Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hvíta-Rúss- land vill kjarnavopn sín aftur Moskvu. Reuters. ALEXANDER Lukashenko, for- seti Hvíta-Rússlands, hefur lýst því yfír að stjórnvöld landsins hafí gert reginmistök er þau skiluðu Rúss- landi langdrægum eldflaugum og kjamavopnum þeim sem Sovét- stjórnin hafði komið fyrir í Hvíta-Rússlandi á dögum kalda stríðsins. Forsetinn sagði í tilefni fundar síns með leiðtogum fimm annarra fyrrverandi Sovét-lýðvelda í Moskvu, að hann teldi að kjama- vopn sem væra í Hvíta-Rússlandi gætu aukið öryggi hins lauslega bandalags Hvíta-Rússlands og Rússlands. í Hvíta-Rússlandi voru 72 SS-25 eldflaugar með kjarnaoddum þegar Sovétríkin liðu undir lok árið 1991. Samið var um að Rússar tækju við vopnunum og kostuðu Vesturlönd flutninginn að miklu leyti. Lukashenko telur að Bandaríkin hafí nú alltof sterka stöðu í alþjóða- málum og að fyrirhuguð stækkun NATO í austur ógni öryggi Hvíta- Rússlands og Rússlands. Rússar skili kjarnavopnum Roman Popkovich, formaður ör- yggis- og varnarmálanefndar Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, sagði að nýlegur samning- ur milii Rússa og Hvít-Rússa gæti gefið tilefni tii þess að Rússland setti eitthvað af kjamavopnum sín- um upp í Hvíta-Rússlandi. Sagði Popkovich við Interfax-fréttastof- una að slík aðgerð gæti verið rétt- lætanleg viðbrögð við því ef NATO færi ekki eftir ályktunum öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Rússland hefur ásakað Bandarík- in um að beita eða hóta að beita valdi í Irak og Kosovo, án þess að fyrir liggi ályktun frá öryggisráð- inu. „Ef öfgar í stefnu NATO fara vaxandi (...) og okkur fínnst okkur vera ógnað, getur verið að Rússland svari með viðeigandi hætti,“ sagði Popkovieh. Lukashenko Björgunarmenn hafa fundið 37 lík í nágrenni Galtlir og Valzur Sumir kjósa að vera um kyrrt á skíðasvæðunum Landeck, Ziirich. Reuters. BJÖRGUNARMENN í Tíról í Austurríki fundu í gær fjögur lík til viðbótar og ljóst er nú að a.m.k. þrjátíu og sjö fórust í snjóflóðunum tveimur, sem féllu á bæina Galtúr og Valzur á þriðjudag og miðviku- dag. Eins var enn saknað. í gær var haldið áfram að flytja ferða- menn, sem orðið hafa innlyksa í austurrísku ölpunum, á brott frá skíðasvæðunum en nokkrir kusu þó að dvelja um kyrrt. Austurríska dagblaðið Neue Kronenzeitung birti í gær lista yfir þá sem farist hafa í náttúrahamför- unum og mátti þar sjá að yngsta fómarlambið var fimm ára gamall þýskur drengur en það elsta var áttatíu og fímm ára gömul kona frá Galtúr. Fómarlömbin komu annars frá fjóram löndum, Þýskalandi, Austurríki, Hollandi og Danmörku. Erich Fabris, einn hjálparstarfs- mannanna í Valzur, sagði snjóflóð- ið þar hafa verið hrikalega aflmik- ið, og mun eitt húsanna í bænum hreinlega hafa brotnað í spað þeg- ar snjóflóðið skall á bæinn. „Þetta er ótrúlegt. Ég hef aldrei séð ann- að eins,“ sagði Fabris í samtali við Reuters-fréttastofuna. Innlyksa í meira en viku Um fjöratíu herþyrlur frá fjóram löndum vora á fimmtudag notaðar til að flytja fólk frá skíðasvæðunum og tókst þeim þá að ferja hátt í fjögur þúsund manns á brott. í gær var hafist handa strax við sólarapp- rás að flytja ferðamenn frá stöðum eins og þorpinu Ischgl, en þar , Reuters SKEÐAAHUGAMAÐUR gengur út úr bústað sinum í Melchsee-Frutt í Sviss en byggingin er gjörsamlega hulin snjó eftir mikið fannfergi. höfðu sumir verið tepptir í meira en viku vegna fannfergis. Um eitt þús- und manns ákváðu hins vegar að dvelja um kyn-t í Galtúr til að ljúka fríum sínum eða bíða þess að vegú- yrðu opnaðir á nýjan leik. Vora skíðalyftur einnig opnaðar á ný á sumum stöðum og nýttu margir tækifærið til að renna sér á skíðum, en það hefúr reynst ógerlegt vegna gríðarlegrar snjókomu og hættuá- stands af völdum snjóflóða. Vora yfírvöld í Tíról sökuð um það í gær að hafa haft að engu við- varanir veðurfréttamannsins Er- hardts Bergers um að snjóflóð væra yfirvofandi. Jafnframt hafa yfíi-völd verið sökuð um að hefja brottflutning fólks í Valzur allt of seint, þrátt fyrir að ljóst væri að morgni dagsins sem snjóflóðið þar féll, að ekki væri hægt að tryggja öryggi fólks í dalnum vegna snjó- flóðahættu. Snjóflóð af manna völdum var framkallað í leyfisleysi Svissneskir hjálparstarfsmenn gi-eindu í gær frá því að snjóflóð sem féll á smábæ í svissnesku ölp- unum á fimmtudag, með þeim af- leiðingum að húsþök rifnuðu af tveimur byggingum og flytja þurfti þrjátíu manns á brott, hefði verið af manna völdum. Mun einn úr hópi snjóflóðavarnarmannanna hafa skipulagt sprengingu í fjöllun- um, til að valda snjóflóði, eins og oft er gert til að afstýra enn verri og óviðráðanlegri snjóflóðum, en án samþykkis eða vitundar félaga sinna. Erítreumenn gefa eftir Asmara. Reuters. YFIRVÖLD í Erítreu sögðu í gær að hersveitir Eþíópíumanna hefðu brotið sér leið í gegnum vamir Erítreuhers við landamæri ríkj- anna í Badme. Héldu þau því fram að Eþíópíumenn hefðu flutt her- sveitir af öðram vígstöðvum til að ná yfirhöndinni við Badme. Bar- dagar bratust út á landamæram Afríkuríkjanna á þriðjudag þegar Eþíópíumenn gerðu áhlaup í því augnamiði að ná til baka landsvæði sem Erítreumenn tóku í átökum þjóðanna í maí á síðasta ári. • • Ocalan hittir lögmenn sína Sagður hafa játað á sig fyrirskip- anir um morð Leiðtogar Evrópusambandsins deila um fjármálaumbætur Ekkert samkomulag virðist á næsta leiti Bonn. Reuters. DJÚPSTÆÐUR ágreiningur var áberandi á óformlegum fundi leið- toga Evrópusambandsins (ESB) í Königswinter hjá Bonn í gær, réttum mánuði áður en frestur sá rennur út sem þeir höfðu áður gefíð sér tii að ná samkomulagi um uppstokkun á fjárlögum sambandsins áður en nýj- um aðildarríkjum er veitt innganga. Ágreiningurinn blossaði upp eftir að hinir þýzku gestgjafar, sem gegna formennsku í ráðherráðinu þetta misserið, lögðu fram drög að samkomulagi í því skyni að reyna að koma umræðunum um endurskoðun fjárlaganna, sem þarf að halda í skefjum í ljósi þess hve stækkun sambandsins mun augljóslega verða kostnaðarsöm, upp úr því öngstræti sem þær voru komnar í. Leiðtogamir hafa sett sér að hafa fyrir 25. marz náð grandvallarsam- komulagi um umbótatillögumar í „Dagskrá 2000“ (Agenda 2000), sem kveða á um þær breytingar sem þarf að gera á landbúnaðar- og byggðasjóðakerfi ESB auk þess að setja fjárlögum sambandsins nýjan ramma fyrir árabilið 2000-2006. Næsti formlegi leiðtogafundur fer fram í Berlín 24.-25. marz nk. En möguleikarnir á að samkomu- lag náist fyrir þennan frest virtust litlir í gær, eftir að viðræðum land- búnaðarráðherranna 15 um breyt- ingar á sameiginlegu landbúnaðar- stefnunni, sem staðið höfðu alla vik- una, var frestað án þess að hillti undir samkomulag um nýtt fyrir- komulag styrkveitinga til landbún- aðar. Eins og er fer tæplega helm- ingur allra fjárlaga ESB, sem era árlega um 700 milljarðar króna, í landbúnaðarkerfið. Finnar beita sér Fram kom á fundinum í gær að Finnar, sem taka við formennskunni í ESB í sumar, reyndu það sem þeir gætu til að liðka fyrir samkomulagi um landbúnaðarmálin. Þar sem þingkosningar fara fram aðeins nokkram dögum fyrir Berlínarfund- inn og finnskir bændur eiga mikilla hagsmuna að gæta í landbúnaðar- kerfi ESB, er finnsku ríkisstjórninni mikið í mun að geta sýnt fram á ár- angur á því sviði. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði á fundinum í gær að óhjákvæmilegt væri að hinar sjálf- virku endurgreiðslur sem Bretar njóta úr sjóðum ESB (frá því Marg- aret Thatcher samdi um þær fyrir 15 áram) yrðu ræddar með öðrum tillögum um hvernig skera megi nið- ur útgjöldin. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, tók skýrt fram að brezk stjórnvöld hygðust halda fast í endurgreiðslumar; þær væra réttlátar og engin ástæða væri fyrir Breta að gefa þær eftir. Þjóðverjar, sem greiða langsamlega mest til ESB, þrýsta mjög á um að þak verði sett á útgjöld sambandsins og fram- lag þeirra lækki. Grískar hersveitir í viðbragðsstöðu TYRKNESKIR saksóknarar sögðu í gær að Abdullah Öcalan, Kúrda- leiðtoginn sem er i haldi á Imrali- fangelsiseyjunni í Marmarahafi, hefði játað á sig að hafa gefið fyr- irskipanir um morð sem framin voru af liðsmönn- um skæruliða- sveita Kúrda. Öcalan Kemur þetta fram í frétt BBC í gær. Ennfremur er Öcalan sagður hafa viðurkennt að barátta aðskilnaðarhreyfingar Kúrda í suðausturhluta Tyrklands hafi verið fjármögnuð með framlög- um grískra kirkjustofnana og mút- um frá eiturlyfjasmyglurum. Öcal- an er sagður hafa skrifað játningar sínar niður í viðurvist tyrkneskra saksóknara. Nuh Mete Yuksel, einn sak- sóknaranna sagði í viðtali vio Anatolia-fréttastofuna, að Öcalan hafi játað að hafa fyrirskipað fjöldamorð hinn 15. ágúst 1984, en sú dagsetning markar upphaf vopn- aðrar baráttu Kúrda gegn tyrknesk- um yfirvöldum. „Öcalan sagði að árásin hefði verið framin sem hefnd- araðgerð fyrir morð á föngnum [kúrdískum] ófriðarseggjum árið 1982,“ sagði Yuksel. Er Öcalan sagður hafa lýst því yfir að hann iðr- aðist árásarinnar. Jafnframt var haft eftir saksóknaranum að Öcalan hefði neitað því að kúrdíski verka- mannaflokkurinn (PKK) væri viðrið- inn eiturlyfjasmygl, heldur væri flokkurinn fjármagnaður með fram- lögum „grískra kirkna og mútufé frá eiturlyfjasmyglurum". Verjendur Ócalans fengu loks að hitta hann í gær og sögðu þeir hann vera við ágæta heilsu. Ahmet Zeki Okcuoglu, einn verjenda Kúrdaleið- togans, sagðist þó hafa áhyggjur af sálrænu ástandi Öcalans þar sem honum væri haldið í algerri ein- angrun. Eins og olía á eldinn Fréttaskýrendur telja að ásakan- irnar um að grískar kirkjustofnanir hafi fjármagnað vopnaða baráttu Kúrda muni virka eins og olía á eld- inn í orðastríði grískra og tyrk- neskra stjórnvalda sem hefur staðið síðan Öcalan var handtekinn. Á fimmtudag sökuðu Tyrkir grísk stjórnvöld um að hafa stutt hreyf- ingu Öcalans. AP-fréttastofan hafði það eftir fulltrúum í gríska varnar- málaráðuneytinu að hersveitir Grikkja í Eyjahafi séu í viðbragðs- stöðu vegna málsins. Bandaríkjastjórn birti í gær ár- lega skýrslu sína um ástand mann- réttinda í ríkjum heims. Þar fá tyrk- nesk stjórnvöld harða gagnrýni fyr- ir útbreiddar pyntingar, ofsóknir gegn frjálsum fréttaflutningi og illa meðferð á Kúrdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.