Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 23
Leonidas Pantelides, sendiherra Kýpur á Islandi, heimsótti landið fyrr í vikunni
Eina lausnin á vanda Kýpur
er Evrópusambandið
„Mikilvægi Kýpur í alþjóðlegu samhengi
hefur alla tíð verið á kostnað Kýpurbúa
sjálfra. Það er ógæfa sögu okkar.“ Þetta
sagði Leonidas Pantelides, sendiherra
Kýpur gagnvart Islandi, sem var hér á
landi í vikunni. Ræddi Andri Lúthersson
við hann um pólitískt ástand á eyjunni
sem og fyrirhugaða aðild Kýpurstjórnar
að Evrópusambandinu (ESB).
SAGA Kýpur er saga átaka. Árið
1960 lýstu Kýpur-Grikkir og Kýp-
ur-Tyrkir yfír sjálfstæðu ríki á
Kýpur, eftir langa og blóðuga bar-
áttu við Breta sem höfðu farið með
stjórn á eyjunni. I kjölfar valda-
ráns grískra herforingja árið 1974,
hernámu tyrkneskar hersveitir
norðurhluta eyjunnar og lýstu níu
árum síðar yfír sjálfstæði, sem
engir nema Tyrkir viðurkenna.
Frá árinu 1974 hefur eyjan verið
tvískipt, tveir þriðju hlutar hennar
undir stjóm Kýpur-Grikkja en
norðurhlutinn undir stjórn Kýpur-
Tyrkja. Tvær þjóðir, gráar fyrir
járnum, á eyju á stærð við Vatna-
jökul. Um eyjuna miðja liggur
hlutlaust belti, undir stjórn friðar-
gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna,
sem frá því árið 1980 hafa, ásamt
öðrum, reynt að fmna varanlega
lausn á vanda eyjarskeggja.
„Tyrkir vilja
óbreytt ástand“
Pantelides segir aðspurður að
eina varanlega lausn Kýpurvand-
ans sé fólgin í sameiningu eyjunn-
ar sem aftur kalli á þátttöku og
samvinnu ríkisstjórna Grikklands
en sérstaklega Tyrklands. Vand-
inn sé tvískiptur. „Annars vegar er
þetta spuming um valdastofnanir
á eyjunni. Við verðum að komast
að samkomulagi um hvemig best
væri að koma á þátttöku granna
okkar í kýpverskum stjórnmálum.
Hins vegar er þetta spurning um
að tyrkneskar hersveitir fari af
eyjunni. Petta er það sem ég kalla
hina alþjóðlegu vídd. A norður-
hluta eyjunnar eru hersveitir um
40.000 tyi'kneskra hennanna og
lausn er ómöguleg án þess að her-
sveitir þessar verði dregnar til
baka. Ef tyrknesku hersveith'nar
væru ekki á norðurhluta eyjunnar,
væri hún ekki tvískipt. Skipting-
unni er því þröngvað upp á okkur,“
segir Pantelides, og bætir við:
„Það sem verra er, er að Tyrkir
vilja óbreytt ástand. Þeir hafa ekki
viljað ræða lausn á málinu síðan
árið 1974 og Bulent Ecevit, forsæt-
isráðherra Tyrklands, hefur
margoft lýst því yfír að fyrir Tyrk-
landi sé málið leyst. Að mörgu
leyti er hægt að líkja stefnu
Tyrkja við vegg. Það skiptir ekki
máli hvort á vegi þínum verður
þriggja metra þykkur veggur eða
fjögurra metra þykkur veggur.
Veggurinn er ætíð á sínum stað.“
Almenningur
vill breytingar
Sendihemann telur hins vegar
að jarðvegur fyrir pólitíska lausn á
Kýpur sé fyrir hendi hjá íbúum
eyjunnar. „[Þjóðirnar] bjuggu
saman í 500 ár og þær geta það
aftur. Það er ekki aðeins að núver-
andi ástand sé ótækt, heldur er
það einnig mjög hættulegt. Þar eð
eyjan er gríðarlega vígvædd, kall-
ar óbreytt ástand mála á viðvar-
andi ógn og auknar hættur. Til-
vem eyjarskeggja er ógnað við
þessar aðstæður og þess vegna
verður að fínna leið til þess að við
og tyrkneska samfélagið á eyjunni
geti starfað og lifað saman í sátt. í
mörgum tilfellum hefur það sann-
ast að almenningur er kominn
langt á undan stjórnmálamönnum
þegar kemur að því að vera reiðu-
búinn og hafa þroska til að ná sam-
komulagi," segir Pantelides og
bendir til dæmis á ástandið á
Norður-írlandi máli sínu til stuðn-
ings. „Eg trái því að almenningur
á eyjunni sé fús til
þess að gera það sem
með þarf þannig að
hægt verði að snúa
aftur til eðlilegs
ástands. Auðvitað
taka slíkar breytingar
tíma og vera má að
fólk hafi mismunandi
skoðanir á því hverjar
nákvæmar útfærslur
verða. Hitt er þó mik-
ilvægara að öragg
framtíð eyjunnar
verði tryggð. Vandinn
hvílir ekki hjá almenn-
ingi heldur er hérna
um pólitískan vanda
að ræða.“
Efnahagslegt ástand á norður-
hluta eyjunnar er mun verra en á
suðurhlutanum. Þjóðartekjur Kýp-
ur-Tyrkja era aðeins um fjórðung-
ur af tekjum Kýpur-Grikkja og síð-
an 1994 hefur innflutningur mat-
væla frá norðurhlutanum til ESB-
ríkja verið bannaður. Era Kýpur-
Tyrkir því háðir fjárframlögum frá
Tyrklandi að miklu leyti. Þrátt fyr-
ir það, telur Pantelides að bágt
efnahagsástand tyrkneska samfé-
lagsins á eyjunni sé ekki nægileg
ástæða fyrir stjóm Kýpur-Tyrkja
og Tyrklands til að reyna að finna
lausn á vandanum. Tyrknesk
stjómvöld telji mun auðveldara að
gefa peninga í stað þess að taka
ákvarðanir um lausn málsins.
ESB-aðild er lausnin
Undanfarin misseri hefur Kýpur
ásamt fímm ríkjum Mið- og Aust-
ur-Evrópu verið í samningavið-
ræðum við framkvæmdastjórn
ESB um aðild að ESB í næstu lotu
stækkunar þess. Pantelides segir
að undirbúningur aðildar gangi
mjög vel og að um mitt næsta
sumar muni Kýpurstjórn hafa lag-
að sig að u.þ.b. helmingi löggjafar
ESB, en skilyrði fyrir inngöngu er
að hugsanleg aðildarríki hafi fellt
alla löggjöf sambandsins inn í
stjórnskipan sína. „Við teljum að
Kýpur standi best allra hugsan-
legra aðildarríkja, þegar kemur að
efnahagsmálum. Við höfum frjálst
markaðsumhverfí og allar nauð-
synlegar pólitískar stofnanir eru
þegar fyrir hendi. Ef hugsanleg
aðild verður dæmd út frá þessum
þáttum, þá er Kýpur komið lengst
ríkjanna." Þar að auki bendir Pan-
telides á að daginn sem Kýpur
gerist aðili að ESB,
muni Kýpurbúar
einnig gerast aðilar að
evrópska myntsam-
bandinu (EMU).
Gjaldmiðill Kýpur hafi
í langan tíma verið
tengdur við evrópska
gjaldmiðla og stöðug-
leika hafi verið haldið.
Aðspurður hvenær að-
ild Kýpur að ESB geti
í fyrsta lagi átt sér
stað, segh’ Pantelides
að Kýpurtjóm gangi
út frá viðmiðunardag-
setningunni 1. janúar
2003.
Utanríkisráðherrar
sumra ESB-ríkjanna hafa á und-
anförnum misseram lýst því yfir
að aðild Kýpur að ESB komi ekki
til greina nema pólitískur vandi
eyjunnar verði leystur fyrst. Hvað
það varðar segir Pantelides: „Við
verðum að gera okkur grein fyi'ir
að innan ESB er viss tregða vegna
ástandsins á Kýpur. ESB hefur
viljað forðast það að vandi Kýpur
birtist innan stofnana ESB. í
þessu felst ákveðin þversögn: ann-
ars vegar stöndum við best ríkj-
anna sex að vígi vegna sterkrar
efnahagsstöðu, en hins vegar telja
sumir að við séum erfiðasta til-
fellið. Við höfum margoft boðið
Kýpur-Tyrkjum að taka þátt - án
nokkurra skilyrða - í aðildarvið-
ræðum með okkur. Ef þeir tækju
þátt í viðræðunum væri það tákn-
rænt fyrir pólitískan vilja til
breytinga. Þetta er ekki spurning
um það hvað ESB vill, við viljum
þátttöku þeirra. Ef af því yrði,
væri öll nákvæm útfærsla algert
aukaatriði."
Pantelides telur að samningana
við ESB beri að nýta í átt að lausn
á pólitískum vanda Kýpur. „Við
teljum að eina færa leiðin til
lausnar á vanda Kýpur í dag sé
ESB. Með aðild að ESB yrðum við
að breyta því pólitíska umhverfi
sem við búum við.“
Pantelides, sem er heimspeking-
ur að mennt, setur ástand mála á
Kýpur gjarnan í sögulegt sam-
hengi. „Alla sögu okkar hafa ýmis
stói'veldi reynt að hrifsa til sín það
sem þau telja vera hernaðarlega
mikilvæga eyju. Kýpurbúar sjálfir
hafa aldrei náð að hagnýta aðstöðu
sína. Ef svo hefði verið, væri stað-
an önnur í dag“.
Leonidas
Pantelides
Kynþáttahatari í Jasper í Texas
hlýtur dauðadóm
Fundinn sekur um
hrottalegt morð
Jasper, Attynta. Reuters.
KVIÐDOMUR í bænum Jasper í
Texas úrskurðaði á fimmtudag að
kynþáttahatarinn John William
King skyldi dæmdur til dauða fyrir
að hafa myrt blökkumanninn
James Byrd í júní á síðasta ári en
morðið vakti á sínum tíma mikinn
óhug í Bandaríkjunum. Tók- það
kviðdóminn ekki nema rámlega
þrjár klukkustundir að komast að
niðurstöðu sinni. King er fyi'sti
maðurinn sem dæmdur er til dauða
fyi-ir að myrða blökkumann, síðan
Texas tók upp dauðarefsingar árið
1970.
Saksóknarar færðu við réttar-
höldin rök fyrir því að Byrd hefði
látist þegar King og tveir vitorðs-
menn hans buðu honum upp í bíl til
sín, en fjötraðu hann hins vegar við
bílinn og drógu talsverða vega-
lengd eftir götu í útjaðri Jasper
þar sem mannaferðir era fátíðar.
Kom fram við krufningu að Byrd
var á lífi, en þó mjög þjakaður, allt
þar til bflnum vai' skyndilega beygt
og Byrd kastaðist í steinsteypu-
vegg þannig að höfuð hans fór af.
Fylkislög mæla svo um að öllum
líflátsdómum verði að áfrýja sem
þýðir að líða munu nokkur ár, í það
minnsta, áður en dómnum verður
fullnægt. Hópur fólks sem safnast
hafði saman fyrir utan dómhúsið,
hrópaði að King þegar hann var
leiddur úr réttarsal. Þegar einn úr
Reuters
WILLIAM King leiddur tir rétt-
arsal í Jasper í Texas, eftir að
kviðdómur dæmdi hann til
dauða fyrii' hrottalegt morð á
blökkumanni.
hópnum spurði King hvort hann
hefði eitthvað að segja við fjöl-
skyldu hins látna, svaraði King
með raddaskap. Meðlimir í Ku
Klux Klan, samtökum kynþátta-
hatara, mótmæltu einnig fyrir utan
dómhúsið.
Vitni saksóknara í málinu sögðu
réttinum að King væri líklegur til
fleiri ofbeldisverka. Hann hefði
hótað lögreglumanni í fangelsinu
og brotið sjónvarpstæki. Ennfrem-
ur hefði fundist hnífur í fangelsis-
klefa Kings. Dr. Edward Gripon,
réttarsálfræðingur, sem bar vitni
fyrir réttinum sagði að hann teldi
ólíklegt að kynþáttahatur Kings
hefði breyst í kjölfar dómsins.
„Sumir glæpir era svo takmarka-
lausir að ekki þarf að velkjast í
vafa um hvað manneskjan er fær
um að gera,“ sagði Gripon.
Réttarhöldin í máli Kings hafa
vakið miklar tilfinningar í Banda-
ríkjunum. Bill Clinton forseti sagði
að viðbrögð við morðinu, sem
gengið hafa sem mótmælaalda um
öll Bandaríkin, sýndu að „illvirki
líkt og þetta er ekki það sem land
okkar snýst um“.
Vinsældir
Aherns
dvína
SKOÐANAKÖNNUN sem
írska dagblaðið The Irísh Times
birti í gær sýndi að fylgi við rík-
isstjórn Berties Aherns hefur
hrunið í kjölfar fjármála-
hneykslis sem skók stjórnina
fyiT í mánuðinum. Vinsældir
stjórnarinnar hafa fallið um 16
prósentustig, voru 68% í októ-
ber en eru nú 52%. Jafnframt
hafa vinsældir Aherns sjálfs
dvínað, 70% aðspurðra kváðust
ánægðir með störf hans en síð-
asta könnun sýndi 81% fylgi við
forsætisráðherrann og hafði
enginn forsætisráðherra á ír-
landi notið meira fylgis.
Rússneskir
Thatchersinnar
NYR stjómmálaflokkur rúss-
neskra Thatchersinna var foim-
lega stofnaður í gær í Sankti
Pétursborg en liðsmenn hans að-
hyllast fijálsa markaðshagstefnu
Margrétar Thatcher, fyrrver-
andi forsætisráðherra Bi-etlands.
Hættuleg bakt-
eríutegund
BANDARÍSKIR vísindamenn
hafa fundið bakteríutegund í
kjúklingafóðri sem virðist
ónæm fyrir flestum sterkari
sýklalyfjum. Óttast vísinda-
menn að bakterían gæti borist í
menn og mögulega verið hættu-
leg heilsu þeirra. Kenna menn
ofnotkun sýklalyfja um aukinn
fjölda svokallaðra „súperveira",
en þær hafa þróað með sér
ónæmi gegn sýklalyfjum og
geta því valdið ómældum skaða.
Varað við
þrýstingi
álRA
MITCHEL McLaughlin, forseti
Sinn Féin, stjómmálaarms Irska
lýðveldishersins (IRA), varaði í
gær við því að
þrýstu menn
of stíft á lýð-
veldissinna að
afvopnast
gæti það var-
anlega skað-
að friðarferlið
á Norður-Ir-
landi. The
Irísh Times
hafði eftir
McLaughlin
að það gæti haft „ófyrirsjáanleg-
ar“ afleiðingar beittu menn IRA
of miklum þrýstingi. Sambands-
sinnar neita að setjast í heima-
stjóm með fulltrúum Sinn Féin
fyrr en IRA hefur afvopnast en
IRA hefui' ítrekað sagt að
afvopnun komi ekki til greina.
eins og mál standa nú.
Handtökur í
Usbekistan
YFIRVÖLD í Úsbekistan hafa
fangelsað meira en 500 manns
síðan fjöldi sprengna sprakk í
höfuðborginni Tashkent í síð-
ustu viku, að sögn mannrétt-
indasamtaka sem kalla handtök-
urnar stjórnvaldskúgun. Islam
Karimov, forseti landsins, hefur
kennt „trúarofstækismönnum"
um sprengjutih'æðin, sem urðu
sextán manns að bana. Mann-
réttindasamtök telja Karimov
hins vegar nota tilræðin sem af-
sökun fyrir harkalegum aðgerð-
um gegn áhangendum mú-
hameðstrúai'hópa.
McLaughlin