Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 25
ERLENT
Guatemalaborg. Reuters.
STJÓRNSKIPUÐ „sannleiks-
nefnd“ sem var sett á fót í Gu-
atemala í því skyni að reyna að
stuðla að sáttum í landinu eftir 36
ára borgarastyrjöld, sakar í loka-
skýrslu sinni herinn um að bera
ábyrgð á örlögum flestra hinna
u.þ.b. 200.000 manna, sem féllu eða
hurfu á meðan á hinum langvinnu
innanlandsskærum stóð. Skýrslan
var birt á fimmtudag.
Bandaríska leyniþjónustan CIA
er jafnframt sögð hafa átt hlut að
máli með því að hafa ýtt undir
mannréttindabrot í Guatemala. í
niðurstöðum skýrslunnar eru
bandai’ísk stjómvöld ennfremur
sökuð um að hafa með stefnu sinni
fram á miðjan níunda áratuginn átt
þátt í að draga borgarastríðið á
langinn.
Sannleiksnefndin, sem hóf störf
á árinu 1996 í samræmi við ákvæði
friðarsamninga sem þá voru undir-
ritaðir, skoraði í niðurstöðum sín-
um bæði á stjórnvöld og hina fyrr-
verandi vinstrisinnuðu skæruliða
að biðja almenning fyi’irgefningar
á blóðbaðinu.
Christian Tomuschat, sem fór
fyrir „Sögulegu skýringanefnd-
inni“, sagði er hann kynnti niður-
stöðurnar úr rannsóknastarfi
Sannleiksnefndarskýrsla um borgarastríðið í Guatemala
Herinn sagður hafa
blóðugustu hendurnar
hennar, að 93% allra
dauðsfalla í borgara-
stríðinu - þar með tal-
in fjöldamorð, pynt-
ingar og mannshvörf -
bæri herinn ábyrgð á.
Uppreisnarhreyfing-
unni „Þjóðbyltingar-
eining Guatemala" var
kennt um 3% dauðs-
fallanna en 4% reynd-
ist ekki unnt að skera
úr um hver bæri
ábyrgð á. Nefndin
kannaði um 42.000
dauðsfóll frá dögum
borgarastríðsins.
Talið er að í kring
um 150.000 manns hafi
látið lífið í átökunum og að um
50.000 hafi horfið, samkvæmt nið-
urstöðum nefndarinn-
ar, en það eru mun
hærri tölur en áður
hafði verið gengið út
frá. Flestir hinna
horfnu eru taldir af og
flesth’ hinna látnu voru
smábændur af ætt-
bálki Maya-indíána.
Tomuschat, sem er
þýzkur lögfræðingur
og sérfræðingur í
mannréttindamálum,
sagði að sá hryllingur,
sem nefndarmenn
hefðu komizt að við
rannsóknastörf sín,
hefði verið meiri en
allt sem þeir hefðu
talið sig mega búast við, jafnvel
þeir Guatemalamenn í nefndinni
Alvaro Arzu, forseti
Guatemala.
sem hefðu sjálfir upplifað atburð-
ina úr næsta nágrenni.
Áfangi í sáttaátt
Skýrsla nefndarinnar er fyrsti
umtalsverði áfanginn í þá átt að
brúa þann djúpstæða klofning í
þjóðfélagi Guatemala, sem hófst
þegar hægrimenn rændu völdum
með stuðningi Bandaríkjamanna
árið 1954.
Nefndin hefur engin völd til að
draga þá sem taldir eru bera höf-
uðábyrgð á verstu mannréttinda-
brotunum fyrir rétt eða að ákveða
refsingu af neinu tagi. En nefndin
hvatti stjórnvöld til að efna til
formlegrar rannsóknar á gerðum
hersins og til að reka þá yfirmenn í
hernum sem sannað þykir að hafi
takið þátt í grimmdarverkum.
Er Tomuschat kynnti skýrsluna
í þjóðleikhúsi Guatemalaborgar á
fimmtudaginn gerði hópur mót-
mælenda hróp að herforingjum,
sem komu til að hlýða á niðurstöð-
urnar. Fólkið hrópaði að þeim:
„Morðingjar! Við viljum réttlæti!“
Ekki var í fyrstu ljóst hver yrðu
viðbrögð harðlínumanna innan
raða hersins við skýrslunni. Eina
skýrslan, sem fram að þessu hafði
verið unnin um grimmdarverk
borgarastríðsins, vai’ unnin á veg-
um kaþólsku kirkjunnar. Bisk-
upinn, sem hafði yfirumsjón með
rannsókninni, var ráðinn af dögum
í apríl sl., skömmu eftir að skýrslan
var birt.
Forsetinn Alvaro Arzu yfirgaf
leikhúsið án þess að láta hafa neitt
eftir sér um málið. Varnarmálaráð-
heraann Hector Barrios tjáði
fréttamönnum að herinn myndi
fara vandlega yfir skýrsluna áður
en hann drægi nokkrar ályktanir.
Tomuschat sakaði CIA um að
hafa „beint og óbeint“ stutt „ólög-
legar aðgerðir af hálfu ríkisvalds-
ins“ á meðan á hinum vopnuðu inn-
anlandsátökum stóð, sem náðu há-
marki um miðjan níunda áratuginn
og ekki var bundinn endi á íyrr en
með friðarsamningunum 1996.
Stórsýning á atvinnutækjum
í nýja Brimborgarhúsinu að Bíldshöfða 6
Sýning laugardag 27. febrúar, kl. 12-16
Vörubílar, vinnuvélar og bátavélar frá Volvo, kranar frá HIAB,
sendibílar og hópbílar frá Ford.
Frumsýnum glæsilega fulltrúa nýrrar kynslóðar Volvo vörubíla, FM7 og FM12,
og nýja bíla af hinni margverðlaunuðu FH-kynslóð Volvo.
Heildarlausnir fyrir atvinnurekstur
Náið samband við öfluga birgja gerir okkur kleift að bjóða hagkvæmar
heildarlausnir og tryggja hámarksgæði.
Sérhönnuð og rúmgóð húsakynni, að Bíldshöfða 6, gefa okkur möguleika
á að veita enn betri þjónustu.
volvo 0IIRB
(Sr
brimborg
Bíldshöfða 6 • Sími 515 7010