryst um 430 tonn á Höfn og um 200 tonn á Reyðarfirði eða samtals um 2.300 tonn hjá nýja fyrirtækinu sem væri liðlega þriðjungur fryst- ingar í landinu. Sambærileg tala í fyrra hefði verið um 2.800 tonn. „Þetta er leikur að tölum,“ sagði hann um afraksturinn í saman- burði við liðið ár. „Sveiflumar eru hlutur sem við búum við í þessari grein. Þeir sem vilja hafa adrena- línið flæðandi í blóðinu eiga að vera í sjávarútvegi og þeir sem eru algjörir spennufíklar eiga að vera í uppsjávarfiskum." 1.400 tonn fryst í Neskaupstað Svanbjörn Stefánsson, fram- leiðslustjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði að búið væri að frysta um 1.400 tonn og þar af um 400 tonn á Japansmarkað. I fyrra hefði frystingin verið um 5.000 tonn og þar af um 2.000 á Japan. „Við hefðum viljað sjá þetta öðmvísi en ástandið á ekki að koma á óvart,“ sagði hann. Hann sagði að tekjutapið væri fyrst og fremst í frystingu á Rússland sem væri engin í ár. „Það er ekki spurning hvort heldur hvenær Rússarnir koma aftur en ef við getum ekki fryst bræðum við loðn- una og fáum tekjurnar þeim meg- in.“ Gert er ráð fyrir að hrogna- vinnsla hefjist upp úr miðri næstu viku. Á sídustu mánudum hafa sífellt fleiri gengið fram fyrir skjöldu til að minna stjórnmálamenn á afdrifaríkasta siðferðisvanda einnar ríkustu þjóðar veraldar Bengt Lindquist umboðsmaður fatíaðra hjá Sameinuðu þjóðunum „Þó að íslenska ríkisstjórnin hafi verið ein sú fyrsta sem lét þýða Grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra, þá er ekki nóg að þýða þær. Það þarf líka að framfylgja þeim." Úr fréttabréfi Biskupsstofu: „Helmingur skjólstæðinga Hjálparstarfsins eru öryrkjar. Eru þetta sæmandi kjör í velferðarsamfélagi á tímum hagvaxtar og afgangs á fjárlögum? Vissir þú að öryrkjar á Islandi eru aðeins 7.776 talsins? Getur verið að það sé hagkerfinu ofviða að bæta kjör þessa hóps?" Janúar 7999. Desember 1997. Oryrkjabandalag Islands Mikið mælist af bakteríum í „viktoríukarfa“ Gæti þýtt hrun á þýskum markaði MIKIÐ hefur mælst af bakteríum í svokölluðum viktoríukarfa, sem hefur verið vinsæll á þýskum fískmörkuð- um frá því á liðnu ári, og sagði í dag- blaðinu Nordsee-Zeitung á fimmtu- dag að búast mætti við að þetta gæti verið upphafið að endalokunum fyrir þessa fisktegund, sem flutt er inn frá Úganda, Kenýa og Tansaníu, í Þýska- landi. Rannsóknastofa þýska fiskiðn- aðarins fann allt að einum milljai’ði gerla í einu grammi af viktoríukarfa. „Það er áberandi mikið,“ sagði Carsten Meyer, vísindamaðúr hjá Rannsóknastofu þýska fiskiðnaðar- ins, í samtali við Nordsee-Zeitung. „Og ég gæti kveðið mun fastar að orði.“ Skoðuð voru 562 sýni úr þýskum fiskbúðum og frá Úganda milli ár- anna 1994 og 1998. Segir í blaðinu að rannsóknarmennirnir hafi ekki getað leynt undrun sinni í Afríku. Fiskurinn var veiddur úr sama vatni og skolpi úr nærliggjandi þorpum var veitt í. Síðan bakaðist kaifinn klukkustund- um saman í Afríkusólinni áður en hann var fluttur til vinnslu í ryðguð- um vörubílum. Þai’ hugðust menn ráða niðurlög- um bakteríuflói’unnar með því að baða fiskinn í klórvatni, sem ekki er leyfilegt í Þýskalandi. Að því loknu var flogið með unninn fiskinn til Frankfurt, sem að sögn blaðsins er stærsta, fiskihöfn" Þýskalands. Sagði að nú syrti hins vegar í álinn fyiTr „flugfiskinn": „Ef þessar tölur eru réttar getum við ekki liðið það áfram að fiskurinn verði seldur,“ sagði Pet- er Koch-Bodes, sem fer fyrir félagi þýskra fisksala. I lok fréttarinnar sagði að rann- sóknastofa þýska fiskiðnaðarins hefði haft önnur tíðindi og betri að segja af sjávarfiski. Þrátt fyrir mengun haf- anna hafi mælingar sýnt að karfi, þorskur og aðrar tegundii- væru langt undir leyfilegum mörkum hvað snert- fr bakteríur. „Rússafískur“ seldur sem íslenskur Ddmsuppkvaðning eftir þrjár vikur AÐALMEÐFERÐ máls ríkis- lögreglustjóra á hendur þremur fyrrverandi starfsmönnum Fisk- iðju Sauðárkróks hf. fyrir að hafa sammælst um að tilgreina ranglega Island sem uppruna- land við útflutning á „rússnesk- um“ fiskafurðum til Bretlands 1994 og 1995 lauk hjá dómþingi Héraðsdóms Norðurlands vestra á Sauðárkróki í fyrrakvöld og hefur dómstjóri verið boðaður til dómsuppkvaðningar 18. mars. Aðalmeðferðin hófst 15. febrú- ar en þá gerði sækjandi grein fyr- ir ákærunni og ákærðu sögðu frá sinni hlið málsins auk þess sem vitni komu fyrir dóminn. Skýrslu- tökur héldu áfram í fyrrakvöld og málflutningsræður voru fluttar þar sem verjendur gagnrýndu ákæruvaldið fyi’ir ákæruna og fundu að hægagangi í rannsókn- inni og málsmeðferðinni. „Einsýnt að flestir velja soknardaga“ Frestur sóknardagabáta um val á veiðikerfi útrunninn FRESTUR fyrir eigendur krókabáta í sóknardagakerfi um val á veiðikei’fi rennur út 1. mars nk. Alls er um að ræða 328 krókabáta í sóknardaga- kerfi sem þurfa að tilkynna um val sitt en í gær höfðu um 100 tilkynn- ingar borist Fiskistofu. Valið stendur um annars vegar handfærakerfi með 23 sóknardögum á fískveiðiárinu en hins vegar um veiðikerfi þar sem bátarnir fá úthlut- að 40 sóknardögum með 30 tonna há- marki fram til 1. september en þá verður bátunum úthlutað kvóta á grundvelli veiðireynslu. Berist til- kynningin Fiskistofu ekki fyrir til- settan tíma fara bátarnir sjálfkrafa í síðarnefnda kerfið. Margir tvístígandi Að sögn Arnar Pálssonar, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, hafa margir smábáta- eigendur verið tvístígandi um hvora leiðina skuli velja. „Menn skoða hvað þeir hafa fiskað að meðaltali á dag síðastliðin tvö fiskveiðiár, margfalda aflann á dag með 23 dögum og fá þá einhvern meðalafla á dag. Síðan reikna menn með að sóknardagarnir verði komnir niður í 18 daga árið 2000, skoða hve mikinn afla þeir geti veitt á þeim tíma og bera saman við áætlaða kvótaúthlutun sína á árinu.“ Örn segir fjölmarga sóknardaga- báta með litla veiðireynslu og fengju þar af leiðandi lítinn kvóta færu þeir þá leið. „283 bátar af þessum 328 verða með veiðiheimildir undir 20 tonnum ef þeir velja kvótaleiðina. Það er einsýnt að þessir bátar neyð- ast til að velja 23 sóknardaga. Það er dapurlegt til þess að vita að stjóm- völd hafi ekki meira svigrúm fyrir minnstu bátana sem eingöngu róa með handfæri en að heimila sókn í aðeins 23 daga á ári, einkum í ljósi þess að fyrirsjáanlegt er, vegna ákvæða í lögum, að sóknardögunum mun fækka niður í 18 árið 2000,“ seg- ir Öm. Fresturinn of stuttur? Hann segir trillukarla almennt sammála um að þeim hafi verið gef- inn of skammur tími til að ákveða hvort kerfið þeir velji. í umsögn um frumvarpið hafi LS farið fram á að fresturinn yrði 1. apríl, enda taki kerfið ekki gildi fyrr en þá. Ekki hafi verið tekið tiilit til þess og því ekki hægt að veita lengri frest nema breyta lögunum. „Fjölmargir þeirra sem standa í þessum spomm gera fyrirvara við val sitt um endurskoðun ef grundvöllur fyrir ákvörðun brest- ur,“ segir Öm. Landssamband smábátaeigenda hefur á síðustu vikum haldið fundi víðs vegar um landið, nú síðast í Reykjavík þar sem um 100 trillukarl- ar mættu og skiptust á skoðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.