Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 31

Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ eyri í úrvalsdeildinni. í fyrra varð KA um miðja 1. deild og Pórsai'ar féllu og það er langt frá því að vera viðunandi," segii' Rúnar. Nefnir svo atriði sem hann er ósáttur við, atriði sem getur komið harkalega niður á félagi sem fellur. „Samningsreglur gera liðum erfítt fyi-ir. Falli lið, eins og til dæmis Þór í fyrra, eru allir strákarnir með lausa samninga og önnur lið gætu hirt alla leikmennina án þess að greiða félaginu neitt fyrir þá. Mér fínnst þetta einkennilegt. Baslið er alveg nógu mikið á liðum sem falla. Það væri örlitlu skárra ef þau fengju eitthvað fyrir þá leik- menn sem færu.“ En hvað er til ráða vegna slaks gengis Akureyrarliðanna? Skyldu áhugamenn velta því mikið fyrir sér? „Eg held, því miður, að það sé ekki nógu mikið. Eg held það vanti meiri félagsanda. Fólk er ábyggilega ekki nógu duglegt að segja sína meiningu og þegar það gerist virðast alltaf ein- hverjir aðrir fara í íylu. Eg held að fólk sé allt of viðkvæmt fyrir gagn- rýni. Menn hætta því að gagnrýna, sem er slæmt, því hún er af hinu góða. Annað atriði er aðstaðan sem knattspyrnumönnum hér í bænum er boðið upp á. Það er auðvitað göm- ul tugga, en við erum dálítið langt á eftir, til dæmis þeim fyrir sunnan. Það er kannski meginskýringin á slöku gengi liðanna því ég held að hér sé alveg hægt að gera góða hluti.“ Sem dómari hefur Rúnar svo líka kynnst atriði sem hann segir að betur megi fara. „Það er oft vanda- mál með unga drengi, sem eru að byi'ja í meistaraflokki, að þeir ein- beita sér ekki nóg vel að því sem þeir eiga að vera að gera - að spila fót- bolta. Þeir eru allt of mikið að hugsa um annað, til dæmis okkur, þessa vesalinga sem erum að reyna að stjórna leikjunum. Þeir nudda allt of mikið í okkur, en ég held satt að segja að þeim veiti ekkert af þvi að einbeita sér að fótboltanum og láta okkur í friði. Þetta truflar marga þeirra nefnilega mjög mikið.“ Nú eru báðir orðnir saddir og bún- ir að tala nóg; greinarhöfundur gerir því upp við þjónustustúlkuna til að fá ekki rautt spjald. Rúnai' flautar síðan af og við göngum af velli. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 31 sjónvarpsútsendingar á fímmtu- dag þessa viku til að vekja enn frekar athygli á þeirri sérvisku er einkenndi þjóðina á árum áður. Búist er við að 60-70 veitinga- staðir um allt land taki þátt í góu- gleðinni, jafnt pöbbar sem betri veitingahús á borð við La Prima- vera og Perluna. Tilboð verða á mat og drykk, skipulögð skemmti- atriði og ýmislegt annað. Þá eru báðir islensku bjórframleiðend- umir, Egils og Viking, með í ráð- um auk innflytjenda nokkurra er- lendra bjórtegunda, Flugleiða, Reykjavíkui'borgar og Akureyrar- bæjar. Vonandi heppnast þetta vel. Há- tíð á borð við góugleði getur ekki orðið til annars en að lífga aðeins upp á tilveruna og gera lífíð á Is- landi ögn fjölbreyttara. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því að sala á bjór var leyfð hér á landi. Stein- grímur Sigurgeirsson kynnti sér sér- staka hátíð sem efnt verður til á veitinga- húsum um allt land af því tilefni. þorrablótum. Útlendingum kann að þykja foi-vitnilegt að lesa um þon-amat en varla verður sá lestur til að kynda undir áhuganum á fs- landsferð. Svo er spuming hvort ekki sé þjóðráð að leggja niður Sælkerinn GÓUGLEÐI hefst á veitingastöðum um allt land eftir helgi en hinn 1. mars verða tíu ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð á fslandi. Þótt hið ís- lenska heiti gefi það ekki til kynna er ljóst af hinu enska heiti hátíðar- innar („The Icelandic Beer and Food Festival") að stefnt er að því að tengja hana rækilega við þessi tímamót. Ekki er þó einungis um eina „afmælisveislu“ að ræða held- ur er markmiðið að góugleðin verði að varanlegri uppákomu. Þeir sem standa að góugleðinni setja markið hátt og stefna að því að hátíðin verði fastur liður um þetta leyti árs í framtíðinni, rétt eins og þorrablót og jólahlaðborð eru nú. Fyrsta vika marsmánaðar yrði því eins konar bjórhátíðarvika á íslenskum veitingastöðum. Það kann að virka sem mikil bjartsýni að ætla að ákveða það fyrirfram að fyrsta vika marsmán- aðar verði haldin hátíðleg með slíkum hætti. Hins vegar eru auð- vitað fordæmi fyrir því að „hefðir“ geta verið fljótar að festa sig í sessi. Hvað er til dæmis langt síð- an að jólahlaðborðin fóru fyrst að skjóta upp kollinum? Það er líka greinilegt af listanum yfir þau fyr- irtæki er standa að hátíðinni að ætlunin er að höfða til erlendra ferðamanna. Fara þar saman hagsmunir veitingamanna og ferðaþjónustu þar sem marsmán- uður er öllu jafna mánuður þar sem fremur lítið er í gangi. Og ef- laust er það líklegra til árangurs, þegar reynt er að ná athygli er- lendra ferðamanna, að segja frá þjóðinni sem til skamms tíma var ekki leyft að kaupa bjór af ráða- mönnum sínum en að laða fólk að CÓUCLEÐl ig! MATUR DRYKKUR MENNING Opið iaugardag 13-17 FiUGEOT Ljón 4 vegiwntl 1600 cc vél • 1" upphækkun • 14" álfelgur • fjarstýrðar samlæsingar • þjófavörn • útvarp stillt í stýri • rafmagn í rúðum • þokuljós * hjóla- og skíðagrind * dráttarkrókur JíOIFlUiR Ævintýralegur bíll á ögrandi verði! 1.450.000 k Frábært verð fyrir ótrúlega vel útbúinn ferðabíl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.