Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 25 ERLENT Guatemalaborg. Reuters. STJÓRNSKIPUÐ „sannleiks- nefnd“ sem var sett á fót í Gu- atemala í því skyni að reyna að stuðla að sáttum í landinu eftir 36 ára borgarastyrjöld, sakar í loka- skýrslu sinni herinn um að bera ábyrgð á örlögum flestra hinna u.þ.b. 200.000 manna, sem féllu eða hurfu á meðan á hinum langvinnu innanlandsskærum stóð. Skýrslan var birt á fimmtudag. Bandaríska leyniþjónustan CIA er jafnframt sögð hafa átt hlut að máli með því að hafa ýtt undir mannréttindabrot í Guatemala. í niðurstöðum skýrslunnar eru bandai’ísk stjómvöld ennfremur sökuð um að hafa með stefnu sinni fram á miðjan níunda áratuginn átt þátt í að draga borgarastríðið á langinn. Sannleiksnefndin, sem hóf störf á árinu 1996 í samræmi við ákvæði friðarsamninga sem þá voru undir- ritaðir, skoraði í niðurstöðum sín- um bæði á stjórnvöld og hina fyrr- verandi vinstrisinnuðu skæruliða að biðja almenning fyi’irgefningar á blóðbaðinu. Christian Tomuschat, sem fór fyrir „Sögulegu skýringanefnd- inni“, sagði er hann kynnti niður- stöðurnar úr rannsóknastarfi Sannleiksnefndarskýrsla um borgarastríðið í Guatemala Herinn sagður hafa blóðugustu hendurnar hennar, að 93% allra dauðsfalla í borgara- stríðinu - þar með tal- in fjöldamorð, pynt- ingar og mannshvörf - bæri herinn ábyrgð á. Uppreisnarhreyfing- unni „Þjóðbyltingar- eining Guatemala" var kennt um 3% dauðs- fallanna en 4% reynd- ist ekki unnt að skera úr um hver bæri ábyrgð á. Nefndin kannaði um 42.000 dauðsfóll frá dögum borgarastríðsins. Talið er að í kring um 150.000 manns hafi látið lífið í átökunum og að um 50.000 hafi horfið, samkvæmt nið- urstöðum nefndarinn- ar, en það eru mun hærri tölur en áður hafði verið gengið út frá. Flestir hinna horfnu eru taldir af og flesth’ hinna látnu voru smábændur af ætt- bálki Maya-indíána. Tomuschat, sem er þýzkur lögfræðingur og sérfræðingur í mannréttindamálum, sagði að sá hryllingur, sem nefndarmenn hefðu komizt að við rannsóknastörf sín, hefði verið meiri en allt sem þeir hefðu talið sig mega búast við, jafnvel þeir Guatemalamenn í nefndinni Alvaro Arzu, forseti Guatemala. sem hefðu sjálfir upplifað atburð- ina úr næsta nágrenni. Áfangi í sáttaátt Skýrsla nefndarinnar er fyrsti umtalsverði áfanginn í þá átt að brúa þann djúpstæða klofning í þjóðfélagi Guatemala, sem hófst þegar hægrimenn rændu völdum með stuðningi Bandaríkjamanna árið 1954. Nefndin hefur engin völd til að draga þá sem taldir eru bera höf- uðábyrgð á verstu mannréttinda- brotunum fyrir rétt eða að ákveða refsingu af neinu tagi. En nefndin hvatti stjórnvöld til að efna til formlegrar rannsóknar á gerðum hersins og til að reka þá yfirmenn í hernum sem sannað þykir að hafi takið þátt í grimmdarverkum. Er Tomuschat kynnti skýrsluna í þjóðleikhúsi Guatemalaborgar á fimmtudaginn gerði hópur mót- mælenda hróp að herforingjum, sem komu til að hlýða á niðurstöð- urnar. Fólkið hrópaði að þeim: „Morðingjar! Við viljum réttlæti!“ Ekki var í fyrstu ljóst hver yrðu viðbrögð harðlínumanna innan raða hersins við skýrslunni. Eina skýrslan, sem fram að þessu hafði verið unnin um grimmdarverk borgarastríðsins, vai’ unnin á veg- um kaþólsku kirkjunnar. Bisk- upinn, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni, var ráðinn af dögum í apríl sl., skömmu eftir að skýrslan var birt. Forsetinn Alvaro Arzu yfirgaf leikhúsið án þess að láta hafa neitt eftir sér um málið. Varnarmálaráð- heraann Hector Barrios tjáði fréttamönnum að herinn myndi fara vandlega yfir skýrsluna áður en hann drægi nokkrar ályktanir. Tomuschat sakaði CIA um að hafa „beint og óbeint“ stutt „ólög- legar aðgerðir af hálfu ríkisvalds- ins“ á meðan á hinum vopnuðu inn- anlandsátökum stóð, sem náðu há- marki um miðjan níunda áratuginn og ekki var bundinn endi á íyrr en með friðarsamningunum 1996. Stórsýning á atvinnutækjum í nýja Brimborgarhúsinu að Bíldshöfða 6 Sýning laugardag 27. febrúar, kl. 12-16 Vörubílar, vinnuvélar og bátavélar frá Volvo, kranar frá HIAB, sendibílar og hópbílar frá Ford. Frumsýnum glæsilega fulltrúa nýrrar kynslóðar Volvo vörubíla, FM7 og FM12, og nýja bíla af hinni margverðlaunuðu FH-kynslóð Volvo. Heildarlausnir fyrir atvinnurekstur Náið samband við öfluga birgja gerir okkur kleift að bjóða hagkvæmar heildarlausnir og tryggja hámarksgæði. Sérhönnuð og rúmgóð húsakynni, að Bíldshöfða 6, gefa okkur möguleika á að veita enn betri þjónustu. volvo 0IIRB (Sr brimborg Bíldshöfða 6 • Sími 515 7010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.