Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Ert þú ekki til í að lána mér nafnið þitt? Fjármál heimilanna Hver kannast ekki vlð spurningu af þessu tagi? Ábyrgð þriðja manns hefur verið forsenda lánveitinga banka og sparisjóða til einstaklinga í áratugi. Elín Sigrún Jónsdóttir segir að í könnun Raunhæft dæmi Ungur maður á í miklum vanda vegna þess að hann skrifaði upp á víxil fyrir föður sinn. Víxillinn var að fiárhæð 500.000 kr. og með gjalddaga 1. febrúar 1998. Nú er fyrirséð að faðirinn greiðir ekki skuldina. Hann var úrskurðaður gjaldþrota vegna víxilsins í desember síðast liðnum. Bú hans var eignalaust. Innheimtutilraunir eru hafnar á hendur syninum. í dag nemur skuldin vegna víxilsins um 840.000 kr. - þar af eru dráttavextir um 85.000 kr. - og innheimtukostnaður lögmannsins 255.000 kr. ásamt útlögðum kostnaði í ríkissjóð um sem gerð var hér á landi fyrir tveimur árum hafí komið fram að um 90 þúsund einstaklingar eldri en 18 ára séu í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum þriðja aðila eða um 50% Islendinga á þessum aldri. Nokkur góð ráð Skrifaðu ekki undir ábyrgðaryfirlýsingu nema að vita hvað í henni felst. U^> Ákveðir þú að ganga í ábyrgð fyrir láni vertu þá viss um að þú getir örugglega greitt skuldina upp á skömmum tíma að viðbættum vöxtum, verðbótum og innheimtukostnaði. Ábyrgstu ekki meir en þú getur greitt. Hafðu gott yfirlit yfir ábyrgðir þínar og taktu ávallt fullt tillit til þeirra við gerð eigin fjárhagsáætlana. Segðu nei, ef þú ert í einhverjum vafa um þína eigin greiðslugetu, greiðslugetu lántaka eða vilja þinn til þess að greiða lán fyrir annan aðila. ÞÁ kom ennfremur í ljós að tvö bankalán af hverjum þremur eru með sjálfskuldarábyrgð og að ábyrgðarmenn á víxlum og skulda- bréfum í bankakerfinu séu að með- altali í ábyrgð fyrir tæplega 1 millj- ón króna. Ljóst er að ábyrgðar- skuldbindingar eru mun algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Undirskrift fylgir ábyrgð Að skrifa upp á lán annars manns snýst ekki um að lána nafn og kennitölu. Undirskriftinni fylgir ábyrgð. Því hafa margir fengið að kynnast. í ábyrgðaryfirlýsingu felst að ábyrgðarmaður ábyrgist að greiða skuldina, áfallna vexti, þ.m.t. dráttarvexti, verðbætur og kostnað sem hún væri hans eigin, komi til greiðslufalls hjá greiðanda. Ef ábyrgðarmenn eru tveir eða fleiri, ábyrgist hver um sig fulla greiðslu. Ábyrgðarmaður getur þannig þurft að greiða kostnað við árangurslausa innheimtu hjá aðalskuldara og öðr- um ábyrgðarmanni/mönnum. Þrjár af hverjum fjórum krónum, sem umsækjendur um þjónustu Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna skulda bönkum og sparisjóðum, eru með ábyrgð þriðja aðila. I mörgum tilvikum er fyrirsjáanlegt að lántak- endur hafa ekki greiðslugetu til að greiða lán sín. Vinir og ættingjar verða að borga. Þetta eru ei-fið mál. Dæmi eru um miklar hörmungai- fjölskyldna vegna ábyrgða. Fjöl- skyldubönd og vinatengsl eru í upp- námi. Gremja, reiði og niðurlæging eru algeng viðbrögð. Meta á greiðslugetu Engin ákvæði eru í lögum um ábyrgðarveitingar hér á landi. í gildi er ársgamalt samkomulag milli stjórnvalda og lánastofnana um notkun sjálfskuldaábyrgða sem ætl- að er að draga úr umfangi sjálf- skuldarábyrgða og bæta réttar- stöðu ábyrgðarmanna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvaða þýðingu samkomulagið hefur haft á fjölda og umfang ábyrgðarveitinga á sl. ári. I samkomulaginu er m.a. kveðið á um, að fjármálafyrirtæki beri að meta greiðslugetu lántaka með þeim aðferðum sem þar tíðkast, ef fjárhagsleg skuldbinding nemur meira en einni milljón króna. Ef um lægri fjárhæð er að ræða er það aðeins gert ef ábyrgðarmaður óskar þess. Þessi ákvæði samkomu- lagsins eru afar mikilvæg. Ber að hvetja ábyrgðarmenn til að kynna A\ KÓPAVOGSBÆR Kópavogshöfn - úthlutun Hafnarstjórn Kópavogsbæjar auglýsir lóðina Vesturvör 30 lausa til úthlutunar á athafnasvæði Kópavogshafnar. Um er að ræða eina lóð (auðkennd með rauðum lit) um 15.000 m2 sem hugsanlega mætti skipta í fleiri lóðir. Á lóðinni má byggja allt að fjórar skemmur, 58x24 m, eða um 1.400 m2 að grunnfleti hver um sig eða alls um 5.600 m2. Vegghæð er áætluð 5-6 m. Skipulagsuppdráttur, skipulags- og byggingarskilmálar svo og umsóknarblöð liggja frammi á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð milli kl. 9 og 15 alla virka daga. Uppdrátturinn hér að ofan sýnir athafnasvæði hafnarinn- ar ásamt umræddri lóð og hvernig samþykktu deiliskipu- lagi er háttað. Óski umsækjendur eftir frávikum frá því m.a. hvað varðar fjölda lóða og gerð bygginga mun hafn- arstjórn fjalla sérstaklega um þær með breytingar á gild- andi deiliskipulagi í huga. Nánari upplýsingar eru veittar á Bæjarskipulagi Kópavogs í síma 554 1570. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15, 8. mars 1999. Hafnarstjórinn í Kópavogi. Nýjar reglur um kjöt og kjötvörur Framleiðendur breyta merkingum ÞEGAR farið var í stórmarkað í vikunni til að skoða merkingar á kjöti og kjötvörum kom í ljós að sumir framleiðendur eru búnir að laga umbúðir kjötvara að nýjum reglum um merkingar á kjöti og kjötvörum. Frestur til að laga sig að reglunum rann út 10. desember sl. hvað snertir nafngiftir á kjöti og kjötvörum og ýmis sérákvæði um merkingar. Þarf að tilgreina vatnsmagn kjöti, blönduðu kjöthakki og borg- urum.“ Fimm tegundir af skinku í reglum um nafngiftir á svína- kjöti kemur fram að skinka er flokkuð í fjórar tegundir, lúxus skinku, skinku, brauðskinku og brauðskinku með viðbættu vatni. „Við sáum enga vöru merkta sem brauðskinku með viðbættu vatni og það er athyglisvért þar sem líklega er töluvert af slíkri vöru á markaðn- Morgunblaðið/Árni Sæberg ALLAR merkingar á hakki virt- ust í lagi í þessum stórmarkaði. Tilgreint var ef um kýrkjöt, var að ræða eða ungnautakjöt og í þeim tilfellum sem um blandað hakk var að ræða var prósentu- hlutfalls kjöttegunda getið. Fituinnihalds í kjöthakki svo og hamborgurum var getið. um.“ Lýsandi vöruheiti Guðrún segir að vöruheiti eigi að vera lýsandi fyrir innihaldið og ýmis heiti á kjötvörum eru háð skilyrðum til að auðvelda neytendum að átta sig á hvað þeir eru að kaupa. Hún nefnir sem dæmi kinda- bjúgu. „Ef varan ber heitið kinda- bjúgu verður kindakjöt að vera 80% eða meira af kjötinnihaldi. Það þarf að koma fram í innihaldslýsingu og hversu hátt prósentuhlutfallið er.“ Þá bendir hún á sem dæmi að ef verið er að kaupa blandað hakk eins og nauta- og lambahakk þurfi þess að vera getið hversu mikið nauta- hakk er um að ræða og hversu mik- ið lambahakk. Guðrún E. Gunnarsdóttir, mat- vælafræðingur hjá Hollustuvernd rfkisins, fór með Morgunblaðinu á stúfana og kíkti á merkingar kjöt- vara. Hún segir að þó sumir séu þegar búnir að breyta bæði nafn- giftum og laga innihaldslýsingar að settum reglum eigi margir langt í land. „Þetta á sérstaklega við um atriði eins og að tilgreina viðbætt vatn í söltuðum kjötvörum. Það var einungis einn framleiðandi sem við komum auga á sem virtist hafa tek- ið á því að tilgreina vatnsmagn. Magn af viðbættu vatni þarf að til- greina í innihaldslýsingu ýmissa kjötvara eins og t.d. skinku, ham- borgarhryggjum, hangikjöti, salt- HER er auðsjáanlega verið að taka á merkingum. Eldri pakk- inn í kjötborðinu heitir Ömmu skinka. I honum er folaldakjöt, lambakjöt og ekki er tilgreint vatnsmagn í vörunni. Ekki má kalla álegg skinku nema það sé úr svínakjöti. Á nýrri pakka af vörunni er nú komið nýtt heiti, Brauðálegg, sem samræmist reglugerðinni. Þegar Guðrún er spurð hvemig neytendur geti átt þátt í að þessi mál komist í lag segir hún að neyt- endur geti komið athugasemdum sínum til verslana og framleiðenda en einnig til heilbrigðiseftiriitsins og Hollustuverndar ríkisins. VATNSMAGNS var hvergi get- ið nema á umbúðum skinku frá Goða. ÞESSI beikonskinka er mjög feit og uppfyllir því varla þau skilyrði sem þarf til að heita skinka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.